Þjóðólfur - 16.12.1898, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 16.12.1898, Blaðsíða 2
234 ið, að geta ekki ráðið svo litlu, sem að breyta einum einasta staf í frímerkjum vor- um, án þess að knékrjúpa Danastjórn. Verksmiðjuiðnaður. Með hverju mótl verður hinu yfirvofandi peningaieysi í landinu bezt afstýrt? Margur er fyrr og síðar búinn að spreyta sig á að reyna að svara þessari spurningu, og flestir eða allir hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að hin eina sennilega og ráðlega úrlausn spuming- arinnar verði í því innifalin, að auka landbún- að og sjávarútveg. Þetta tvennt kann nú hvort- tveggja að vera gott og blcssað, ef ekki væri sá hængur á þessum tveim atvinnuvegum með tilliti til þess lands, sem við búum í, að hvorugur þessara atvinnuvega getur orðið svo almenntarð- berandi árið yfir, að þeir — enda þótt væri í bezta lagi eptir okkar íslenzka mælikvarða, geti upp á sitt eindæmi fullnægt hinni árlega vaxandi peningaþörf þjóðarinnar. Landið er of kalt tll þess að gera það svo fijóvsamt, að vér getum framleitt af því annað en grasið handa fénaðinum og rófumar og kart- öflumar handa mönnunum; annað meira getum vér ekki búizt við að framleiða svo svarað geti kostnaði.—En þetta hvorttveggja getum og eigum vér að framleiða, í svo ríkulegum mæli, að þjóð- in þurfi ekki að kaupa neitt af þeim útlendu afurðum, sem framleiddar verða í sjálfu landinu. Það er því sorglegur vottur ódugnaðar okkar í landbúnaðinum, að kaupmenn hér í höf- uðstaðnum skuli þurfa að flytja frá öðram lönd- am árlega svo miklar kartöflur inn í landið, að mörgum hundraðum króna nemi. — Eða er það ekki sennilegt, að það ætti að geta borgað sig vel fyrir bændur á íslandi, að framleiða kartöfl- ur í landinu sjálfu og fá hér á staðnum 8 kr. fyr- ir hverja tunnu, úr því t. d. bændur í Dan- mörku þykjast góðir, ef þeir fá 3—3 kr. 50 a. fyrir tunnuna þar. Sjávarútvegur vor er ýmsum þeim annmörkum bundinn, að mér finnst hann einn út af fyrir sig ekki geta orðið talinn öðruvísi, en hálfur atvinnu- vegur, með tilliti til þess, að hann, eins og nú er ástatt, að eins veitir þeim mönnum, sem hann stunda '/2 árið atvinnu, auk þess sem þessi at- vinnuvegur aldrei getur talizt annað en stopull og talsverðri áhættu undirorpinn, þá getur varla hjá þvf farið eptir því, sem horfurnár eru nú, með tilliti til hinna útlendu botnvörpuveiða, að vor núver- andi veiðiaðferð eigi mörg ár eptir ólifað, án þess að fara svo í mola, að við annaðhvort neyðumst alveg til að hætta algert við fiskiveið- ar, eða þá að taka upp hina útlendu veiðiað- ferð. Af þvf sem eg þegar hef tekið fram, þá vona eg, að eg sé búinn að gera lesendum mín- tim það ljóst, að landbúnaðurinn og sjáfarútveg- nrinn eru báðir þeim annmörkum bundnir, að vér hvorki megum né getum vænt þess, að þeir einir nægi til þess að fullnægja svo hinni árlega vaxandi péningaþörf vorri, að vér ekki þurfum að renna augunum í eínhverja nýja átt, til þess að finna þá peninga, sem vér þurfum og ekki getum náð hjá þessum tveimur aðalatvinnuveg- um, því aukna tolla og álögur getur einstakling- urinn og þjóðin í heild sinni því að eins borið, að eitthvað sé til að gera það með. Kemur þa til athugunar, hverskonar atvinnu vér eigum að framleiða í landinu, sem einhver veralegur arður geti orðið að; Eg fyrir mitt leyti er ekki í nokkrum vafa um, að sú eina, rétta úrlausn þeirrar spurningar er, að við reynum að komauppí landinureglulegum verksmiðju- iðnaði því ekki getur það verið hinum minnsta vafa undirorpið, að vér svo framarlega, sem fram- leiddur yrði í landinu svo góður iðnaður, sem gæti komizt til jafns við samkynja útlendan iðn- að, þá ættum við, ekki síður en aðrar þjóðir, að geta fundir kaupendur á varningi okkar í öðram löndum. Tökum hér að eins eitt einasta dæmi. Hversu marga tugi þúsunda kr. myndi þjóðin t. d. vinna- við það árlega, pf vér sendum á hina dtlendu markaði klæðavöra úr ullinni okkar, í stað þess eins og nú er, að senda ullina óunna og fá lít- ið semfekkert fyrir hana? Þannig gæti eg talið upp mjög margt, sem ætti að geta orðið stór hagur fyrir okkur að búatil og flytja til annara landa, ef oss vantaði ekki bæði kunnáttu og á- ræði. Að því leyti er ókunnugleika vorn snert* ir á öllum verksmiðjuiðnaði, þá efast eg ekki um, að alþingi mundi fúslega vilja leggja sinn skerf fram, til þess að vér íslendingar færam að fá opin augu fyrir þeirri uppsprettulind, sem all- ur verksmiðjuiðnaður er orðinn á meðal allra hinna siðuðu þjóða heimsins, að því leyti er á- ræðið snertir, til þess að einstaklingurinn, eðar hlutafélög vildu taka sér reglulegan verksmiðju- iðnað í fang, þá held eg að það myndi koma jöfnum höndum, sem vér öfluðum oss hinnar verk- legu kunnáttu. Enda ber eg það traust til al- þingis, að það myndi verða fúst til þess að styrkja og hlynna svo að vorum innlenda iðnaði, að það þyrfti ekki að vera neinni sérstakri áhættu und- irorpið fyrir oss, þótt vér vildum reyna að stíga eitt spor í þá áttina að reyna hjá oss, þótt ekki væri nema lítið sýnishorn af verksmiðju með útlendu fyrirkomulagi. Frændþjóð vor Norðmenn eru fremur fá- menn þjóð. Samt vora samkvæmt skýrslum O. Priemo í K.mannah. 1893 í Noregi komnar upp 1460,—eitt þúsund tjögurhundruð og sextíu—mis- munandi verksmiðjur, og sumar þeirra svo vold- ugar, að sjálfir Englendingar í nokkram grein- um hafa ekki getað fylgt samkeppni norsks iðn- aðar. — Era þá ekki öll lfkindi til, að vér ís- lendingar einnig ættum að geta stofnsett í vora landi einhverja þá verksmiðju, sem vænta mætti, að gefið gæti okkur samskonar ávexti, sem Norð- menn eru búnir að njóta í svo ríkulegum mæli á undan oss. Þannig hef eg þá frá mínu sjónarmiði leyst úr þeirri spurningu, sem eg gerði mér að um- talsefni, og vænti þess að fleiri láti til sín heyra, því málefnið er svo alvarlegt, að velferð allrar þjóðarinnar er undir því komin, að einhver ný og arðberandi peningalind verði fundin. R.vík í nóvbr. 1898. B. Holdsveikraspítalinn. Katólskir menn og Oddfellowar. Herra ritstjóri! í heiðraðu blaði yðar 9. þ. m. segið þér, að Oddfellowar hafi í spítalamálinu shlaupið í kapp við hiná katólsku, er sjálfsagt hefðu kostað spí- talann að öllu leyti framvegis, en eigi hent hús- inu einu i landsjóðt.— Mér er talsvert kunnugt um það mál og það sem eg veit er þetta: Dr. Ehlers fór síðari ferð sína hingað sum- arið 1895. Hann var þá fastráðinn í því, að gera allt, sem í hans valdi stæði til þess að hér yrði reistur spítali handa holdsveikum mönnum. Honum fannst hljóðið dauft í mönnum hér; þess vegna leitaði hann í aðra átt og varð þá fyrstur fyrir honum Jón Sveinsson landi vor, sem þá var líka hér á ferð; Jón er katólskur prestur, vel að sér ger um alla hluti og hvers manns hugljúfi. Jón tókst á hendur að efna til samskota meðal trúbræðra sinna. Dr. Ehlers átti spítalahugmyndina, hann kom Jóni á stað. Ári síðar, haustið 1896, kom eg til Hafnar úr Noregsferð minni. Eg hitti strax dr. Ehlers að máli og spurði, hvernig katólsku samskotun- um liði; hann lét lítið ýfir því, og fannst mér hann vonlaus um, að katólskir menn myndu nokk- umtfma ná saman í holdsveikraspítala svo mikln fé, sem þyrfti. Nokkrum dögum seinna sá eg dr. E. aptur; lék hann þá við hvern sinn fingur, en gleðiefnið var það, að þá höfðu Oddfellowar fyrir fortölur hans ráðizt í, að taka að sér spí" talabygginguna. Dr. E. þóttist þess fullviss, að þeim mundi ganga greiðar fjársöfnunin, en hinum katólsku, enda varð sú reyndin á: Katólskir menn fengu ekki fyrsta árið (1895—96) nema c. 15000 franka (1 fr.=7o au.), og hefir lítið safnazt síðan, en Oddfellowar rökuðu saman 80,000 kr. á einu missiri (veturinn 1896—97), um sama leyti og jarðskjálptasamskotin vora á ferðinm- Eg átti líka tal við Jón Sveinsson haustið 1896 og skrifaðist á við þá báða, hann og dr. Ehlers þá um veturinn. Var það mitt áhugamál, að öll samskotin kæmust í eina heild; dr. Ehlers vildi það líka, en Jón bar því við, að hann réði ekki yfir katólsku peningunum, heldur katólski biskupinn í Höfn. Seinna fóra Oddfellowar þess opinberlega á. leit, að hinir katólsku létu sitt samskotafé renna í safnsjóð Oddfellowa, en við það varekki komandi. Þetta gramdist Oddfellowum, sem von- legt var, og þess vegna settu þeir í gjafabréfið ákvæðið um, að ekki mætti hafa katólskar hjúkr- unarkonur í spítalanum. Sannleikurinn er þá þessi, að dr. Ehlers er sá maður, sem fyrst og fremst á að fá þakk- irnar fyrir holdsveikraspítalann; hann hvetur fyrst katólska menn til þess að líkna hinum holdsveiku, en þegar hann sér, að þeim gengur afar seint og dræmt að safna fénu, sem þurfti, þá snýr hann sér til Oddfellowa. Þeir taka að sér góðverk, sem hinum auðsjáanlega var ofvaxið, eða afartorvelt. Ef minnast ætti á fleira »f þessu sambandi*, þá væri það þetta: hversvegna katólskir menn vildu ekki leggja sín samskot fram. Góðverkin ættu þó ekki að vera rígbundin við nein ákveðin trúbrögð. Rvík. I5/i2 '98. Virðingarfyllst. G. Bj'órnsson. Det kgl. oetr. Brandassurance Kompagní í Köbenhavn. Det bekendtgjöres herved, at Kompagniets Agentur for Syslerne Snæfellsnes, Dalasyssel, Bardastrand og Isafjord er overdraget til Herr- islandsk Kjöbmand Leonh. Tang, istedet for Herr Consul N. Chr. Gram, som er afgaaet ved Döden. Directionen for ovennævnte Compagni- Halkier. Scharling. E. F. Tiemroth. I Henhold til Ovenstaaende har jeg overta- get Agenturet for ovennævnte Selskab, og Assurance tegnes i Snæfellsnes, Dala, Barda- strand og Isafjords Syssel, ved Henvendelse til mine Faktorer, paa Isafjord Hrr. Faktor Jón Laxdal, Stykkish. Hr. Faktor Armann Bjarnason. Enhver hos aídöde Gram tegnet Assurance fornyes uden nærmere Meddelelse. Kjöbenhavn d. 14. Novemb. 1898. Leonh. Tang.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.