Þjóðólfur - 19.08.1898, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 19.08.1898, Blaðsíða 4
Til böðunar á sauðfé eru baðmeðul 3, Barnekcwi Iangbezt, Seljast meö miklum afslætti, ef heil sveita- félög eða hreppar kaupa þau í sameiningu. Pantanir fyrir haustið óskast sendar sem fyrst t.il aðalumboðsmanns fyrir Island Th. Thersteinsson. (Liverpool). Vottorð: Þar eð eg hefi brúkað baðmeðulin frá S. Barnekow, Málmey, og reynt bæði „naptalin"- og „olíusætu“baðið, þá votta eg hér með, að þau hafa reynzt áhrifamikil og góð í alla staði. Að „naptalín“-baðinu hef- ur mér geðjast betur en öðrum baðmeðul- um, sem eg hef brúkað, og ætla mér því framvegis að brúka það. Helli í Áshreppi 16. júní 1898. Sigurður Guðmundsson. Baðmeðul þau frá hr. S. Barnekow í Málmey, sem herra kaupmaður Th. Thor- steinsson í Reykjavík hefur haft til útsölu, hef eg reynt á sauðfé og reyndust þau vel. Gef eg þeim því hér með beztu meðmæli mín. Birtingaholti í Hrunamannahreppi, I2/7—98. Ágúst Helgason. 7 vetra gamall, aljárnaður, mark: blaðstýft aftan hægra, keyptur í sumar frá Hesti í Borgarfirði, hefur tapazt. Hver, sem hittir hest þenna, er beðinn að skila honum til Jóns bónda Olafssonar á Bústöðum. 156 Þilskip til sölu um 5 smálestir (ton) að stærð, gott gangskip, byggt úr eik með öllum seglum, 2 akkerum, góðum keðjum, bát og ýmsum áhöldum, allt í ágætu standi. Nánari upplýsingar gefur þeim sem óska Sigfús Eymundsson, Vín og áfengi 'bæði sæt og „dry“ (þurr) 22 teg., fást í verzlun B. H. Bjarnason. Waterproofskápur fyrir karlmenn eru nýkomnar í verzlun Sturlu Jó?issonar. Margarine ágætt, fjórar tegundir er nýkomið í verzlun Sturlu Jónssonar Rónir Ogf órónir sjóvetlingar keypt- ir hæsta verði í verzlun Sturlu Jónsso?iar. Hænsnabyggr fæst í verzlun Slurlu Jónssonar. Stigvél fyrir karla og konur, klossar og sjóstígvél fást í verzlun Sturlu Jónssonar. Hollenzkt reyktóbak (2stjörnur) ásamt ýmsum öðrum tegundum af tóbaki er nýlega komið í verzlun Sturlu Jónssonar. Ostur, allskonar tegundir, nýkominn verzlun Sturlu Jónssonar. Brjóstsykur, ótal tegundir, hvergi jafn ódýr og í verzlun St/urlu Jónssonar. Reyktur lax fæst í verzlun Sturlu Jónssonor. Jurtapottar af ýmsumstærðum fást í verzlun. Sturlu Jónssonar. Hattar, húfur, Regnhlífar og m. fl. nýkomið í verzlun Sturlu Jónssonar. Vatnsfötur eru nýkomnar í verz'un Sturlu Jónssonar. Borð-og gólfvaxdúkur fæst í verzlun Sturlu Jónssonar. OTTO MÖNSTED’S, Biðjið því ætíð um: er læst hjá kaupmönnunum. ráðleggjum vér öllum að nota. Það er hið bezta og ljúffeng- asta smjörlíki, sem mögulegt er að búa til. OTTO MÖNSTED’S margarine, Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. theol. Prentsmiðja Dagskrár. 98 um myndum í gamla pentmyndasafninu. Dússeldorfs málarinn var þegar hniginn á efra aldur, hið þunna, gráa hár og hið mikla hvíta yfirskegg sýndi að hann var nokkuð gamaldags. Hin ljósbláu og blíðlegu augulýstu því að hann fylgdi hugsjóna. og skáldskaparstefnunni í list sinni. Hinn þriðji var mjög ungur maður nokkuð yfir tvítugt. Hið tjóða andlit hans bar vott um fjör og gleði og á borðinu hjá honum við hliðina á ölkrukkunni hans, lá lítill kollóttur Tyrolshattur mcð dálítilli fjöður í og virtist bæði hatturinn og fjöðrin eiga ágætlega við hið glaðlega andlit hans. Hann var frá Austurríki, hafði fyrir skömmu tekið próf með góðum vitn- isburði við háskólann í Graz og var nú að ferðast til bajersku fjallanna. — — Rigningin buldi á stóru rúðunum í kaffisöluhúsinu og jafnvel hinn fegursti bær verður leiðinlegur í hellirigningu. Engan þessara þriggja félaga langaði neitt til þess að fara burtu úr horninu, þar sem svo vel fór um þá; þeirbáðu enn um þrjár krukkur af bjór og héldu áfram samtalinu. Þeir voru að tala um fjallgöngur. Dússeldorfs málarinn hafði aldrei gengið í fjöll. Múnchenar doktorinn yppti öxlum og hristi höfuðið. Hann hafði nú ekki lengur tíma til þess, en á stúdentsárum sínum hafði hann á hverju sumri ferðast með nokkrum góðkunningjum sínum um Fichtelfjöll og Algaueralpa og höfðu þeir þá aldrei haft neinn leiðsögumann. Skollinn hafi allar þessar tíðkanlegu íþróttir: leikfimþhjólreiðar róður og siglingar! Ekkert gat jafnast við fjallgöngur. Þær styrktu öll líffæri, vöðva, hjarta og lungu og ykju hugrekki og snarræði. Málarinn tók það fram, að opt yrðu slys að þessum fjall- göngum; hann hafði nýlega lesið um það, að bankagjaldkeri frá 99 Núrnberg hefði farizt á hræðilegan hátt, af því að hann vildi ekki hlíða ráðum leiðsögumannsins. Hann hafði farið af leið þeirri, sem leiðsögumaðurinn benti honum að fara og hafði hrapað mörg þúsund fet ofan í hyldýpið. Og þessi maður var þó talinn einn af hinum duglegustu og fimustu fjallgöngumönn- um. Doktorinn hristi enn meir höfuðið og sagði, að menn ættu þegar frá byrjun að venjast við að geta verið án leiðsögumanns. Auðvitað ættu menn að vera mjög varkárir, en ef menn ein- ungis hefðu trausta fætur, glöggt auga og næga stillingu, þá væri ekkert í hættunni. Hinn ungi Austurríkismaður steinþagnaði, er farið var að tala um þetta. „Hvernig stendur á því, að þér segið ekkert", sagði dokt- orinn og sneri sér að honum. „Viljið þér ekki hjálpa mér til þess að gera bajersku og tyrolsku fjöllin dýrðlegf" En í stað þess að svara spurningunni beinlínis sagði Aust- urríkismaðurinn alvarlega: »Segið mér, doktor, trúið þér á drauma?«. Doktorinn fór að hlæja. „Meinið þér, hvort eg trúi því ástandi, að menn ímyndi sér í svefni. að maður verði fyrir einhverju eða sjái eitthvað. Ef svo er þá segi eg auðvitað já, með því að það er mjög náttúrlegt. Það er alls ekkert kynlegt, það er mjög skiljanleg sameining af..........." „Nei“, sagði Austurríkismaðurinn vandræðalega, „eg meina hvort þér mótmælið því, að draumar geti haft sérstaka þýðingu — verið nokkurs konar fyrirboði eða eitthvað þesskonar yfir- náttúrlegt....... „Heyrið þér!“ sagði doktorinn gremjulega- »eg hélt, að við

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.