Þjóðólfur - 18.11.1898, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 18.11.1898, Blaðsíða 2
214 í haf. Á Vestmannahafnarsundinu í Færeyj- um lentum við aptur f þoku og lágum þar bundnir 20 stundir. Síðan var veður bjart og nenni eg ekki að tefja frásögnina á meiru Færeyja-tali. En það segi eg, að sé nokk- urt land hér í heimi til, eða þjóð, sem okk- ur sé vorkunnarlaust að bjóða byrgin og hlífa ekki, þó „diplomatfkin" ekki væri svo ýkja hrein, þá eru það Færeyjar. Mætti þar hálft ísland vel byrgja sig upp annað hvort ár með blautfiski, en skattgilda „grindina" eða taka ella og setja í súrt! En aðr- ir meina, að við hingað til höfum hvergi nærri sýnt þeim frændum vorum nægilega velvild og virðingu. Má margt af þeim læra; eru þeir að öllu samtöldu leiknari og þoln- ari sjómenn og fiskimenn en við, en líka manna vandaðastir í viðskiptum, og engir ættlerar. Fyrir austan eyjarnar horfðum við á hvalveiðara, er var að vinna á heljarmiklum „fiski“. Það var reyður. Skall á hennihvert sprengikúluskotið á fætur öðru, en þó hljóp hún í hálftíma eða lengur með skipið, eins og trylltur hestur með tóman sleða, og „bakkaði" þó skipið með vélinni allt hvað aftók. Hinn 19. ágúst árla sáum við gamla Nor- eg; var það eyjaklasinn úti fyrir Norðhörða- landi, er oss bar að, og héldum við skömmu síðar fyrir Hólmann grá, þar sem Slembir var fangaður og drepinn, og minntist eg kveðlinga ívars Ingimundssonar: „Hraut í stöngum þars hildingar vanir við víg vápna neytto; slitnaði friður frænda miðli guður geisaði, gekk Hildr saman, — og þat telk illa er jöfurr skyldi kynstór koma í kvalar slíkar Tekur Sigurði slðan engi maðr röskvari um meðalkafla". All-löng er innleiðin til Björgvinar, og fríkkar eptir því sem eyjar og hlíðar verða grösugri og skógríkari; liggur leiðin inn hjá Aski og tekur þá skjótt við Vogurinn hinn nyrðri, aðalhöfn borgarinnar. Askur er all- stór ey. Þar heimsótti Egill gamli kunn- ingja sinn signor Bergönund, og optlega er þeirra eyja getið. Víða sér í bergið hvítgrátt innan um grenið, því allt berg er þar frumberg eða granít. Brot úr menning- arsögu íslands. [Úr annál eptir Björn Bjarnason á Brandsstöðum í Blöndudal: Lbs. 3i68vo]. Það er kunnugt, að eptir brunafellirinn 1784 komu mikið góð ár allt til 1791, en þá voru skepnur svo ofúr fáar, en grasvöxtur mjög œikill, því allt graslendi var yfirþakið með sinu, svo menn fundu lítið til, þó snjóskorpu gerði eður gróðurlítið yrði, og jafnvel þó manneklan væri ógnarleg og flestir bændur einyrkjar, var atorka, dugnaður, iðni og sparsemi brúkuð, hafi það nokkum tíma verið. Allir menn, er gátu borið sig, fóru vestur til sjóróðra kringum Jökul, en ei suður. En konur og unglingar hirtu skepnumar. Allar hendur, sem til nokkurs liðs voru, unnu að prjónlesi; það var nú kaupstaðarvaran; sokk- ar vel stórir á 9 skildinga, ull var mjög lítil og tólg brúkuð til matar, mjöltunna 4—5 rdl., en rúg flutt- ist lítið; þá voru fáar kvarnir, þó hreppur hver ætti eina kvöm, og einstöku fóru nú að búa þær til, helzt sunnanlands, en ofur-dýrar útlend- ar, og sem minnst var nú keypt af óætum, út- lendum vörum. Kúpeningur fjölgaði óðum, sauð- fé miklu tregara, og mörgum urðu hrútlömb fleiri; allra bágast var að fjölga hrossunum, en tamin og brúkuð vom þau á öðm ári. Mikið mein gerðist af þvl, að hey var of lítið að ala skepnur á eptir vild sinni, þó það mörgum vel tækist, einkanlega var lftil taða, misjöfn aðferð og hagnýting áburðarins, klíning brennt, en sauða- tað vantaði, máske hrísi lítið hlíft o. s. frv. En svo var skepnum vel gefið, sem vit og heyföng vora til, en úrgangi máske sumstaðar ómælt brennt, því bezt þurfti að ala hrossin, þau gerðust líka ótrúlega væn, ei minna á lagt, en tólf fjórðunga fiskabaggar með þungum reiðing og ofan í milli og mjöltunna í bagga úr kaupstað. Undarlegt var það, að fjallagrös níddust í brananum, en kræðan ekki og gekk fólk fram á heiðar og tók mikið af henni á stuttum tíma, og lagði 1 stóra bagga; hún fór að niðast, en grösin spruttu lítt i 3 ár. Fiskiafli var hér norðanlands vor og haust, hvar sem útræði var, þá ei bannaði haf- isinn. Vindhælishreppur var líka á þessu tima- bili talinn langbeztur að efnum og búnægtum i Húnavatnssýslu og Fljótin í Skagaf.sýslu. Þessar sveitir höfðu fénað, sem þær fremri, og þar með marga duglega formenn, er áttu eptir því væn og ei allfá skip. Sú önnur orsök: optast góður sjávarafli. Þegar lengi var íslaust, aflaðist vor og haust rétt vel hér á Skaga og ströndinni. A Hafnabúðum voru 12—18 sjóbúðir og ein skips- höfn í hverri, vora formenn af ströndinni og framan úr sveitum, hver sem farið gat frá heim- ilum reri ytra, og aflaði á vorinu 5—6 hundr. af stórum þorski, nokkuð smáþyrsklingi með og heilagfiskislimum, og á haustin x—3 hndr. mest af þorski, sem allt var heimflutt, og munaði þá um aðdrátt þennan, sem áttu skip og nokkra menn á, það sá llka á Vindhælishreppsmönnum, er flestir voru auðugir eður vel megandi, svo í tali var 1784, að hann einn gyldi sýslugjaldið eptir Húnavatnssýslu. — Eptir því sem megun fór fram, og um fleiri skepnur var að hirða, lögðust af verferðir vestur, sem gerðar voru að liðnum jólum, til þess að ná vetrarvertfð, er byrj- aði eptir þrettánda, og náði til páska, því vorvertíð hófst eptir páska, og um aldamót mátti kalla af lagt til sjóróðra vestur að fara, en samt keyptu flestir fisk þaðan, því sunnan netfiskur þótti lítt ætur, hjá þeim góða hjallþurkaða vestan-freð- fiski og ýsu, en sunnan-ýsan þótti mest bein og hreistur. En eptir 1792 tókust upp verferðir suður, þegar frí-höndlarinn fór að borga mikið vel þorskfiskinn, jafnvel þó ei væri gagnharður, því hann var vanalega feitur, og netfiskur gerði 30 vel vættina; bárust fyrir hann miklir peningar á landið í bankaseðlum mest, og talsverðu af nýrri silfurmynt Kristjáns VII, en áður var mest af krónumynt (einfætingum), þýzkum keisaradölum og holienzkum í landinu. — Þriðja orsök: lág útgjöldbúendanna. i.Til vinnufólks mjög lítiðkaup, vinnumannskaup 4 rdl. og ókostbær fatnaður. Vinnukonur upp á föt og fæði, fengu að eiga kind, þá betur var nokkurt silfur utan á sig, kistu o. s. frv. Ætti hún barn, var það sumstað- ar haldið reikningslítið, þá faðir gat ei með þvf gefið. En lausaleiksböm vora þá mjög fá, því nokkur peningasekt lá við, þó leysing og ráð- spjallsbætur væru að öllu burtu teknar. — 2. Landsskuldir borgaðar 1 bankaseðlum 4 rdl. 48 sk. í hundr., sem fór nú að fást fyrir tvær fiskavætt- ir. Leigum þótti lint að svara, vfða af einu kú- gildi. 3. Hreppsútsvar óvíða meir en tíundin, en borga mátti hana í gildum álnum, en skyldum ómögum var enn þrengt niður, sem mögulegt var á náunga. 4. Þinggjöld og til prests og kirkju: alin borguð með 41/? sk., 1 rbseðill í skatt og lög- mannstoll o. s. frv. Annars voru nú gjöld til presta mikið rýr, sumum af þeim gekk líka þungt búskapurinn. 5. Kaupverzlun: útlend höndlun fór nú batnandi, einkanlega á harðfiski og lýsi, ull og tólg var hér nyrðra á 9 sk. en mjöl og rúgtunna allt að 5 rdl., pijónles steig minna upp, sokkar á 12 s., vetlingar á 6 og lambsskinn, sem eru líklega óhræranleg í prís. Fjártaka var á Ak- ureyri, og ráku stöku menn sauði þangað, er komust á 3 rdl. og betur höfðu þeir beztu farið; af matvöra var nú lítið tekið: 1 og 2 tunnur á heimíli, jám eptir þörfum, steinkol 1—4 kútar, tóbak af mörgum tekið og almennt lært af sjó- mönnum, að brúka það, sem fór nú að stígaallt að tú-marki; brennivín tekið á einn kút á heimili, allur fjöldi fólks smakkaði það ekki, þó vorutil drykkjumenn, og létu flestir illa í kaupstaðnum, þjóðinni til vanvirðingar í útlendra nærveru; þessi vara komst nú bráðum á 2 mörk, frá 13 sk. taxt- anum. En það bezta við alla höndlun var, að peningar bárust nógir, þá vora þeir á lausu fyr- ir allt fémætt, sem hver hafðitil miðlunar; fé og; smjör færðist upp árlega, en sunnlenzkir keyptu væna sauði á 3 rdl. Það bar líka við, að vam- ingur var útprangaður við kvennfólk, fyrir nóg af smjöri; sfðustu árin komst ull, tólg og smjör sunnanlands á 16 sk. Ær hér í sveit á 10 og 11 mörk, gemlingar 7 mörk, væn lömb 4 mörk. Kaupafólk fór nú að koma í sveitimar nokkuð, fleira var það að vestan en sunnan, en það var helzt úrvals-fólk að dugnaði og vinnu, en kaup- gjald var allt að 3 fjórðungum, eða sauður góð- ur á viku. Kaupakonur vora sárfáar, líka var til nokkuð af lausamönnum ýmislega, og sumir græddu góðan bústofn á fáum árum, aðrir lögð- ust í svall og drykkjuskap o. s. frv. (Niðurl.) Úr höfuðstaðnum og grenndinni. [Ofsavedur. — Oddfélagahúsid fokid. — Laugarnes- sþítalinn. — Aðrar skemmdir]. Ofviðri mikið af suðvestri var hér dagana 13. og 14. þ. m., og urðu nokkrar skemmdir af því. Samkomuhús Oddfélaganna reykvíksku sunnan við tjörnina tók upp, og fuku flökin úr því langar leiðir. Eitt þeirra rakst á steinhús Einars bónda Ingimundssonar í Skálholtskoti, brautþar glugga, og fór nokkuð af því gegnum hann inn í her- bergið og mölvaði þar ofnpípu og eitthvað fleira. Fólk svaf í herberginu og var mesta furða, að það sakaði ekki. Munu Oddfélagar bæta eig- andanum þann skaða, er af þessu hlauzt. Ann- að flakið mölvaði einnig glugga á öðru húsi þar í Skálholtskoti. Voru menn um morguninn 14. þ. m. að tína saman sprekin úr húsinu hingað og þangað upp um Þingholt, Húsbúnaður, bæk- ur og skjöl Oddfélaganna, er geymt var í hús- inu, þyrlaðist og burtu að sögn, en mun flest hafa fundizt aptur, meira og minnaskemmt. Sum- ir segja og, að sjóður reglunnar hafi fokið, en það er eina bótin, að þeir félagar (12 að tölu) eru nógu vel efnum búnir til að bæta tjónið, sem eigi hefur verið alllítið. Hús þetta vár byggt eptir spánnýrri tízku, kenndri við Döcker nokkum og er hún aðallega fólgin í því, að hús- inu er krækt saman af mörgum hlutum, er svo- má taka sundur, þá er vill, og flytja úr stað, en þessi byggingaraðferð, svo »praktisk«, sem hún kann að vera, virðist eigi vera heppileg hér á landi. Það er betra, að það sé ekki neitt hrófatildur, sem á að standast ofsaveðrin hér. Önnur bygging Oddfélagareglunnar (dönsku) Laugarnesspítalínn,varðog fyrir nokkrum skemmd- um í ofviðri þessu. Fuku þar meðal annars plötur af reykháfum og lamdist ein þeirra ofaní þakið, svo að hún stóð þar föst. Heyhúsið þar við spítalann fauk nær um koll, svo að það dingl- aði á grunninum, en ekkert hey var í þvt. Ann- ars er nú þegar miður vel látið af allri þessari umfangsmiklu og marglofuðu spítalabyggingu. Það kvað meðal annars rigna (og fenna) inn um gluggana, og ofnarnir reykja svo, að bezti hangi- kjötsreykur kvað vera inni í herbergjunum, en verst er þó, að veggjapappinn virðist vera öld- ungis ótækur, og rifnar hann og gliðnar 1 sund-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.