Þjóðólfur - 14.10.1898, Page 2

Þjóðólfur - 14.10.1898, Page 2
svo tekið fyrir að halda, þegar til loptssást, í suður; þá birti fyrst til og sást til sólar.— Mjög opt kvaðst hann hafa vaðið yfir ár, og tvisvar óð hann nær í axlir; einu sinni komst hann hátt upp á jökul, (líkl. Arnarfellsjökul); þá var heiðskírt. Hugði hann þá að svip- ast þaðan til byggða, en þegar upp á jök- ulinn kom, komu fyrir hann stórar og voða- legar jökulsprungur. Hvarf hann því til baka ofan af jöklinum, og fór suður með honum að hann hélt, kom þar í fagurt graslendi, var þá mjög af honum dregið, og lét þar fyrir- berast um hríð. Samt færðist lífsvonar neisti í hann á næsta degi og hélt hann svo áfram suður alla sanda og afrétti niður með Þjórsá að norðan, þar til Hreppamenn fundu hann þarna í Búrfelli, sem áður er sagt. Ekki segist Kristinn hafa smakkað mat síðan um morguninn,. sem hann lagði á stað. — Hundur fylgdi honum á stað, og var með honum 3 daga og hvarf hann honum svo; þyngdi Kristinn mjög við hvarf hans og ör- vænti sér fremur eptir en áður um aðná til byggða. Væna leðurskó hafði hann á fót- um, en samt voru þeir fyrir löngu sundur gengnir og sár komin á fætur hansoghönd- ur; handasárin hafði hann fengið helzt á jöklinum við að skríða og klifrast. Ráð og rænu hafði hann, er síðast fréttist, og bíður hann nú á Asólfsstöðum í Gnúpverjahreppi; læknir var sóttur til að fægja og binda um sár hans, segja til um mataræði o. fl. Mun standa til, ef maður þessi fær heilsu, aðhann fari suður til Reykjavíkur og svo þaðan norð- ur með póstum. „Það hafa eigi verið uppi dagarnir fyr- ir þessum rnanni", segir fólkið, ogþykirauð- sær fingur forsjónarinnar í þessari stöku til- viljun, er bjargaði lífi hans"- Séra Matthias Joehumsson brá sér skemmtiför til Björgvinarsýningarinnar í sumar og kom aptur til Akureyrar nú með »Thyru« um næstl. mánaðamót, Hann hélt fyrirlestur í Björgvin um ísland, og mun ef til vill verða nánar skýrt frá honum í Þjóðólfi siðar. Frá Nor- egi brá séra Matthías sér til Hafnar og var hon- um þar vel fagnað af löndum. Héldu þeir hon- um þar veizlu allmikla 15. f. m., og var honum þá meðal annars flutt eptirfarandi kvæði, er Ágúst Bjarnason stud. mag. hafði ort. Er íslands þrutu þúsund ár og þjóðhátíðin rann þá gall í lopti lúður hár hver lék á hann? Vtðkvœdi1. Það mundi vera Matthías svo mæta vel hann kvað! Hans hróður ætíð hrærði oss í hjartastað. Er ísland söng sitt sorgarlag og sigurhetjan dó vér heyrðum þungan harmaslag, hver hörpu sló? Hver hefur sungið öll þau ár um íslands gleði og þraut og tínt hvert gráts og gleðitár í gígjuskaut? Hvar þekkti svo vort móðurmál að málms það kvað. við raust og söng eins hátt og slegið stál svo snjallt og hraust? Hver þekkti svo vorn andans óð og okkar litlu þjóð að heitt og öflugt hrundi í ljóð vort hjartablóð. Hver söng svo skýrt um ljós og líf 190 og lífsins sigurbraut, hver söng svo dýrt um dauða og kíf og dapra þraut? Eg heyri voldugt vængjablak hver vindur sér svo strítt | ___________ eg heyri brennheitt bænakvak y hver bað svo”hlýtt? Hver hendir sérjsvo hátt, svo lágt] hvar hljómar þvílíkt mál hver ájsvo mikinn andans mátt og eld í sál? z) Viðkvæði þetta, sungið í kór, er endurtekið við hvert vísuorð kvæðisins. DjÖrf fjársvik eru það, sem einhver þorpari hefur haft í frammi við landsbankann. Hann hefur svikið út úr honitm 850 króna lán gegn falsaðri sjálfskuldarábyrgð í marzmánuðii897. Kom maður þessi þá í bankann við annan mann, og lugu báðir til nafns síns, en banka- stjómin þekkti þá ekki. Kvaðst lántakandi eiga heima í Mýrdal í Kolbeinsstaðahreppi, og sýndi vottorð frá hreppstjóranum þar, Sigurði Brands- syni í Tröð, er vottaði það, að báðir ábyrgðar- mennirnir (nfl. fylgdarmaður lántakanda og Páll nokkur Jónsson á Heggstöðum) væru »sérlega vel- standandi menn« eða eitthvað þvf um líkt. Og svo fékk þorparinn láníð upp á þessi skilríki. En borgunin dróst fram yfir gjalddaga, og mun bank,astjórnin þá hafa farið að spyrja sig fyrir um þetta fólk. Svo mikið er víst, að sýslumanni (Lárusi Bjamason) var falið á hendur að rannsaka þetta nú í sumar, og kom þá upp úr kafinu, að allt ábyrgðarskjalið var falsað. Hrepp- stjórinn hafði aldrei séð það og ekkert á það skrifað, og nöfn lántakanda og annars ábyrgðar- mannsins fyrirfundust alls ekki þar í hrepp eða neinsstaðar nærsveitis, en hinn ábyrgðarmaðurinn, Páll þessi á Heggstöðum er loára gamall dreng- ur og var nafn hans auðvitað einnig falsað. Er hvorttveggja jafn undmnarvert: bíræfni þorparans og fljótfæmi bankastjórnarinnar, að hún skyldi láta draga sig svona hraparlega á tálar, þrátt fyrir hina alkunnu nákvæmni og gerhygli séra Eiríks Briems að minnsta kosti, er jafhan hefur spurt sig vandlega fýrir um ókunna menn, er lán hafa fengið í bankanum. En þarna fór nú ver en skyldi, og veit engirm, hver þorpari þessi er, en hann hefur verið furðu djarfur piltur sá. Þess skal getið til að firra aðra vítum, að saga þessi er tekin eptir manni úr Hnappadals- sýslu, er kunnugt var um prófin þar vestra, og af þvf að ætla má, að hún sé komin í hámæli hér í bænum, er engin ástæða til að þagga þetta niður og er eigi heldur rétt. En verið getur að bankastjómin hafi einhverjar málsbæt- ur sér til afsökunar, og þess vildum vér gjaman óska hennar vegna, því að þetta er fremur leið- inleg »historfa« fyrir hana. — Beturaðbankastjórn- inni tækist að hremma fantinn. En þetta hálft ní- unda hundrað króna er að líkindum farið veg allrar veraldar. Ljósmyndan af himinhvolfinu. Eptir Camille Flammarion. Hugmynd sú, að nota Ijósmyndan til að skyggnast eptir nýungum í himinhvolfinu, er get- in sama daginn, sem hin mikla uppgötvun þeirra Niepce og Daguerre var ger kunn almenningi í hinni merku skýrslu Aragó’s á fundi vísindafé- lagsins í París 19. apríl 1839. Hinn frægi stjamfræðingur sá þegar fyrir ýms not, er af henni mætti nafa í stjarnfræðilegum rannsóknum, og tók fram, meðal annars, mögu- legleikann fyrir þvf, að fá góðan uppdrátt af tunglinu og fullkomna mynd af rákunum í sól- geislamyndinni. En ljósmyndanaaðferðin var þá enn of ófullkomin til þess að árangurinn yrði fullnægjandi. Samt sem áður tókst þeim Fizeau og Fouco- alt, frá árinu 1845, að fá ágæta ljósmynd afsól- inni á 7«° hluta úr sekúndu, og er sú mynd fag- urlega steinprentuð í útgáfunni af ritsafni Arag- o’s. 1848 náði William C. Bond, amerískur stjarn- fræðingur, ágætri ljósmynd af tunglinu. Sól- myrkvinn 28. júlí 1831 var ljósmyndaður Berkowsky í Königsberg; á ljósmyndaplötu þess- ari sáu menn í fyrsta sinni votta fyrir »kórónu« þeirri, sem er umhverfis stjömu dagsins og gos þau, er eiga sér stað frá yfirborði hennar. 1857 náði William Bond mjög skýrri ljós- mynd af tvístiminu Mizar eða Zeta í Stóra-Bim- inum, er var jafn nákvæm eins og mælingar með smálengdamæli stjarnfræðinganna, svo að eg hefi getað fært hana inn sem sönnunargagn í tví- stimatal mitt. Þessar ljósmyndir stjarna hafa fyrst verið gerðar í stjömuturninum við Harward College, og það er þar, sem Pickerius starfar með svo miklum árangri, að hann virðist að minnsta kosti að geta jafnast við allan þann á- rangur, er orðið hefur af samkomu þeirra tutt- ugu til þrjátíu stjamfræðinga, er stjamfræðinga- fundinn héldu í Norðurálfunni. Warren de La Rue á Bretlandi og Ruther- ford frá Bandaríkjunum náðu frá 1837 til 1867 ágætum ljósmyndum af tunglinu, svo að þær hafa eigi tekizt betur síðan. Meðal ljósmynda þess- ara skulum vér taka fram hinar frábærlegu ,ster- eoskop'-myndir (vues steréoscopiques), þar sem hnattmyndun tunglsins kemur svo út, að það verður að sjá því nær eins og egg. Það, að tekizt hefur að sýna hnattmyndunina svona vel, þó nokkuð sje hún aflöguð, kemur til af því, að menn hafa notað sér þá hreyfingu tunglsins, er »librations«-(hristings)hreyfing er nefnd til þess að skyggnast lengra eða skemur yfir á þann helming tunglsins, er oss er ósýnilegur. Warren de La Rue, er vér eigum að þakka þessar ,stere- skop' ljósmyndir af tungli voru, hefur og komizt svo langt, að fá aðrar áþekkar af reikistjörnunni Júppiter, með því að taka af henni myndir (les vues) á 26 mínútna millibili. Faye á Frakklandi hefur verið einn af snjöllustu meðmælendum hinnar stjamfræðislegu ljósmyndunar. Smátt og smátt hefur ljósmynd- anin, þrátt fyrir mótstöðu þeirra stjarnfræðinga,, er vilja láta reikninginn vinna allt, rutt ser til rúms við stjarnfræðilegar rannsóknir. Þegar Venus 1874 gekk fyrir sólina var hún notuð til hins mesta gagns, sama er að segja 1883. Á stjömuturninum 1 Meudon náði Janssenárið 1877 ágætum ljósmyndum af yfirborði sólarinnar, og má svo að orði kveða, að svo ljóslega sýni þær,, hvemig sólarljósið myndast, að menn fengju ekki greinilegri hugmynd um það, þótt menn væru viðstaddir við tilbúning þess. Þessar ljósmyndir af sólunni má heita, að séu tilbúnar á augabragði, því að þær em gerðar á hálfum þúsundasta hluta úr sekúndu. 1884 gerðu þeir Paul og Prosper Henry stjörnu-uppdrætti fyrir stjömuturninn f París; notuðu þeir þá ljósmyndan í stað stjömu- rannsókna, og reyndist það bæði fljótara og á- reiðanlegra. Síðan hafa hér um bil um sörnu mundir þeir Pickerius í Bandafylkjunum. Gould í Argentina, Gill á Góðrarvonarhöfða og Comm- on og Robert á Englandi gefið sig mjög við Ijósmyndagerð af himinhvolfinu, og hefur starf þeirra haft hinn bezta árangur. Þannig hefur ljósmyndanin smátt og smátt fengið eigi alllitla hluttöku í stjamfræðilegri. rannsóknaraðferð. og verður sú hluttaka með hverjum degi þýðingar- og ávaxtameiri. Menn hafa nú í hyggju, að ljósmynda ger- valla himinhvelfinguna, og það var í þeim til- gangi, að Moucher flotaforingi stakk upp á, að ljósmyndarar stjama úr öllum löndum ætti með sér allsherjarfund; hefur slíkur fundur verið hald- inn tvívegis á stjörnuturninum í París 1887 og 1889 og enn nú fyrir allskemmstu.

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.