Þjóðólfur - 19.08.1898, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 19.08.1898, Blaðsíða 1
ÞJOÐOLFUR. 50. árg. Reykjavík, föstudaginn 19. ágúst 1898. Nr. 39. Pólitiskur áhugi virðist nú vera harla lítill í landinu, því að hvergi bólar á neinum hreyfingum, er beri vott uffl nokkurt verulegt lífsmark hjá þjóð- inni í pólitiskum málum. Menn láta sér lynda, að nöldra hver í sínu horni yfir að- gerðum þingsins og allri sundrungunni. En lengra kemst það ekki. Á slíkum deyfðar- og dáðleysis tímúm er vítt verksvið fyrir alla svæfendur, en ekkert verksvið fyrir vekjendur. Það kemur ávallt betur og betur í ljós, að til þess að halda einhverjum ofurlitlum pólitiskum áhaga vakandi í landinu, þyrfti að heyja þing á hverju ári og kosningar fara fram ekki sjaldiiar en 3. hvert ár og væri þá þingsetutími hvers þingmanns 3 sumur í röð. Þyki mönnum þessi breyting athugaverð, sakir aukins kostnaðar, er hún hefði í för með sér, munu þó allir kannast við, að 6 ára kjörtímabii er óhæfilega langt. Það má alls ekki vera lengra en 4 ár, óger þó oflangt, en sú breyting á núverandi á- standi væri þó betri en ekki, þótt þingið yrði haldið annaðhvort ár, eins og nú. Þá gilti kosning að eins til tveggja þinga, og væri það nægur tími til að sýna og sanna, hvern- ig hver einstakur þingmaður reyndist. Þá þyrftu kjördæmin ekki að sitja uppi með óhæfa þingmenn lengur en 2 þing eða 4 ára tíma- bil, þar scm þau nú veroa að draslast með þá 6 ára tíma á 3 þingum, og er það all- mikill munur. Jafnvel þótt hin breytingin væri í sjálfu sér miklu æskilegri (þing á hverju ári og nýjar kosningar 3. hvert eða jafn- vel 2. hvert ár), þá mundi þó þessi breyting um stytting kjörtímabilsins og stytting þing- setutímans stuðla mikið til þess að glæða pólitiskan áhuga í landinu og hvetja þing- menn til að standa vel í stöðu sinni. Tíðar kosningar til þings eru hvervetna taldar hið öruggasta og bezta meðal til að efla pólitisk- an þroska og sjálfstæði þjóðanna. Kapp það, sem opt er beitt við slíkar kosningar, getur að vísu stundum gengið í öfuga átt, en fólkið verður aldrei til lengdar leitt afvega, og því skemur sem það þarf að súpa seyðið af glópsku sinni, því betra. Og hvernig sem allt veltist, þá er miklu skárra að verða var við einhverjar lífshreyfingar hjá þjóðinni, þótt þær séu eigi að öllu leyti sem æski- legastar i svipinn, heldur en að sjá ekkert lífsmark, engan fjörkipp í þjóðinni, hvernig sem stjakað er við henni. Að því er skoðanir manna í stjórnar- skrármálinu sérstaklega snertir, þá verður að vísu ekki dæmt um þær eptir undirtektum þeim, er Þingvallafundarboðið hefur fengið að þessu sinni, því að það geta verið ýmsar ástæður til þess, að því hefur ekki verið sinnt nú. Að draga út af því nokkra álykt- un um fylgi þjóðarinnar við sundrungarstefn- urnar — Valtýskuna eða miðlunina — væri algerlega rangt, enda mun það síðar sjást, ef Þingvallafundur verður haldinn að sumri fyrir þing, hvort þær stefnur hafa svo ákaflega mikinn byr hjá þjóðinni, eins og formælend- ur þeirra hafa látið í veðri vaka. En hitt er annað mál, að þjóðinni er það til lítillar sæmdar, hvernig hún hefur vikizt við Þing- vallafundi í þetta sinn, þótt hún sjálfsagt þykist þar hafa einhverjar afsakanir, er gild- ar geti talizt. En þar á meðal verður þó aldreitalið: áhugaleysi, skeytingarleysi, hugs- unarleysi og alvöruleysi. Hvernig sem þessu er varið, þá erum vér samt sannfærðir um, að aldrei verður íslenzka þjóðin svo langt leidd, að einstökum flautaþyrlum og hringl- andapostulum takist að draga hana sofandi á hánnu fyrir ætternisstapa. Svo mikill þróttur, svo mikil staðfesta og svo mikil heilbrigð skynsemi er til hjá þjóðinni, að þesskonar „spekúlationir" geta aldrei heppnazt. Hnignun Spánar. 11. (Síðari kafli). Apturhaldsflokkurinn og frjálslyndi flokk- urinn hafa hingað til setið að völdum til skiptis, en stjórn beggja hefur verið jafn léleg. Kosningarnar eru að eins til málamynda og sýna alls ekki hinn sanna þjóðvilja — ef um þjóðvilja væri þar að tala. — Sú stjórn, er að völdum situr getur fyrirfram ákveðið, svo engu skakki, hve mikinn meiri hluta hún vill hafa við kosningarnar, og hversu mörg atkvæði hinir flokkarnir skuli fá. Það er mjög almennt, að hinir réttu kjós- endur sitja heima, en aðrir, sem taka sér nöfn þeirra eru reknir eins og fénaður á kjörstaðinn, og þar kjósa þeir auðvitað stjórn- arsinna. Ef hinn rétti kjósandi kemur og heimtar að greiða atkvæði getur hann búizt við að verða kærður og settur í varðhald fyrir ósvífna tilraun til að greiða tvisvar at- kvæði. Á kjörskránum er talinn fjöldi > lát- inna kjósenda, og verða ávallt nógir til að taka sér nöfn þeirra og greiða stjórninni at- kvæði, þótt undarlegt megi virðast, að slíkt skuli geta haldizt uppi átölulaust. Það er því engin furða, þótt stjórnin beri jafnan sig- ur úr býtum við kosningar, þá er hinir dauðu styðja hana svo drengilega. Mælskumenn eru fleiri á Spáni en í nokkru öðru landi Norðurálfunnar, en það er varla nokkur ein einasta frumleg hugsun í hinum smellnu og málskrúðsmiklu ræðum þeirra. Einna kunnastur þessara mælsku- manna er Emilio Castelar. Hann hefur skrif- að þykk bindi, svo að segja um alla skapaða hluti millum himins og jarðar, bæði í sögu, skáldskap, guðfræði, listum ogvísind- um, en efnið samsvarar ekki ávallt hinum glæsilega búningí. Castelar er hið bezta sýnishorn allra pólitiskra mælskumanna, er ætla að lækna mein þjóðarinnar með stórum orðum. Spánverskir stjórnmála,menn elska mælskuna, eins og Mídas konungur elskaði gullið, og þeim finnst jafnan, að þeir séu færir í allan sjó, þótt þeir í raun og veru séu mestu gutlarar. En • það ber flestum saman um, að einn maður sé þó þar í landi, sem viti hvað hann vilji og eigi sjái hlutina gegnum blá eða græn gleraugu, og sá mað- ur er Weyler hershöfðingi, sá er verstan orðstír gat sér á Kúbu, og segir höf. þessarar ritgerðar að fullyrða megi, að yfirsjónir þessa manns mundu verða ættjörðunni gagnsamlegri, en bollaleggingar allra hinna háfleygu stjórn- málaskúma. — Emilio Castelar er lýðveldis- maður í húð og hár, og hyggur, að þa verði Spánn allra meina bættur, ef lýðveldisstjórn kemst þar á. En lýðveldishugmynd hans er. nokkuð undarlega varið, því að hann vill að eins láta stjórnarformið breytast, en allt vera að öðru leyti eins og það hefur verið, og má af því ráða, að hann hefur ekki nokkra hugmynd um, hvar skórinn kreppir, eða hvers landið þarfnast. Og svona eru allir stjórnmálagarparnir þar. Þeir þykjast geta sagt með vissu, hvernig umhorfs muni verða í heiminum að hundrað eða þúsund árum liðnum, en eru svo blindir, að þeir sjá alls ekki hættur þær, er vofa yfir landi þeirra á yfirstandandi tíð, fyr en þeir reka tærnar í og veltast um koll. Jafnvel í aprílm. þ. á., rétt áður en ófriðurinn hófst milli Banda- manna og Spánverja, taldi Castelar hann ' ó- mögulegan, og varð steinhissa á því, að nokkur skyldi trúa því, að svo yrði. Og skammsýni ráðaneytisins var engu minni. Stjórnin var sannfæið um, að friðurinn héldist, og lagði tilveru þjóðarinnar í hættu fyrir þessa ímyndun. Svo örugg þóttist hún 1 sinni sök, og skákaði í því skjóli, að hún þyrfti í engu að sinna kröfum Bandamanna, og gæti verið sem þverust í svörum, því að stórveldin myndu afstýra ófriðnum. En þeir góðu hálsar hafa ekki athugað það nógu vel, hversu mikið stórveldin mundu vilja leggja í sölurnar til að varðveita friðinn. Sakir þessarar bjargföstu trúar á friðinn höfðu mer.n alls ekkert búið sig undir ófrið- inn, þá er hann hófst. Samt sem áður var Spánarstjórn mjög hreykin og vongóð, þótt hún hefði ekki neitt til að reiða sig á. Það er áreiðanlegt, að Sagastaráðandytið bjóst beinlínis við, að Spánn rnundi bera sigur úr býtum í óíriðnum við Bandaríkin,f og þó mátti það bezt vita, hversu allur hérnaðarút- búnaðurinn var lélegur, og öll varnarvirki ger- samlega ónýt. En spánverskirstjórnvitringar hafa óbifanlega trú á kraptaverkúm. Vér getum tekið til dæmis varnarvirkin á Filipps- eyjunum. Óviðkomandi menn þekktu lítt eða ekki, hvernig vörnum var háttað við Manila, en hermála- og flotaráðherrunum var fullkunnugt um, hvernig þær voru. Þeim hafði hvað eptir annað verið skýrt frá, að varnir þar væru jafnlélegar, eins og þær hefðu \

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.