Þjóðólfur - 18.11.1898, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 18.11.1898, Blaðsíða 3
2IÓ ur að sögn. Pappi þessi, sem mun hafa kostað um 10,000 kr. í allan spítalann, er ólíkur öðr- um veggjapappa, er hér hefur sést, miklu þykkri og lítur dável út, en mun lítt eða ekki reyndur áður. Samskonar pappi er í Stýrimannaskólan- um nýja, og er nú þegar látið mjög illa af hon- um. Virðist engin vanþörf á, að landstjórnin, sem á að hafa veg og vanda af byggingum þess- um, athugaði þetta, enda mun því síðar hreyft rækiiegar, þá er frekari reynsla er fengin. Gæti svo farið, að hinn veglegi, spítali yrði landinu þung og ískyggileg hefndargjöf, en eigi dásamleg náðar- og líknargjöf, eins og hann hefði átt að vera samkvæmt tilgangi sínum. Aðrar skemmdir, en þegar hafa veriðnefnd- ar urðu hér nokkrar í ofviðri þessu. Timburhús stórt, er W. Ó. Breiðljörð kaupmaður var að reisa suður í Kaplaskjóli ýttist af grunninum og skemmdist svo stórum, að líklega verður að rífa það, er uppi stendur, — Þiljubátur lítill, er Tryggvi bankastjóri hafði nýlega keypt brotnaði að mestu hér í fjörunni, og nokkrar skemmdir urðu á öðrum bátum, en eigi stórvægilegar. Að líkindum hefur ofviðri þetta valdlð skemmdum víðar hér sunnanlands á skipum og ef til vill heyjum, þótt enn haíi ekki spurzt. Jörðln Sreiðholt í Seltjarnarneshreppi, eign dómkirkjunnar, hefur verið seld Englendingn- um mr. Payne fyrir 10,500 krónur, sem settar eru á vöxtu í Söfnunarsjóðnum, en dómkirkju- presturinn nýtur aðeins vaxtanna. Þessi mr. Payne, sem áður keypti Elliðaámar af H. Th. A. Thomsen kaupmanni fyrir 54,000 krónur virðist vera farinn að gerast ásælinn til laxveiði og landeigna hér í grennd við Reykjavík, og getur það orðið dálítið athugavert, að láta útlendinga, sem eigi eru búsettir hér, ná eignarhaldi á stór- um landspildum hér rétt við bæinn eða reyndar hvar sem er annarsstaðar á landinu. Þettaþyríti þingið að athuga, því að það er alvarlegt mál. En taki þessir útlendingar, sem iand kaupa, sér bólfestu hér, þá er állt öðru máli að gegna. Mannalát. Hinn 1. þ. m. andaðist að Hala í Holtum séra Jón Brynjólfsson uppgjafa- prestur frá Kálfholti, nálega 89 ára gamall, fædd- ur í Kálfholti 19. nóvember 1809, Voru for- eldrar hans: Brynjólfur prestur (-J* 1851) Guð- mundsson prests í Kálfholti Bergssonar og Mál- fríður Benediktsdóttir frá Ámanesi 1 Hornafirði Bergssonar, og voru þau hjón bræðrabörn. Séra Jón kom 1 Bessastaðaskóla 1824 og útskrifaðist þaðan 1831, ásamt Konráði Gíslasyni, Eggert Briem o. fl. Varð hann stúdent, einu ári fyr en náfrændi hans og mágur séra Benedikt Ei- ríksson (útskr. 1832), sem nú er elztur skólageng- inna manna hér á landi, og þrem árum eldri en séra Jón. Séra Jón bjó nálega 40 ár em- bættislaus, lengst í Háfshól í Holtum, unz hann vígðist í sept 1870 aðstoðarprestur séra Stefáns Helgasonar Thordersen í Kálfholti, er var 20 ár- um yngri en aðstoðarprestur hans. Var séra Jón þá kominn á sjötugsaldur, og mun það alveg eins dæmi hér á landi, að nokkur hafi vígzt svo gamall til prestsembættis. 1877 fékk séra Jón veitingu fyrir Stóruvöllum á Landi, en fór þang- að aldrei og hafði s. á. brauðaskipti við séra Guð- mund Jónsson, er fengið hafði Kálfholt, þannig, að séra Guðmyndur sat kyr á Stóravöllum, en séra Jón tók Kálfholt, og þjónaði því 9 ár, lét af prestsskap 1886, og flutti litlu síðar að Hala til Þórðar alþingismanns Guðmundssonar, ásamt konu sinni Þórunni Bjarnadóttur hreppstjóra frá Sandhólaferju Gunnarssonar, er hann kvæntist, 14. júlí 1838. Dvöldu þau hjón þar bæði til dauðadags, við beztu aðhlynningu, en Þómnn er látin fyrir 6 árum. Eigi áttu þau séra Jón börn saman. Var hann mjög hrumur til heilsu síðustu árin og hafði eigi ferlivist. Hann var góðmenni og spakmenni og jafnan mjög vel lát- inn. Hinn 30. f. m. andaðist Eiríkur Ketilsson sýslunefndarmaður og fyrv. hreppstjóri á Járngerð- arstöðum í Grindavík eptir langa legu, 36 ára gamall (f. 7. ágúst 1862). Hann var sonur merk- isbóndans Ketils Ketilssonar í Kotvogi. Var einn vetur (1877—78) í lærða skólanum, en hætti við nám, kvæntist 7. nóv. 1887 Jóhönnu Einars- dóttur bónda í Garðhúsum í Grindavík Jónsson- ar; áttu þau hjón saman 4 börn og lifa 3 þeirra. Hinn 13. þ. m. andaðist hér í bænum Þór- un Halldórsdóttir ekkjaKristjánsbóndaVemharðs- sonar, er lengi bjó í Hreiðurborg í Flóa, en móðir Bjöms kaupm. Kristjánssonar, 73 áragöm- ul. Faðir hennar Halldór hreppstjóri Guðmunds- son í Þorlákshöfn og síðar á Egilsstöðum í Ölfusi var systurson séra Sæmundar Einarssonar á Ut- skálum, föðurföður Lárusar Snorrasonar kaup- manns á Isafirði og þeirra systkina. Hinn 5. október síðastl. andaðist að heim- ili sínu Ósi á Skógarströnd Sigurdur Jóseþsson Hjaltalín, 76 ára að aldri, fæddur 7.júní 1822. Foreldrar hans voru merkishjónin, Jósep Jóns- son Hjaltalín og Solveig Signrðardóttir, er bjuggu á Valshamri á Skógarströnd. Var Jósep sál. son- ur séra Jóns Oddssonar Hjaltalín, síðast prests á Breiðabólstað á Skógarströnd, en bróðir þeirra landlæknanna Jóns og Odds Hjaltalíns. Sem bóndi dvaldi Sig. sál. ýmist á Skógarströnd, Eyrarsveit, eða í Húnavatnssýslu (Miðfirði og Víðidal). Búskaparstörfin stundaði hann með atorku, forsjálni og ráðdeild. I opinberum störf- um tók hann mikinn þátt, bæði sem hreppstjóri, sýslunefndarmaður og í hreppsnefnd, og voru til- lögur hans hvarvetna mikils metnar, enda var hann greindur vel, fróður um margt og vel hag- mæltur. Sigurður sál. fylgdist vel með í stjórn- málum vorum, var síungur i anda og unni mjög öllum sönnum framforum. Hann var þríkvænt- ur og varð 12 barna auðið, 5 eru á lífi, öll hin mannvænlegustu: Helga, kona Jóns skipstjóra á Ósi, Jósafat snikliari í Stykkishólmi, Karólína, kona Lárusar Lárussonar verzlunarmanns í Ólafs- vík, Guðrún, gipt kona í Ameríku og Sigurður unglingspiltur á Ósi.— (J-H) Badhúsid verður fyrst um sinn opið 3 daga í viku sunnudaga, miðvikudaga og laugardaga. Þó geta þeir, sem æskja, fengið böð aðra daga, en þá verða þeir að biðja um þau daginn áður hjá. H. Ó Magnússyni, Austurstræti 6. 124 farinn að verða mæðinn. Það var að vísu ekki mikið, en það mátti ekkert vera. Hvfldin var búin og við fórum aptur saman. Eg horfði á þennan stóra og laglega mann, sem andaði alveg reglulega og var alveg ósveittur. Eg sá, að hann réðst á mig og eg hugs- aði þá einungis: „Nú verð eg að sigra hann í einu. í einni at- rennu verður það að leiðast til lykta, annars verður þú yfirunn- Inn". Eg bjó mig til atlögu og réðst á fantinn, en hvað s/ðan varð veit eg ekki, — eg veit það sannarlega ekki. En þarna lágum við báðir, hann undir og eg ofan á. Hann varðist þess að koma með bakið við gólfið og eg sá,að ef eg linaði á takinu eitt augnablik, þá væri úti um mig og hann mundi losna og ef lengi stæði á því, þá mundi hann vera úthaldsbetri. En það var þó réttara að eg sigraði, því ef hann sigraði, hefði eg verið talinn lygari og hefði þar að auki smánina af því, að hann var læri- sveinn.minn. Þá datt mér í hug, er við lágum þarna, hvað N>gger'.Þm hafði gert í Philippsville og eg fannj.tð eg gat ekki þolað þetta lengi. Ó! guð minn! Eg hefði heldur viljað deyja en að hann sigraði mig. Ó, og þá gerði eg það. Eg ætlaði einungis að svæfa hann, eg vissi, að hægri hönd mfn hefur enn aldrei brugðizt, þegar eg hef viljað, og eg .... eg ... . tók um ennið á honum .... alveg úti við leiktjöldin, svo að hann gat ekkert vikið sér við, ýtti honum áfram, en sneri höfðinu á honum, sífellt aptur á bak lengra og lengra. Það korraðiíhon- um, já, það korraði — og ahorfendurnir æptu og orguðu. Eg veit ekki hvað varð, eg veit ekkert. En eg sleppti ekki fantin- um. Hægri armur minn var enn óbilaður og varmennið hefði ekki getað haldið mér svo, sem eg hélt honum þá. Hann spark- aði með fótunum, reif föt mfn f hengla og loks sleppti hann al- veg. Jeg hafði snúið höfuðið alveg aptur á bak á honum. Það 121 hafði einungis átta daga til undirbúnings. — Það var enginmein- ing í því — Eg hlaut að bfða ósigur. Eg óttaðist að eg væri ekki nægilega undirbúinn. — Veðféð var ákveðið ioœ mörk (900 kr.) Við áttum þrisvar að ganga saman og eigast 10 mín- útur við í hvert skipti, en hvílast á milli í 5 mínútur. Eg sá ekki Plötz áður, eg vildi heldur ekki sjá hann. Það getur vel verið, að eg hefði hrækt í hann, þorparann, sem ætlaði að stela æru minni, sem eg hafði svo mjög barizt fyrir. Við hittumst á bak við Ieiktjöldin. Hann var þegar kom- inn á undan. Það var rétt af honum. Hann var nú 34 ára, einmitt á bezta aldri. Þegar hann kannaðist við mig roðnaði hann. Hann hefur víst ekki búizt við, að eg væri í Berlín. Eg gekk til hans og sagði blátt áfram: „Plötz, segðu sannleikann, hefur þú nokkurn tíma sigrað „Kanada-Karl"? Hann svaraði ekki, förunautur hans gekk á milli okkar og bannaði mér að segja neitt. Eg mátti ekki tala við mót- stöðumann minn, áður en við færum saman. Leikhússtjórinn sagði hið sama og hélt, að það gæti ef til vill orðið til hneykslis. Þá hugsaði eg: „Eg skal þá sýna þér, drengur minn, að „Kanada-Karl" hefur verið kennari þinn og getur verið það enn!“ Þegar eg gekk fram á leiksviðið, var eg sannfærður um, að eg mundi sigra hann, eins og fyrir átta árum. Húsið var troðfullt og eg vissi, að vinir mínir og kunn- ingjar hlutu að vera þar, en eg sá þá ekki, eg hugsaði einung- is um bardagann. Gömlu glímufötin mín gat eg ekki lengur notað, eg var orðinn svo gildur og varð því að fá mér önnur ný hjá Gillet í Friðriksstræti. Lcikhússtjórinn las upp skilmálana, eins og siður er til..

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.