Þjóðólfur - 12.08.1898, Blaðsíða 3
fimiskennara, er var fjarverandi. — Meistari Ei-
ríkur fer héðan í nótt með »Thyra« vestur og
norður um land til Austljarða, og þaðan heimtil
sín.
Póstmeistarinn kom í fyrra dag úr embætt-
isferð sinni um Norðurland. S. d. komu þeir
Halldór Jónsson bankagjaldkeri og séra Þórhall-
ur Bjarnarson ofan úr Borgarfirði. —- Björn M.
Ólsen rektor og Bjarni kennari Jónsson eru einn-
ig komnir úr »austurför« sinni. Dr. Þorvaldur
'Thoroddsen er og kominn til bæjarins ofan úr
Hallmundarhrauni, og varð þar einkis vísari, því
að langt er síðan »Loptur« dó.
Nýr lyfsali danskur kom hingað til bæjárins
með »Thyra«, Martin Olesen að nafni. Hefurhann
keypt lyfjabúðina hér af erfingjum E. Tvedes, að
sögn fyrir 110,000 kr., og sezt hér að.
Dáin er hér í bænum 7. þ. m. Ingibjörg
Sigurðardóttir ekkja Jóns Arasonar útvegsbónda,
er fyr bjó í Skálholtskoti, og látinn er fyrir löngu
(1877). Af börnum þeirra eru á lífi: Armann,
fyrirvinna móður sinnar mörg.ár, Bergþóra kona
Guðbrands Eiríkssonar í Stöðlakoti, Sigríðurkona
Þorvarðar Þorvarðarsonar prentara, Málfríður kona
Lárusar Lúðvíkssonar skósmiðs og Rósa kona
Páls Sigurðssonar snikkara. — Ingibjörg heit. var
mesta dugnaðar- og röskleikakona, ráðdeildarsöm
og iðjusöm, frábærlega trygg og vinföst, og að
öllu leyti mesta sómakona.
Eg hef lengi þjáðst af óhægð fyrir brjóst-
inu og óreglulegri meltingu, en er eg hafði
tekið inn 2 flöskur af Kínalífs-elixír frá
hr. WaldemarPetersen íFrederikshavn,
get eg með ánægju vottað, að upp frá því
hef eg ekki kennt fyrgreindra veikinda. í
sambandi við þetta vil eg geta þess, að göm-
ul kona nokkur hér á bænum (Sigríður Jóns-
dóttir) hefur neytt Kína-lífs-elixírs með
besta árangri gegn illri meltingu, er stafaði
af ofmiklum kyrsetum innanbæjar, en hafði
iM
áður vanist vinnu undir berum himni. Sömu
reynzlu hafa einnig ýmsir fleiri hér um slóð-
ir, er hafa neytt og enn neyta bittersins gegn
ýmiskonar lasleika. Eg get því með öruggri
sannfæringu veitt Kína-lífs-elixírnum með-
mæli mín sem læknislyfi gegn fyrgreindum
sjúkdómum, og því fremur sem auðvelt er
að hafa hann jafnan við hendina, með því
að hann er ódýr í samanburði við það, sem
önnur læknislyf og læknishjálp kosta.
Grafarbakka
Ástríður Jónsdóttir.
Kína-Iífs-elixírinn fæst hjá flestum kaup-
mönnum á Islandi.
Til þess að vera viss um, að fá hinn ekta
Kína-lífs-elixír, eru kaupendur beðnir að líta vel
eptir því, að X/‘- — standi á flöskunum í grænu
lakki, og eins eptir hinu skrásetta vörumerki á
flöskumiðanum: Kínverji með glas í hendi, firma-
nafnið Valdemar Petersen, Frederikshavn, Dan-
mark.
Peningabuddur, margar tegundir,
ódýrar ern nýkomnar í verzlun
Sturlu Jónssonar.
Ekta anilínlitir
C fást hvergi eins góðir og ódýrir eins P1
4-J c og í verzlun rr r+ p
c ctí Sturlu Jónssonar P D
ed +-> u Aðalstræti Nr. 14. C rjj "t
Margskonar álnavara og prjónagarn
er nýkomið í verzlun
Sturlu Jónssonar.
Núer ,Thyra‘ komin.
Með honni féklc verzlunin
,Edinborg
meðal annars:
I vefnaðarvörudeild:
Hálfklæði. — Sirs. —
Svartan og misl. Shirting. — Tvinna
margskonar. -— Bleikt og óbleikt lérept. —
Tvististauin breiðu. —
Handklæðin hentugu. —
Hvíta og misl. vasaklúta. —
Hvíta og«nisl. borðdúka. —
Regnkápur handa konum og körlum —
Ionahúfurnar, sem allir kaupa. —
Flókahúfur handa börnum. —
Stólarnir þægilegu o. m. m. fl.
í nýlendu ogr pakkhúsdeild:
Overhead — Bankabygg. — Hrísgjón. —
Klofnar baunir. — Haframéi. —
Kaffi. — Kandis. — Melis. —
Púðursykur. — Sveskjur. — Rúsínur. —
Gráfíkjur. — Grænsápu. — Stangasápu. —
Soda. -— Leirvöru allskonar. —
Þakjárnið þekkta. o. m. m. fl.
Rvík 8. ágúst 1898.
ÁSGEIR SIGURÐSSON.
Gufubrætt þorskalýsi, tvær tegundir
er nykomið í verzlun
Sturlu Jónssouar.
Allskonar farfi, fernisolía og kítti
er nýkomið í verzlun
Sturlu Jónssonar.
96
ívan horfði til skiptis framan í Fédor og konu hans, og andlit
hans var herfilega afmyndað, af einhverri afarþungbærri, innri
kvöl. Því næst mælti hann snögglega:
„Takið við taumunum!“ og tók svo í skyndi að vinda þá
utan af úlfliðunum.
Fédor hlýddi ósjálfrátt, en skildi þó ekkert í þessu.
„Svona eigið þér að halda í taumana", sagði ívan skýrt
og skilmerkilega „þér ráðið ekki við neitt, ef þér haldið þeim
ekki svona; hafið þér náð handfesti á þeirn?"
„Já“, svaraði Fédor, án þess hann vissi, hvað hann sagði.
„Mig langaði til að drepa yður", sagði ívan, og rómur-
inn varð skyndilega hár og hvellur, — „en það er sakir henn-
ar\ — — -— Og hann stóð upp hvatlega og hljóp ofan af
sleðanum niður í snjóinn.
Enn einu sinni námu úlfarnir staðar, enn einusinni þyrluð-
ust snjóflyksurnar í háa lopt, og hestarnir, sem fundu, að nýr
maður haffii tekið við taumhaldiriu, hertu sig enn betur og þutu
áfram á fleygiferð.
Það leið nokkur stund, áður en nýgiptu hjþnin gátu gert
sér fullkomlega glögga grein fyrir því sem við hafði borið.
Þá er hestarnir voru stöðvaðir á götunum inn í þorpinu,
lá Alexía meðvitundarlaus við hlið mannsins síns, og hún var
borin þannig á sig komin inn í hið nýja heimkynni sitt, og þar
lá hún hættulega veik nokkra mánuði. Hið fyrsta verk hennar,
er hún kom til heilsu aptur, var að láta setja upp krossmark á
sléttunni á þeim stað, þar sem tvö mannsbein og annað stígvél
ívans hafði fundizt. Bændurnir skírðu það »Gröf ívans« og
það hefur borið það nafn ávallt síðan, þótt ívan í raun og veru
sé einn meðal þeirra tiltölulega fáu manna, sem farið hafa á
mis við greptrun í moldu.
93
spori heyrðist annað og hið þriðja, unz það varð að einum sam-
felldum kórsöng mjög langt í burtu, óg mjög óskýrt, en það
var nú eigi framar neinn vafi á, hvað það var.
í þessu bili hafði ívan náð stjórn á hestunum. Hann sí-
vafði taumunum utan um úlfliðina, ogvirtist fremur halda hest-
unum aptur, en knýja þá áfram.
»Hvers vegna lætur þú þá ekki stökkva, eins og þeir kom-
ast, flónið þitt“? kallaði Fédor óþolinmóðlega.
Ivan leit við honum yfir öxl sér og sagði: „Langar þig
til að deyja í nótt?“ Hann þúaði hann og brosti mjög kulda-
lega, svo að sást í tennurnar. „Hestárnir munu síðar þurfa á
öllum kröptum sínum að halda, og þeir munu fá sig fullreynda
í kapphlaupi áður en lýkur, vertu viss um það«.
Fédor varð orðlaus. Þetta fornafn „þú«, af munni þjón-
ustumanns, hafði sömu áhrif á hann, eins og honum hefði verið
gefið utan undir. Auðvitað hugsaði hann sér, að ívan skyldi
fá þetta fullu launað síðar, en það var ekki tækifæri til þess nú,
því að hann gætti einkis annars en að horfa ýmist fram eða
aptur; hann horfði framundan sér til að koma auga á sleðann,
er þau vissu að var á undan, en aptur fyrir sig horfði hann á
hina lágu hrísrunna, er óljóst mótaði fyrir á yfirborði sléttunnar.
Smátt og smátt tóku einstakir dökkir dílar að skiljast frá þess-
um strjálu runnum, og í hinni daufu birtu gat sýnzt svo, eins
og runnarnir sjálfir væru komnir á hreyfirigu; þeir urðu ávallt
fleiri og fleiri saman, og brátt voru það ekki einstakir dökkvir
dflar, er sáust, heldur samfelld heild, er ávallt varð stærri og
stærri, teygjandi út tungurnar án afláts.
ívan leit aldrei aptur fyrir sig, hann hafði svo næma heyrn,
að hann vissi upp á hár, hve langt bilið var milli hans og
úlfanna, en hann horfði fast og stöðugt á veginn fi am undan sér.