Þjóðólfur - 26.08.1898, Síða 2
En bæði sakir hins kostnaðarsama flutnings
á efnivið austUr að Þingvöllum og sakir þess,
að menn vildu vanda húsið sem bezt, eptir
því sem frekast væri föng á, og svo að við-
unanlegt þætti, mun • það eigi kosta minna
en um 6000 kr. fullbúið. — Þess skal getið,
að Benedikt Sveinsson hefur verið hinnfyrsti
frumkvöðull ogaðalhvatamaður þessarar húss-
byggingar, því að hann hafði fyrir löngu séð,
hve nauðsynlegt það var að hafa eitthvert
viðunanlegt skýli á Þingvöllum fyrir þjóðleg-
ar samkomui', er jafnframt gæti verið gisti-
hús fyrir ferðamenn útlenda. Og honum er
það einnig mest og bezt að þakka, að íjár-
veitingin til þessa fyrirtækis hafðist fram á
síðasta þingi, því að hún átti við mjög ramm-
an reip að draga sakir skammsýni og hleypi-
dóma sumra þinginanna, er vildu eyða mál-
inu með því, að á Þingvöllum ætti að
byggja eitthverí skrautlegt stórhýsi fyrir
tugi þúsunda króna (!!) ef það á annað
borð væri gert, og svo var það jafnvel
gefið í skyn, að þessi fjárbeiðni til skýlis-
byggingarinnar væri ekki annað en fjárgróða-
brellur einstakra manna, er ætluðu sér að
auðgast(!) á þéssu. En bezta sönnunin gegn
slíkri heimsku og fjarstæðu urðu einmitt und-
irtektir alinennings, Þær sýndu áþreifanlega,
að menn skoðuðu það ekki sem fjárgróðafyr-
irtæki að ieggja fé sitt í þetta, jafnvel ekki
þeir sjálfir, er mest höfðu um þetta gumað.
Og það fer líka fjarri því að svo sé, því að
það er alls óvíst, að húsið borgi einfalda
vexti af fé því, sem í því liggur, hvað þá
heldur meira. Til tryggingar fyrir húsinu
og viðhaldi þess, hefur það verið ákveðið
með samþykki landshöfðingja, að helmingur-
inn af hreinum ágóða, er fæst arlega afhús-
inu, skuli fyrst um sinn séttúr á vöxtu til
þessa augnamiðs, með því að félag það, er
húsið reisti, þóttist eigi geta fullnægt þessu
skilyrði fjárlaganna um viðhaldið a annan
hátt, en þennan.
Þess skal ennfremur getið, að húsið er
reist eptir fyrirsögn hr. Sigfúsar Eymunds-
sonar, að mestu leyti eptir teikningu, er hann
hafði gert upphaflega. Er hann allra manna
glöggskyggnastur og séðastur í öllu, er að.
„praktisku" og hentugu fyrirkomulagi lýtur,
bæöi í því sem öðru. Hann hefur og að
öllu leyti staðið fyrir byggíngunni, að smíð-
inu einu undanskildu, og varið til þess mikl-
um tíma og fyrirhöfn endurgjaldslaust, og er
það eigi ofmæit, að aðrir mundu eigi hafa
leyst það betur og rösklegar af hendi. Það
er dálítið erfiðara og umstangsmeira að láta
reisa timburhús austur á Þingvöllum heldur
en hér í Reykjavík. Þess skal einnig getið
að yfirsmiður hússins, Þorkell snikkari Gísla-
son, virðist hafa leyst sipíðið vel af hendi,
eptir því sem föng voru á.
Húsið sjálft er þannig byggt, að auð-
velt er að auka við það síðar, ef þurfa þykir.
Miðbik þess er fundarsalur 12 álnir á hvern
veg og 9 álnir á hæð, en útbyggingar nokkru
lægri til beggja hliða, 10 og 9 álnir á lengd
hvor, en allt er húsið utan máls 32 álnir á
lengd. Gangur er eptir útbyggingunum endi-
löngum og dyr á báðum stöfnum, auk aðal-
dyra á fundarsalnum. Til beggja handa viJ
ganginn eru svefnherbergi í útbyggingunum
6 í annarimeð 2 rúmum hvert, og 4 í hinni,
einnig með 2 rúmum hvert, auk stærra her-
bergis handa húsverði. Geta því 20 manns
fengið þar rúm, en auk þess er ætlazt til, að
158
sofa megi á bekkiunum í fundarsalnum ef
með þarf og víðar, svo að hýsa mætti að
minnsta kosti 30 manns eða fleiri í senn
8—-10 smáborð verða sett í fundarsalinn og
geta 4 menn setið við hvert, en breiðir set-
bekkir allt í kring á 4 vegu. Einnig hefur
veriðbyggt útihús með eldhúsi í öðrum endaen
geymsluhúsi fyrir farangurí hinum. Efmennsjá
sér fært mun síðar reynt að útvega 1—2
báta, er ferðamenn geti haft til siglinga á
Þingvallavatni og til veiðiskapar, og mundi
mörgum þykja það skemmtiauki.
Að lokum skal þess getið, að vér urðum
ekki annars varir, en að öllum, er skoðuðu
húsið hafi litizt mjög vel á það, og þótt fyr-
irkomulag þess hið hentugasta, enda má með
sanni segja, að þessi nýja „Valhöll" sé í alla
staði hið viðunanlegasta funda- og gistihús,
og fullnægi öllum sanngjörnum kröfum, er
menn geta gert nú sem stendur til slíkra
húsa, þá er litið er til þess, hve lítið fé var
til umráða. En það væri ágætt, efsú yrði reyndin
á, að stækka þyrfti húsið innan skamms,
því að þá þyrfti sjálfsagt ekki að ganga á
eptir möunum með grasið í skónum að kaupa
23 kr. hlutabréf, og þótt meira væri.
Þingvallafundur
fórst fyrir í þetta sinn, eins og vænta mátti, því
að það er til ofmikils ætlazt, aö þjóðin sjenokk-
uð að hugsa um pólitík þau árin, sem þing er
ekki haldið. Þaö má þykja gott, ef það tekst
að hóa fólki saman á einhverja þingmálafundar-
nefnu heima í héraði rétt fyrir þingið. Svo var
það yfirsjón af fundarboðendum í þetta skipti, að
þeir brugðu ekki þegar við 0g létu kjósa full-
trúa í sínum héruðum, jafnskjótt sem þeir létu
birta fundarboðið. En það gerðu þeir ekki, heldur
biðu og biðu eptir því, að aðrir byrjuðu, og
þess vegna fór sem fór, að ekkert varð úrneinu,
því að hinir biðu eptir fundarboðendunum. Þó
var brugðið nokkurnveginn fljótt við í Norður-
Þingeyjarsýslu (kjördæmi Ben. Sveinssonar). Kos-
inn var og fulltrúi í Suður-Þingeyjarsýslu, en
miklu síðar, og að sögn voru kosnir 2 í Eyja-
firði, en enginn þessara hreyfði sig að heiman,
auðvitað sakir þeirra frétta, er þeir hafa fengið
úr öðrum kjördæmum. I Suður-Múlasýslu (kjör-
dæmi Sig. Gunnarssonar), hefur ekki heyrzt, að
kosið hafi verið. Auk þess kom fundarboðið
nokkuð á óvart, og mörgum þótti fundartíminn
ekki heppilegur. Menn þurfa að minnsta kosti
hálft ár til að búa sig undir slíka fundi, og á-
huginn er ekki meiri en svo, að menn vilja alls
ekkert skipta sér af þessu um sláttinn.
Svo er eflaust ein ástæðan enn, að ýmsir
munu gera sér í hugarlund, að »tilboð« komi
frá stjórninni, og vilja ekki hreyfa sig, fyr en
það sé orðið heyrum kunnugt. En eins og vér
höfum áður bent á hér í blaðinu, má ganga að
því vísu, að menn verði engu fróðari um þetta,
»tilboð« 30. júní næsta ár, heldur en menn eru
nú. Og svo er það nokkuð hjárænulegt, að varpa
allri vorri áhyggju upp á stjórnina, og fela vel-
þóknan hennar allt vort ráð. Vér sjálfir eigum
þó sannarlega að vita, hvað vér viljum og hafa
þor til að bera upp lcröfur vórar slindrulaust, en
vera eigi svo afstyrmislegir, að láta stjórnina
hugsa og álykta fyrir oss. Þá er ekki lengur
um neina baráttu að ræða frá vorri hálfu, held-
ur fullkomna uppgjöf alls þess, sem vér höfum
verið að streitast við að toga út úr stjórninni.
Þá er leiknum lokið, og stjórnin hefur unnið
það, sem hún ætlaði sér: að gera oss nógu auð-
mjúka og lítilþæga með þverúð einni .og þrái.
Og það bendir allt til, að þetta hafi tekizt dæma-
laust vel.
Eins og vænta rníitti, er Valtýs-gagnið hér í
bænum svo gleiðgosalegt yfir þessu sinnuleysí
þjóðarinnar, að það getur í hvoruga löppinastig-
ið af kátínu. En gorgeirsgrænkan í »gagninu«
kemst á hæsta stig, þá er það fer að bulla um
það, að þessar undirtektir undir Þingvallafundar-
boðið sýni og sanni það eitt, að þjóðin sé ölL
orðin samlit og samdauna »gagninu«,öllgegnsýrð
af þessari sælu Valtýsku. Fyr má nú vera ein-
feldni en að ímynda sér annað einsl Nei,
svona hégómlegar og öfugar ímyndanir
verður einhver góður læknir að losa Valtýs-
gagnið við. Það væri kærleiksverk, að kippa
burt úr því þessari ólukkans »skrúfu«. Sann-
leikurinn er sá, að verði nokkur ályktun á ann-
að borð dregin af þessum undirtektum þjóðar-
innar nú, þá væri hún sú, að nú sem stendur, er
ekki til í landinu einbeittur, alvarlegur áhugi á
stjórnarskrármáli voru, hvorki í eina eða aðra
átt, og svo hafa einmitt ástæður þær, er fyr voru
greindar, stuðlað að því, að kyrsetja menn heima
í þetta skipti, en alls ekki neitt fylgi við Val-
týskuna, enda mun það síðar sjást, ef Þingvalla-
fundur verður haldinn að vori, hversu marga og
öfluga formælendur hún fær heiman úr héruðun-
um. Hefði því »gagnið« hennar, sem jafnan hefur
verið »pólitiskt allragagn«, átt að geyma eitthvað
af sinni »mikl,u speki«, þangað til betur rofaði
til í sandroki þvf, er Valtýskan hefur verið að-
»púa« yfir landið.
SagnirurriJón bsskup Vídalin,
(Eptir hdr. á Landsbókasafninu).
(Frh.)
Biskup Vídalín var mikill iðjumaður að nátt-
úru; má það og ráða af rseðum hans, að honum
var ilía við letina; gekk hann opt að verki
með mönnum sínum, þegar milli varð, jafnvel
að veggjahleðslu, líka fór hann á engjar með
þeim og sló; var hann þá í bóndabúningi, en
þó betri háttar: sortulituðum buxum, og silfur-
knepptum bol. Kenndi ekki förufólkhann í þessu gerfi,,
eður langferðamenn. Varð hann og með þeim hætti
margra hluta vís, og vöruðust menn það ekki.
Það var eitt sinn, er hann var á engjum við
slátt með piltum slnum, að þar kom förukarl
til þeirra, hann sýndist rnjög hrumur, og heilsar
á mennina; biskup var fyrir svörum og spurði,
hver hann væri, og hvað að fara; karlinn nefndi
sig, og kvaðst vera að fara um, og biðja ölmusu,.
því hann væri öreigi og uppgefinn. Biskup
spurði hann vandlega að æfi sinni, og lífskjörum,
en karl leysti úr greinilega og sennilega. Bisk-
up ráolagði honum að koma við á biskupsgarð-
inum, kannske þér verði gert þar eitthvað gott;
hinn kvaðst ófús til þess, því það orð færi ekki
af biskupsfrúnni, að hún gerði mikið gott sér
og sínum llkum, væri það flestra sögn, að hún
væri mesta járnsál við aumingja, og þætti vel
fyrir goldið, ef hún ekki sneypti þá; »er eg ekki
framfærinn við þessa stórhöfðingja, og get eg
ekki beðið þá neins. Eg vænti hann sé góður
og gjafalítill þessi blessaður biskup líka. En
sagt er hann sé ekki stoltur við aumingja«. Bisk-
up hlýddi á allt þetta, og bar hann ámælið
mjög af frúnni, en hallaði heldur á biskup.
Ráðlagði hann karlinum að fara heim, því dag-
ur væri þrotinn, og vera í nótt, og sjá, hvað
gerðist; karlinn hlýddi því, og kastaði á þá.
kveðju smni; bar ei fleira til. Morguninn eptir,
þá menn voru risnir, boðaði biskup karlinn fyr-
ir sig. Hann kom rnjög auðmjúkur ogvarð hon-
um rnjög hverft við, er hann þóttist kenna biskup
fyrir sama mann og þann, er hann ræddi við f
gær á engjunum. Biskup spurði, hvort hann hefði
fundið frúna, en hann kvað nei við« en þegið
hef eg gisting góða, sem eg bið guð að launa«..
Biskup mælti: »Hér er Iftilræði til ölmusu, sem
kona mín sendi þér, og beiddi mig afhenda; er
þér með því sýnt að lastleggja ekki náungann
að óreyndu, hvort sem á hann á að sér meira