Þjóðólfur - 23.09.1898, Blaðsíða 4
176
3 Vinnukonur
vanta í Laugarnesspítalann: 1 þvottastúlku —
árskaup 90 kr., 1 vökukonu — árskaup 90
kr. og 1 þjónustustúlku — árskaup 80 kr.
Þær, sem vilja ganga í þessar vistir, snúi sér
til Fröken Jörgensen hjá konsúl C. Zimsen. —
Lögfræðingur
2. árg.
er kominn út
og kostar 1 kr. 50 aura.
Fyrsta árg. hefur einnig til sölu
Sigurður Kristjánsson.
Ef kandídat eða stúdent vildi taka að
sér kennslu drengs undir skóla á komanda
vetri, er hann beðinn að snúa sér sem allra
fyrst til undirskrifaðs.
Reykjavík 19. septbr. 1898.
J. Havsteen.
amtmaður.
Um næstu mánaðamót kemur út ný
útgáfa af
Enskunámsbók G. T. Zoéga.
aukin og endurbætt, með íslenzk-ensku
orðasafni.
Rvík. 21. sept. 1898.
Sigurður Kristjánsson.
Islándske Frimárken
uppköpas till ovilkorligen högsta priser af
Erik Ljunggren, E. Dahlbergsgatan 6, Göte-
borg, Sverrige.
TIL LEIGU!
2 ágæt herbergi í miðjum bænum. Ritstjóri
vísar á.
5. Bröttugötu 5.
Nú með »Vestu« hef eg fengið útlenzkan
skófatnað.
Karlmannsfj aðraskó.
Kvennreimaskó með lakkerskinnstáhett-
um.
Kvennskó hneppta með lakkerskinns-
forblöðum; enn fremur kvennskó úr hestaleðri.
Barnaskó reimaða af fleiri sortum, barnarista-
skó af fleiri sortum; enn fremur hef eg tilbúinn
skófatnað á minni alþekktu vinnustofu; sömu-
leiðis allar aðgjörðir fljótt og vel af hendi
leystar.
Skófatnaðurinn er vel vandaður og eptir
því ódýr\ komið og skoðið skóíatnaðinn hjá
mér, þið munuð ekki sjá eptir því.
Virðingarfyllst.
M. A. Matthiesen.
Allskonar farfi, fernisolía og kítti
er nýkomið í verzlun
Sturlu Jónssonar.
Piltar og stúlkur geta fengið í vetur
þjónustu hér í bænum fyrir sanngjarna borgun.
Menn snúi sér til ritstjóra þessa blaðs, er gefur
nánari upplýsingar.
Vatnsfötur eru nýkomnar í verzhin
Sturht Jónssonar.
Margskonar álnavara og prjónagarn
er nýkomið í verzlun
Sturlu Jónssonar.
Nýr laukar, kominn með „Vesta"
fæst hjá
H. J. Bartels.
Gufubrætt þorskalýsi, tvær tegundir
er nykomið í verzlun
Sturlu Jónssouar.
REYNDUR VERZLUNARMAÐUR á Vest-
urlandi óskar að fá 300 króna lán fyrir 12. októ-
ber, gegn 6—10% rentu árlega. Lánið endur-
borgast innan 3 ára. Ritstj. gefur nánari upp-
lýsingar.
Peningabuddur, margar tegundir,
ódýrar eru nýkomnar í verzlun
Sturlu Jónssonar.
Hvergi fást betri né ódýrari
V asaúp
og
Singcps-saumavélap
en hjá
Magnúsi Benjamínssyni,
(Veltusundi nr. 3).
Borð -°g gólfvaxdúkur fæst í verzlun
Sturlu Jónssonar.
OTTO MÖNSTED’S,
«£i 'gf| .gr^ráðleggjum vér öllum að nota. Það er hið bezta og ljúffeng-
AM.K&..K €fLA. smjörlíki, sem mögulegt er að búa til.
Biðjið því ætíð um:
OTTO MÖNSTED’S margarine,
er fæst hjá kaupmönnunum.
Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. theol.
Prentsmiðja Dagskrár.
106
En eitt óttaðist eg þó. Það var það, að einn góðan veð-
urdag gæti svo farið, að einhverjum þjófnum kæmi til hugar að
heimsækja mig og þröngva mér með skammbyssu sinni til þess
að láta af hendi við sig allt það fé, er uppi við væri í bank-
anum, en það voru venjulega hérumbil 40 pund sterling (720
kr.). Allt hitt var í rambyggðum skáp, sem jeg tvílaesti ávallt.
Til þess að fyrirbyggja þessháttar tilraunir, lét eg þann orðróm
berast út, að eg hefði rafmagnsskotfæri í bankanum til þess að
koma í veg fyrir þjófnað og þyrfti einungis að þrýsta á fjöður
til þess að þeyta út um glúggann og yfir þvera götuna sérhverj-
um, er eítthvað reyndi í þá átt, svo að liann stæði ekki framar
upp.
Allir trúðu þessari sögu; sumir voru jafnvel svo smeikir,
að þeir báðu mig um að fara frá glugganum á meðan eg af-
greiddi þá.
Það hafði verið fastákveðið, að eg skyldi ekki taka við
neinum verðbréfum til geymslu nema á ábyrgð hlutaðeiganda
sjálfs og varð því einungis að láta menn vita það fyrirfram.
Undir eins og bankinn var opnaður bað mikill hluti bæj-
armanna oss um að geyma peninga sína og með því vér áttum
viðskipti við flesta þeirra, þá gat eg ekki skorast undan að
geyma fyrir þá ýms verðbréf og fjárupphæðir um nokkurntíma.
Bankinn hafði starfað í þrjá mánuði, þegar Tom bróðir
minn sem áður, hafði unnið við fréttaþráðarstöðina í Silver
Square fluttist til Derrington Junction, sem var einungis 3 mílur
í burtu, svo að hann greip nú hið fyrsta tækifæri, sem bauðst,
til þess að heimsækja mig.
Mér þykir hér tilhlýðilegt að geta þess, að Tom var frá-
bær snillingur í öllu því, er að vélafræði laut og nú lífir hann
af fé því, er hann hefur fengið fyrir uppgötvanir sínar. Þegar
107
hann var búinn að vera hjá mér í nokkrar klukkustundir og
hafði litazt um, sagði hann loks:
„Þú býr hérna og sefur aleinn, svo að það væri víst ekki
neitt þrekvirki fyrir duglegan mann, að ráða þig af dögum og
þú mátt reiða þig á, að það líða naumast þrír mánuðir áður
en einhver reynir það".
„Hvað meinarðu?" spurði eg.
„Setjum svo, að eitt kveld komi einhver þorpari hingað
inn og áður en þú verður nokkurs vís, slær hann þig í höfuðið,
opnar peningaskápinn og flýr svo með peningana, áður en þú
raknar við. Auðvitað er nokkuð vandasamt að ljúka honum
upp, en ef hann getur ekki iokið honum upp, þá getur hann
þó stungið eða brotið hann upp. Eg skal þó reyna að haga
þessu dálítið betur fyrir þig".
Undir bankahúsinu var enginn kjallari, en það var nóg af
grjóti umhverfis og eini kostnaðurinn við að búa hann til var
að höggva grjótið; veggirnir voru tvö fet á þykkt og náðu
fimm fet í jörð niður, til þess að engin hætta væri búin af
frosti.
Jarðvegurnn var harður, sem klettur, svo mjög erfitt var
að grafa niður f hann, og gólfið í bankanum var 4 fet frá jörðu.
Eptir nokkrar bollaieggingar reif Tom gat á gólfið fyrir
framan peningaskápinn og smfðaði hlera yfir það. Einnig setti
hann þar rafmagnsvirki, sem stóð í sambandi við Derringtonstöð-
ina. Þegar hann var í Derrington gat hann með fjöður einni
ýtt slánni frá hleranum og lokaðist hlerinn síðan aptur af sjálf-
um sér. í hleranum var kengur og annar í skörinni á gólfinu
°g í gegnum þá gekl járnstöng til þess að koma í veg fyrir,
að nokkur dytti niður um á meðan verið væri að afgreiða í
bankanum. A hverri klukkustund frá kl. 8. á kveldin, til kl.