Þjóðólfur - 12.08.1898, Qupperneq 1
Þ JÓÐÓLFUR.
50. árg.
Reykjavík, föstudaginn 12. ágúst 1898.
Nr. 38.
Hnignun Spánar.
i i
I hinu fræga enska tímariti sContemp-
orary Review" hefur nýlega birzt fróðleg
grein um Spán og apturför þess ríkis. Hefur
norska timaritið »Kringsjá« tekið ágrip af
grein þessari, og birtist hér aðalefni hennar,
sakir þess að Spánn er nú ofarlega á dag-
skrá og verður að líkindum nokkra stund
enn á einn eða annan hátt.
Höf. getur þess í fyrstu, að mismunur-
inn milli glæsilegrar fortíðar og dapurrar nú-
tíðar, milli háfleygra frægðardrauma og aumk-
unarverðs virkileika. geti hvergi verið meiri
en á Spáni, ættjörðu þejrra Cervantes, Cort-
ez og Calderon’s de la Barca. Ríki þetta,
sem fyrrum var svo voldugt, er nú að eins
skuggi einn, borgirnar orðnar að smáþorpum
og ekkert þar að sjá ncma fornfálegar menj-
ar um horfna frægð, auðæfi og völd. Ut-
lendingum, er verður reikað um göturnar í
Valladolid og Salamanca virðist eins og vind-
urinn sjálfur sé að syngja útfararsálma yfir
hermönnum þeim, stjórnvitringum, höfðingj-
um og skáldum, er hófu Spán til frægðar og
frama. Engin öld hefur verið jafnmikil ó-
heillaöld fyrir Spán sem 19. öldin, því að
hver ógæfan á fætur annari hefur sótt landið
heim: borgarstríð, uppreisnir ogstjórnarbylting-
ar á víxl, unz allur dugur var drepinn úr
þjóðinni og stjórnendurnir orðnir gerspilltir.
Akuryrkja landsins, iðnaður og menntun
lenti í vanhirðingu, meðan verið var að steypa
yfirstjórnendunum af stóli og setja þá aptur
til valda, meðan verið var að semja og sam-
þykkja stjórnarskipun landsins og nemahana
aptur úr gildi svona á víxl, og svo færðist
rfkið saman og hjaðnaði niður, eins og óþétt
vindblaðra. Chili og Columbia urðu fyrst
óháð, Florida var seld Bandaríkjunum, Peru
og Mexico brutust brátt undan heimalandinu
og nú er Spánn að missa hinar síðustu og
dýrmættistu landeignir sínar í Vesturálfu. Enn á
þó Spánn hugprúða hermenn sem í fyrri daga,
en það stoðar ekkert, því að skammsýni og
hirðuleysi stjórnendanna gerir allt að engu.
Enn á Spánn einnig Iistamenn, en þeir láta
sér lynda að herma eptir öðrum. Þar er
einnig nóg af stjórnmálamönnum, en þeireru
mestir í munninum og skortir alla forustu-
hæfileika og skarpskyggr^. Enn eru á Spáni
duglegib hreinlyndir og vandaðir bændur,
sem ekki horfa í að láta hinn síðasta eyri
af hendi rakna til framkvæmdar einhverri
blóðlausri hugmynd, en þeim gremst að sjá
eigingjarna aðalsmenn svalla þessum skilding-
um burtu.
Ástæðurnar lyrir þessari aumkvunarverðu
hnignun eru margar. Eitthvert hið mesta
mein landsins er hin frámunalega fáfræði f-
búanna. Af þeim 18 miljónum manna, er
landið byggja er yfir 16 miljónir, ereigihafa
notið neinnar bóklegrar fræðslull Ogjafnvel
meðal hinna svokölluðu menntuðu manna er
þekkingin býsna léttvæg og af skornum
skammti. Háskólamenntunin er t. d. mjög
léleg. Frakkneskur maður, sem hefur sér-
staklega kynnt sér rækilega fyrirkomulag
hinna æðri skóla á Spáni, ritar um spán-
verska stúdenta, að þeir kunni ekkert í grísku,
svo að segja ekkert í latínu, og viti alls ekk-
ert í sögu annara þjóða á síðarí tímum. —
Þekkingunni í nýju málunum er svo ábóta-
vant, að undrum sætir. Stjórnmálamenn,
læknar, blaðamenn og jafnvel kaupmenn láta
sér nægja að tala hið hljómfagra móðurmál
sitt, og geta sjaldnast gert sig skiljanlega á
annara þjóða tungu. Þá er Sagastaráðaneyt-
ið hafði ákveðið að skoða skyldi öll hrað-
skeyti til annara landa, áður en þau væru
send, gat það ekki fengið nokkum skoðun-
armann, sem kunni þýzku, svo það varðloks
úr, að hraðskeyti a þýzku mætti senda rann-
sóknarlaust.
Þessar 16 miljónir ómenntaðra Spánverja
og meiri hluti hinna tveggja miljóna, sem
eru eitthvað dálítið betur að sér, hirða alls
ekkert um pólitík, heldur hugsa að eins um
að fá að vinna í næði til að bæta kjör sín
og barna sinna. Kúbamálið 'hefur aldreiver-
ið neitt áhugamál þeirra, og nýlendu-
stjórnin er í þeirra augum ekkert annað en
blóðþyrstur guðdómur, er heimtar meirimann-
fórnir en Mólok, og er grimmari en hinir
gömlu mexikönsku guðir. Meiri hluti þess-
ara Spánverja eru bændur af ýmsum kyn-
flokkum, er hafa varðveitt óbreyttar
venjur og erfikenningar forfeðra sinna. En
það scm tengir þá saman í eina meira eða
minna samkynja heild er hollusta við hina
sameiginlegu trú og framúrskarandi heit og
sterk föðurlandsást.
Þeir sem eitthvað hugsa um pólitík eru
að eins mjög lítill hluti landsbúa, svo sem
5—600,000, og þeir sækjast ekki eptir neinu
öðru en að krækja í eitthvert embætti. Um
hverja sýslan, með 6—800 kr. árslaunum, er
stjórnin veitir, eru 8-—12 óþreyjufullir kandí-
datar „um boðið«ogþeir eru reiðubúnir til að
prédika evangelíum apturhaldsflokksins, frjáls-
lynda flokksins, lýðveldisflokksins og Karl-
unga til skiptis eptir því, sem af þeim kann
að verða heimtað.
„Cand. phil“.
Þá er Friðþjófur Nansen kom hingað á
Grænlandstör sinni 1888 varð honum að orði:
■ „Aumingja ísland, sem átt svo marga em-
bæt.tismenn “. Það var þessi embættismanna-
fjöldi, sem honum leizt einna lakast á hér
hjá oss, þá er hann bar hann saman við
fólksfjöldann. En það er önnur stétt manna,
er á síðari árum hefur ískyggilega aukizt hér
á landi og það eru þessir blessaðir „Cand.
phil", menn.sem hafa búið sig undir embættis-
stöðuna en einhverra orsaka vegna eigi kom-
izt lengra en yfir heimspekiprófið og verða
svo að hafa þetta leiðinlega „cand. phil. “
hangandi við nafnið sitt alla sína daga. Og
ávalt bætast nýir og nýir við í þennan kandí-
datahóp, er Hafnarháskóli á mestan og bezt-
an þátt í að unga út. Og hvað liggur svo
fyrir þessum mönnum öllum, er brostið hefur
hamingju eða fé til að ljúka embættisprófi?
Ekkert annað en einhver lítilfjörlegskrifstofu-
störf, tímakennsla fyrir 25—50 aura hæst um
klukkustundina og annað en rýrara. Áður
fyrrum voru þessir „cand. phil“ sjaldsénari
vara, meðan stúdentafjöldinn var minni og
hinir fáu, sem þá komust ekki lengra en að
krækja í cand. phil. nafnbótina gátu optast-
nær holað sér einhversstaðar niður í þolan-
lega atvinnu. Þess eru og dæmi, að þeir
liafi getað krækt í góð embætti. En nú er
öldin önnur. Hinn glæsilegi og girnilegur
vegur að embættakjötkötlunum er nú harð-
lega lokaður fyrir öllum, er eigi hafa embætt-
isprófsstimpilinn öðlazt, því að nú er svo
komið, að jafnvel þeir sem hann hafa verða
að lifa á miskunn guðs og munnvatni sínu
ef til vill mörg ár, þangað til eitthvert sæti
verður autt við það, að sá sem það skipar
flytur búferlum í annan heim eða fer að búa
sig undir það. En það gera fæstir fyr en í
fulla hnefana, svo að það getur dregizt lengi
að „komast í skarðið" og langt finnst þeim
sem búinn bíður. Það hefur opt brugðizt
mörgum herfilega að „spekúlera" í dauðanum
sem veitingarvaldi, því að hann getur opt
veitt lausn frá embætti miklu síðar, en hinn
óþreyjufulli „eptirmaður" óskar, þótt hann
sé fyrirfram löngu ákveðinn til að skipa
sætið af hinu tímanlega veitingarvaldi.
En það eru þó ekki kandídatar með
embættisprófi, sem verst eru farnir. Þeir geta
þó ávallt lifað í voninni-'og æft sig í þolin-
mæði. En það eru þessir veslings „cand.
pliil", sem hlaupið hafa í strand á miðri
leið, þeir geta ekki gert sér háfleygar vonir
að minnsta kosti ekki hér á landi. Fyrir
þeim flestum liggur erfiður barningur, erfitt
matstrit og það sem verst er, að mörgum
þeirra er skilað aptur frá Höfn til ættjarðar-
innar svo veikluðum á sál og líkama, svo
þrek- og kjarkvana, að þeir geta alls engan
barning tekið, eru orðnir óhæfir til að heyja
baráttuna fyrir tilverunni og lenda svo í iðju-
leysisrölti og rabbi og drabbi á knæpum,
þar sem síðasti eyririnn hverfur ofan í hinn
botnlausa vasa veitingamannsins. — Vér
megum því þakka fyrir, ef vér fáum hina
ungu „cand. phil“ vora nokkurnveginn heila
á húfi úr Hafnarvistinni, því að þá getum vér
vænst þess, að þeir verði þó sjálfum sér og
oss að einhverju liði. En að öðrum kosti
verða þessir heimviknu Hafnarstúdentar sjálf-
um sér og öðrum til óánægju og ama og
það myndast smátt og smátt alveg sérstök
stétt í landinu, stétt sem sannarlega verður