Þjóðólfur - 09.08.1898, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 09.08.1898, Blaðsíða 2
samt við hið fornkveðna: „Sætt er sameig- inlegt skipbrot". Þegar eg kom út á mel- ana varð mér starsýnt á dómarapallinn. Eg hélt fyrst að „forstjóri dagsins" hefði hulið hann appelsínuhýði eða broddgulu til dýrðar Jóni kongi sínum; en er eg kom riær sá eg, að það voru veifur. Þegar eg var búinn að horfa á veðreiðarnar fór eg að dást að hin- um furðusamlega, »tolalisator«, ergreiddimonn- um veðfé eptir einhverju spánnýju lögmali, er enginn gat skilið nema Hjálmar »totalisti« Sigurðsson. Að því búnu rambaði eg heim að tína í sarpinn. (Jndir borðum minntist eg „forseta dagsins" og hét á hann að gefa honiitn, ef veður yrði gott, eina öskju af stígvélaáburði frá Rafni skósmið til þess að smyrja með málgagn þeirra Jónanna. — Mér datt líka i hug að heita á árnaðarkonur amtskrifarans kvennelska, en það fórst fyrir, af því að eg vissi engin deili á þeim. Þeg- ar komið var undir hádegi fór eg að horfa á hátíðagönguna; gekk hún allóskipulega eins og títt er um skrúðgöngur hér á landi. Fer illa á því að „Golíatar" og dvergar gangi samhliða í skrúðgöngu eða sjá suma menn sparibúna og velþvegna en aptur aðra í hversdagsgörmunum og óhreina svo að hatt- ar fyrir á hálsi og úlfliðum. Þá er þaðekki fögur sjón að sjá menn í hátíðagöngu hend- ast yfir steingarð, alveg eins og sauðkindur, sem geltinn og glepsinn rakki er að elta. Margur góður og hraustur drengur gekk und- ir hinum fallega skrautfána Good-Templara; þó saknaði eg þar ýmsra drekkandi með- bræðra, eru voru farnir að væta sér á 8stiga saftblöndu fyrirdagmál. Aptur á móti rakst eg þar á einn þjóðkunnan sómamann, sem eg átti ekki von á að hitta þar, enda sagði hann mér seinna, að hann hefði villzt undir fánann. I skrúðgöngunni heyrði eg þess get- ið, aðtemplararværu nýbúniraðgeraeinnmein- hæganog miskunsamantollheimtumann að stór- templara og kann eg þeim þakkir fyrir að sjá svo vel sómasinn. Þegar eg kom upp á Landa- kotstúnið blasti við mér hinn tigulegi og haukfráni forseti dagsins á ræðupallinum. — Heyrði eg að hann hefði lýst „daginn op- inn« óg óskað konungi vorum allrar ham- ingju og blessunar í nokkrum kjarnyrtum orðum og er það ofursennilegt um jafh kon- unghollan mann og höfund íslendingábrags. Tala séra Þórhalla var snjöll og vel sögð, að minnsta kosti tárfelldu 4 miðaldra ungfrúr, sem stóðu fyrir framan mig, þegar hann fór að hvetja oss til að örvænta ekki og leggja aldrei árar í bát; en er ráðskona mín, sem hefur verið nær því heyrnarlaus í 30 ár sá það, brá hún svuntuhorninu í munn sér og vætti hvarmana; hún vildi ekki vera minni en þær, véslings hróið. Þá er að minnast á ræðu hins snarráða og snarvitra farstjóra okk- ar. Með þeirri háttlægni, sem honum ereig- inleg taldi hann upp velgerðir Dana oss til handa í krónum, og taldi þær vott mann- kærlcika og bróðurþels; hins vegar láðist honum alveg að geta um tekjudálk vorn og fé það, sem Danir hafa á fyrri tímum að oss fornspurðum dregið í sinn sjóð. Aber mein lieber Konsul,: „Tale er Sölv, men Taus- hed ér Guld". Hjálmar Sigurðsson talaði fyrir minni kvenna og hvatti menn með mörgum og snjöllum orðum til að tilbiðja þær. En með því að þvílík pápiska er harð- lega bönntað í Jtiterskum sið og Hjálmar er af öllum talinn rétttrúaður, er það tilgáta mfn 146 að þetta hafi verið veiðibrellur einar hjá amtskrifaranum til þess að fá þær til að þýð- ast sig: Afram í smérið, stúlkur! — Þá er að nefna kappróðurinn og kappsiglinguna. Hvorttveggja var mesta ómynd frá íslend- inga hálfu. Gengur það ósvinnu næst að þreyta kappróður og kappsigling með öðr- um eins fleytum og hásetum og hér yar völ á, og tií þess að bíta höfuðið af skómminni 'vár útlendum flotaforingjum falin dómara- störfin, Eg hefði ímyndað mér, a3 það væri nóg að vér bærum kinnroða. hver fyrir öðr- um, þó að vér ekki kveddum útlendinga til vitnis um amlóðahátt vorn og klaufaskap. Thomsen gamli kaupmaður var sá eini sem hélt dálítið uppi sóma vorum í kappsigling- unni. En af hinum tveim bátunum komst annar með herkjum miklum frá bæjarbryggj- unni að bryggju Christensens og lá viðsjálft, að hann liðaðist þar í sundur. Utbúningur inn var ekki betri en svo, að aðra stýris- lykkjuna vantaði og átti 4 þuml. nagli úr Breiðfjörðsbúð að koma í hennar stað. Há- setinn sýndi ötulleik í því að stjaka bátnum á bryggjuna í staðinn fyrir frá henni. Eins má geta þess, að báturinn var ekki tilbúinn að fara út, fyr en '/2 tíma eptir að hinir voru lagðir á stað. Hinn báturinn gat ekki „vent" þegar til kom og formaður hafði stakt lag á ,því að láta seglin kala á víxl. Datt mér ekki annað í hug en að það þyrfti að sækja bátinn og/skipshöfnina út áSvið og hefði formanni kappsiglingarnefndarinnar ver- ið nær að biðja foringja Heimdalls að lá'tá eimbátinn sveima þar en að kveðja þá til dómstarfa. Svona tór nú um sjóferð þá. Loks vil eg fara nokkrum , orðum um dansinn. Eg hei alltaf haldið að fínakvenn- fólkið hér í borg hefði mestallt „forstandið" og fjörið í fótunum, en sú skoðun mín hefur nú herfilega brugðizt. Sjón er sögu ríkari; Þarna brunuðu „saumajómfrúr", innistúlkur, eldakonur og lagskonur áfram, eins og víga- hnettir. Það stirndi á þær af svita, fögnuði og blíðuhótum. Don Ramíró Rætur og kjarni Valtýskunnar. (Niðrul.) Ekki skil eg í því,hverniglögmennirnir á síðasta þingi gátu gert 1. gr. meiri hlutans að lagaskýringu. Hún er þess efnis, að sérmál ís- lands skulí óháð vera öllum breytingum og úr- slitum frá rikisráðsins hálfu, óháð öllum staðfest- ingar — eða synjanar tillögum þess. Þetta er grund- völlurinn undir sérréttindum vorum, en ekki laga- skýring og kæmi í staðinn íyrir hér um bil tóma eyðu i stjórnarskránni. Frá yfirráðum og áhrif- um dönsku stjórnarinnar eru oll vor kaun og kýli, bólgur og bólguveiki, að því leyti sem það ekki er sprottið af vorum eigin óþrifum og það- an er enn sömu skriðunnar von,ef vér látum ginn- ast eins og glópar eða þussar. Þeir sem vilja byggja Iagasetningar á hugarburðum og flautu- holskeflum, en hafa ekkert vit á því, að bera þarfir og ástand þjóðanna saman við gang sög- unnar og innræti og hugsunarhatt stjórnendanna eru mikil konungs- og þjóðgersemi á þingum, þeir eru eins og sá maður, sem ætlar að lesa og skrifa, áður en hann þekkir nokkurn stafinn. Sýnishom af umrœðum Valtfsa, Valtýr Guðmundsson (Alþt.B 33. dálki). „ÓBriem sagði eg hefði tekið það fram, að enginn Islend- ingur áliti það öðruvísi en stjórnarskrárbrot, að ráðgjafi Islands skyldi sitja 1 ríkisráði Dana. Það gerðí eg alls eigi, því eg álít, slíkt ekkert stjórn- arskrárbrot; í stjórnarskráhni er eigi tekið neitt fram um það atriði; eg álít það hvorkí neítt stjórnarskrárbrot, þó ráðgjafmn sitji þar, né held- ur réttarheimild til þess hann sitji þar«. En 4 657. dálki segir hinn sami: »Samningnum er þá- lokið (ef frumvarp hans gengur ekki fram óbreytt) og 1 baráttunni á eptir, stæðum vér ver að vígi,, því að einmitt með því, að vilja bæta inn í stjórn- arskrána ákvörðun gegn ríkisráðssetu ráðgjafans, viðurkennum vér, að hún sé ekki óheimil eptir núverandi stjórnarskrá, eða að minnsta kosti, að lögin séu svo, að þetta sé algert vafamál. Eptir slíka viðurkenningu og yfirlýsingu, -stöndurn vér ver að vígi en áður. Þessi aðferð veikir málstað vorn, en styrkir hann ekki. Vér viðurkennum þá .að málstaður , stjórnarinnar ,s,é ekki byggður í lausu lopti"., Þegar greinar þessar eru bornar saman, sést hin doktorslega samkvæmni og hollhyggni. I fyrri greininni er alger eyða í stjórnarskránni um setu ráðgjafans í ríkisráðinu ;• í seinni greininni er þar svo þýðingarmikil ummæli um sama atriðið, að það gengur óhæfu! næst, að hagga við þeim með skýlausu lagaákvæði, þess efn'is, að sérmál lands- ins séu losuð undan atkvæðum og áhrifum ríkis- ráðsins. Eg vona, að fáir muni lesa þetta svo einfaldir> að þeir ekki sjái, hvernig hér er teflt. Sarni segir á 72. dálki: „Að ráðgjafinn sitji ekki í rlkisráðínu er auðvítað lögmæt krafa, en sú krafa byggist ekki á stjórnarskránni; stjórnarskráin gerir hvorki að bjóða það né banna, að hann sitji í ríkisráðínu, en það hefur venð innleitt með prax- is (venju). Þetta er sem sagt spursmál, sem ligg- ur fyrir utan stjórnarskrána og kemur því stjórn- arskrárbreyting vorri ekkert við". Hvað kemur henni þá við, ef grundvöllur sérréttinda vorra kemur henni ekkert við ? Hvaðan finnst yður bændur góðir, að þessi vindur blási? A 788. dálki segir hinn sami það sem ský- lausa vissu, að Islandsráðgjafi muni verða Dón- um svo hvimleiður fyrir atkvæði sín um dönsk mál, að hann verði rekinn úr ríkisráðinu, en að- alnýmælið í frumvarpi doktorsins er það, að ís- landsráðgjafi hafi eingöngu á hendi íslenzk mál- efni, þó verður hann hvimleiður fyrir afskipti af dönskum málefhum, svo hér held eg sé annað- hvort tanngalli í Vestmanneyjaljóninu, ellegar kjálkarnir brenglaðir. Svo ætlaði hann að láta dæma ráðgjafann úr ríkisráðinu, þegar búið væri að löggilda hann þar í íslenzkri stjórnarskrá með frumvarpi hans, einungis væri fyrst samþykkt hans áríðandi frum- varp, hafði hann ráð undir hverju rifi, eins og stallbræður hans til að ná ráðgjafanum úr rfkis- ráðinu; hanh var eptir því þar lausari fyrir, sem hann festist þar betur, svo það má ekki leggja Belsebub gamla það til lasts, þó hann drægi ekki í hala sínum tiltölulega jafnmarga engla af himni, eins og Valtýr dregur í sínum af Islenzkum þingmönnum. Jón Jensson berst við að sanna það, að grund- vallarlögin séu ekki brotin með ábyrgðaratkvæð- inu. Það geri íslands sérstöku landsréttindi. En þegar um yfirstjórn þessara sérstöku landsrétt- inda er að ræða, snýst sverðið í höndum frelsis- hetjunnar og sérstöku landsréttindin missa megin,. og yfirstjórn sérstöku landsréttindanna verður að hverfa inn í ríkisráðið til að ná 1* ábyrgðarhnoss- ið. Svo vill hann ekki skemma skilning sinn, landshöfðingja og landsmanna á ákvæðum stjórn- arskrárinnar og annara laga um æztu stjórn sér- málanna, (sbr. ræðu hans við aðra umræðu stjórn- arskrármálsins). Ríkisráðshnútinn ætlar hann að leysa eins og Valtýr, þegar búið er að löggikla ráðgjafann í rikisráðinu ,með ýmsum snjallræðum skilningur landshöfðingja og landsmanna á því, hve traustur grundvöllur stjórnarskráin sé undir nauðsynlegri yfirstjórn sérmálanna, verður mikill í munni forkólfanna. En skilning ráðgjafans á málinu sleppa þeir. Hann segir landshöfðingi og landsmenn misskilji þctta algerlega, og sér enga ástæðu í stöðulögunum eða stjórnarskránni fyrir því, að nokkttð geti móti því verið, að ls- lenzk sérmál séu rædd og útkljáð í ríkisráðinu og svo hljóti það að vera. Hvort mundí nú lúta í lægra haldi, álit landshöfðingja og landsmanna, eða ráðgjafans, sem hefur æzt úrskurðarvald næst konungi og æzt lögskýrragarvald. Allir vita þó, að æðra úrskurðarvald fellir úrskurð hins lægra, sama er með lagaþýðingu. í bezta lagi getur þá traust þeirra á stjórn- áískránni, háfi það annáís nokkurt vcrið, gagnað til þess, að blinda aðra og ef til vill sjálfan sig

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.