Þjóðólfur - 28.10.1898, Side 2

Þjóðólfur - 28.10.1898, Side 2
iq8 centimeter að þvermáli, eins og það er í þeiin liinum beztu, er nú eru í stjömuturnum. I þessum kíki 30 centim. að þvermáli og 3^/2 meter að lengd, uppgötvum vér stjömur allt að íjórtándu stærð, það er að segja hér um bil 40 miljónir stjama í algeimnum. En nú skulum vér setja Ijósmyndunar-sjá- aldrið í stað auga vors. Á augabragði koma þær stjömur, er bjartastar em, við plotuna og marka þar mynd sína. Fimm þúsundustu partar úr sekúndu nægja til að ljósmynda stjörnu fyrstu stærðar, hundraðasti partur úr sekúndu nægir fyrir stjömur af annari stærð, þrír hundruðustu partar fyrir stjörnur af þriðju stærð, og þannig framveg- is, eptir því hlutfalli, sem fyrr var talið. Á minna en einni sekúndu hefur ljósmynd- unar-augað litið allt það, er vér getum skygnt með bemm augum. En það er minnst talið enn þá. Þærstjöm- ur, er oss eru aðeins sýnilegar í stjömukíkiram gera jafnt og hinar vart við sig á ljósmynda- plötunni og skrifa á hana mynd slna. Þær stjömur, sem em af sjöundu stærð þurfa 1 r/3 úr sekúndu til þess að skrifahana, stjömur afáttundu stærð þurfa þrjár sekúndur, af 9. stærð átta sek- úndur, af 11. stærð fimmtíu sekúndur, af 12. stærð tvær mínútur, af 13. stœrð fimm mínúturog loks þurfa stjömur af 14. stærð þrettán mínútur. Ef vér látum plötuna vera í stilli fjórðung stundar, þá munum vér fá að sjá Ijósmyndaða á þessa plötu alla þá himineykt (région du ciel,) er píp- an á ljðsmyndakassanum stefndi á, og allt það, sem er í þessari himineykt, allt það sem vér með ósegjanlegri fyrirhöfn höfum streitzt við að uppgötva og mæla með fjölda af rannsóknum, mjög erfiðum og löngum; nægur fjöldi af Ijós- myndaverkfærum, er þannig væri miðað, að þau næði yfir allt himinhvolfið, mundi eins og vér sýndum nýlega fram á, geta sýnt á geysistóru bréfi allt það, sem menn geta rannsakað með stjömufræðislegum rannsóknum, og það, sem menn annars eigi mundu geta fengið að vita, fyr en eptir margar aldir. Og þó er þetta aðeins upphaf furðuverksins. Látum ljósmyndunar-augað horfa í stað vors auga. Það mun þá skygnast inn í oss ókunna heima. Stjömur, sem oss eru ósýnilegar era sýnilegar fyr- ir því. Þegar það hefir verið látið horfa í 33 mínútur, þá lyktar svo, að stjörnur af fimmtándu stærð hafa markað mynd sína á hið efnafræðis- lega sjáaldur. Sarni sjónauki, sem sýnir mannsauganu stjöm- ur af fjórtándu stærð, og sem á öllu himínhvolf- inu sýndi hérambil 40 miljónir stjarna, sýnir Ijósmyndunarauganu 120 miljónir við fyrstu kröfu til að sjá stjömur af fimmtándu stærð. Næstu kröfu, að sjá stjömur af sextándu stærð, mundi hann uppfylla með þvf að stara í eina stund og tuttugu mínútur, og leggja fyrir hið undrandi, gagntekna auga horfandans ljósa-urmul 400 miljóna stjama. [Niðurl. næst.] Fjárprettir gagnvart landsbankanum. I heiðruðu blaði yðar dags. 21. þ. m. getið þér, herra ritstjóri, um fjártjón, er bankinn hafi orðið fyrir, fýrir nokkram árum síðan, á þann hátt, að lánaðar hafi verið 600 krónur út á jörð, er óftillveðja piltur í Skagafirði hafi léð öðram manni að veði, og skýrið þér svo frá, að pen- ingatjón þetta hafi verið að kenna hinum þáver- andi sýslumanni í Skagafjarðarsýslu, er ritað hafi á veðleyfið, eins og ekkert hafi verið athugavert við það, og gefið þér jafnframt í skyn, aðsýslu- maður þessi myndi hafa þurft að borga téðar ðoo^kr., ef hann hefðilifað og bankinn hefði kraf- izt þess. Með því að skýrsla þessi er eigi með öllu rétt, að því er afskipti téðs sýslumanns af mál- inu snertir, en sýslumaður þessi nú er andaður og getur þvf ekki lengur sjálfur borið blak af sér, leyfi eg mér að biðja um rúm fyrir leiðrétt- ingu á skýrslu þessari. Sýslumaður hafði ekkert vottað um aldur veð- leyfanda og bar heldur engin skylda til þess. — Hann hafði aðeins samkvæmt embættisskyldu sinni, sem notarius publicus vottað á veðleyfið, eptir beiðni hlutaðeiganda, að veðleyfandinn hefði skrifað undir það eða kannast við undirskript sína undir það í viðurvist sinni og tilkvaddra notarialvotta. — Og annað eða meira en sönn- un fyrir réttri undirskript, eru slík notarialvott- orð eigi vön að hafa að innihalda. — Að fara að grennslast eptir aldri hvers manns, er kann að beiðast slíks notarialvottorðs um undirskript sína, liggur alveg fyrir utan skyldusvið hlutað- eigandi lögreglastjóra, enda myndi það miklum vankvæðum bundið fyrir lögreglustjóra, að þurfa að bera ábyrgð á slíku. — Sýslumanninum í Skagafjarðarsýsla, Jóhann- esi sál. Ólafssyni, er því jafnlítið um fjártjón þetta að kenna og bankastjórninni sjálfri, sem ekki hefur önnur fullgild ráð til að varast slíka fjárpretti og þetta, en að heimta skírnarvottorð eigi aðeins sérhvers veðleyfanda, heldur í raun- inni einnig allra þeirra lántakenda og ábyrgðar- manna, sem bankinn eigi þekkir persónulega til hlítar, til sönnunar því, að hlutaðeigendur séu ekki ófullveðja og þar að auki sérstök skilríki fyrir því, að þeir séu ekki sviptir fjárforræði, þó þeir séu á fullveðja aldri. — En það myndi þykja ærið hart, að þurfa að beita slíkum varúðarregl- um til að koma í veg fyrir hugsanlega fjárpretti ófullveðja manna. Þess má annars geta, úr því þetta á annað borð er orðið blaðamál, að piltur sá, er gaf hið umrædda veðleyfi, mun eigi upphaflega, að því sem síðar hefur vitnazt, hafa ætiað sér að nota sér það, að hann var ófullveðja; hafði eigi nógu mikið hrekkjavit til þess, þó viljann ef til vill hafi eigi vantað, en þegar fara átti að ganga að veðinu, sakir vanskila lántakanda, komu 1 eða 2 máls- metandi/menn til sögunnar, og gátu þeir komið veðleyfanda í skilning um, að hann mundi geta íkomist afmeðþaðc að láta bankann tapa skuld- inni sakir þess, að hann hefði eigi veriðfullra 25 ára, þegar hann skrifaði undir veðleyfið. — Ogþessi »slðasta æskufræðs!a«, er hinum unga manni þann- ig var veitt, féll í góða jörð og bar þann ávöxt, sem þegar er umgetið. > En það segir sig sjálft, hversu hart það er fyrir viðskiptalíf okkaríslendinga, að þeir menn, er samkvæmt stöðu sinni í mannfélaginu ættu að gera sér far um fremur að leiða menn á rétta braut en ranga, skuli geta látið sér það sæma, að tæla menn til þeirra ráða, til að los- ast við skuldbindingar sínar, sem hjá öðrum sið- uðum þjóðum er — þó löghelguð séu að nafninu til — talið ganga glæpi næst að nota. Reykjavík 24. okt. 1898. Sighvatur Bjamason. Merkilegt málverk af helztu friðarvinum heimsins, þar á meðal íslendingi. Sama sumarið, sem Nikulás Rússakeisari sendir friðarboðskap sinn út um heiminn, birtist á hinni merku listasýningu í Parísarborg ein- kennilegt málverk af helztu styrktarmönnum hinn- ar göfugu hugmyndar um »frið á jörðunni*. Það er málarinn Henri Danger, sem hefur dregið upp á feiknastórt lérept göfugustu menn- ina í þjónustu friðarins frá elztu tfmum og allt fram á vora daga. Að baki til er ímynd fomaldarinnar, sem sólin rís bak við og í árdagsmóðu tímans sjást óglöggt og eins og með dýrðarblæ fyrstu friðar- hetjur heimsins, óljósir eins og sagnimar um þá, Konfúslus, Búdda og síðan aðrir fomaldarmenn, svo sem Aristides og Plató, Cicero og Markús Antonius, miðaldarmenn, svo sem Dante, seinni alda menn svo sem Kant, Mirabeau, Rousseau og loks vorrar aldar höfðingjar: Gladstone, Cleve- land, Camot, skáldsagnahöfundurinn Bertha von Suttner, Nobel hinn sænski o. fl. En innan um stórhöfðingja, svo sem Hen- rik 4. Frakkakonung, Leopold 1. og Alexander 3. hefur íslenzkur prestur hlotið sæti. Það er skáldsöguhöfundurinn okkar, séra J ó n a s J ó n- asson, sem situr fremst og lengst til vinstn handar við hliðina á friðarvininum danska, Frið- rik Bajer. í tímaritinu: »Hver ottende Dag«, er lítil mynd af málverkinu og má í stækkunar- gleri sjá greinilega andlit skáldsins okkar. Ritstjórí Þjóðólfs telur það llklegt, að frakkneski málarinn hafi þekkt séra Jónas af viðkynningu við sögu- skáldkonuna Berthu von Suttner, en annars mun Þjóðólfur flytja síðar nánara um þetta atriði. v y. Strandferðabáturlnn .HÓLAR*, (skipstj. Öst-Jacobsen) kom hingað í gærmorgun úr síð- ustu ferð sinni austur og norður um land á þessu ári. Hefur bátur þessi (eins og »Skálholt«)hald- ið prýðisvel áætlun sinni þetta árið, enda hefur hvorki ís né aðrar tálmanir hindrað ferðimar. Með »Hólum« kom margt kaupafólk af Aust- fjörðum, eitthvað á 2. hundrað. — Fiskafli þar eystra sagður fremur tregur, enda skortur á síld til beitu. Tíðin mjög góð til sveita, og hey- skapur í bezta lagi. Húsbrunar. Hinn 23. sept. brann veit- ingahúsið í kaupstaðnum á Fáskrúðsfirði alger- lega til granna, en ýtnsum munum var þó bjarg- að úr því. — Hinn 15. þ. m. brann upp til kaldra kola á stuttri stundu íbúðar- og verzlun- arhús Gísla kaupmanns Hjálmarssonar a Nesi í Norðfirði, og varð mjóg litlu bjargað. Húsþetta var stórt og skrautlegt. Hefur eflaust verið vá- tryggt. — Á Sauðafelli 1 Dölum að Bjamar sýslu- manns Bjarnarson, brann fyrir skömmu gamli bærinn þar með allmiklu af vetrarforða sýslu- manns m. fl.,. en íbúðarhús sýslumanns (úrtimbri) tókst að verja fyrir brananum. Ei að slður er skaðinn talinn allmikill. Jarðskjálptakippur allsnöggur kom hér 1 fyrra kveld um ki. 9, einhver hinn snarpasti, er hér hefur orðið vart við, síðan 1 hitteð fyrra. f Hinn 15. ágúst þ. á. andaðist merkiskonan Þórunn Eindrsdóttir frá Hringsdal. Hún var fædd 4. desbr. 1817. Hún var dóttir séra Einars Gísla- sonar, sem þjónaði Selárdalsprestakalli í 52 ár, (f 1866); hans faðir séra Glsli Einarsson, er þjón- aði sarna prestakalli í 48 ár, bróðir ísleifs yfirdóm- ára á Brekku; kona séra Einars var Ragnhildur dóttir Jóns bónda Jónssonar frá Suðureyri í Tálkna- firði, systir Þorleifs kaupm. Jónssonar frá Bildu- dal, og var hún móðir Þórunnar sál. en móðir séra Einars, en kona séra Gísla var Ragnheiður eldii Bogadóttir frá Hrappsey. Þórunn sál. giptist 31. okt. 1840 Gísla Árnasyni hreppstj. frá Neðrabæ í Selárdal, bróð- ursyni séra Einars; með manni sínum eignaðist hún 16 mannvænleg börn; af þeim lifa 11 móður sína: Ragnhildur, Einar í Hringsdal gullsm. og fyrv. hreppstjóri, Bogi bóndi sama st., Árni bóndi fyrv. oddviti á Kirkjubóli, Guðrún kona Teits bóndftíViðey,KristínkonaJóhannesarÞorgrímsson- ar dbrm. áSveinseyri, RagnheiðurkonaGíslabónda Jónssonar á Flfustöðum, Marla kona Elíasar Jóns- sonar i Hvestu, Þórunn kona Friðriks bónda í Hvestu, Rannveig ekkja séra Jónasar sál. fr^ Sáuðlauksdftl og Jón Steinholm gullsm. 1 Norð- ur-Botni. ' Þórunn sál. var trúföst og trygg eiginkona

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.