Þjóðólfur - 05.07.1898, Page 1

Þjóðólfur - 05.07.1898, Page 1
ÞJOÐOLFUR. 50. árg. Reykjavík, þriðjudaginn 5. júlí 1898. Nr. 31. Útlendar fréttir. Kaupmannahöfn 24. júní. Nú tekur að herða að Spánverj- um á Cuba. Cervero aðmíráll þeirra liggur innilokaður með flotann í Santjago og kemst hvergi, því Amerikumenn liggja með fjölda skipa fyrir utan, og þar að auki hafa þeir sökkt stóru gufuskipi þversum í sundinu, sem llggur inn að höfninni. Þessa dagana eru þeir einnig að setja á land 27000 hermanna skammt frá Santjago. Cervero hefur sent stjórninni spönsku skeyti um það, að úti sé öll von fyrir Spánverjum á Cuba. A Filips- eyjum er ástandið að minnsta kosti ekki betra, ef ekki verra. — Sú flugufregn hefur borizt út, að ekkjudrotningin á Spáni hafi boðizt til þess, að leggja niður völdin; sé það satt, þá lýsir það bezt, hve allt er í hundana komið þar í landi. Þá er ástandið á Ítalíu ekki upp á marga fiska heldur. Ut af „hungur-óeirðunum", sem átt hafa sér stað þar í vor, hefur stjórnin gefið herforingjunum ótakmarkað vald gagnvart borgurunum, og synd væri að segja, að þeir hafi ekki notað sér það, því öll fangelsi í ríkinu eru troðfull og meir en það, og flestir hafa þó ekki unnið sér annað til saka, en það, að þeir heyrðu til flokki jafnaðarmanna. Rudini hefur lagt fram frumvarp í þinginu þess efnis,að hepta prentfrelsið og banna félagastofn- anir; dauflega var tekið undir þetta hjá hon- um, og hefur hann því sagt af sér, en nýtt ráðaneyti er ekki myndað enn þá. Loks er Meline ráðaneytisforseti á Frakk- landi oltinn úr sessi, og hefur hann setið ó- venjulega lengi að völdum, eptir því sem tíðkast þar í landí, og hefur hann átt það að þakka »Orleanistum« og »Bonapartistum«, en nú samþykkti neðri málsstofan fundará- lyktun þess efnis, að stjórnin yrði að leita stuðningshjá „republikönskuni" meirihluta, hitt væri henni ekki samboðið. Meline maldaði í móinn, en það kom fyrir ekki, ályktunin var samþykkt með 295 atkv. gegn 246. — Hver mynda á nýja ráðaneytið, er ekki víst enn þá, en ólíklegt er það ekki, að það verði Peytral. A Þýzkalandi eru kosningar að nokkru leyti um garð gengnar, og hefur jafnaðar- mönnum miðað töluvert áfram, gyðingafénd- ur (antisemítar) biðið algjöran ósigur, en hinir flokkarnir eru líkt scttir og áður. — í seinni tíð hafa öðru hverju fundizt portkonur í Ber- hn, myrtar á hroðalegan hátt — ekki ósvip- að og Jakob kviðsprettir gerði hér á árunum ~~ en ekki hefur lögreglunni enntekizt að na * sökudólginn, eða — dólgana enn þá. Héðan frá Danmörku er ekkert sérlegt í fréttum. Hér f höfuðstaðnum er allt á tjá og tundri þessa dagana í minningu hins merkilega árs 1848. í Rósenborgargarði er haldin stórkostleg hátíð, sem standa á í 4 daga, og ágóðinn að ganga til undirforingj- anna í hernum, Hátíðin var opnuð í dag, og löbbuðu 800 öldungár, sem tekið höfðu þátt í stríðinu r848—50 ískrúðgöngu frá Krist- jánsborgarsloti upp í Rósenborgargarð; þeir hafa streymt hingað að úr öllum (áttum þessa dagana, og eru gestir Hafnarbúa hátíðardagana. — Látinn er hér With konferensráð; hann var eir.n af merkustu læknum Dana. Norðmenn hafa samþykkt, að hækka aptur fúlgu konungsins og ríkiserfingjans. — Sverd- rup lagður af stað á „Fram" til rannsókna norður með vesturströnd Grænlands. Múhameðstrúarmenní Asíu, þegnar Rússa, sem þeim hefur komið vel saman við hingað til, hafa ■ gert uppreisn nýlega, en Rússum tókst j fljótt að sefa; það hefur komið fram, að sold- dán muni eitthvað hafa verið þar viðriðinn og getur það vel lcomið honum á kaldan klaka síðar meir. Keisarinn í Kína hefur flutt aðsetur sitt frá Peking til Singanfu, en það er afgamall höfuðstaður Kínaveldis, og rnest borgíNorð- ur-Kína önnur en Peking. Hann gefur ekki um að vera of nálægt vörgunum frá Evrópu. Joseph Leiter, ungur maður í Chicago, hafði keypt afarmikið af hveiti í Ameríku og ætlaði þannig að skrúfa upp verðið á því, og ábatast svo á neyð annara, en hann mis- reiknaði sig fuglinn, því nú er hann orðinn gjaldþrota með 18 miljóna króna skuld. [Nýja Öldin segir í siðasta blaði, að Leiter hafi grœtt($) 4miljón dollara á brallinu. Ritstj}. Hinn 21. júní lézt hér í bænum Nikulás Runólfsson cand. mag. úr innanveiki; hafði ! legið í 6 mánuði við miklar þjáningar. Upp- runalega var hann gullsmiður, og fullorðinn | var hann, er hann byrjaði bóknám, er hann j lauk með góðu prófi fyrir nokkrum árum I við háskólann, og var aðalnámsgreinin eðlis- | ræði; fór hann þá til Frakklands, og dvaldi þar eitt ár, en síðan hefur hann verið aðstoð- armaður við fjöllistaskólann hér í Höfn. Vísindalegar ritgerðir hafa nokkrar birzt eptir hann, og hafa allar hlotið hrós þeirra, sem vit höfðu á, og fyrir nokkrum árum vann hann heiðursgullpening háskólans fyrir ritgerð eina. Hann var ljúfmenni hið mesta og í alla staði hinn vandaðasti, og er því að honum mikill söknuður. Bókavörður Hafnar- deildar bókmenntafélagsins var hann síðustu árin. Fréttaþráðurinn. Eg hafði um daginn tal af forstöðu- manninum fyrir „Fréttaþráðarfélagi Norð- urlanda", kommandör Suenson, skýrði hann mér hið nánasta frá um hið fyrirhugaða fyr- irtæki með lagningu fréttaþráðarins til Is- lands, og sagði hann þá á þessa leið: Sæsími frá Shetlandseyjum, eins og leið liggur yftr Færeyjar til íslands í grennd við Reykjavík mun kosta á að gizka » tvcer miljónir króna. En af þvi að félagið nú Iánar upphæð þessa hlutaðeigendum fyrirtækisins um hin næstu 20 ár, og hver upphæð með almennri pen- ingarentu á að geta tvöfaldast á þeim tíma, reiknast upphæðin fjórar miljónir króna. Er það ekki meira en svo, að það samsvari 3—4 °/o rentu af áreiðanlegum ríkisskulda- bréfum. Þetta er því ekkert gróðafyrirtæki fyrir félagið, og enda ekki að vita, hvort það muni svara tilkostnaði, úr því félagið á líka að halda sæsímanum yið, þessi 20 ár upp á sinn kostnað; tekur því félagið fyrirtækið að sér, fremur í heiðursskyni og sökum þess, að Danaveldi á í hlut, en ágóðans vegna. En sldlyrðið fyrir því, að fyrirtækið nái fram að ganga, er nú það, að óhult lof- orð fáist fyrir þessum fjórum miljónum. Nú hefur félagið samið við Island og Danmörk, og auk þess hefur það snúið sér til Englandsstjórnar og Frakka. Hefur það hagað fjárbænunum þangað á þá leið, að lönd þessi gegn fjárframlagi sínu fengju ó- keypis fréttaskeyti daglega um veðurathug- anir á Islandi. Upphæðinni var jafnað þannig niður á meðal landanna. Island borgi alls í 20 ár „ mill. 700 þús. kr. ríkissjóður Dana----— 1 — 80 —- — -—■— Engl.--------------1 — 80 — — -----Þ'rakka------------1 — 80 — — samtals 3 mill. 940 þús. kr., er samsvarar hér um bil hinum 4 mill. En nú er sá hængur á, að Frakkland hefur neitað fjárframlaginu; hefur þá félag- ið í stað þess snúið sér til Rússlands, en ó- vænt mjög, hvort það vill sinna því nokkuð, og England er enn mjög á báðum áttum. Þannig hefur því enn ekki fengizt loforð fyr- ir meiru en naumum helmingi fjárins, nefni- lega hjá Islandi og Danmörku, en fáist ekki loforð fyrir öllu fénu, þá er fyrirtækið strand- að fyrst um sinn; þó ættu Islendingar að vera vongóðir enn um, að fá fréttaþráðinn, því félagið hefur áður klofið fram úr ekki minni vandræðum, Nú var upphaflega fjallað svo um, að sæsíminn yrði lagður á land einh'versstaðar í nánd við Reykjavík, t. d. í Þorlákshöfn, þar sem hann væri óhultur af völdum náttúrunn- ar, og síðan lagður þaðan yfir land til Rvík. ur. En nú er komin fram tillaga um, að fara ekki lengra með sæsímann en til Aust- fjarða einhversstaðar, og sparast við þetta 300 þús. kr., sem félagið er fúst á, að draga frá tillagi íslendinga til sæsímans. Og enn hefur komið fram tillaga um, að þessar 300

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.