Þjóðólfur - 09.09.1898, Page 1
ÞJÓÐÓLFUR.
50. árg.
Reykjavík, föstudaginn 9. september 1898.
Nr. 42.
Hugleiðingar
um
landbúnað vorn.
Eptir gamlan sveitabónda.
III.
Eg get búizt við þeirri mótbaru, að
túnræktin geti ekki verið í apturför, því
nú séu menn í óða önn að slétta tún og gera
aðrar jarðabætur, og þetta hljóti þó að sjá
einhverja staði. En þessu svara eg svo, að
það er auðvelt að benda á fjölda jarða, sem
áður höfðu þýfð tún, en nú hafa slétt tún
að meira eða minna leytr, sem gefa þó minni
töðu. Orsökin er fyrst sú, að kýr eru færri
og því teðsluskortur og svo er í sjálfu sér
minna varið í slétturnar en margur hyggur,
þegar túnin eru ógirt og því óverjandi og
notuð sem beithagi fyrir allan fénað mestan
hluta ársins, en þetta á sér því miður allt of
víða stað.
Komi mönnum saman um, að grasrækt-
in og þá sérílagi túnræktin sé aðalundirstaða
landbúnaðarins hlýtur að leiða af því, að ó-
ráð er að fara að breyta til með fénað þann,
sem búin framleiða. Enginn fénaður mun
borga sig betur en sá, sem búin hafa
hingað til framleitt, en þó einkum nautpen-
ingurinn. Hitt er annað mál, að gaman og
líklega gagn gæti verið af því, að hafa með-
fram á búum sínum ýmsar aðrar fénaðarteg-
undir, og sjálfsagt er, hvaða fénaðartegund
sem um er að ræða að vanda meðferð og
bæta kynferði svo sem framast er kostnr.
Vilji maður nú saímfærast um í hvaða
ástandi grasrækdn nú er hjá oss, álítegþað
hægast með því, að lýsa því, hvernig umhorfs
er á vanalegU sveitaheimili.
Þegar komið er á sveitaheimili tekur
maður eptir því, að túnbletturinn umhverfis
bæinn er ógirtur, hann þekkist vanalega ekki
á öðru enþví að í honum er annað graslag.
Um túnblettinn liggja víðast götur, fleiri eða
færri, eptir því sem á stendur og heimreið
og öðru hagar; sumstaðar eru hreppa- og
sýsluvegir um þver og endilöng túnin, þó að-
eins lftill bugur sé að fara utan túns, og
hægt að gera þar góðan veg. Ekki eru
götur þessar heldur afgirtar. Á túnblettinum
stendur ennfremur fjöldi fénaðarhúsa, eitt og
«itt, sitt á hvorum stað; verður því að reka
flestallan fénað yftr túnið, hvenær sem á að
hýsa hann. Við dyr flestra húsa eru stærri
og minni haugar. Haugum þessum hefur að
vetrinum verið fleygt út á gaddinn og ekkert
síðan um þa hirt. Má fullyrða, að húsa- og
haugstæðin og göturnar ná á sumum bæjum
yfir hálfa og allt að heilli dagsláttu, eða yfir
Vio—1/20 hluta túnsins. Frekari lýsingu þarf
tæplega til að sýna f hvaða ástandi túnrækt-
in, þessi svo að segja eina jarðrækt, sem á
sér stað, er hjá oss. Kringum túnin liggja
víða valllendisflatir eða valllendisþýfi, sem að-
eins vantar áburð til þess að verða eins gott
og túnbletturinn, en sem alls ekki er ljáborið.
Eg hef eitt sinn spurt nágranna minn, sem
var að reisa nýtt hús á túni sínu og þannig
minnka það, hvers vegna hann ekki hefði
heldur sett húsið á fagra flöt rétt við túnið.
Hann svaraði: það má eg ekki; túnið mitt
sprettur eigi vel nema kringum bæinn og fén-
aðarhúsin. Maðurinn hafði rétt að mæla,
túnið var alstaðar annarstaðar í órækt.
Afleiðingin af þessu ráðlagi er auðsæ.
Túnið, sem er helmingi eða að minnsta kosti
þriðjungi minna en það gæti verið, ef áburð-
ur sá, sem tilfellst væri rækilega notaður og
hirtur, gefur af sér þriðjungi eða helmingi
minni töðu en það gæti gefið, væri það í beztu
rækt, og þó aðeins með því skilyrði, að slátt-
ur ekki byrji fyr en í fyrstalagii2—13 vikur
af sumri, en sem er hinn mesti skaði, því
sláttur ætti, ef vel væri, jafnan að byrja líð-
andi Jónsmessu eða um 10. s'umarhelgi eða
10 vikur af sumri. Eg trúi ekki þeirri Isaf.
speki, að J:að megi venja jörð á að spretta
snemma, með því að slá snemma. Til þess
þarf meira. Aðalheyskapurinn verður svo
útheyis sinurusl og síðslagi, sem auk þess
að vera orðinn lítt nýtur á jörðinni, iðulega
mætir hrakningi og verður engri skepnu bjóð-
andi. Það er vinna, sem í fæstum tilfellum
getur borgað sig, eins og fólkshald nú er
dýrt orðið og aðrar lcröfur til lífsins miklar
að standa dag eptir dag, jafnvel viku eptir
eptir viku á þýfðum þjóttumýrum, þar sem
duglegur maður hefur eptir sig 2—3 hesta
af sinurusli, ef mýrin þá ekki flæðir í haust-
rigningunum, svo allt verður að engu.
Það er sannfæring mín, að landbúnaður
vor geti ekki orðið í góðu lagi, fyr en bændur
hafa mestan heyfeng sinn af góðu velræktuðu
túni. Flæðiengi og starengi er að vísu til
á einstöku jörðum, en slíkt er undantekning-
ar, sem ekkert almennt verður byggt á. Að
þessu takmarki ætti því að keppa af alefli
og eg álít hægt að ná því, þó til þess þurfi
vitanlega tíma og sérílagi mjög breyttan hugs-
unarhátt. Eitt haust, er vetur, sem optar
lagðist snemma að, og því var illt að haust-
yrkja, kom nágranni minn til mín og sagði
mér hróðugur, að allar haustyrkjur væru búnar
hjá sér. „Áttu þá ekki óborinn hauginn“,spurði
eg. „Um það hirði eg ekkert", svaraði hann,
„það má alténdbera haugskrattann". Þettasvar
lýsir furðu vel skoðun bændanna flestra á með-
ferð og hirðing áburðarins, sem flestar aðrar
þjóðir ekki einungis leggja mikla stund á
að afla og nota sem bezt, heldur jafnvel kaupa
dýrum dómum úr öðrum heimsálfum. Jón Sig-
urðsson segir á einum stað í ritum sínum, að
bændur í Sviss séu metnir eptir haugnum; ætti
að meta íslenzku bændurna eptir þeim mæli-
kvarða mundi ekki vel fara.
Þjóðminningardag
héldu Biskupstungnamenn 14. f. m. á svonefndu
Reykholti skammt austur frá Torfastöðum. Hafði
verið ákveðið á bindindisfélagsfundi þar 1 sveit-
inni í fyrra haust að halda slíka samkomu. Er
Þjóðólfi skrifað um hana á þessa leið:
»Fyrst var messað á Torfastöðum kl. 10 um
morguninn. Síðan var riðið upp á Fellskotsflatir
til að reyna hestana; hagar þar allvel til; fjalls-
hlíðin á aðra hönd, en lágur ás á hina, sléttur
völlurámilli 100 faðrna langur. Þar voru reyndir
12 hestar á stökki og 3 á skejði. Bezt hljóp bleik-
ur Erlendur á Miklaholti, en bezt skeiðaði Glói
Sigurðar frá Hrepphólum. Eptir kappreiðina
var svo haldið suður í Reykholt; var byrjað á
því að syngja: »Hvað er svo glatt« o. s. frv.
»Það er svo tæpt« o. s. frv.. Þá setti séraMagn-
ús Helgason samkomuna með nokkrum orðum;
þá var sungið: Táp og fjör og frískir menn o. s.
frv.« Síðan var farið í bændaglímu að fornum
sið. Erlendur frá Miklaholti og Bjarni í Tjarnar-
koti voru heimabændur og skiptu liði með sér;
var þar margt röskra drengja bæði úr Tungum,
Hreppum og Grimsnesi og víðar að en allirféllu
fyrir þeim Erlendi og Bjarna að lyktum. Eptir
glímurnar tóku menn sér hvíld og fengu sér kafifi;
var kafiS selt við hverinn sjálfan en auk þess
höfðu margar konur haft með sér kaffi og könn-
ur og var vatnið tekið úr hvernum, sátu menn
svo í hópum út um allt holt umhverfis kaffikönn-
umar.
Að stundu liðinni var svo gengið austur
fyrir holtið og sungið ágöngunni: '»Hve fögur er
vor fósturjörð«. Þegar allir svo voru komnir
saman í klettahvamminum fagra sunnan undir
hóltinu, mælti séra Magnús fyrir minni íslands
og var sungið á eptir: »Eldgamla ísafolds r. og
síðasta erindið og þrítekinn síðari helmingur-
inn.
Þegar hér var komið tók að rigna, enþang-
að til hafði verið fagurt veður og blítt; þess
vegna varð ekkert úr kapphlaupi né neinum
leikjum öðrum, er annars hefði orðið; fóm menn
að halda heim, enda var þá komið að miðaptni.
Gleðirt varð þannig endaslepp, en svo rnikið mátti
þó sjá af þessari samkomu, að ahnenningur er
fús til þeirra og mikil likindi til að þær geti
orðið skemmtilegar, ef gott veður vill til og stað-
ur er heppilega valinn; á þessari samkomu vora
full 600 manns og getur hér aldrei að lita slíkt
fjölmenni, nema ef vera skyldi í réttum.
Að lokum birtist hér ræða sú, er séra Magn-
ús hélt fyrir Islandsminni á samkomu þessari:
»Þegar tilrætt hefur orðið um það að undan-
fömu, að við Tungnamenn ætluðum að halda
»þjóðminningardag«, þá hef eg altaf heldur vik-
ið því nafni hjá mér og sagt, að við ætluðum
að halda gleðisamkomu; eg hef gert það af þv£
að eg var í efa um, hvort þessi samkoma gæti
orðið svo tilkomumikil, að henni gæti hæft svo
veglegt nafn, því að við þjóð mína vildi egekki
kenna neitt, sem væri auðvirðilegt og ómyndarlegt
en alls ekki af því, að níér kæmi til hugar að láta
þennan dag eða þessa samkomu líða svo, að ekki
væri minnst íslands og hinnar Isl. þjóðar eðaað
mér þætti það ekki eiga við fyrir okkur Tungna-
menn að géra það, þó að okkar samkoma yrði
umfangsminni en aðrar samskonar, sem haldnar
hafa verið; þó að við séum fáir, erum við eins
fyrir því Islendingar, það er ísl. jörð, sem við