Þjóðólfur - 18.11.1898, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 18.11.1898, Blaðsíða 1
Þ JOÐOLFUR. 50. árg. Reykjavík, föstudaginn 1 8. nóvember 1898. Nr. 54. Frá Noregi og Danmörku, Ferðasöguágrip Eptir MATTH. J0CHUMS80N. I Heill og sæll, minn gamli Þjóðólfur! „Heim er eg kominn og halla undirflatt" — ckki af því, að „hausinn sé veikur og maginn", heldur sakir þeirrar „slagsíðu“,sem þesskonar ferðalag veldur. Því annarsvegar vex maneskjan í sínum eigin augum við vel endaða utanlandsierð, en hins vegar, sem sé vasans megin, léttist hún optast nær tilfinn- anlega. Eg skal nú í fám orðum segja lesend- um þínum og landsmönnum mínum frá þessu mínu tveggja mánaða ferðalagi til Noregs og Danmerkur. Það var sýningin í Björg- vin, sem einkum vakti minn ferðahug; hafði eg áður komið til Björgvinar, en fyrir 26 ár- um síðan. Danmörk hafði eg séð sumarið 1885. Það er merkileg öld, sem vér lifum á; það sjá menn bezt, þegar menn koma við og við út úr kreppunni heima og líta á önn- ur lönd og staði eptir ýmsra ára millibil. Enginn nær sinni aldurshæð, sem aldrei kast- ar heimdraganum. Heimska og hleypidómar, víl og vanasvefn fjötrar og fellir flesta, sem «kki ferðast,— ferðast til að mannast og mennt- ast. Bækur geta mikla menntun veitt, ef vel eru lesnar og lærðar, en af góðum og hent- ugum nútímabókum erum vér íslendingarjaln snauðir, sem af flestum öðrum gæðum. Guð gæfi að allt uppvaxandi fólk mætti ferðast! Eg þekki enga bók, sem betur glæðir og lengir lífið, það er: dáð og vitsmuni. Fram til elli, — löngu eptir það, að menn lesasér til gagns nokkra bók eða læra nokkurn hlut að ráði heima, græðir sál og heilsa á góð- um ferðalögum. En—allt í hófi I Heimalíf og heimaskyldur eru þó hið fyrsta og helg- asta, og frá vissu sjónarmiði er fátæklegt heimili betra, en ferð á 1. káetu. Hversu skemmtileg sem ferðin er, verður þó heim- koman, ef allt er í lagi, ánægjulegasti kafli hennar. Og nú til efnisins. Við héldum fyrst ( allgóðu veðri austur á fjörðu. Hafði eg fengið ókeypis far hj á vini mínum hr. O. Wathnetil Noregsmeð skipi hans „Agli;“ stýrir þeim dreka kappinn Indriðason (Endre- sen), sem 200 sinnum hefur siglt yfir íslands- haf. Féll mér vel þar um borð, og hvergi veit eg ódýrari kost á 1. káetu en þar. Á Austfjörðum hitti eg ýmsa fornvini, en fram hjá Langanesi, hinni snotru Þórshöfn, varð eg að fara svo, að sjá ekki minn gamla spak- vitra æskuvin, séra Arnljót á Sauðanesi. Er það aðalgalli og örlagadómur allra farþiggj- enda, að þeir ráða sjaldnar sínum næturstað, en aðrir ferðamenn. Veður var bjart og svást, er vér svifum fram hjá Sauðanesi, og e.r minnst varði eimdi fyrir bjargið í móti oss hamhleypa ein og fór mikinn. Það var „tröll“nökkvi, og las eg töluna 574 ákinn- ungi hans. Svo margar skottur naga nú skerjahnútur vors hólma. Dró eg ginfaxa í lopti yfir skut skottunni, en efa þó að hrifið hafi. — Fiskur var nýgenginn < firð- ina og allir menn önnum kafnir. Ekki þykjá mér Austfirðir fegri cn Vestfirðir, þótt grös- ugri séu og betur liggi við sólu; eru fjöll þar hærri og hrikalegri, sumstaðar með sag- tennum að sjá að ofan. Spurði eg hvað það ætti að þýða, eða sá kaldi Kfnverjamúr, sem ver héraðið fyrir fjörðungunum; en enginn svaraði. Er það grátlegur frágangur hjá nátt- úrunni, að hvorki skuli til vera mennskra manna færi niður til fjarðanna úr hinnifögru uppsveit, né heldur nokkur höfn fyrir Hér- aðsflóanum. Er þeim Austfirðingum sýnd gæs, en ekki gefin, þar sem Héraðið er; Vest- firðingar eiga aptur ekkert upphérað, og er þeim það betra að því leyti, að sá grætur ekki gull, sem aldrei átti. Þó skal varlega ásaka „náttúruna". „Hún agar oss hart með sín ísköldu él, — segir Steingrímur, — en á þó til blíðu: hún meinar allt vel. Rétt er það. Hún mun opt hiafa hvíslað að þeim Austfirðingum og sagt: „Eg meina það vel með torfærurnar, og kyssið á vöndinn! Ver- ið samtaka og sigrið mig; ykkur byrjar að vaxa, en mínu rfki að minnka, Leggið veg yfir ykkar Fagradal, og hættið heldur ekki við þennan óláns-ós, heldur áfram í smérið, og upp, því annars veltið þið!“ — Allt er framtíð á Austfjörðum, fortíðin er sem núll. Þeir eru nýnumið land, og hvergi sá eg ætt- lerasvip þar í fjörðunum, heldur sýndist mér hver maður þar öðrum rösklegri. — einkum af útvegs- og kaupmannaflokkinum. En mest er hið nýja líf Norðmönnum að þakka, og og þá fyrst og fremst kappanum Otto Wathne og bræðrum hans. Það er undursamlegt, hverju sá rétti maður afkastar; — ekki að sá eða sú sé fullkominn og því síður það, að allir skilji hann eða unni, heldur felst í per- sónu manna og atferli þetta — þetta stóra og staka, sem veldur því að um skiptir. Eg hygg, að Kjartan Ólafsson hafi bæði verið fræknari maður og betri sundmaður en Ó- lafur Tryggvason, en mönnum þótti, þegar frá leið, óþolandi að færa Láfa ekki feti framar. Hversvegna? At því Kjartan var ekki sá kallaði, ekki sanna mikilmennið, held- ur var það Ólafur. Hin nýju hús þeirra „Vathnanna'* eru hin langdýrustu þar eystra og mun hús Ottós ver^ bezt gerð íbúð hér á landi. Hús Friðriks VV, á Reyðarfyrði, er þó enn prýðilegra utan að sjá. Seyðisfjörð- ur er uppgangsbær, en mjög sundurskiptur í parta, sem kunnugt er; gerir það samheldn- ina í bæjum all-torvelda í landi, þar sem skæðar tungur hafa sagt, að sundurlyndið hafi set'ð í öndvegi 1000 ár, 3 mánuði 2 daga 2 stundir, 29 mínútur og 59 sekundur! Kaupskapardugnaður sýnist hvergi á voru landi jafnmikill og á Austfjörðum. Þeir gömlu herrar 0rum & Wulff hafa verzlun nálega á hverjum firði, þakka menn það nokkuð fulltrúa þeirra Bache, sem bæði þyk- ir ötull og framsýnn, og verzlunarhús og bryggjur hefur hann byggt bezt og ríkmann- legast hér á landi. En allra þeirra verzlun ættu Austfirðingar sjálfir að eiga og reka með tímanum. Ólánið er, að oss vantar í landinu stétt, kaupmannastétt með hlunnind- um og réttindum ; svo iengi sem hana vant- ar verða innlendir menn ávallt undirlægjur út- lendra ríkis- og dugnaðarmanna. „Félögin" eru og verða millibilskák, sem litla framtíð á, en góð til að kenna oss stafrofið. Á Eskifirði fann eg marga kunningja: fyrst konsúl Tulinius og hans rösku syni, einkum Axel sýslumann. Biskupinn, tengdafaðir hans var þar á ferð, en við fórumst á mis. Eg fann þar og góðan fornvin frá Höfn: Jón kaupmann Magnússon (frá Grenjaðarstað) svo og hina nýju kaupmenn Friðrik Möller og Carl Schiött, og tóku mér allir vel. Ept- ir það þekkti eg engan mann þar á höfn- unum, nema séra Lárus Halldórsson, sem eg heimsótti. Hann er atgervismaður og klerk- ur hinn bezti, en staða hans óhæg á slíku landi. Á Norðfirði leizt mér vel á mig, þvf þar er hýrt og grösugt hið neðra, en ótal steintröll, sem drepizt hafa af olbirtu, standa í röð- um á fjallabrúnunum og skýla byggðinni. Þar á höfninni lá nafni minn og frændi Þórðarson með skip sitt og jós upp fiskin- um. Hann er ungur maður og áræðinn, Úti fyrir Fáskrúðsfirði lágum við sólarhring í þoku; er hún hið versta forað og fer ekki undan nema stóráheitum. Urðum við að heita að gefa 8 kr. í silfri hinum aumasta sjúkling á Akureyrarspítala. Þá fyrst rofaði í Skrúðinn, sem er 4—500 feta há, strút- mynduð, grasgræn eyja i ijarðarmynninu. Á Búðum í Fáskrúðsfirði, taldi eg yfir 40 timburhús, enda eru þar 3—4 verzlanir, franskur spítali og fl. í fæðingu. A Stöðv- arfirði er líka verzlun. Að Berufirði komum við um nótt, stóðum stutt við og létum þá

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.