Þjóðólfur - 31.01.1899, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 31.01.1899, Blaðsíða 1
ÞJOÐOLFUR. 51. árg. Reykjavík, þriðjudaginn 31. janúar 1899. Nr. 5. Útlendar fréttir. Kaupmannahöfn 14. janúar. Það má eflaust telja hið umliðna át eitt- hvert hið viðburðaríkasta af seinni árum. Það hefur varla verið tími til að minnast frelsishreyfinganna fyrir 50 árum 1848 og þeirra afkasta, fyrir nýju viðburðunum, sem stundum hafa litið út fyrir að ætla að hleypa heiminum í bál og brand, Á seinasta mán- uði ársins hefur þó ekkert sérlegt borið til tíðinda; menn hafa rifizt dálítið og flogizt á hér og hvar, t. d. í París Og Búda-Pest, en stórpólitiskt brimrót hefur varla heyrzt. ' Á Frakklandi eru mál þeirra Dreyfus •og Picquarts stöðugt aðalumræðuefni. Eins og áður er sagt, var máli Picquarts vísað til meðferðar við herrétt, er halda átti 12. f. m.; voru menn smeikir um, að hershöfðingj- unum, fjandmönnum hans, mundi heppnast að fá hann dæmdan. En svo sótti Picquart um, að mál hans yrði fengið hæstarétti til meðferðar, og þessari umsókn hans varð framgengt; en alltaf situr hann þó í varðhaldi. Að segja frá öllum þeim gauragangi, skömm- um og óspektum, er orðið hafa milli fylgis- og andvígismanna þessa manns, er ógern- ingur og óþarft; mál hans endar að líkind- um þannig, að hann verður sýknaður saka. Eptir seinustu fregnum um Dreyfusn.ál- ið, verður rannsókninni bráðum lokið. Ept- ir er að eins að yfirheyra Esterhazy, er stefnt hefur verið sem vitni, en af góðum og gild- um ástæðum mun honum þykja ískyggilegt að hætta sér til Parísarborgar. Það er nú haldið, að hæstiréttur muni ekki beinlínis ^ýkna Dreyfus, heldur að eins ónýta dóminn og vísa málinu til meðferðar við nýjan her- rétt. Hvernig málinu svo reiðir af, er ekki gott að vita, en ólíklegt er þó, að hann verði aptur dæmdur sekur, því að rannsókn haestarcttar hefur sannað, að sök hans hefnr verið byggð á fölsuðum skjölum. Þannig hefur hið opt umrædda skjal, er byrjaði með orðunum: .cette canaille de. D.“ ogsem þótti fremur öðru sanna sök hans, reynzt að vera falsað. Og skjalasafnið leynilega, sem svo hefur verið kallað, og sem nú eptir marga mótspyrnu frá hermannaflokkinum er í hönd- um hæstaréttar, kvað vera þýðingarlítið fyrir mál Dreyfus. Merkilegasta nýungin er annars skeyti þau, sem komin eru frá Dreyfus sjálfum; hann hefur verið yfirheyrður þar vestra og segir tiú í hraðfregn til hæstaréttar, að hann hafi ■ekkert tll saka unnið og að allar sögusagnir um, að hann nokkurn tíma hafi meðgengið, séu helber ósannindi. Hann kveðst stöðugt hafa búizt við, að mál hans myndi verða endurskoðað innan skamms og hann verða sýknaður; líklega hefur þessi von haldið hon- um uppi, þrátt fyrir allar þrautir og hið ó- holla loptslag l Djöfulsey. Það heyrist uú ekkert um, að hann muni verða sóttur til yfirheyrslu í hæstarétti. Seinasta hneykslið í þessu máli er það, að forsetinn í einni af deildum hæstaréttar, Quesnay de Beaurepaire að nafni, hcfur sagt af sér og borið sakir á glæpamáladeild rétt- arins, sem fjallar um Dreyfusmálið, fyrir hlut- drægni. Sakaráburður þessi þykir á rýrum ástæðum byggður, en mun þó líklega skerða álit réttarins nokkuð í augum almennings. Dómsmálaráðgjafinn ætlar að rannsaka ákær- ur þessar nákvæmar og hefur — til þess að eyða allri tortryggni — ákveðið, að aðal- forseti réttarins, Mazeau að nafni, skuli fram- vegis standa fyrir rannsókninni í stað Loeu’s, forseta sakamálsdeildarinnar, er hingað til hefur haft þetta starf á hendi Það var Quesnay de Beaurepaire, er sem málafærslumaður vann bezt að því á sínum tíma, að fella Boulanger. Þá níddu fylgis- mennBoulangers hann vitanlega niður fyrir allar hellur, en nú hefja þeir hann þar á móti til skýjanna, því að þeir eru allir mótstöðumenn Dreyfusmálsins. Það er sagt, að þetta bragð Quesnay de Beaurepaire’s sé lengi hugsað, og að hann ætli sér nú að leggja lögfræðina á hylluna og vinna sér frægð og frama á þeim pólitiska vígvelli. Félageitt, »La ligue de lapatrie franca- ise* hefur nýlega verið stofnað af ýmsum málsmetandi mönnum í París með þeim til- gangi, að stofna til friðar og sefa æsingar þær, sem Dreyfusmálið hefur valdið. Tak- markinu verður þó varla náð, því að það hefur sýnt sig, að félagsmenn eru einmitt af flokki mótstöðumanna málsins. Emil Zola kvað vera á Englandi; þeg- ar hann flúði þangað, kunni hann ekki eitt orð í ensku, það varð að skrifa fyrir hann á blað nafnið á járnbrautarstöð þeirri, þar sem hann ætlaði að hafna. Nú kvað hann þó vera farinn að fleyta sér í enskunni. í meiðyrðamáli, sem ritstjóri einn í París hafði höfðað gegn honum, var hann ný- lega dæmdur í sekt allmikla. Sögusagn- ir um, að stjórn Frakka ætlaði að láta taka hann fastan cg senda heim, eru víst óáreið- anlegar. Fyrrum ráðgjafi Constans, nú í öldunga- ráðinu, kunnugur frá dögum Boulangers, er orðinn sendiherra Frakka í Konstantinopel. Eptir að Fashodamálið var til lykta|leitt, eins og áður er sagt leit út fyrir, að*Bretar og Frakkar ætluðu aptur að verða beztuvin- ir. Nú er samt þegar farið að skvettast upp á nýja vinskapinn; Englendingum þykja Frakkar hafa raskað verzlunarréttindum þeirra á Madagaskar. 1880 fengu Frakkar verndarrétt yfir eyjunni. Bretar samþykktu það, en áskildu sér ýms réttindi í launaskyni. Seinna færðust Frakkar upp á skaptið og köstuðu eign sinni á eyna, og svo fóru þeir að gerast uppvöðslusamir gagnvart Bretum, lögðu háan toll á vörur þeirra o. s. frv. Það er út af þessu, að Bretar eru farnir að ybba sig. Frakkar að hinu leytinu eru fokreiðir yfir afskiptum Englendinga í Kína. Þeir voru komnir í bezta horf með að auka land- eignir sínar í Shanghai, en svo fóru sendi- herrar Breta og Bandamanna á fund kín- versku stjórnarinnar í Peking og mótmæltu kröfum Frakka; þetta létu Kínverjar ekki segja sér tvisvar og sögðu því þvert nei við tilmælum Frakka. Eptir uppástungu Kitchener's hershöfð- ingja ætla Bretar — til þess að festa sig í sessi — að stofna eins konar háskóla í Khartum í Súdan; verður skólinn kenndur við Gordon hershöfðingja, er féll þar um ár- ið, og kallaður »Gordon Memorial College«. Pólitiskur viðburður þykir það á Eng- landi, að stjórnmálagarpurinn William Har- court, sem verið hefur foringi vinstrimanna á þingi Englendinga síðan Gladstone vék úr völdum 1894, hefur sagt af sér forustu vegna misklíðar milli fylgismanna sinna. Rosebery lávarður og fyrrum ráðgjafaforseti þykir nú standa nærri til þess að taka við stöðu hans. Friðarsamningurinn milli Spánverja og Bandamanna var undirskrifaður 10. f. m.; vantar nú að eins samþykki frá þingum hlutaðeigenda; Bandamenn fengu auk Kúba og Portorico, Filippseyjar gegn 20 mil- jónum dollara ( þóknun. Blöðin segja, að Ameríkumenn hafi dregið flagg sitt upp í Havanna, höfuðstað Kúbu, í fyrsta sinn á nýjársdag undir fagnaðarópum lýðs- ins og vanalegum fallbyssudrunum. Þar á móti hafa eyjarskeggjar þar eystra í Kyrra- hafinu hvergi nærri tekið Bandamönnum með vinakossi. Þeir vilja vera allskostar óháðir og þykjast hafa loforð sigurvegaranna fyrir því. Hér er því allt í uppnámi. Filippsey- ingar búast nú til varnar gegn Ameríkumönn- um, eins og fyr móti Spánverjum. Foringi þeirra heitir Aquinaldo ogþykir vera manns- efni mikið, þótt ekki sé hann nema 28 ára að aldri. Það er útlit fyrir, að hann verði ekki Bandamönnum þægur ljár í þúfum. Þrátt fyrir friðarást Rússakeisara geng- ur sú saga, að Rússar búi nú her sinn meira, en nokkru sinni áður. Hið sama er og að segja um flest hin stórveldin, einkum Þjóð- verja. Franz jósef Austurríkiskeisari hélt 50 ára ríkisstjórnarafmæli sitt 2. f. m. Það er alltaf róstusamt í ríki hans. Rifrildið geng- ur stöðugt fjöllunum hærra milli þjóðverska flokksins og Czeka mest út af tilskipunum þeim, sem ráðaneytið Badeni á sínum tfma kom á fót um jafnréttindi þýzku og czekn-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.