Þjóðólfur - 09.08.1898, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 09.08.1898, Blaðsíða 1
ÞJOÐOLFUR. 50. árg. Reykjavík, þriðjudaginn 9. ágúst 1898. Nr. 37. Útlendar fréttir. Kaupmannahöfn 28. júlí. Frá Ófriðnum nr fremur fátt áð segja, ¦síðan stórtíðindin við Santiago, þá er spánverski flotinn var gereyddur. Hálfum mánuði síðar (um 16. þ. m.) gafst borgin upp fyrir Bandamönnum með þeim skilmálum, að yfirhershöfðingjarnir spánversku fengu að halda vopnum sínum, en undirhershöfðingjarnir og liðsmennirnir að eins þeim hlutum, er þeir áttu sjálfir. Toral, yfir- höfðingi Spánarhers þar í borginni fékk að taka með sér skjalasafn hersins. Gekk spánverska setuliðið i fiokkum út úr borginni undir forustu Torals, og seldi vopn sín í hendur Bandamönn- um undir forustu Shafters, hver herdeild fyrir sig. Um leið var spánski fáninn dreginn niður en fáni Bandamanna dreginn upp. Spánverjar létu af hendi 7000 skotvopn, en 24,000 manns er talið, að þar hafi gefizt upp og á að fíytja það allt heim til Spánar, því að þetta setulið má ekki framar taka þátt í ófriðnum. Miles hershöfðingi Bandamanna ætlar að fara með her manns til Puerto Rico og Bandamenn hafa .sezt um Havana og loka höfninni með herskip- um. Ekki hafa Spánverjar fengizt til að taka neinum friðarkostum, en allir spá einu um það, að þess geti eigi verið langt að bíða, að þeir neyðist til þess. I Kína eru óeirðir og viðsjár, meðfram sakir þess, að mönnum þykir keisarinn of leiði- tamtir við Evrópustjórnendurna, og láti þá hafa sig í vasauum, með því að afhenda þeimbútaaf ríkinu. Má vera »að himneska ríkið» detti í mola fyr en menn varir. Dómiirier fallinn á ný i Zolamálinu. Það var kviðdómur í Versólum, er nú dæmdi Zola í eins árs fangelsi og 3000 króna sekt, svo að hann hefur ekki haft neitt upp úr áfrýj- uninni. Þann dag, sem dómur var kveðinn upp sló lögregluliðið hring um dómhúsið, og 400 ný- ir lógregluþjónar voru fengnir til aðstoðar hinu venjulega lögregluliði þar. En inni í húsinu urðu áflog og barsmíðar meðal manna, og gekk óeirðarseggurinn Derouléde einna bezt fram í því. Ollum kröfum Labori's málsfærzlumanns Zola var vísað frá og komst hann ekki upp með moðreyk. Hann heimtaði meðal annars, að Dreyfusmálið yrði vandlega rannsakað í sam- bandi við þetta mál, en því var harðlega neitað °g sagt, að það tefði að eins fyrir. Nú hefur ráðaneytið ákveðið, að höfða saka- mál gegn Piquart ofursta, fyrir brot á embætt- iseið sinum, að hann hafi sýnt óviðkomandi mónn- um skjöl, er hafi verið þýðingarmikil fyrir rikið í heild sinni. Segja blöðin, að hann muni verða kærður fyrir landráð. Einnig ætlar ráðaneytið að höfða mál gegn Leblois, því að í Zolamálinu var vitnað, að hann hefði séð skjöl þessi hjá Piquart — Esterhazy majór og fylgikona hans madam Pays hafa verið tekin til fanga, hvort sem nokkur sök verður höfðuð gegn þeim eða ekki. — Það lltur því út fyrir, að þetta Drey- fus-Zolamál muni draga nokkurn dilk á eptirsér. Stórhneyksli hefur það vakið hér í baenum, að einn af höfuðskörungum jafnaðarmanna P. Holm fólksþingsmaður og bæjarfulltrúi hefur notað stöðu sína til að draga sviksamlega undir sig fé bæjarins. Holm, sem er klæðskeri, var hinn fyrsti maður, er jafnaðarmenn fengu á þing úr sínum fiokki og er mönnum í minni allur sá gauragangur, er var samfara kosningu hans. Næstl. vor var hann valinn í bæjarstjórnina og gerður þar að varaformanni, en hefur nú farið svona að ráði sínu, pilturinn. Er mælt að það séu um 50—60,000 kr., er hann hefur stolið af bæjarfé. Flúði hann úr bænum, áður en lögregl- an gat tekið hann höndum og er sagt að hann sé í Hamborg og þykir vafalaust, að hann sleppi þaðan ekki vestur yfir hafið. Atburður þessi hefur verið óþægilegur löðrungur á flokk jafnað- armanna, er opt hafa brugðið valdamönnum um fjárpretti og svik af almannafé, en nú hefur einn höfuðpauri þeirra og átrúnaðargoð gert sig sek- an í þessu og er sú skyssa hin hraparlegasta. Viðauki. Eptir enskum blöðum má bæta nokkru við það sem hér er sagt. Hið yngsta þeirra er frá 2. þ. m. (s. d. og »Thyra« fór frá Leith). Blöð þessi herma þau tíðindi, að Bis- marck gamli hafi andazt i Friedrichsruhe 30. f. m. Varð hann rúmlega 83 ára gamall (f. 1. apríl 1815). Æfisaga þessa manns er að miklu leyti jafnframt saga Prússlands og þýzka keisara- dæmisins, enda hafa þegar verið ritaðar um hann stórar bækur í lifanda lífi, og líkneskjur hans reistar hingað og þangað í borgum á Norður- Þýzkalandi, og er sá heiður eigi smámennum veittur. Keisarinn hefur boðizt til að veita karl- inum leg við hlið Prússakonunga, en Herbert greifi, sonur hins framliðna hefur neitað þvl boði, því að faðir hans hafði áður valið sér legstað skammt frá bústað sínum í Friedrichsruhe, og þeirri ákvörðun vill sonurinn eigi breyta-, fannst ritað á blað eptir hann látinn, að hann vildi eigi láta letra á legstein sinn annað en þetta: »Fursti von Bismarck fæddur 1. apríl 1815, dá- inn. — Trúr þýzkur þegn Vilhjálms keisara 1«. En Vilhjálmur gamli og Bismarck voru aldavin- ir, eins og menn vita. Aptur á móti geðjaðist honum miður að sonarsyninum, hinum núverandi keisara. Keisarinn hefur skipað hirðinni að bera sorgarbúning 10 daga eptir lát karlsins en hernum 8 daga, og að Jfánar á öllum opinber- um byggingum skyldu blakta i hálfri stöng, meðan likið stæði uppi. Eins og geta má nærri hafa samhryggðarskeyti drifið að úr öllum áttum ým- ist til keisarans eða ættingjanna, frá flestum stórhöfðingjum og stjórnendum þessarar álfu^og víðar. Ber öllum saman um, að þar sé mikill maður til moldar hniginn, hversu sem dómur sögunnar kann að falla um hann að öðru leyti. Af ófriðnum er það nýtt að segja, að á- standið á Filippseyjunum er hið ískyggilegasta, einkum sakir uppreistarmanna, er Bandamönnum veitir erfitt að halda í skefjum, og verða þeir bæði að verjast þeim og Spánverjum. Uppreist- armenn vilja taka Manila í sínar hendur og ræna hana og rupla. Eru þeir bæði miklu fjölmennari og betur vopnaðir en uppreistarmennirnir á Kúbu, svo að Merritt, foringi fyrir landliði Bandamanna á Filippseyjum þykist eigi hafa önnur^fangaráð, en að freista hins ítrasta og gera áhlaup^á borg- ina í sambandi við Dewey aðmirál, þannig að borgin verði sótt bæði af sjó og landi í senn, og var búizt við þessu áhlaupi þá og þegar, eptir síðustu fregnum. — A Kúbu voru ýmsir bæir um það Ieyti að gefast á vald Bandamanna, eins og Santiago, þar á meðal Guantanamo, því að spanska setuliðið var þar aðframkomið af hungri. San Luis, Palma Soriano, Sagua og Baracoa hafa einnig gefizt upp, og telur Shafter hershöfðingi, að það séu um 24,000 fangar, er hann þurfi að »skipa út« til Spánar að nýju. Floti Bandamanna heldur Havanahöfn i hörðum læð- ing. 1. þ. m. var Miles hershófðingi Banda- manna kominn til Ponce á eyjunni Puerto Rico með 40,000 manna, og var útlit fyrir, að eyjar- skeggjar mundu eigi veita honum mikla mót- stöðu, því að þeir una illa yfirráðum Spánverja. Frá Ponce liggur járnbraut til San Juan höfuð- bæjarins á eynni, og ætlaði Miles sér að flytja liðið eptir henni þangað en setja það eigi á land við bæinn sjálfan. Enn sem komið er, hefur spanska stjórnin harðlega neitað öllum friðarboðum af Banda- manna hálfu, en þó er svo að sjá af allrasíð- ustu fréttum, að hún hafi dálítið verið farin að gugna. Bandamenn krefjast þess, að Spánverjar sleppi óllum yfirráðum yfir Kúbu, og flytji allt herlið sitt þaðan á brott, og sama skal gilda um Puerto Rico, Spánverjar hafi alls engin her- gögn framar í Vestindíum, leyfi Bandamönnum að hafa flotastöð við Filippseyjar, og haga yfir- stjórn eyjanna, eptir því sem um semur við Bandamenn, auk mikils herkostnaðar að sjálf- sögðu. Þessa kosti ætlaði spánska ráðaneytið að athuga a ráðstefnu mánudagskveldið 1. þ. m.,og var gizkað á, að það mundi að mestu leyti ganga að þeim með því móti, að nefnd manna skipuð jafnmörgum Spánverjum og Ameríkumönnum kæmi saman i Lundúnaborg til að tala nánar um friðarkostina, og ákveða, hvernig haga skyldi yfirstjórn Hilippseyja eptirleiðis. Þó segja blöð- in, að margir spái því, að nú fari sem fyr ogað samkomulag náist ekki að sinni, því að Spán- verjar eru svo þráir, að þeir vilja ógjarnan slaka til, fyr en þeir geta hvorki hrært legg né lið, og svo óttast þeir uppreisn heima á Spáni, jafn- skjótt sem^friðurinn er saminn. En í sjálfu sér er þaðjekki annað en heimskulegt ofurkapp eitt af þeirra hálfu, að halda þessum leik lengur á- fram, þvi að það liggur í augum uppi, að því lengur sem Spánverjar stimpast við, því harð- ari verða Bandamenn í krófurn, enda hefur Mc. Kinley lofað því, að slaki Spánverjar nú ekki til, þá skuli tekið til óspilltra málanna og engu eirt, og þá skuli hann óðar senda Watson flota- foringja með herskip til að skjóta á hafoarbæina heima á Spáni. „Eintal sálarinnar" um Landakotshátíðina. Eg reikaði suður á mela um dagmála- bilið með Surt minn á höfðinu alveg nýstrok- inn. Eg er annars ekki vanur að ganga með pípuhatt; en daginn áður hatði eg heitið bróður Breiðfjörð að tjalda með Surt honum til samlætis. Að vísu sá eg eptir þessu lof- orði, þegar tók að hvessa og Surtur fór að fá sér smásnúninga á túninu, en huggaði mig

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.