Þjóðólfur - 11.11.1898, Page 1

Þjóðólfur - 11.11.1898, Page 1
ÞJOÐOLFUR. 50. árg. Reykjavík, föstudaginn 11. nóvember 1898 Nr. 53. Myndabladið, sem dtti að fylgja afmœlisblaði Þjóðólfs er ekki enn komið frd Kaupmanuahifn. Frummyndirnar votu sendar héðan til Hafnar l næstliðnum júnimdnuðt og paðan til Vínarborgar, en komu aptur paðan til Hafnar, fullbúnar undtr prentun seint i júlí. Atti myndablaðið svo að koma hingað með Laura Q.f. m., svo að tíminn vittist tiægur til pt entunarinnar. Að líkindum kemur pað nú með sidustu ferð „Laura“ 26. p. tn,. og verður pd sent 'óllum skilvísum kaupendum Þjóðólfs (sbr. auglýsingu í afmœlisblaðinu). Að öðru leyti er pyðingatlaust að gera hér frekar grein fyrir, hvers- vegna myndirnar komu ekki í tœka tið. En útgef- ■andanum er pað ekkj að kenna, svo mik’ð er vist. Ferðasaga séra Matthíasar frá Noregi og Danmörku síðastlið- ið sumar, hefst í næsta blaði Þjóð- ólfs. Vítaverður ósiður. (Niðurl.). í prestakalli því úr Strandasýslu, er vér höfutn manntalsskrá frá eru tiltölulega fá hneyksl- anleg tvínefni eða fleirnefni, því að nafnið Finnfríður Jóhanna er ekki svo afleitt. Lak- ari eru sum einnefnin í þessu prestakalli t. d. Franklín, Herselía, Jóney, Jónný og Sigur- lína, sem er mjög almennt nafn, eigi að eins í þessu prestakalli, heldur víðar á landinu. Nöfnin Elínbjörg, Magndís og Magnfríður eru eigi viðkunnanleg, en margur samsetningur er þó verri en það. Eptir því sem ráða má af nöfnum í þessu prestakalli í samanburði við Dalasýsluprestakallið, þá eru miklu færri •ónefni í Strandasýslu en í Dalasýslu. íísa- fjarðarsýslu eru nöfn manna víst fremur and- hælisleg, en þaðan vantar oss skýrslur, svo að vér getum ekki tekið neitt sýnishorn þaðan. Þá kemur Skagafjörðurinn. í einni sveit þar eru t. d. karlmannaheitin : Baldbjörgvin, Dúi, Jón Björgvin og Frímann Viktor (tví- nefni), og kvennmannaheitin: Björnonía, Bald- vina, Magnúsína, Nýbjörg, Sveinsína o. s. frv. Þesssi kvennmannaheiti á „ína“ og „ía“ eru afaralmenn um land allt (sbr. Jón- ína) og eru þau bæði ljót og óíslenzkuleg. Endingin »a« er samkvæmari eðli málsins, en fer opt illa aptan við karlmannanöfn t. d. Guðrnunda, Jóna, Einara, Skúla o. s. frv. í einu prestakalli í Eyjafirði. er vérhöf- um skýrslu úr, eru tvínefni alltið og eigi smekk- leg, t. d. karlmannaheitin Jón Rósenberg, Ferdínand Charles (Randvesson) og Randver Charles (Jóhannesson), og er undarlegt, að fólk skuli gefa börnum jafnóeðlileg og af- káraleg nöfn. Það á víst að vera eithvað „fínt", að tildra útlendum nöfnum á veslings barnungana. Gömul, íslenzk nöfn eru að Hkindum eigi orðin nógu vegleg á þessum tímum eða svo er að sjá. í þessu sama presta- kalli (íEyjatirði) eru og kvennmannaheitin: Al- bína og Guðjónía, og tvínefnin: Arnína Jónheið- ur, Jónína Petría, Frímannía Margét o. s. frv. Nafnið Albína kemur og fyrir í Norðurmúla- sýslu. Þar [í einu prestakalli) eru t. d. kvennmannaheitin: Salína, Conradína, Dór- hildur, Björglín o. fl. og karlmannaheitin Hilmar, Valdór, Mensalder og Anton Wey- wadt (Ólafsson). Eptirtektavert er það, hversu gjarnt fólki er að koma rómversku mánaðaheitun- um að í nöfnum. Menn þekkja, hversu Júlí- us og Agúst eru almenn nöfn, og þau hneyksla ekki, af því að menn hafa vanizt þeim, en þau eru í sjálfu sér engu betri en t. d. nöfn- in Apríl eða Maíus eða Febrúaríus, og er sízt fyrir að synja, að þessi nöfn séu til hér á landi, þá er menn vita, að til er Óskar Janúríus (Janúaríus hefur líklega þótt oflangt). Þetta nafn er í Húnavatnssýslu. Til eru og nöfnin Júníus(í Arnessýsln) og Nóvember (Dið- rik Nóvember og Ottó Nóvember), og Ólöf Oktolína norður í Eyjafirði, svo að það eru eigi svo margir mánuðir, er eigi hafa verið notaðir sem skírnarnöfn. Þetta, sem hérhefur veriðtalið, eru aðeins örfá dæmi úr fáum héruðum, en þótt þau séu ekki fleiri, munu þau nægja til að sýna, hversu máli þessu er nú varið, og að eigi er vanþörf á að víta þennanósið, er fer svo í- skyggilega í vöxt ár frá ári. Fyrsta og bezta ráðið til að ráða bót á þessu hneyksli —skrípanöfnunum,— er að gera þau hlægi- leg, því að háð og spott svíður sárast. En þetta lagast auðvitað ekki nema með all- löngum tíma, svo rótgróið, sem það nú er orðið. Það þarf að komast inn í meðvitund þjóðarinnar, að það sé „fínna“ og fallegra, að láta börnin heita góðum og gildum forn- norrænum r.cfnum, heldur en einhverjum út- lendum og afkáralegum nafnskrípum, þótt einhverjir konungar eða keisarar beri þessi nöfn. Og vér þurfum heldur eigi að sækja nöfn vor til Forngrikkja eða Rómverja. Þau sóma sér sjaldan vel á íslenzkum mönnum. Það er örskammt síðan (um 1880—90), að bóndi einn í Arnessýslu varð svo hrifinn af atorku Xenófons, er hann las „Austurför Kýrosar", að hann lét barnið sitt heita Xenó- fon, og það báru sveitamennirnir fram „Ex- enófon". Það barn dó kornungt og síðan vitum vér ekki af neinum íslenzkum Xenófon. Vér vitum ýms dæmi þess, að margir prestar fyr og síðar hafa gert það, sem í þeirra valdi hefur staðið til að hnekkja þess- um ósið, og tekizt það í sínum prestaköll- um, og ef allir prestar legðust á eitt í þessu, og sýndu almenningi fram á, hversu skrípa- nöfn séu hneykslanleg, þá mundi þetta brátt lagast, og falleg nöfn koma í stað hinna hneykslanlegu, því að það er víst mest sprott- ið af vanþekkingu og smekkleysi, að fólk skírir börn sín slíkum nöfnum og prestarnir eiga að leiðbeina sóknarbörnum sínum í þessu sem öðru, en afvegaleiða þau ekki eða styðja óvandann. Af því að vér hugsum oss að hafa vak- andi auga á þessu máli eptirleiðis, viljum vér mælast til þess, að greindir menn og gegnir sendu oss ofuritla skrá yfir lökustu skrípa- nöfnin, sem til eru í þeirra sveit, og mun svo verða birt ágrip af þessum skýrslum, öðrum til viðvörunar, án þess heimildarmanna sé getið, til þess að sjá, hvort það hrífur ekki til að sporna ofurlítið gegn þéssari heimsku. Það má til að stinga duglega á kýlinu, og það þarf enginn einstakur maður að firtast, þótt nöfn nákominna manna sjáist í þessu sambandi á prenti, því að það eru ekki einstakir menn, heldur þjóðin öll, sem hér á hlut að máli. Það er henni allri til hneysu, að þessi ósiður festi dýpri rætur, en hann hefur þegar gert. Að lokum viljum vér skora á alla for- eldra (og presta, að svo miklu leyti, sem þeir geta við ráðið), að varast óll útlend nafn- skrípi, stnekklausar og óliðlegar samsetning- ar nafna og fleirnefni, skíra börn ekki œtt- arnöfnum eða f 'óðurriöfnnm tnanna og helzt aldrei nema einu smekklegu nafni, einkutn forníslenzku eða öðru látlausu nafni. Það er enginn hörgull á þeim. Útlendar fréttir. Kaupmannahöfn, 12. okt. Eins og getið var um í síðasta bréfi mínu, var sakamál það, er höfðað var gegn sósíalistaforingjanum Holm skraddara ekki útkljáð, er hann dó. Fylgismenn hans, er gramizt hafði prettvísi hans, gleymdu þó fljótt reiði sinni, er hann var dauður, og jarð- arför hans, sem fór fram 2. þ. m., var gerð svo vegleg, að kalla mátti konungi samboð- in. Um 30,000 manna voru viðstaddir; blóm- og silfursveigar voru sendir tugum saman úr öllum áttum; verkamenn mættu hópum sam- an með merki sín og fána. Auk prestsins. sem hélt áheyrilega líkræðu, héldu tveir af broddum sósíalista ræðu við gröfina og lof- uðu hinn látna fyrir afreksverk hans. Og því verður heldur ckki neitað, hverrar skoð- unar sem menn eru, að verkamannaflokkur- inn danski á Holm mikið að þakka. Þó að hann væri opt nokkuð óþýður og tann- hvass, hafði hann sérstakt lag á að stýra þeim her, er hann hafði safnað að sér. En á fáum hefur það betur sannazt, að allt er í heiminum hverfult; fyrir nokkrum mánuðum var hann kosinn til varaforseta í bæjarstjórn- inni, rétt á eptir endurkosinn, sem fólksþings- maður f sínu gamla kjördæmi; við grund- vallarlagahátíðina í júní þ. á., gekk hann, eins og vant var, hnarreistur í broddi fylkingar undir flögrandi fánum og hvellum lúðraslætti — og svo kom mótlætið: hann varð upp- vís að prettvísi, flúði, var gripinn, varpað í fangelsi og dó þar, þjáður á sálu og líkama.

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.