Þjóðólfur - 22.07.1898, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 22.07.1898, Blaðsíða 1
ÞJÓÐÓLFUR. 50. árg. Reykjavík, föstudaginn 22. júlí 1898. Nr. 34. Um nautgriparækt og smjörgerð. Nokkrar athugasemdir eptir Sigurð Þór- ólfsson. Það sem hr. S. B. Jónsson í Winnipeg skrifar um nautgriparæktina á íslandi, í 26., 27. og 29. blaði Þjóðólfs þ. á., er nokkuð lauslega hugsað. En þar eð málefni þetta er mikilsvarðandi, þá vil eg biðja yður hr. ritstjóri að ljá nokkrum athugasemdum um grein hins heiðraða höf. rúm í yðar virðu- lega blaði. Þegar eg hafði lesið það í gr. höf., að bændur hér austan hafs gætu haft 2,040 kr. á ári upp úr 10 kúm, að frádregnum fóður- kostnaði, datt mér ósjálfrátt í hug, að æski- legt mundi vera, að hinn heiðr. höf. væri fenginn að vestan á landssjóðskostnað til þess að „praktiséra" búskap með 10 kýr, ein- hversstaðar uppi í sveit, og sýna það í verk- inu, að hann gæti grætt jafnmikið á kúm sínum og orðið þannig öðrum til góðrar fyr- irmyndar, sömuleiðis til þess, að koma upp mjólkurgerðarhúsum og sýna oss fram á, að þau gætu þrifizt hér. Hinn heiðraði höf. segir, að hægt sé fyrir bændur hér, að fá 12 aura fyrir hvern mjólkurpott, bara ef rétt sé að farið, með tilliti til þess, sem í Ameríku á sér stað í því efni. Það lítur helzt út fyrir, að höf. sé búinn að gleyma hinum ólíku staðháttum, sem eru á íslandi og í Ameríku, sem liafa áhrif á smjör- og ostagerð eða verðmæti mjólkurinnar: Af því að land vort er strjál- byggt og veglaust, geta mjólkurgerðarhús ekki haft sömu þýðingu og þau hafa í öðr- um löndum, þar sem öðruvísi stendur á. I Danmörku þykir ékki álitlegt, að mjólkurgerð- arhús borgi sig, þar sem fjarlægðin frá þeim á alla vegu, þar sem mjólkin er aðfengin, er yfir V2—3/4 rnílu og kýr á þessu svæði færri en 300 (sbr.: Melkeribruget í Danmark af Bernhard Böggild cand. polyt, Kjöbhvn 1891. bls 468). Nú vestan hafs er þetta líkt. Þar þykir ekki »Mejeri« borga sig, sem ekki geta fengið 4000 pd. af mjólk daglega (sbr. Mej- erivæsen í Nord-Amerika af I. D. Frederiks- sen, Kbh. 1888). En svo eru nú akvegirnir, sem mest gera. Hér á landi er óvíða upp til sveita hægt að fara með vagna á milli bæja. Og það mundi kosta nokkuð, ef gera ætti akvegi þvert og endilangt um hverja sveit, svo hvert eitt og einasta heimili gæti flutt mjólk sína að mjólkurgerðarhúsum. Það eru víðast hvar svo langar bæjarleiðir, að það svæði, sem mjólkurgerðarhús hjá oss þyrfti að fá mjólk frá, svo það gæti borið allan tilkostnað, mundi verða allstórt, og öldungis ókleyft fyrir þá að flytja mjólk sína á hverjum degi, sem lengst ættu að. Þar sem 10 kýr væru á búi, sem væru fulla 1 mílu frá mjólkurgerðarhúsi, mundi kostnað- urinn yfir árið að flytja mjólkina til þess, nema 300 kr., og þó því að eins ekki meira, að mjólkin sé flutt á vagni, ella mundi kostn- aðurinn verða miklu meiri. Kostnaður þess legðist á mjólkina og mundi það nema 2 aurum á hvern pott. En hvað mundu mjólk- urgerðarhús standa sig við, að gefa fyrir mjólkurpottinn? Eg er hræddur um, að það yrðu ekki 14 aurar, eins og þyrfti að vera, ef bóndinn ætti að fá 12 aura fyrir mjólk sína. Slíkar stofnanir í Danmörk og Nor- egi gefa að eins 8 og hæst 10 aura fyrir pottinn, að því, sem mér er frekast kunnugt. í bók þeirri, sem að framan er nefnd um Mælkerivæsen í Nord-Ameríka, má sjá, að mjólkurgerðarhús (mejeri) gefa hæst fyrir mjólk í desember 14 cents (1 cents hér um bil 4 aurar) fyrir 10 pd. [5 pt] af mjólk, og í júní lægst 6 cents fyrir 10 pd, Þegar á allt þetta er litið, virðist mér nóg að gera ráð fyrir því, að bændur á íslandi geti feng- ið 6 aura fyrir hvern mjólkurpott, að frá- dregnurh flutningskostnaði, með því að selja mjólk á mjólkurhús, ef þeim yrði komið á segjum í hverri sveit. En hvað kostaði nú t. a. m., að stofna eitt mjólkurgerðarhús í hverri sveit landsins? — Mér telst svo til, að rúm 1 miljón kr. mundi þurfa til þess. Og margfalt meira þyrfti að sjálfsögðu til þess að gera nægi- lega marga og góða akvegi handa bændum, til þess að flytja mjólk sína á, því ekki mun höf hafa komið til hugar, að flytja mjólk á reiðingshestum á hverjum degi úr 10 kúm, eða að menn legðu hana á bakið og bæru hana máske 2—3 mílur vegar. Svo þarf nú að taka veðuráttufar lands- ins með í reikninginn. Snjóar, byljir, frostog önnur illviðri yrðu því til iyrirstöðu, aðmjólk yrði æfinlega seld. Dagar og jafnvel vikur í einu að vetrinum gætu liðið, sem ómögu- legt væri fyrir bændur, að flytja mjólk sína, nema ef til vill þá, sem næst byggja stofn- unum þessum. Til eru þau héruð á landinu, þar sem ef til vill mjólkurgerðarhús gætu þrifizt, þar sem þéttbýlt er og kostnaðarlítið að gera akvegi, en því miður eru þau fá. Allur kostnaður við mjólkurgerðarhús hlýtur að verða töluvert dýrari hjá oss, en öðrum þjóðum, sökum erfiðra samgangna við hinn menntaða heim, eða önnur lönd, og ýmis- legt fleira. Eptir gömlu lagi eru 5 pt. af mjólk taldir í alin og þegar litið er á, hvað lagt var í alin af annari fæðu úr dýraríkinu þá lætur nokkuð nærri, að mjólkurpottinn megi reikna á 12 aura. En þess ber að gæta, að eptir því, sem meira er af mjólk á hverju heimili, en brúkað verður tildaglegrar fæðu, því minna virði er hún og þar sem 10 kýr eru á búi, og Htil sauðfjárrækt er, eins og höt. gerir ráð fyrir, mundi nægjanlegt að reikna hvern mjólkurpott á 10 aura, og marg- ir eru þeir, sem telja mjólk til sveita ekki meira virði. Þegar búið er til úr mjólkinni smjör, skyr eða ostur, verður mjólkurpottur- inn varla talinn meira en 8—10 aura virði. Að 6 aura mætti hafa upp úr hverjum undanrenningarpotti, með því að gefa hana kálfum, sem aldir væru upp til slátrunar, ef- ast eg stórlega. En eigi að síður er eg samdóma hinum heiðraða höf., að geldgripa- ræktin á íslandi mundi víða borga sig, að minnsta kosti tel eg það skynsamlegra, en að ala upp hvert folald, sem fæðist, þrátt fyrir hrossamarkað þann, sem nú er í landinu. Nauta- og uxahópar ættu að vera á afrétt- um vorum og búfjárhögum, en ekki stóð- hross. Enginn bóndi ætti að hafa fleiri hesta en þörf er á til brúkunar. Það er hestkjapt- urinn, sem eyðileggur land vort einna mest. Þessarar skoðunar hafa ýmsir búfróðustu menn þjóðarinnar verið á þessari og næstl. öld, svo sem þeir Björn Halldórsson, Magn- ús Ketilsson, Þórður Þóroddsson stúd. og bú- fræð. Magnús Stephensen, Guðm. Ólafsson búfræð. og fl. og fl. f Höf. gerir ráð fyrir, að úr 10 kúm fá ist 1,800 pt. úr hverri að meðaltali, sem fóðraðar séu á útheyi til helminga við töðu. Þetta þykir mér of hátt metið. Að vísu eru þær jarðir til, sem svo gott úthey er á, að það stendur ekki á baki misindis töðu. En að það sé almennt, að úthey til ’nelm- inga við töðu megi brúka handa kúm, svo þær sýni verulegt gagn, held eg að ekki þurfi að gera ráð fyrir. Og það algengasta er, að kýr séu aldar að mestu eða öllu leyti á töðu, og þó er eg sannfærður um, að með- al mjólkurupphæð allra 'kúa á landinu yrði ekki 1,800 pt. um árið fyrir hverja kú, þótt nákvæmum skýrslum um það væri safnað, þrátt fyrir það, þótt þau heimili séu til, sem ársnyt kúa er 3—4000 pt. og jafnvel 5000 pt. Þar sem 10 kýr eru á búi, má allt af gera ráð fyrir, að ein kýrin sé nytlaus, kálf- laus eða lánist að einhverju leyti ekki vel. Að vanhöld á kúm séu minni en á sauðfé yfirleitt, tel eg hæpið að sé rétt ályktað, einkum og sér í lagi, þegar bráðafárið er frá skilið, sem vonandi er, að sé að uppræt- ast. Það er heldur ekki svo óalgengt, að á heimilum, þar sem eru 6—8 kýr teljist svo til, að ein kýr drepist, annað hvort eptir kálfburð, eða af öðrum óhöppum, annað hvort ár. — Stundum bera fleiri eða færri af kúnum á óhentugum tíma og gera því miklu minna gagn en ella. (Niðurl. næst). Ræða, er séra Olafur Helgason á Stóra-Hrauni, hélt fyr- ir tninni bcenda á pjódminningardegi Arnesinga 10. p. tn. Vér höfum í dag, á þessum minningardegi,

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.