Þjóðólfur - 23.09.1898, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 23.09.1898, Blaðsíða 3
r75 Þjóðminningardag héldu Múlsýslung- ar á Egilsstöðum 7. f. m. og þótti allgóð skemt- un, en engin kvæði voru þar flutt. Ræður héldu þeir Þorst. Erlingsson, Jón alþm. á Sleðbrjót og Guttormur alþm. Þar voru reyndar glímur, knattleikir, kapphlaup og stökk. Fyrir glímur voru eigi verðlaun veitt, því að dómendum kom eigi saman um, hver ætti þau helzt skilið, og glímumennirnir þóttust ekki hafa reynt sig til fullnustu. I ýmiskonar stökki reyndist Friðrik Gíslason úrsmiður fræknastur og fékk hæstu verð- laun. Svo er að sjá, sem allur undirbúningur undir þetta hátíðarhald hafi verið fremur lítils- háttar. Látinn er 1. þ. m. að Brekku í Fljótsdal Gunnar Gunnarsson á áttræðisaldri, faðir Sigurð- ar prófasts í Stykkishólmi og þeirra systkina, vandaðisti maður og vel látinn. Óveitt preetaköll. Hof 1 Vopnafirði, NorðurMúlaprófastsdæmi. Metið kr. 2960,57 — Augl. 3. sept. Prestsekkja er í brauðinu, sem nýtur eptir- launa af því samkvæmt lögum 3. október 1884. Á brauðinu hvíla 2 embættislán til húsa- bóta: annað að upphæð 2700 kr.. semafborgast á 27 árum með 100 kr. árlega auk vaxta, og bitt 256 kr., sem afborgast á 20 árum með kr. 12,80 auk vaxta. Veitist frá fardögum 1899. Umsóknarfrestur til 20. nóvember. Þóroddsstadur í Kinn í Suðurþingeyjarpróf- astsdæmi. Metið 1005, kr. 18 a. Auglýst 19. september. (Presturinn séra Ludvig Knudsen hefur lagt niður embættið). Uppbótin til brauðs- ins, 200 kr. er með ráðherrabréfi 1. júlí 1891 útlögð í jörðum. Veitist frá fardögum 1899. Umsóknarfrestur til 20. nóvember. Heð »@kálb.olti« komu að vestan 19. þ. m.: Lárus Bjarnason sýslumaður Snæfellinga, Guðm. Sch. Thorsteinsson kaupm., Soffía Einarsdóttir prófastsfrú fra Stykkishólmi, Sigríður Árnadóttir (landfógeta) sýslumannsfrú frá Patreksfirði, og fjöldi annara farþega, stúdentar, skólapiltar, kaupafólk o. fl., alls um 200 manns. »Vesta« kom bingað frá útlöndum í fyrra dag. Hafði konúð við á Eskifirði og Seyðisfirði Með henni komu: Bjarni Sæmundsson fiskifræð- ingur (frá Björgvinarsýningunni) með konu sinni, Helgi Jónsson nátúrufræðingur, (frá rannsóknum á Austfjörðum) Jón Ólafsson ritstjóri (frá prent- smiðjukaupum á Skotlandi) Hjörtur Snorrason skólastjóri frá Hvanneyri (frá Björgvinarsýning- unni), ekkjufrú Stefanía Siggeirsdóttir frá Hraun- gerði (úr kynnisför frá syni sínum séra Geir á Hjaltastað) og nokkrir fleiri frá Seyðisfirði og Eskifirði. Hattar, húfur, Regnhlífar og m. fl. nýkomið í verzlun Sturlu Jónssonar. ,E D I N B 0 R G‘. HAFNARSTRÆTI 12. NÝTT MEÐ ,VESTU‘. VEFNAÐARDEILD Tvistur óbl. og brúnn. — Tvinni allskonar.— Lífstykki. -— Herðaklútar. — Höfuðsjöl. — Iona húfur. — Prjónahúfur. — Kanta- bönd. — Hanskar. — Kvennbolir — Barna do. — Sokkar, Muslín. — Blúndur mikið úrval. — Greiður — Kambar. — Vasa- klútar hv. og misl. — Hálfklæðið góða — Fóðurtauið gráa. — Enskt vaðmál. — Kjólatau margar teg. — Italskt klæði.— Silkiflonel. — Millifóður. — Stólarnir þægilegu. — Hv. og óbl Léreft miklar birgðir — Jerseylív. — Flonelett. — Oxforð og Harvard, — o. m. fl. NÝLENDUDEILD. Brjóstsykurinn ljúfi. Thekexið góða á 30 a. Sardínur góðar. Sólskinssápan, sem allir kaupa. Chocolade. Margar nýjar teg. af fínu kexi. Epli. Vínber, Laukur. o. m. fl. PAKKH ÚSDEILD, Kafifi. — Kandis. — Maismjöl. — Hafra- do. Hafrar. — Steinpappi. — Cement. — Overheadsmjöl. — Hrísgrjón. — Miklar birgðir af Baðlyfinu bezta. JEYES FLUID. Hvergi betri kaup gegn peningum en í verzluninni. EDINBORG, Kol - Steinolía. Með skipi, sem lagði á stað frá Skot- Iandi 10. þ. m. á eg von á 300 tn. af Steinolíu. 370 tonnum af Kolum. (ágæt tegund Fordell). IJvorttveggja verður selt mjög ódýrt. Reykjavík 22/9—98. ÁSGEIR SIGURÐSSON. Ekta anilínlitir Ekta anilínlitir. fæst hvergi eins góðir og ódýrir eins og í verzlun Sturlu Jónssonar Aðalstræti Nr. 14. Ekta anilinlitir. uiinuinuB b;>13 108 7 á morgnana féll hlerinn og lokaðist aptur. Fyrstu næturnar vaknaði eg, þegar eg heyrði aðslánni var ýtt frá, en eg vand- ist brátt við það og vaknaði ekki af hávaðanum. Bankann varð eg að hafa opinn á þeim tíma, sem mönnum var haganlegastur og því var honum aldrei lokað fyr en kl. 6 á kveldin, og stund- um varð eg jafnvel að hafa opið til kl. 7, því venjulega komu menn, sem vildu koma fyrir peningum eða verðbréfum til geymslu hjá mér, milli kl. 6—7. Eg gaf þá kvittun fyrir því, sem lagt var inn í bankann, en tók annars enga ábyrgð á því. Margt kveldið hafa verið í peningaskápnum 5000 pd. sterl. (90,000 kr.) fyrir utan fé bankans, og eg get ekki neitað því, að þá var eg allhreykinn af trausti því, sem menn báru til mín. Hér um bil mánuði éptir komu Tom’s fékk eg einkennilega heimsóki kl. 6V2 eitt Lveld. AUs enginn hörgull var á kvennfólki í bænum okkar, þótt eg reyndar ekki vildi halda því fram, að of margt hafi verið at því. Sá sem heimsótti mig þetta kveld var ung, fögur, velklædd kona og verð eg að játa það hreinskilnislega að hjartað í mér sló mjög ákaft, þegar eg sá hana og þegar hún brosti til mín varð eg feiminn eins og drengur, sem staðinr er að þjófn- aði. Hún sagðist vera frá San Francisco, og væri komin til Ferndale, til þess að hvíla sig og skipta um loptslag; hún ætl- aði að búa eina eða tvær vikur á veitingahúsinu og bað mig urn að geyma fyrir sig 100 pd. sterl. (1800 kr.) ásamt nokkrum gimsteinum. Nafnið, er eg skyldi rita á kvittunina, var ungfrú Nellie Haines og þótt það sé ef til vill hlægilegt að vera að segja frá því, varð eg að telja peningana þrisvar, þangað til mér taldist rétt. Hún þakkaði mér vingjarnlega og sagðist brátt mundi koma aptur og það efndi hún, en þegar eg sá hana við dagsljósið varð eg algerlega gagntekinn af fegurð hennar. Já Þjófagildran. Eptir Robert Barr. Þótt bankinn í Femdale væri kallaður: „Hinn konunglegi Ferndalebanki" og væri álitinn einstakra manna eign, var hann þó í raun og veru eitt hinna sjö útibúa, sem tilheyrðu banka- félagi nokkru í San Francisco. Eg veitti banka þessum for- stöðu og þótt miklar skyldur hvíldu á mér voru laun mín mjög rýr, en samt sem áður var eg álitinn auðugur, þótt engin ástæða væri til að ætla slíkt. Félagið lét reisa einloptað bankahús; framan til í því var afgreiðslustofa, en að aptanverðu voru tvö herbergi, annað þeirra var skrifstofa mín, en hitt svefnherbergi. Eg var úngur og ógiptur og varð ekki einungis að vera banka- stjóri, gjaldkeri og teljari á daginn, heldur varð eg einnig að halda vörð á nóttunni, því að eini aðstoðarmaðurinn, sem eg hafði, var bókhaldari, og var einungis viðstaddur nokkra stund þrjá daga vikunnar; hina aðra daga vikunnar starfaði hann bjá útgerðarmiðlum í sama bæ. Mörgum mun nú virðast, sem þetta sé allkynlegt bankafyrirkomulag, en eg gæti hæglega bent á heila tylft af slíkum bönkum í smábæjunum í Ameríku. í bankanokkrum, sem eg hafði haft viðskiptivið fyrirnokkru stóð t. d. rúm við hliðina á peningaskápnum, en uppi á honum lá reykt svínslæri og mélsekkur. Það má nú kalla að stýra banka og búi í sameiningu.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.