Þjóðólfur - 19.08.1898, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 19.08.1898, Blaðsíða 2
verið, þá er eyjarnar fundust fyrir 400 árum. Og þó vissu menn, að Manila mátti gera hér um bil óvinnandi með því að setja öflug skotvirki á eyjuna Correggidor og ströndina þar andspænis. Bæði í bréfum til stjórnar- innar og greinum í blöðunum var skorað á hana að gera viðunanleg varnarvirki á Filipps- eyjum. ' En það var allt árangurslaust. Stjórnin bjóst alls ekki við neinum ófrið. Svo barst fregn um hina fyrirhuguðu sjóor- ustu í Manilavíkinni, og þótt spanski sjómálaráðherrann vissi, að floti Spánverja þar var aöeins tréskútur einar og fallbyssur þeirra sem leikfangsskammbyssur í samanburði við fallbyssur óvinanna, þóít hanr. vissi, að ekk- ert haföi verið gert til að verja innsigling- una í víkurmynnið, þá stóð hann samt upp á þinginu og sagði, að ekkert befði verið látlð ógert til að gera varnarvirkin sem bezt lir garði og að »ljóminn af miklum sigri mundi bráít lýsa yfir landið . Og fólkið trúði þessu. Svo kemur 1. maí, þessi óheiliadagur, þá er fregnin um orustuna kom til Madrid. Þá lásu ráðherrarnir hraðskeytið svo, að úr því varð hjá þeim sigur Spánverja á Bandamönn- umí En blöðin sýndu brátt fram á hina réttu þýðingu hraðskeytisins. -— Tveimur sólarhringum eptir spádóminn um sigur Spán- verja stóð sjómálaráðherrann aptur upp á þinginu til að gera grein fyrir ósigrinum. Og hann gerði það bæði skýrt og rækilega, en lágði einkum mikla áherzlu á, að það hHði verið öldungis gagnslaust að hleypa tundurbátum niður í sundið, en nú hefði hann sent 150 tundurbáta til eyjanna. „Það var sannarlega á réttum tíma“! kölluðu þing- mennirnir. Og svo tók þingið að ræða um þetta. En þær umræður snerust ekki um, hvað gera . skyldi til að sporna gegn öðru eins hneyksli eptirleiðis, heldur um það, hver bæri ábyrgðina á þessari svívirðingu. Kenndu lýðveldismenn þetta einvaldsstjórninni, en ráðherrarnir skelltu skuldinni á forsjóninaeða náttúruna, er hefði gert sundið inn í Manila- vikina svona öfugt, og einn þingmaður full- yrti, að frjálslynda stjórnin bæri ábyrgðina, er meiri sannleikur var fólginn í, en meiri hlutinn á þinginu varð loks sammála um, að enginn ætti sök á þessu, nema ef vera kynni Canovas del Castillo, sem nú hvilir í gröf sinni. Það sem Spán vantar er stjórnspeking- ur. Hefði landið á síðustu 50 árum átt, þótt ekki væri nema einn einasta vel hæfan stjórn- málamann, mundi því betur hafa farnazt, og það hefði þá getað tekið mikinn og drjúgan þátt í stjórnmálum Norðurálfunnar. Það hefði getað útvegað sér volduga sambandsmenn með miklu betri skilyrðum en t. d. Ítalía, án þess að hníga niður undir þunganum, eins og hún gerir. Og Filippseyjarnar hefðu einkum getað stuðlað til þessa sambands. En það hefur eigi verið gert. Spánn er og hefur verið vinalaus. Verzlun, akuryrkja og iðnaður Eefur lagzt í dá. Fólkið hefur hjar- að svona hugsunarlítið, meðan stjórnendurn- ir hafa verið að jagast um smámuni og nú er landið,á heljarþreminni. Nokkur orð um meðferð áburðarins. (Niðurl.) Eg vil þarnæst minnast með fám orðum á mannasaur ,til áburðar, og er það sá bezti áburður, sem vér getum fengið, sé iS4 rétt með hann farið, og verður öllum' þag skilj- anlegt, ef þeir athuga það* að ekkert tamið dýr lifir á jafngóðri fæðu, en eptir því fara áburðar- gæðin að miklu leyti; en því er ver og miður, að allt of lítið er gert til þess, að hagnýta sér hann til áburðar. Að vísu eru á stöku stað gryfjur, er öllu skólpi og saurindum er hellt í, og sumstaðar einnig salerni og er það nú góðra gjalda vert, en alltof víða eru hrannir af mannasaur í kringum bæina, og ekki örgrannt um, að í stöku stað verði maður var við slíkt undir sjálfum bæjarveggjunum. Þetta er sá óþverra ósiður, er ekki má eiga sár s'tað lengur hjá oss, enda reka útlendingar augun opt í þetta, sem von er á. Vér þurfum því að vinda bráðan bug að því, að lagfæra þetta sem allra fyrst að unnt er, á þann hátt að koma upp hjá oss annaðhvort salernum eða gryfjum, og þar sem salemin væri ætti gryfjan helzt að vera undir því, þannig að annaðhvort væri það stór kassi úr tré eða gryíja hlaðin upp úr grjóti að innan og flórlögð í botninn, og allt sement- að innan. Bezt væri að hafa dálítið op á gryfj- unni eða kassanum, annars vegar við húsið og hafa þar yfir lítinn hlemm á hjörum með handfangi á, og ætti þar að hella öllu ofan um. Sé höfð sérstök gryfja, þá er einnig sjálfsagt að sementa hana innan, en auðvitað er hún betri en ekki neitt, þó það sé ekki gert, einnig verð- ur að þekja yfir hana, nema hafa lítinn hiemm yfir henni, eins og eg áour gat um. Það verður einnig að gæta þess, að bera í gryfjur þessar og sálernin annað hvort mold eða ösku, til þess að koma í veg fyrir, að stælcindisgufa myndist, sem að réttu lagi kallast ammoníak, og er rjúk- andi iopttegund, sem myndast í öllum saur, og sem áríðandi er að ekki tapist úr áburðinum, og þar að auki er hún svo viðbjóðsleg, að vart er komandi inn í sum salerni fyrir henni, en sé borin í annaðhvort aska eða mold, þá hverfur hún óðara, þareð »kalíið« íöskunnieða moldinni bindur stækindin. Að síðustu vil eg geta um ýmislegt, er nota má til áburðar, t. d. allskonar fiskúrgang, ösku, þang ogþara, mold, bein og grastegundir. Allan fiskúrgang væri bezt að setja í stórar gryfjur búnar til eins og eg áður gat um, en þær þurfa að vera sem næst því þar sem mest er af fiskúrgangin- um, láta siðan þykkt lag af moid eða ösku á botninn í gryfjnnni og svo alltaf með lögum þannig að annað lagið sé úr fiskúrgangi en hitt mold, aska, þang eða fjörugrös eða heyruddi og kál. Þetta má allt brúka eptir því sem hendi er næst, en sé margt af því brúkað, þá skal vera sitt lagið af hverju og sjálfsagt að hafa lag af mold eða ösku ofan á, þegar búið er algerlega að láta í gryfjuna og heizt að fylla hana með því og sjálf- sagt er að repta og þekja ofan yfir hana, en hafa má hlemm á hjörum, eins og eg áður gat um, um steinþrór við bæi til, að geta bætt í hana eptir vild, ef eitthvað til feliur síðar, því óð- ara sígur í þeim. Ösku er gott að bera í flór og básstokka í fjósum, en hún verður að vera beinalaus; í undirburð undir þökur og í garða er hún ómissandi, einnig í salerni og safngryfjur, eins og áður er ávikið. Fjörugrös öll eru góð í safngrifjur þvf þau auka svo mikið gerðina, einnig er gott að bera þau upp á tún að haust- inu og breiða þau yfir, raka síðan af að vorinu og brenna það og brúka öslcuna annaðhvort 1 safngryfjur eða í garða. Mó- og tað-mylsnu er gott að bera í fjósflór, í fjárhús í sáðgarða og í undirburð undir sléttur, í safngryfjur o. fl. Mold má brúka til þess, sem getið er um hér að fram- an um ösku, þang og mylsnu, einnig í áburð á tún, einsamla sé hún sandlaus. Öll bein, sem til- falla ætti að brenna og brúka öskuna í garða, þar sem þeir eru eða brúka hana til þess, sem eg hef áður getið um. Hey má einnig brúka til áburðar með því að láta það fúna saman við önnur, efni svo sem mold, þang eða fiskúr- úrgang o. fl., en hér a landi verður aldrei að tala um annað en ónýtt hey, moð eða kálteg- undir í því tilliti. Safnhauga má einnig búa til úr úrgangsrusli, sem eg hef talað um að láta í safngryfjur og eru þeir líkt bornir upp og eg hef sagt fyrir í gryfjunum, en af því eg álít byrgð- ar gryfjur langtum betri en safnhauga þá hirði eg ekki að tala frekara um þá hér. Eg hef þá f fám orðum leitazt við að rita um þetta efni, svo ljóst að hver maður, sem vilja. hefur á að umbæta meðferð áburðarins hafi þess full not, en eg hef ekki hirt um að skýra neitt frá gæðum áburðarins efnafræðislega, enda er meiri hluti bænda svo ófróður 1' þeírri grein, að þeir hafa þess engin not. Tilgangi mfnum er náð, ef þetta yrði til þess að vekja einhvern til umhugsunar um meðferð og notkun áburðarin^ því hafi bændur nógan og góðan áburð, þá fá menn mikla og góða töðu og hún er aptur á móti aðalundirstaðan undir góðri og arðvænlegri bútjáreign bænda. Ritað f maí 1898. Finmtr jónsson. " Dalasýslu 11. ágúst. Tlðin er heldur góð og grasvöxtur í góðu lagi, svo heyskapurinn gengur vel til þessa. síðast liðnum mánuði kom þingmaður vor hing- að vestur á þingmálafund, sem boðað hafði verið til og þar átti að kjósa mann á Þingvallafund, en af þvi að fundartíminn var fremur óhentug- lega settur á sjálfum túnaslættinum, varð ekkert úr fundinum, sökum þess að einungis örfáir menn komu á hann. Þingrnaðurinn gat þess, að ekk- ert rnundi heldur úr Þingvallafundi verða, svo hætt var við að hugsa um mann þangað. Þing- maður vor fylgir Valtýsstefnunni, en vér getuin fæstir verið honum samþykkir 1 því efni. Nú á að fara að setja upp tóvinnuvélarnar í Ólafsdal, en ýmsir eru hræddir um að fyrirtækið borgi sig síður, af því að það er eigi fullkomin dúka- smiðja, heldur ullin að eins spunnin. Af því að menn fá eigi voðirnar ofnar og þæfðar, ló- skornar og altilbúnar, er hætt við, að menn sendi ullina til Norvegs og Táti vinna úr henni þar. Menn eru nefnilega farnir til þess hér og þykja voðirnar ljómandi góðar. En fyrirtæki sem þetta eru allrar. virðingarverð og svo er líklega hægra að bæta við, þegar undirstaðan er komin. Stórt mein þykir Dalamönnum að því, hve illa ferðum bátsins »Reykjavíkur« er hagað hingað vestur, því það er alveg ómögulegt að hafa not af þeimfyr- ir flutning á kaupafólki og sýnist því mörgum illa varið landsjóðstyrk þeim, er báturinn fær fyrir ferðirnar á Breiðaflóa. IViannalát. Hallgrímur Gíslason skip- stjóri í Bolungavík 18. júli. — Kristján Arn- grímsson járnsmiður á Isafirði 22. júlí — Ing- unn, elzta dóttir séra Bjarna Þórarinssonar á Útskálum lézt 9. þ. m. 13 ára gömul efnisstúlka. Varð snögglega veik, meðan faðir hennar var staddur inn í Reykjavík, og var látin, er hann kom heim. Höfðu þau hjón fyrir skömmu misstann- að barn sviplega og má segja, að ekki sé ein báran stök fyrir séra Bjarna um þessar mundir. — 10. þ. m. andaðist næst yngsta barn séra Jóhann- esar Lynge á Kvennabrekku, Flosi að nafni, mjög efnilegur drengur á 4. ári. Reykjavík 19. ágúst. Gufuskipið »Gwent« fór héðan til Skotlands 16. þ. m. með rúm 500 hesta fyrir J. Vídalín. Með því tóku sér far H. Th. A. Thomsen kaup- maður og Jón Óiafsson ritstjóri »Nýju Aldarinn- ar«, erkvaö vera sendurtil að kaupa prentsmiðju. Er væntanlegur aptur með »Vestu« 20. sept. Guðmundur Guðmundsson stud. med. stjórnar »Öldinni« á meðan. Strandferðabáturinn »Skálholt« kom norðan og vestan um land 16. þ. m. Meðal farþega er nieð honum komu var Sigurður Sigurðsson læknir Dalamanna, séra Eiríkur Gíslason á Staðarstað og nokkrir farþegar héðan úr bænurn (frú Soffía Tnorsteinsson, Hannes sonur hennar, Geir Zoega kennari o. fl.).

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.