Þjóðólfur - 08.07.1898, Síða 1

Þjóðólfur - 08.07.1898, Síða 1
ÞJÓÐÓLFUR. 50. árg. Reykjavík, föstudaginn 8. júlí 1898. Nr. 32. Vistarbandsleysingin. (Niðurl.). Öllum kemur víst saman um það, að nauðsynlegt sé að auka menning þjóðarinnar 1 'óllum greinum. En þetta tvennt: menning þjóðarinnar og lógbannað atvinnufrelsi^Æw ekki farið saman. Sá sem vill leggja löghömlur á atvinnu- frelsið heptir menningarframrás einstaklings- :ins og þá líka þjóðarinnar yfirleitt. Eru Islendingar ekki búnir að súpa nógu lengi rammt seyði af kúgunarlögum og skip- unum, sem gengið hafa vanalega boðleið gegn um skrifstofurnar? Vilja menn fá „rentukammerið" vakið upp? Eða óska landsmenn eptir því, að hrepp- stjóra instrúxið sé löggilt ánýog endurbætt? Myndi þá ekki bezt að fá aptur konungsverzlun, eða nýja Hansastaða- kaupmcnn? — , En sleppum þessu (hálfgerða) gamni. Það sem eg vildi segja er þetta: Einstakl- ingnum verður ekki aptrað frá ómennskumeð lögum frá alþingi og konunginum, og hon- um verður heldur ekki skipað í öndvegi menningarinnar með lögum — ekki beinlínis. En það er hægt að reka mennina úr landinu með öfugum óvinsælum lagaskipunum. Eitt er næsta athugavert í þessu máli: jjeir menn, sem kvarta mest um lausamanna- lögin og afleiðingar þeirra, voru jafn fúsir til þess að vera lausir, sem þeir menn eru nú, sem lausir eru, og beittu til þess öllum nauð- synlegum brögðum, sumir hverjir. Er þetta jafnaðarkostur? Eg þekki ýmsa bændur, sem léku laus- um hala á bak við lögin hérna á árunum og þóttust góðir. Nú síðan þeir tóku við búi, bölva þeir lausamannalögunum í sand og ösku 1 Annars veit eg ekkl betur, en að þeir húsbændur fái alltaf vinnufólk, sem gottþyk- ir að vera hjá, Kjör vinnufólks voru alls ekki góð til skamms tíma mjög víða. Og máttu þau gjarnan batna. Það er annars kynlegt, að ritstjórar og aðnr þeir, Sem eiga sæti í „Hliðskjálfi" lands- ins, skuli leggja það til, að nema aptur lausa- mennskuleyfið úr nildi o Ef þeir menn hefðu verið nauðbeygðir til þess að vinna fyrír sér íneð h'öndum og fótmn — myndiþeimþáekki hafa þótt það hart og ósanngjarnt, að vera skyldugir til þess, að vera vistráðnir? Er það annars nokkuð kynlegt, þó ung- ir> ógiftir menn vilji ráða sér sjálfir? — með- an ’ífsþrótturinn er sem mestur og sjálfs- traustið og framtíðarvonirnar allt í háalopti. Til hvers festa menn sér konur, setjast um kyrrt o. s. frv.? Er það ekki til þess, að ná í sjálfræðið? Eg skal annars játa, að eg álít fulltsvo févænlegt, að vera í vistum sem í lausa- mennsku, þegar öll kurl koma til grafar. Og alltaf hefi eg verið vinnumaður hjá föður mínum. En fyrst fólkið vill þetta endilega þá er betra að leyfa því það, en missa það burt úr landinu. Lausamennskan gefur að vísu fleiri krón- ur í aðra hönd, en vinnumennskan. En reynslan hefur þegar sýnt, að fjöldinn allur þeirra króna kemst aldrei í vasa eða pyngju vinnuleysingjans, neldur er þeim jafnóðum kaslað á glæinn í sollinum og á flakkinu. Einkum sér lítið fjaðraskraut á sumum þeim, sem eru lausir á sjónum, þótt þeir hafi hátt kaup. - En þetta er ekki skuld lausamennsk- unnar, heldur þeirra, sem misbeita henni. Og það er víst, að ráðleysa og eyðslusemi verða ekki bundnar á básinn með lögum. Þessi straumur verður ekki stýflaður með alþingistíðindum. Miklar líkur eru til þess, að lausamennsku- farganið fari bráðum heldur rénandi. Engin ærsli standa mjög lengi, og jafnan kemur apturkast á þann hlut, sem fer geystur og og rekur sig á. En apturkast frá laúsam. til vinnum. aptur, verður að koma af eðlilegum orsök- um, ef það á að geta komið. En skipunarlög frá alþ. geta ekki valdið eðlilegu apturkasti á þessari hreyf- ingu. Það er fótlaus fjarstæða, — ómögulegt. það stríðir á móti því þyngdarlögmáli, sem hreyfingin er háð. G. F. HafnarstúdentaraÍF og heimablöðin. Sællar minnningar hélt dr. Valtýr Guð- mundsson fyrirlestur um stjórnarbótarkröfur íslands í stúdentasamkundunni dönsku 6. nóv. í fyrra. Fóru samhljóða sögur af fyrirlestri þessum og umræðum þeim, sem út af hon- um spunnust, til flestra Reykjavíkurblaðanna nema ísafoldar einnar. Hún bar mjög í bætifláka fyrir dr. Valtý og lét á sér heyra, að flestir hinna málsmetandi manna Dana, er voru á fundi þessum og tóku þátt í umræð- unum, hefðu verið á Valtýs máli. Hin blöð- in,. — ísland, Fjallkonan og Þjóðólfur — töldu hitt heldur, að menn þessir hefðu ver- ið Valtý mjög svo ósamdóma. Þetta hefur mönnum líklegast í fyrstu ekki getað skilizt, að svo ósamhljóða sögur færu af sama fundinum; og þar eð fréttarit- arar hinna þriggja blaða hlutu að vera úr flokki stúdenta hér, sem flestir eru andstæð- ingar dr. Valtýs í stjórnarskrármálinu, mátti helzt geta þess til, að máli hans væri ef til vill nokkuð hallað. Á hinn bóginn duldist oss stúdentum ekki, er vér lásum grein ísafoldar, af hvaða rótum hún væri runnin, og að hún því eðlilega væri dr. Valtý sjálfum nokkuð hliðholl. Sannleikurinn var nú sá, að fréttir stúdentanna voru að mestu leyti réttar, en að ísafoldargreinin var aptur á móti færð mjög í letur. ísafold virðist nú að hafa haft nokkurn grun um þetta; því lætur hún málið liggja milli hluta og hjalar sem minnst um ágrein- ing sinn við hin blöðin, þangað til bréf höfðu borizt á milli Hafnar og R.víkur með miðs- vetrarferðinni í vetur. Þá hefst ísafold handa og birtir heldur en ekki hróðug 2 febr. yfir- lýsingar frá hinum þrem ríkisþingsmönnum. er tekið höfðu þátt í umræðunum um fyrir- lestur dr. Valtýs. Þykist hún með þessu hafa sýnt og sannað, að hún ein hefði bor- ið rétta fregn af fundinum. Nú er yfirlýsingum þessum svo varið, að þær gefa hvergi nærri ljósa hugmynd um framkomu manna þessara á fundinum. Sér- staklega á þetta vel við yfirlýsingu Oct. Hansens, sem tekur að eins undan og ofan af, en drepur hvergi á orð þau, er hann lét sér um munn fara við umræðurnar. Hann hallmælti þá fremur dr. Valtý fyrir nýrnæli þau, er hann hatði komið fram með í stjórn- arskrármáli ísiendinga; taldi hann ráðgjafaá- byrgðma einkisvirði og breytinguna um sér- stakan ráðgjafa fánýta, á meðan ráðgjafi þessi ætti sæti { ríkisráðinu; klykkti hann út með því að kalla dr. Valtý lítilþægan, er hann gengi að þessum boðum stjórnarinnar, og sagði það miður gert af honum að vera að velcja sundrung meðal landa sinna út af svo ómerkilegum breytingum. Þetta er aðalinn- takið úr ræðuOct. Hansens til handa dr. Val- tý og stefnu hans, og eg er hér ekki einn til frásagna um, því þó Oct. Hansen í yfir- lýsing sinni syndi rnilli skers og báru og komi hvergi við, þá mun okkur þó takast, ef í það fer, að henda þar fisk á sporði, því það er vottfast meðal íslendinga þeirra, er á fundinum voru, að hann sagði þessi orð. — Orsökin til þess, að hann hefur ekki viljað geta þeirra í yfirlýsingunni, mun vera sú, að hann ætlar að bera upp fyrirspurn um stjórn- arskrármálið í ríkisþinginu og vill því ekki láta bendla sér við neinn sérstakan flokkeða stefnu, fyr en hann er búinn að kynna sér málið til hlýtar. Að því er snertir yfirlýsingu Hermans Triers, þá mun engum blandast hugur um, er les hana, að hann einmitt ekki er á Valtýs máli. Hann var í rauninni algerlega sam- dóma Boga Melsteð; viðhafði hann að eins orðið »ráðgjafl« í staðinn fyrir »landshöfð- ingi«, af því að hann áleit, að landshöfðing- inn væri orðinn að ráðgjafa, ef hann fengi öll sérmál íslands í sínar hendur, jafnframt því og hann fengi fulla ábyrgð á öllum gerð- um sínum. Líkti hann landshöfðingjanum þá saman við innanríkisráðgjafa, er hefði öll

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.