Þjóðólfur - 26.08.1898, Page 3
eða minna. Karlinn draup niður af blygðan,
og beiddi biskup fyrirgefningar með tárum.
Biskup tók því ljúft, og gaf karlinum ríkuglega
ölmusu, sem kona sín hefði sent honum, lét
hann síðan frá sér fara með skörpum áminning-
um.
Mikilsvert þótti mönnum um röksemd
Jóns Vídalíns; bauð hann af sér virðing mikla
og ótta, einkum þá hann flutti guðsþjónustu
1 kirkju; hefir svo frá sagt séra Jón Halldórsson,
að postilla Vídalíns lesin til húslestra megi kall-
ast sem máttlaus lognþoka, hjáþví sem að heyra
hann sjálfan flytja sömu prédikanir 1 ræðustól.
Svo hefir frásagt verið, að eitt sinn á alþingi
bar svo við, að þingið þótti heldur róstusamt;
greindi hina æðri menn og biskup mjög um ým-
islegt, sem opt skeði og var biskup mjög í geðs-
hræringum um þingið, en að þinglausnum var
messað í Þingvallakirkju, sem siður var til. Bisk-
up var vanur að útnefha einhvem 'af prestum
sínum að stíga í stólinn, en nú breytti hann
því, og kvaðst sjálfur mundi í stól fara, og var
svo til messu tekið, voru allir höfðingjarí kirkju,
því flestum var forvitni á að heyra hinn snjalla
kennara. Biskup fór í stólinn og varð hann
mörgum allmikill fyrir augum, hrifinn geðs-
hræringum og klæddur messuskrúða. Hann
flutti ræðu mikla og þótti mörgum allhörð vera.
Var lítið evangeliskt blíðviðri í orðum hans;
harðnaði því meir ræðan sem á leið, svo höfð-
ingjum þótti ei lengur vært undir, og gengu út
í flokki og þyrptust fram gólfið kirkjunnar. Bisk-
up talaði til þeirra af stólnum með brennandi
augum og skipaði þeim að sitja kyrram í guðs-
húsi, þar til embætti væri lokið, »ella skal eg«,
sagði hann, »á þessari sömu stundu kalla eld af
himni yfir yður alla, þann er fortæri yður að
skyndingu, eður að jörðin opni sig og svelgi yð-
ur alla, svo þér farið kvikir til helvitiss. Þeim
varð hverft við og snera allir aptur í sæti sín;
tóku og margir þeirra sinnaskipti síðan, er áður
höfou verið í mótgangi við biskup.
(Meira).
Drukknun. Af Eyrarbakka er Þjóðólfi skrif-
-að 19. þ. m: »Þegar gufubáturinn »Reykjavík« kom
hér í morgun, fór afgreiðslumaður hans, Guðm.
Isieifsson, út í hann á stóru skipi við 8. mann
og dvaldist honum alllengi; þegar hann svo ætlaði
i land, var kominn talsverður brimhroði, þoka og
hörku útfall; sneri hann því frá sundinu og lá fyr-
ir utan það fram yfir fjöruna; þeir sem á landi
voru hugðu að hann þæktist of liðfár og treystisj
því ekki að leggja út á sundið og sendu því út
skip með n mönnum á, til að lána honum 2 af
þeim. Þegar svo skipið, sem útvarsent, var ltomið
inn á sundið aptur (Einarshafnarsund), reið undir
það allhá en þunn kvika, svo að því hvolfdi, en
komst aptur á rjettan kjöl því nær samstundis-
menn sem á landi voru og við uppskipun út við skip
Lefoliis verzlunar, brugðu viðhið bráðasta, tæmdu
eút uppski punarskipið.sem ferm t var salti og tókst með
stöku snarajði að bjarga 7 mönnum: formanninum,
Jóni SigurgSyniá Túni, Jóni Þorsteinssyni aGörðúm
|óni Gíslasyni 1 Eyvakoti, Ásbirni Ásbjarnarsyni
í Brennu, Þorsteini Þorsteinssyni í Björgvin,
Gísla Pálssyni á Grímsstoðuni og Guárn. jóns-
syni á Háeyrarvöllum, en 2 drukknuðu: Jón
Jónsson írá Litlu Háeyri (Jónssonar »sterka«j og
Gttijón organisti þorsteinsson frá Mörk.
Jón sál. dó trá alaraðri móður sinni (Vilborgu
Ingvarsdóttur) og ekkju föður síns (Guðrúnu Sí-
rnonardóttur), er hann vann fyrir með mestu trú
°g dyggð; hann var 42 ára að aldri, stilltur mað-
ur og ráðvandur til orða og verka. Guðjón sál.
dó frá konu og 4 ungum börnum, sem eptir
lifa við mikla fátækt. Hann var 33 ára að aldri,
stakur iðju- og reglumaður og mjög vel látinn af
þeim, er hann þekktu".
Reykjavik 26. ágúst.
Ofsav eður á norðan var hér næstl. þriðjudag
(23. þ. m.) eitthvert hið harðasta, sem hér hefur
156
komið um þetta leyti árs. Urðu ýmsarskemmd-
ir af því, einkum á smábátum, er ráku í land
héðan af höfninni, en þó minna en vænta
mátti. Ur nærsveitum hefur frétzt, að járnþök
hafi fokið af hlöðum sumstaðar, en þó eigi get-
ið um stórar heyskemmdir.
I þessu veðri fórust 2 menn af þilskipinu
»Stóra-Geir«, er var á siglingu hér í flóanum.
Skoluðust þeir útbyrðis af brotsjó miklum, er
féll yfir allt skipið, og fyllti káetuna. 3. mað-
urinn (matsveinninn) var einnig nærri farinn. Þeir
sem drukknuðu voru: Olafur Guðmundsson, kvænt-
ur tómthúsmaður hér í bænum frá 4 börnum
ungum og Adolf nokkur austan af Eyrarbakka.
Eggert Briem sýslumaður Skagfirðinga kom
hingað á sunnudaginn. Verður hér um viku-
tíma. — Þórður Guðmundsson alþm. í Hala
kom hingað í fyrra dag, og fer aptur í dag. —
Séra Þorvaldur Bjarnarson á Melstað er einnig
hér í bænum.—Jón Magnússon landritari ferð-
aðist nú í vikunni austur að Stokkseyri og aust-
ur í Holt með konu sinni og fósturdóttur, en
Morten Hansen skólastjóri er hjá sýslumanninum
í Kaldaðarnesi á kynnisför. Björn Isaf. ritstj.
hefur dvalið langvistum hingað og þangað upp í
sveitum nú að undanförnu, sér til heilsubótar
eða eptir læknisráði að sögn.
Ekta anilínlitir
ú fást hvergi eins góðir og ódýrir eins m
c og í verzlun X r+ p
c cti Sturlu Jónssonar p 3
od -M w Aðalstræti Nr. 14. 3 n
Velverkuð
KEILA
UFSI og
HNAKKAKÚLUR
fæst hjá
Th. Thorsteinsson.
Margarine ágætt, fjórar tegundir
er nýkomið í verzlun
Sturlu Jónssonar
Aqætt T mjgg 6dýrt
Undirskrifaður hefur til sölu sérstaklega gott
te fyrir enskt verzlunarhús og selur það
mjög ódýrt sé keyptur 10 pd. kassi í einu.
Menn, sem kunna að meta gott te, hafa hér
tækifæri til að fá það talsvert ódýrara en
vanalega gerist. Sýnishorn fást til reynslu.
Sömuleiðis sel &g með lágu verði
Niðursoðna mjólk
í heilum kössum og smærri skömmtum.
C.Zimsen,
RÓnir Og órónir sjóvetlingar keypt-
ir hæsta verði í verzlun
Sturlu Jónssonar.
Prjónles að norðan, svo sem
fingravetlinga, sokka og
SJÓvetiingía selur undirskrifaður með
mjög lágu verði.
Björn Kristjánsson.
Hænsnabygg- fæst í verzlun
Sturlu Jónssonar.
Efni til húsbygginga
svo sem, lamir, skpái*, kúnar, o. fl.
einnig múrsteinn og panelpappi,
fæst mjög ódýrt hjá
Th. Thorsteinsson.
(Liverpool).
Stigvél fyrir karla og konur, klossar
og sjóstígvél fást í verzlun
Sturlu Jónssonar.
Buchwaldstauin
ágætu selur
Björn Kristjánsson.
1871 — Júbileum 1896.
Hinn eini ekta
Brama-Lífs-Elixír.
(Heilbrigðis matbitter).
Allan þann árafjölda, sem almenningur hefurnotað bitter þennan, hefur liann rutt sér í
fremstu röð sem matarlyf og lofstír hans breiðzt út um allan heim.
Honum hefur Jilotnazt hæstu verðlaun.
Þegar Brama-lífs-elixír hefur verið brúkaður, eykst öllum líkamanum þróttur og þol,
sálin endurlifnar og fj'órgast, maður verður glaðlyndur, hugrakkur og starffus, skilningar-
vitin verða nœmari og menn hafa meiri ánœgju af gæðum lífsins.
Enginn bitter hefur sýnt betur, að hann beri nafn með rentu en Brama-lífs—
elixir, en sú hylli, sem hann héfur náð hjá almenningi, hefur gefið tilefni til einskis nýtra
eptirlíkinga, og Viljum vér vara menn við þeim.
Kaupið lífs—elixir vorn einungis hjá útsölumönnum vorum, þeim
sem fengið hafa umboð frá oss, sem eru þessir:
Akureyri: Hr. Carl H'óepfner.
---Gránufélagið.
Borgarnes: Hr. Johan Lange
Dýrafjörður: Plr. N. Chr. Gram.
Húsavík: Örum & Wulff’s verzlun.
Keflavík: H. P. Duus verzlun.
— — Knudtzon’s verzlun.
Reykjavík: Hr. W. Fischer
Einkenni: Blátt Ijón og gullhani
Mansfeld-Bullner
hinir einu, sem búa til hinn
verðlaunaða Brama-lífs-Elixír.
Kauþmannahófn, Nörregade 6
Rau farhöfn: Gránufélagið.
Sauðárkrókur: — —
Seyðisfjörður: — —
Siglufjörður:--------
Stykkishólmur: Hr. N Chr Gram.
Vestmannaeyjar: Hr. J. P. T. Bryde.
Vík í Mýrdal: Hr. Halldór Jónsson.
Ærlækjarsel: Hr. Sigurður Gunnlögssön
á einkennismiðanum.
& Lassen,