Þjóðólfur - 09.08.1898, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 09.08.1898, Blaðsíða 3
147 og aðra. Raunar er ekki líklegt, að forkólfar þessa máls hafi treyst því, að það mundi duga, að munnhöggvast við ráðgjafann um gildi stjórn- arskrárinnar í þessu atriði, þvi það liggur í aug- umuppi, að þargildir aðeins skýrt, nýtt lagaákvæði; nái það ekki staðfestingu, það er að skilja, með tíma og við tækifæri, eru engin úrræði. Svo kemur nú Guðlaugur Guðmundsson með vindana sinn úr hverri áttinni til að feykja burtu þoku skilningsleysisins og vanþekkingarinnar. Þarna er nú í þumlinum allt eínið, sem þessir skörungar treindu sér og bræðrum sínum í neðri •og efri deild og málafylgjumönnum flokksins, því engir aðrir gátu lagt á borð með sér. Allir voru þeir ölmusumenn þeirra. En einhver undraseigja er samt í því, því ekki lítur út fyrir það verði fulltuggið, meðan heimur stendur, þó skoltarnir gangi með, »dampi«. Hver sem getur ætti að lesa þingræður þess- ara forkólfa á siðasta þingi um stjórnarskrármál- ið, til að læra af þeim rökfræði og eindrægni, sem prýðir þingið. Þeim sem þykir fláræði og táldrægni mata bezt, geta reynt að fara á berja- mó, en enga ábvrgð teH eg á uppskerunni. y. b. Sagnir um Jón biskup Vídalín. (Eptir hdr. á Landsbókasafninu). (Framh.) Margar sagnir hafa af því farið, hversu bisk- up Jón Vídalín átti opt í stríði og málaferlum við ýmsa höfðingja, því hann gat ekki liðið vel yfirgang þeirra og ójöfnuð á þeim tím- um, svo sem voru þeir Páll lögmaður Vldalín og Björn sýslum. á Bustarfelli, og áttust þeir biskup og hann við nokkra misklíð. Segja menn þar tæki hver töng í aðra. Sýslumaður var margvís kallaður og miðlungi góðgjarnog réttlátur. Setti hann margar launvélar fyrir biskup með fjölkyngi og svo gerðu margir fleiri, en það ónýttist hvívetna, því jgaldur enginn komst að biskupi, því hann hafði ægishjálm 1 augum, er menn svo kalla. Sama var um Pál lögmann Vidalln, sem bæði var rammur að forneskju, og undirförull stórbokki, en hálærður maður og forspár. Kom hann engu til leiðar við biskup með fjölkyngi sinni, og kom þeim optar stirt saman. Og eitt sinn er þeir þráttuðu á alþingi er mælt, að'J Páll hafi svo til orða tekið: „Þér hæf- ir lítt biskup ofurkapp þitt, þar sem bæði skammt er eptir ólifað fyrir þér, og átt að velta útaf sem melrakki á fjöllum uppi“. Biskup mælti: „Það er mér fyrir minnstu, þótt eg deyi á tjallvegum staddur, eður hvar sem drottni þóknast, því eg veit eg fer þaðan til guðs míns, og mundi eg ei vilja því skipta að deyja hér skyndilegaí þrætum að lögbergi, sem þú og fara þaðan til helvítis“. Margt fleira því líkt bar þeim í milli. Þess er getið að framan1, að Jón Vldalín reri fyrrum um vertíðir ( Vestmanna eyjum. Formaður hans hét Jón. Það vareittsinn, er þeir komu að um kveld úr róðri, og brim var mikið, sem þar er títt, tóku menn snertiróð- ur til lendingar, er menn kalla brimróður; verð- ur hver að duga sem orkað fær. Jón Vídalín reri í austurrúmi. Formaður sat við stjórn á bita °g sá að Jón reri linlega, og slóhann undir vang- ann með blautum sjóvetling, og kvað hann róa skyldi snarplegar. Jón herti sig þá meir, og sáu menn honum hvergi mislíka, tóku þeir land, °g lagöi enginn merki til þessa framar. Löngu síðar þá Jón Vídalín var fyrir löngu orðinn bisk up í Skálholti, bar svo undir eitt sinn sem optar, um sumar, að förukarl einn mjög svo gamall kom að Skálholti og baðst gistingar, og var hann að fara um, ög biðja sér ölmusu. Biskup sá hann á hlaðinu utan glugg. Biskup kvað hann skyldi gistingu hafa, og skipaði að taka hann fastan, og setja 1 fangelsi. Þetta var gert, og þótti mönnum firnum sæta, því slíkt var óvani á þeim stað. Karl bar sig aumlega, og vissi enga sína sök vera til þessa. Leið svo af nóttin, og var hér um margrætt á heimilinu. Að morgni lét biskup leiða karlinn fyrir sig í stofu; karl var i)- I*. e. 1 sjálfri æfisögu biskups í þessu sama handriti. mjög hrumur, og fékk ei orði upp komið fyrir harmi. Biskup tók til máls: „Þér mun þykja mál að vita orsök til meðferðar þeirrar, er eg hefi látið á þér hafa, og er eg nú hinn sami Jón, er hjá þér reri fyrri í Vestmannaeyjum, og þú slóst með blautum sjóvetlingi undir vangann, í brim- róðrinum, og sannast hér hið fornkveðna »að lengi man til lítillar stundar. En þó er óvíst, að eg hefði nú verið í Skálholti hefðir þú ei svo að- farið, því þá var þörf að hver dyggði þér sem bezt“. Karl varð þá því hræddari. og viourkenndi að hann þó til 'þess myndi, en biskup bað hann æðrast ekki af því, og kvað leik þeim lokið S(ðan skenkti hann karli skreið og smjör, á hest þann, er hann teymdi; karl bað mjög innilega. guð að launa og fór þaðan með blygðan og þakklæti. Það hefir öllum sögnum borið saman um, að kona Jóns biskups Vídalíns væri mjög féföst og naum kona til útláta, og bar þeim það opt í milli. Varð honum því opt skapbrátt, er hann greip fljótlega örlæti og hjartagæði, sem mjög opt bar að. Það var eitt sumar, að nábúi hans og leiguliði, fátækur mjög og sauðfár, missti eptir fráfæru tvær beztu ærnar sínar af tólf úr undir- hlaupi. Bar svo til einn morgun, að bóndi kom heim að Skálholti, hitti hann biskup, og ræddu þeir margt saman; bar þá ( tal að bóndi gat um missi sinn, og aumkvaoi biskup hann. Biskup gekk til konu sinnar og sagði þau skyldu nú gefa aumingjanum eina á í skarðið aptur, sem bú- inn væri að missa tvær af svo fáum; hún tók því ekki fjærri, og kvað hann skyldi því ráða. „Við skulum þá ganga á stöðul«: segir hann, (því á mjöltum stóð); þau gerðu svo; biskup sagði bónda að koma með þeim. Húsfrúin eignaði sér_ eina á sérstaklega, var hún falleg, gráhosótt á lit. Biskup greip til Hosu og mælti: „Gef þú nú hjartað mitt aumingjanum hana Hosu þína, þú hetur aldrei betur varið henni«. Hún kvað liann'geta gefið manninum aðra á en þá sem hún eignaði sér að gamni sínu, úr því hann þætt- ist hafa svo margar ærnar, ef hann gæti ei annað við þær gert en að gefa þær. Biskup kvaðst vilja þá gefa; þóttiþeimsitthverju.og deildu um þetta. Bisk- upi varð skapbrátt, og mælti: Allir munu þó svo á- líta, að eg eigi hálfa ána á móti þér, og skal nú þegar í stað skipta jafnt í milli okkar, og ráði síðan hvort fyrir sig sínum bluta eptir velþókn- an“. S(ðan greip hann korðann, og hjó ána sundur í miðju, í tvo parta í einu höggi og sagði bónda að hirða annan partinn, en gaf tvær ær úr kvíunum aðrar. Húsfrú gekk heim í skyndi, afar hrygg og reið. Er þess ei getið, að biskup hafi við leitast að húgga hana. Margt því líkt bar þeim í milli. ÞjÓðhátíð héldu Borgfirðingar og Mýra- menn sunnud. 7. ág. Veður var hið yndislegasta, hátíðarstaðurinn fagur (á Hvítárbökkum fyrir surtnan Bakkakot) og fór hátíðin vel fram. Þar var reistur prýðis- fagur ræðupallur og danspallur skreyttur lyng- sveigum og birkihríslum mjög haglega. Fánar blöktuðu á stöngum. Kl. 10 árd. hófust kapp- reiðar. í stökki fékk 1. verðl. grár hestur eign Bj. Kristj. í Rvík., er Björn Þorláksson frá Alafossi reið, 2. verðlaun rauður hestur eign Björns Valda^onar úr Skutulsey og reið hann honum sjálfur, 3. verðl. leirljós hestur, er Vilhj. Jónsson frá Ferjubakka átti og reið hann honum einnig sjálfur. 1. verðl. á skeiði fékk grár hestur, eign Jóh. Elíassonar, Efranesi, 2. vl. rauður hestur eign séra Arnórs á Hesti, 3. vl. hestur, er Vigfús Pétursson á Gullberast. átti. Kl. 12 setti Sig. sýslum. Þórðarson hátíðina og var hrópað nífalt húrra fyrir konungi. Þá talaði séra Guð- mundur Helgason próf. í Reykholti fyrir minni íslands en kvæði sungið á eptir fyrir sama minni eptir stud. Sig. Júl. Jóhannesson, er ort hafði öll hátíðakvæðin. Taláði séra Guðm. vel og sköru- lega. Enn fr. töluðu: sr. Magnús Andrésson Gilsbakka fyrir minni héráðsins, kvæði fyrir sama minni, séra Ólafur á Lundi fyrir minni Veslur- Islendinga. Kvæðifyrir samaminni. Jón Sigurðsson, bóndason frá Haukagili hélt snilldarfagra ræðu fyrir minni bænda og talaði þar opinberlega fyrsta sinn á æfinni. Kvæði sama minni. Þor- steinn R. Jónsson barnakennari frá Grund talaði fyrir minni kvenna og sagðist vel, enn fremur flutti hann kvæði eptir sjálfan sig, Kvæði sung- ið fyrir sama minni. Slðar um daginn talaði séra Jóhann í Stafholti og fleiri; fórust öllum vel orð. GKmur, stökk og hlaup var-reynt þar; í glímum fékk 1. verðlaun Þorsteinn Pétursson frá Grund, 2 verðl. Jón Guðlaugsson skósmiður úr Reykjavík og 3. verðlaun Jónas organisti Pálsson í hlaupi fékk 1. verðl. Vilhjálmur á Ferjubakka, 2. Ingimundur ljósmyndari í Rvík. I stokki dugðu bezt þeir Jón Blöndal cand. med. og A.Fjeldsteðstud. med. Mannfjöldi mun hafa verið nær 2000 og skemmtu menn sér vel við söng, dans, drykkju og samræður það sem eptir var dags, er aðal- ræðum var lokið. Galli var, að danssvæðið var of þröngt og örðugt að sjá fyrir mannfjölda. — Veitingar voru allgóðar. Þar voru og 2 »grafó- fónar«. Skemmtu menn sér vel til kvölds, oger þjóðhátíð þessi Borgfirðingum til hins mestasóma. Forstöðumenn voru Andrés Fjeldsteð áður á Hvít- árvöllum, Björn bóndi í Bæ og Jóhann bóndi Björnsson í Bakkakoti. Guðm. Guðmundsson. Póstskipið ,Thyra' kom hingað í gær- morgun snemma. Farþegar með henni hingað: frú María kona séra Jóns Helgasonar, frú Sigríð- ur Helgadóttir frá Odda, frú Þórunn Jónassen. fröken Póra Friðriksson, Gunnlaugur Bjarnason prentari, eptir 3 ára dvöl í Kaupmannahöfn, og um 20 Englendingar. Núer ,Thyra‘ komin. Með henni fékk verziunin ,Edinborg meðal annars: í vefnaðarvörudeild: Hálfklaeði. — Sirs. — Svartan og misl. Shirting. — Tvinna margskonar. — Bleikt og óbleikt lérept. — Tvististauin breiðu. — Handklæðin hentugu. —- Hvíta og mtsl. vasaklúta. — Hvíta og misl. borðdúka. — Regnkápur handa konum og körlurn — Ionahúfurnar, setn allir kaupa. — Flókahúfur handa börnum. — Stólarnir þægilegu o. m. m. fl. í nýlendu og pakkhúsdeild: Overhead — Bankabygg. — Hrísgjón. — Klofnar baunir. — Haframél. — Kaffi. — Kandis. — Melis. — Púðursykur. — Sveskjur. — Rúsínur. — Gráfíkjur. —- Grænsápu. — Stangasápu. — Soda. —- Leirvöru allskonar. — Þakjárnið þekkta. o. m. m. fl. Rvík 8. ágúst 1898. ÁSGEIR SIGURDSSON. Norska meðalalýsið frá verzlun B, H, Bjarnason tT hefur unnið guUmedaltur á þessum stöð- tg um: — Berlín 1880, Kristianiu 1883, ^ Kaupmannahöfn 1888, Neapel 1890, ■3 Málmey 1881 og 1896, Lúbeck 1895, 2; Bremen 1895, Kíl 1896 og loks hlotið t hin beztu meðmæli lír. héraðslœkms 2 Guðm. Björnssonar í Rvík. Lýsi þetta er því ekki aðeins miklu < betra en allt annað meðalalýsi, sem ■O tí: hingað til hefur flutzt, heldur líka miklu “■ ódýrara, pelar á / kr. jp. a. 5’ Enginn lætur vonandi ginnast á því, að ^ kaupa óvandað og óreynt gufubrætt 3° þorskalýsi, sem meðalalýsi, því slíkt lýsi er varla notandi til vélaáburðar, og þá pl enn miklu síður sem læknislyf. c Gott og heilnæmt meðalalýsi, fæst aðeins í verzlun. ________B. H. Bjamason._______________ í kirkjustræti 10 fæst í dag og á morgun ágætt kjöt af sauðum og vetur- gömlum kindum.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.