Þjóðólfur - 29.11.1898, Side 4

Þjóðólfur - 29.11.1898, Side 4
324 Tiúsi erlendis, jafnvel hinum beztu, og er þá mik- ið sagt. A5 öðru leyti er óþarft að lýsa efui leiks þessa hér 1 blaðinu,eða framkomu hinna ein- stöku leikenda, því að sjón er sögu ríkari, og bæjarbúar munu hafa gagn og skemmtun af að sjá hann. En hvenær skyldu sumir áhorfendur geta vanizt af því að hlæja, einmitt þá er alvara lífsins og sorgleg atvik eru sýnd á leiksviði? Það er mjög hneykslanlegt, að vera sjónarvottur að slik- um skrælingjaskap. En slíktlagast auðvitað með tímanum, er menn fara að skilja það, að það sé ekki ávallt bezt eða skemmtilegast, sem hlægileg- ast sé, og það eigi ekki ávallt við að hlæja að öllu í leikhúsi. „Heimhug“ (heimþrá)nefnistnýttblað,sem stofnað var í Noregi í byrjun f. m. Ritstjóri þess er Islendingurinn Ólafur Felixsson (ættaður frá Ægissíðu í Holtum). Hefur hann dvalið lengi í Noregi og meðal annars ritað smágreinar í blað- ið »Folketidende« í Þrándheimi. Hafði einskon- ar fasta stöðu við það blað, en mun hafa misst hana við ritstjóraskipti þess nú í sumar. Þetta nýja blað hans er mestmegnis ritað á nýnorsku. Meðal ísleznkra manna, er hann segir, að riti í blaðið, telur hann Jósep Björnsson skólastjóra á Hólum og Sigurð Sigurðsson (búfræðing frá Lang- holtí ?). Einhver er nefnir sig »Waltyr« yrkir þar í blaðið, og er kvæðið prentað með afarfeitu letri. Sami »Waltyr« hefur og snúið þar á ný- norsku sögnum um Jón biskup Vídaiín, er birtust í Þjóðólfi í sumar. Hvort þetta sé dr. Valtýr Guðmundsson er ekki getið, en llklega er þetta dulnefni í blóra við hann, þótt sízt sé fyrir að synja, að dr. Valtýr sé nú einnig farinn aðyrkja á nýnorsku, því að mörgu getur hann brugðið fyrir sig. En ólíklegt er þó, að dr. Valtýr teljj Jón biskup Vídalín höfund »íslenzkra árbóka«(!) eins og gert er þarna i blaðinu. Ritstjórinn verð- ur að vara sjg á, að setja mörg slík axarsköpt í blaðið. Póstskipið ,Laura‘ kom hingað í gær, Með henni kornu: Magnús Ásgeirsson aukalæknir Árnesinga og Ragnheiður Pétursdóttir aðstoðar-, kennari við daufdumbrakennsluna á Stóra-Hrauni. Óþarfur kostnaður. % Með því að nú eru miklir erfiðleikar fyrir almenningi með peninga, er eðlilegt, að menn athugi vandlega, hvort ekki mætti fækka einhverjum útgjöldum, sem með peningum skulu greidd og koma þeim öðruvísi fyrir. Skal hér að eins bent á eitt atriði, sem ef til vill hefir óþörf peninga- útlát í för með sér. Eg hef opt orðið þess var, að mönnum finnst þung kvöð, sem fjárkláðaráðstafanir hafa í för með sér á því kláðagrunaða svæði og er hér átt við verkkostnað þann, er þar af flýtur, og borgast skal 1 peningum á manntalsþingum, en þó er það öllu tilfinnanlegra, hve lítil eða engin trygging er fyrir því, að þetta kostnað- arsama fyrirkomulag á lækningu fjárkláðans beri nokkurn verulegan árangur, sem margra ára reynsla enda er búin að sýna. Það er því eng- in furða, þótt búendur í flestum eða öllum þeim byggðarlögum, erkláðagrunsemd hvílir á, séu eigi sem ánægöastir með, hvernig þessu er hagað, en óánægjan ein í þessu efni er þýðingarlítil. Menn verða að hugsa sér pinhver ráð, er bendi á hagfeldara fyrirkomulag, ráð, sem nenn gætu gert sér vonir um, að yrðu tekin til greina, og eigi kæmu í bága við fyrirskipuð lög. Þar sem nú fyrirskipanir fjárkláðalaganna 1866 fela hreppstjórum öll umráð ogíramkvæmd- ir á lækningu^kláðans eptir fyrirmælum sýslu- manns,(og amtmanns) væri heppilegast, aðhrepp- stjórar á hinum grunuðu svæðum vildu sjá ráð til þess efunnt er að afnema öll peningúútlát, er sam- fara eru verkum þeim, sem hér er um að ræða. Til athugunar fyrir þá, er um þetta eiga að sjá vil eg leyfa mér að gera eptirfarandi uppá- stungur til breytingar á hinu núverandi kostnað- arsama fyrirkomulagi. 1. Að hreppstjórar skipti fjáreigendum hreppsins í smádeildir (flokka) til félagsböðunar, öllum á sama tíma og í hverjum deildarflokki séu þeir, er næstir eru hver öðrum. Til tryggingar og að- halds, að hver baðdeild leysi verkið vel afhendi, skal hún sæta álitsdómi þeirra, er fyrstir yrðu skip- aðir til skoðunar næst eptir böðun og baða að nýju, ef þörf þætti. 2. Að svo opt færu fram skoðanir á fé eptir böðun yfir veturinn, að allir fjáreigendur kæmust í eitt skipti að til skoðunar og í hverjum skoðunarflokk værieinnmaður,er formlega skýrslu gæti gefið um verkið. 3. Ef einn eða fáir búendur yrðu fyrir því, að kláði kæmi upp í fénaði þeirra á útmánuðum, án þess fjáreigendum væri um að kenna, vi! eg að hreppsfélag þeirra tæki þátt í kostnaði þeim, er þar af leiddi. Með því að optar sé skoðað en gert hef- ur verið get eg eigi hugsað að ónauðsynlegt sé. Magnús dýralæknir hefur þegar brýnt það fyrir mönnum, að ein böðun á vetri sé alsendis ónóg til að drepa kláðamaurinn. Það er álit mitt, að offáar og ónákvæmar skoðanir séu undirstaða þess, hve seint gengur að uppræta þessa meinsemd — fjárkláðann - og með því að fjáreigendum sé gert að skyldu að skoða í eitt skipti hverjum er verkið orðið þannig, að allir vinna af sér öll peningaútlát og geta unnið í einum félagsanda að sama verkinu, er öllum á að vera jafnt áhugamál. Mundi þetta verða affarasælla og að öllu tryggara jafnframt, heldur en það fyrirkomulag, er nú helzt, þar sem einstakir menn framkvæma verkið, og fá allhá laun fyrir úr vösum fátækra sveitunga sinna, því að þetta mun jafnan verða óvinsælt, auk þess sem kostnaðurinn við þessar fjárbaðanir og fjárskoðanir er nú allþung byrði á búendum, en gæti verið harla létt, eptir þ^ sem eg hef hugsað mér, og hér er farið fram á. Bústöðum í okt. 1898. Jón Ólafsson. Þakkarávarp. við það að íesa f Þjóðólfi um mæðuatburð þann, er okkur bar að höndum 20. sept. f. á. varð einn okkur óþekktur maður, heiðursbóndinn Jón Sigurðsson á Syðstu- Mörk undir Eyjafjöllum, til þess, að senda okk- ur nú í haust þrjár sauðkindur að gjöf, og biðj- um við góðan guð, sem blés honum í brjóst að gleðja okkur með þessari stóru gjöf, að endur- gjalda honum, konu hans og börnum þetta kær- leiksverk. Glaumbæ á Miðnesi 22. nóv. 1898. Jón Jónsson. Ragnhildur Runólfsdóttir. Bindindisfélag íslenzkra kvenna heldur fundi slna framvegis 2. laugardag í hverj - um mánuði á venjul. tíma og stað. Félagsstjórnin. Bindindisfélag íslenzkra kvenna. Þeir sem vilja láta börn sín vera í barnadeild félagsins, erubeðnii að snúa sér til fröken Hólmfríð' ar Rósinkranz Austurstræti 22. fyrii 1. des. næstk. Félagsstjórnin, EPLI og ymislegt annað góðgæti til jólanna er nú komið með „Laura" í verzlun B. H. Bjarnason. PRÉDIKUN í BREIÐFJÖRÐSHUSI á sunnudögum kl. 6V4 síðd. og á miðviku- dögum kl. 8 síðd. D. Östlund. N áttúrusafniÐ er lokað í skammdeginu, frá 27. þessa mán- aðar. Ben. Gröndal. 1871 —Júbileum — 1896. Hinn eini ekta Brama-Lífs-EIixír. (Heilbrigðis matbitter). Allan þann árafjölda, sem almenningur hefurnotað bitter þennan, hefur hann rutt sér fremstu röö sem inatarlyf og lofstír hans breiðzt út um allan heim. Honum hefur hlotnazt hæstu verðlaun. Þegar Brama-lífs-elixír hefur verið brúkaður, eykst öllum líkamanum þróttur og þolr sálin endurliýnar og förgast, maður verður glaðlyndur, hugrakkur og starffús, skilningar- vitin verða næmari og menn hafa meiri ánægju af gæðum lífsins. Enginn bitter hefur sýnt betur, að hann beri nafn með rentu en Brama>lífS*' elixir, en sú hylli, sem hann hefur náð hjá almenningi, hefur gefið tilefni til einskis nýtra- eptirlíkinga, og viljum vér vara menn við þeim. Kaupið Brama—lífs—elixir vorn einungis hjá útsölumönnum vorum, þein1 sem fengið hafa umboð frá oss, sem eru þessir: Akureyri: Hr. Carl H'óepfner. Raufarhöfn: Grdnufélagið. — — Gránufélagið. Sauðárkrókur:----- Borgarnes: Hr. Johan Lange _ Seyðisfjörður:---- Dýrafjörður: Hr. N. Chr. Grarn. Siglufjörður:---- Húsavík: Örum & Wulffs verzlun. Stykkishólmur: Hr. N Chr Gram. Keflavík: H. P. Duus verzlun. Vestmannaeyjar: Hr. J. P. T. Bryde- ----Knudtzon’s verzlun. Vík 1 Mýrdal: Hr. Halldór Jónssofi- Reykjavík: Hr. W. Fischer Ærlækjarsel: Hr. Sigurður Gunnlögssoi1 Einkenni: Blátt Ijón og gullhani á einkennismiðanum. Mansfeld-Bullner & Lassen, hinir einu, sem búa til hinn verðlaunaða Brama-lífs-Elixír. Kauþmamiahöfn, Nörregade 6. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. theol. Prentsmiðja Dagskrár.

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.