Þjóðólfur - 22.07.1898, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 22.07.1898, Blaðsíða 3
i35 Fenger mannvirkjafræðingur, Lundog Christ- ■ensen lögfræðingar. Frá Englandi komu nökkrir ferðamenn, karlar og konur. Hæfileikar og ,hitt‘. Það hefur opt og eigi að ástæðulausu verið kvartað yfir, að veitingar embætta ogsýslana hér 4 landi færu ekki eptir verðleikum og hæfileikum mannan, heldur eptir ýmsu öðru, er meira hefur ráðið þá í svípinn, og er svo að sjá, sem þetta „hitt“, sem úrslitum ræður sé að verða æ þyngra og þyngra á metunum á síðustu tímum, en verð- leikar og hæfileikar að því skapi léttari og léttari, já, svo fisléttir, að þeir komi alls ekki til greina í -samanburði við „hitt“. Eg tala ekki um það, þótt útlenda veitingavaldið (Islands ráðgjafi) hundsi hinar innlendu menntastofnanir vorar, með því að ganga optast nær á svig við kandl- data þaðan, og veiti háslcólakandídötum embætti, þótt óhæfari séu en hinir. Það er gott ráð tilað teygja alla nemendur vora til Hafnar, en láta hinar æðri kennslustofnanir vorar grotna niður. Það er pólitiskur hnykkur, hreinasti búhnykkur, sem danska stjórnin veit, að hrífur, hnykkur, sem hún veit, að kemur menntastofnunum vorum al- veg á kné fyr eða síðar. Um þetta tjáir lítt að tala meðan yfirstjórnin er öll í Kaupmannahöfn. Vér verðurn að sætta oss við, að flestgangi meira og minna öfugt, og þvert á móti óskum vorum, meðan svo stendur. En til hins mættum vér ætlast, að þær sýslanir, er liggja undir veitingu innlendra valdsmanna (landshöfðinga eða annara nefnda) væru veittar eptir verðleikum og hæfi- leikum umsækjenda, og að réttsýni og ó’nlut- drægni réðu þar veitingunni. Og þó er svo að sjá, sem svo sé ekki. Eða hvernig skyldi standa á því, að jafnskjótt sem' einhver slík sýslan er laus, eða von um, að hún losni, geta Pétur og Páll bent á manninn, sem eigi að fá þennan bita, ef til vill ári áður en sýslanin er veitt, og áður en nokkur er farinn opinberlega að sækja um hana? Og það er alls ekki bent á þennan mann, at því að hann þyki sjálfkjörinn til þessa starfa. Nei, þvert á móti. Það er stundum eða optast mað- ur, sem menn telja lítt hæfan til starfsins eða miklu miður hæfan en aðra, sem um það mundu vilja sækja. En á hverju byggist þá þessi forspá óviðkomandi manna? Jú, hún byggist á því, að menn komast svo undarlega fijótt á snoðir um, að þessi útvaldi N. N. hefur fengið beinhart lof- orð veitandans eða veitendanna um þessa sýslan löngu áður en henni er slegið upp til umsóknar. Þessi. N. N. einn, og enginn annar er fyrirfram ákvarðaður til að sitja uppi með krásina, hvernig sem allt veltist, og hverjir sem sækja móti honum. Þótt hann sé óhæfastur þeirra allra gerir ekkert til. Hann getur sofið rólegur, gefið væntanlegum keppinautum sínum langt nef, farið að lesa á sig og læra stafrófið, til þess að geta stautað sig ofurlítið áfram í starfi því, sem hann á í vændum, og verði ekki alveg aðgjalti, þá er til kemur. Ogveslings mað- urinn nýr saman lófunum af fögnuði yfir loforð- -orðinu og kýmir í laumi að því, hvað aðrir um- sækjendur verði súrir á svipinn yfir hryggbrotinu. Og þá er loforðið er hátfðlega opinberað öllum lýð, þá þvær veitingarvaldið hendur sínar 1 sak- leysi og segir: Þessi var hæfastur. — Svonawr það og svona er það enn innlenda veitingarvaldið. En þeir, sem eigi eru skjólstæðingar eðavenzlamenn einhvers stórmennis, eigi í tengdum eða í frænd- semi við veitingarvaldið eða á annan hátt skjól- stæðingar þess eða þeirra rnanna, sem geta látið það dansa eptir sinni pípu, þeir verða allir bitnir af stalli, því að gæðingarnir eru svo slægir qg örðugir viðfangs, að þeim,' sem á útigangi hafa lifað alla sína æfi, er ofraun að þreyta kapp við þá í baráttunni fyrir tilverunni. Herrauiur. Mannalát. Hinn 5. maí síðastl. andaðist Hjdlmur Pétursson bóndi á Syðsta Vatnií Skaga- firði, sjötugur að aldri. Hann bjó áður í Norð- tungu og Hamri í Þverárhlíð, og var lengi þing- maður Mýramanna. Þótti hann jafnan meðal hinna skynsömustu þingmanna í bændaflokki, og var vel metinn heima í héraði. Hann var kvænt. ur Helgu Arnadóttur frá Kalmannstungu Einars- sonar og áttu þau börn nokkur, sem nú eru upp- komin. Hinn 4. þ. m. andaðist úr lungnabólgu að Torfastöðum í Biskupstungum Þórður Halldórs- son Einarssonar frá Vatnsleysu (ý 1856) og Guð- rúnar Halldórsdóttur prests frá Torfastöðum Þórðarsonar. „Þórður sál. var mesti gáfumaður — eins og margir ættmenn hans. Var hann menntaður að nokkru leyti, því hann gekk á barnaskólann á Eyrarbakka og nam þar dönsku, skript og reikning, en um það leyti missti hann föður sinn, er hafði þau áhrif að hann varð að hætta við lærdóminn. Vinnumaður þótti hann góður og fara öll verk séiiega vel úr hendi. Hann kvæntist og átti Ólafíu Þórarinsdóttur trá Kjaran- stöðum og átti með henni g börn. Af þeim eru 6 á lífi". (£.) Um sama leyti andaðist að Miklaholti í Bisk- upstungum Guöjinna Þórarinsdóttir (Ögmundsson- ar frá Hrafnkelsstöðum) á 91. aldursári (f. á Kald- bak í Ytrihrepp ro. des. 1807), ekkja Jóns bónda Helgasonar, er fyr bjó í Miklaholti. I fyrradag andaðist)7ö« Jónsson bóndi í Breið- holti í Seltjarnarneshreppi, maður hjálpfús og vel þokkaður. Hann var kvæntur Björgu dóttur Magnúsar Jónssonar frá Eyðikoti hjá Óttarsstöðum og Guðríðar dóttur Gunnlaugs Halldórssonar stúd- ents frá Vatnsdal, er dó í Rípum á Jótlandi 1814. Reykjavík 22. júlí. Síðustu dagana hefur nú aptur brugðið til 6- þurka og úrkoma verið allmikil. Skemmast mjög töður manna, ef eigi breytir brátt til batnaðar, því að þótt þerriflæsan um næstliðna helgi bætti nokkuð úr, og sumum tækist þá að hirða töluvert, var þurkur sá of skammvinnur til þess að geta komið að almennum og verulegum notum. Gufuskipið „Bothnia" fór héðan aðfaranótt sunnudagsfns 17. þ. m. og með því ferðamanna- flokkur sá, er hingað kom með sama skipi 3. þ. m. Með því sigldi einnig hinn nýskipaði ráðs- maður Laugarnesspítalans, Guðmundur Böðvars- son, til að kynna sér samskonar störf erlendis. Á miðvikudaginn kemur 27. þ. m. ætlar dr. P. Beyer stórmeistari Oddfélaganna að afhenda landshöfðingja spítalahúsið í Laugarnesi, og fer sú athöfn fram þar á staðnum, sjálfsagt með ein- hverjum „hátíðlegheitum". Áður hefur dr. Beyer á 20 ára afmæli reglunnar í Kaupmannahöfn 30. f. m. afhent gjafabréfið sjálft forsætisráðherranum Hörring, er gegnir Islandsmálum nú í fjarveru Rumps. Kyrir 2 krénur geta nýir kaupendur fengið ÞJÓÐÓLF nii frá júlíbyrjun til ársloka. Skrautprentað 50 ára minningar— blað Þjóðólfs með inyndum fylgir í kaupbæti. Verður prentað í haust. Fataefni og tilbúinn fatnaður fæst beztur og ódýrastur í verzlun Sturlu Jónssonar. Laukur, Syltetau, Sardínur, Kjöt Ananas, nýkomið í verzlun Sturlu Jónssonar. Með ,LAURA‘ komu eptirfylgjandi vörur til verzl. ,Edinborg í vefnaðarvörudeildina: Bl. og óbl. lérept — Tvill Lífstykki, margar teg. Tvististauin breiðu. Tvíbrejít lakaléreft — Kommóðudúkar — Rúmteppi o. fl. í Nýlenduvörudeildina: Kaffi — Kandís ■- Púðursykur Skipskex — Margarine — Haframjöl OSTURINN ágæti á 0,55 — Chocolade Skraa — Roel — Reyktóbak Hveiti nr. 1 og nr. 2 — Þurkaðir ávextir Soda — ‘Kaffibrauð margar teg. Borax — Gerpulver — P'artaric Acid o. fl, í Pakkhúsdeiidina: Þakjárnið þekkta — galv. þakjárnsaumur Rúgmjöi — Maismjöl BAÐLYFIÐ BEZTA — o. fl. Ásgeir Sigurösson. 1871 —Júbileum — 1896. Hinn eini ekta Ki’ama-Lífs-EIixír. (Heilbrigðis matbitter). Allan þann árafjölda, sem almenningur hefurnotað bitter þennan, hefur hann rutt sér f fremstu J?ö3 sem matarlyf og lofstír hans breiðzt út um allan heim. Honum hefur lilotnazt liæstu verðlaun. Þegar Brama-lífs-elixír hefur verið brúkaður, eykst öllum líkamanum þróttur og þol, sálin endurliýnar og fjörgast, maður verður glaðlyndur, lmgrakkur og starffús, skilningar- vitin verða ncemari og menn hafa meiri ánœgju af gæðum lífsins. Enginn bitter hefur sýnt betur, að hann beri nafn með rentu en Brailia-lífs- ölixir, en sú hylli, sem hann hefur náð hjá almenningi, hefur gefið tilefni til einskis nýtra eptirlíkinga, og viljum vér vara menn við þeim. Kaupið Bnama-lífs—elixír vorn einungis hjá útsölumönnum vorum, þeim sem fengið hafa umboð frá oss, sem eru þessir: Akureyri: Hr. Carl Höepfner. ---Grdnufélagið. Borgarnes: Hr. Johan Lange Dýrafjörður: Hr. N Chr. Gram. Húsavík: Örurn & Wutffs verzlun. Keflavík: IL. P. Duus verzlun. ---Knudtzon’s verzlun. Reykjavík: Hr. W. Fischer Einkenni: Blátt Ijón og gullhani Mansfeld-Bullner hinir einu, sem búa til hinn verðlaunaða Brama-lífá-Elixír. Kauþmatinahdfn, Nörregade 6. Raufarhöfn: Grdnufélagið. Sauðárkrókur: — — Seyðisf jörður: — — Siglufjörður:-------- Stykkishólmur: Hr. N Chr Gram. Vestmannaeyjar: Hr. J. P. T. Bryde. Vik í Mýrdal: Hr. Halldór Jónsson. Ærlækjarsel: Hr. Sigurður Gunnlögsson. á einkennismiðanum. & Lassen,

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.