Þjóðólfur


Þjóðólfur - 21.10.1898, Qupperneq 1

Þjóðólfur - 21.10.1898, Qupperneq 1
ÞJOÐOLFUR. 50. árg. Reykjavík, föstudaginn 21. október 1898. Nr. 49. Óvænlegar horfur ♦ þykja mörgum nú vera á landbúnaði vorum og hafa sjaldan heyrzt almennari kvartanir um það, heldur en nú í þetta sinn. Og þess- ar kvartanir hafa eflaust við gild rök að styðjast að mörgu leyti, þótt sumum hætti eflaust við að fárast of mjög yfir vandræð- unum, og horfa enn svartari augum á fram- tíðina en ástæða er til. Menn taka jafnvel svo djúpt í árinni, að ástandi sveitabúskap- arins verði ekki lýst eins voðalega, eins og það sé í raun og veru, og að landbúnaður- inn fari algert á höfuðið, ef ekki verði ein- hver algerð breyting til batnaðar hið bráð- asta, eða landsstjórnin taki eitthvað í taum- ana til að rétta hann við. En hvernig hún ætti að gera það, svo að um munaði, getur enginn leyst úr, svo að nokkur úrlausn sé. En það tjáir ekki að missa alveg móðinu, þótt óvænlega horfi um stund, eða ímynda sér, að ástandið fari jafnan hríðversnandi. Það kemur ávallt skin eptir skúr. Algert vonleysi og ótrú á framtíðinni er háskalegt. Ef menn leggja árar í bát er engin sigurs- von, og þá keyrir allt um koll og gengur hröðum fetum niður á við til eymdar og volæðis. Það er allhætt við því, að sá mæli- kvarði, er menn leggja á landbúnaðinn nú, sé nær eingöngu miðaður við þau árin, sem mest veltiár voru fyrir landbóndann, þá er fjársalan til Englands var í mestum blóma, og peningarnir streymdu inn í landið. Mestu viðbrigðin eru auðvitað fólgin í þessum mikla apturkipp f fjársölunni, Það er markaðsleys- ið, sem nú er tilfinnanlegast fyrir landbónd- ann. En það er ekki allskostar rétt í sjálfu sér að miða nú eingöngu við þessi fáu velti- ár, þá er afurðirnar seldust með hæstu verði. En sakir þess, að nú má heita tekið fyrir alla fjársölu til útlanda, og þar af leiðandi almenn peningaekla í landinu, þá er eðlilegt, að umskipti þessi komi tilfinnanlega hart niður á landsmönnum, og að mörgum veiti erfitt að inna öll lögskil af hendi, án þess efnahagurinn gangi til þurðar. Svo bætist ofan á allt saman, að önnur aðalpeningalind landsmanna síðustu árin, landsbankinn, er nú nær þurausinn, og hefur neyðst til að neita <5llum lánbeiðnum svo að segja, og kom það á hinum óhentugasta tíma. En auðvitað verður bankinn ekki sakaður um, þótt hann kippti einhverntíma að sér nytinni. Hann hefði aðeins átt að gera það fyrri, fyrir 3— 4 árum, og þá aðeins smátt og smátt, en eigi jafnsnöggt sem nú, því að þótt hann hafi til þessa tíma veitt einhverja úrlausn með smálán, þá sér það ekki mikla staðina f samanburði við þörfina. Eins og nærri geta eru einnig allir opinberir sjóðir tómir, þv{ að menn hafa leitað til þeirra, þá er bankann þraut. Afleiðingin af þessu er sú, að nú geta bændur hvergi fengið pen- ingalán, hversu gott veð sem er í boði. — Öll viðskipti eru því svo afarstirð og óviss, að aldrei hefur lakar verið. Kaupmenn og aðrir ganga nú harðar eptir skuldum sínum en fyr, eins og optast verður raunin á, þá er árferðið er bágast. Og allt þetta verður bændum tilfinnanlegt, svo að það er engin furða, þótt þeir kvarti, Menn hafa talað um, að þingið eða land- stjórnin ætti að hlutast til um að finna nýj- an markað fyrir íslenzkt fé erlendis. En það mundi reynast þýðingarlítið. Mönnum eru nokkurnveginn kunnir þeir markaðir, er um getur verið að ræða. Það hefur verið tal- að um markaðinn í Belgíu, er mundi geta orðið framtíðarmarkaður fyrir íslenzkt fé. En það eru mikllr erfiðleikar fyrir oss lengst norður á hjara veraldar og alókunna öllu þar syðra, að ná réttum og hagfelldnm tökum á þeim markaði. Umboðsmenn kaupfélaganna, þeir Zöllner & Co. ættu auðvitað langhægast með það. Þeir þekkja bezt, hvernig þar til hagar. En margir efast um, að þeir vilji leggja sig nokkuð í líma til að útvega þar fjármarkað fyrir íslenzkt fé. Vér yrðum því að leita annara ráða. Að stofna einskonar konsúla- eða agentaembætti þar suðurfrá, mundi vera harla hæpið og árangurinn af því fyrirkomulagi mjög óviss, enda mundi það verða afardýrt, og fáum hæfum mönn- um á að skipa til þess að gegna þeirri stöðu, svo vel væri. Og sama er að segja um, þótt einhver íslendingur væri sendur snöggvast út í lönd, til að „kynna sér“ erlenda fjármark- aði. Hann mundi koma litlu fróðari heim aptur, því að menn hafa reynsluna fyrir sér í því, að slíkar „kynnisferðir" eða rannsóknar- ferðir út um heim, eru eitthvert hið mesta »humbug<, er hugsazt getur. Þær liggja ekki á lausum kili fyrir aðvífandi ferðalöng- um, þær upplýsingar, sem útheimtast til að gera sér glögga grein fyrir, hvar fjármark- aðir séu beztir fyrir fé vort, og hverjir þeir annmarkar séu, er einkum verði að forðast við slíka verzlun í hverju landi sem er. Þar kemur svo margt til skoðunar, sem ókunnur maður, þótt hann sé allur af vilja gerður, getur ekki fengið neina skýra vissu um, svo að á megi byggja. Það má því ganga að því vísu, að lítill eða enginn árangur yrði af slíkum sendiferðum íslendinga út í lönd, að því er nýjar og áreiðanlegar upplýsingar um fjármarkaði snerti. En það er sjálfsagt, að þingið íhugi bæði þessar og aðrar uppástung- ur rækilega, og þótt það sé að ýmsu leyti miður skipað en skyldi, þá þarf naumast að efast um að það geri allt sem í þess valdi stendur til að ráða einhverja bót á hinu nú- verandi ástandi landbúnaðarins, og þar á meðal verður eflaust samþykkt laga um lánsstofnun fyrir fasteignir hér á landi, sem Halldór Jónsson bankagjaldkeri hefur ritað um og ítarlega hefur verið skýrt frá í Þjóð- ólfi. En hvort hún skal sett í samband við landsbankann eða eigi verða auðvitað skiptar skoðanir um. Af því að viðreisn landbúnaðar vors er svo afarþýðingarmikið mál, og af því að nú er óneitanlega ískyggilegt tímabil í þessari aðalatvinnugrein vorri, þá ætti enginn, sem finnur hjá sér krapt og vilja til að hrinda þessu máli í betra horf, að liggja á liði sínu, heldur rita um þetta efni í blöðin og koma fram með tillögur sínar fyrir næsta þing, svo að menn geti vinsað úr það sem skyn- samlegast er, og komizt að einhverri góðri niðurstöðu. — Þjóðólfur veitir slíkum grein- um fúslega viðtöku. Pistill af Rangárvöllum. [Otíð og illar horfur. — Gullkistur og dalakútar.— Uppi i skýjunum. — Horfellislögin og pingtd.} Þegar litið er yfir sláttinn, sem nú er lokið hér í sýslu, getur engum dulizt, að hann bætir ekki úr þeim illu horfum, sem nú eru á sveitabúskapn- um, þar sem þetta sumar má teljast með þeim allra lökustu í mörgum greinum hér í sýslu. Að vfsu var grassprettan í allgóðu lagi einkum á út- engi, en nýtingin hraparlega vond frá því 16 vikur af sumri, og hefur enginn baggi náðst síð- an öðruvísi en meira og minna hrakinn og blaut- ur og þar að auki hafa orðið óvanalegir hey- skaðar af ofviðrum; til dæmis missti Þor- valdur á Þorvaldseyri á 4. hundrað eða allt að 4 hundr. af grænu, nýslegnu heyi, sem allt lá í einum teig, og var svo gersamlega burtu fokið, að ekki hafði sést, að þar hefði nokkurt hey ver- ið eptir veðrið. Fleiri misstu mjög mikið af heyi, enda hefur veðurátta verið hér í sumar sú allra lakasta, sem menn muna um þennan tíma: óvanaleg ofviðri, framúrskarandi stórrigníngar og frost, þá sjaldan að lopt hefur verið létt. Af þessu leiðir, að heyskapur er mjög rýr víða, eða 1 sumum sveitum vandræðalegur; þó hefur verið skárra að ofanverðunni, til dæmis í Land- mannahr. allgott. Töður náðust þó óhraktar, en sökum þeirra hræðilegu rigninga er mjög víst, að hey eru skemmd í görðum. Það er þvl ekki að furða, þó bændum rísi hugur við, þegar þeir horfa fram á ókominn tíma, rneð sárlítil hey margir hverjir, og þar að auki mjög hrakin og illa verkuð, með stórkostlegar heyskuldir frá fyrra vetri heima í héruðunum, og svo kaupstaðarskuldir fyrir fóð- urkorn fra sama tíma, og verða nú að fækka fénaði sínum frá “/4 til ’/a, ef vel á að fara, en að borga skuldir sínar með fé í þetta sinn, er mjög hverfandi stærð, þar verðið er neyð fyrir seljanda. Kálgarða-ávöxtur er mjög rýr víðast hvar sökum hinnar köldu og úrkomusömu veðuráttu í sumar. En þó oss bændum þyki horfurnar mjög í- skyggilegar til þess að fullnægja lífsþörfinni og sívaxandi peningaálögum, eru menn til í landinu, sem virðast hvergi hræddir, eða að minnsta kosti telja óþarfa víl og hugleysi hjá bændum; það eru meistararnir, sem eru nógu lærðir til að sjá og prédika uppi í skýjunum, að vll og erviðleikar bændanna séu þeim sjálfum að kenna, þeir lifi

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.