Þjóðólfur - 31.01.1899, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 31.01.1899, Blaðsíða 4
20 7,5°° kr. Tekjuafgangur í þetta sinn varð um 1300 kr, og var samþykkt, að af þeirri upphæð skyldi greiða hluthöfum 8% i vexti eða alls 500 kr., en öðrum 500 kr. skyldi verja til að lækka skuld- ir á húseignum félagsins, og það sem þá yrði ept- ir ágó.ðans, skyldi færast yfir á þessa árs reikning. Konsúll C. Zimsen, er átti að ganga úr stjórnarnefndinni þetta ár var endurkosinn í einu hljóði, sömuleiðis endurskoðunarmenn: Halldór Jónsson og Sighvatur Bjarnason, en til vara D. Thomsen konsúll í stað E. Tvede lyfsala. Mannslát. í Kaupmannahöfn andaðist 14. sept. síðastliðinn Gissur Isleifssoti trésmiður, tæpra 29 ára að aldri. Hann var sonur merkis- hjónana ísleifs heit. Magnússonar og Sigrlðar Arnadóttur á Kanastöðum í Austur-Landeyjum Ólst hann upp í foreldrahúsum, nam trésmíði i Reykjavík hjá Jakobi snikkara Sveinssyni og tók sveinsbréf með bezta vitnisburði. Síðan vann hann að smiðum bæði hér sunnan óg vestanlands um nokkurn tíma, þangað til hann í fyrra haust sigldi til Kaupmannahafnar til þess að afla sér enn meiri þekkingar í iðn sinni, sérstaklega að því er húsa- gerð snertir. Eins og Gissur heit var hinn bezti smiður og mikils mátti af honum vænta, hefði hon- um enzt aldur til, eins var hann hinn vandaðasti maður, hjartagóður og háttprúður í allri framgöngu Er hann því öllum þeim, sem hann þekktu harm- dauði, en þó sér 1 lagi móður sinni, er hann unni af hjarta, systkinum sínu m og öðrum vanda- mönnum. (M. Þ.) Nýir kaupendur að þessum 51. árg. Þjóðólfs (1899) fá í kaupbæti þrjú sérprentuð sögusöfn blaðsins 1895, 1896 og 1897. Alls um 300 bls, Þeir sem fá 3 nýja áskrifendur eða fleiri að blaðinu, og annast um borgun frá þeim, fá auk þess jafnskjótt sem þeir borga, en eigi fyr: skrautprentaða myndablaðið og jo ára afnœlisblað Þjóðólfs með 2 fylgiblöðum, handa sér og sínum kaupendum kostnaðar- laust sent. Sömu hlunninda verður hver einstakur, nýr, kaupandi aðnjótandi um lejð og hann borg- ar árganginn, ef hann heldur áfram kaupum á blaðinu eptirleiðis. Takið nú vel eptir þessu! og heimtið svo hlífðarlaust af útgefanda það sem hann á að láta af hendi, þá er þessum skilmálum er fullnægt af yðar háFu. Þjóðólfurkemurút einusinniogstundumtvisvar í viku. Alls 60 blöð á ári, og kostar aðeins 4 krónur. Með tilliti til stœrðar og letur- drýginda er hann ódýrasta blað landsins. Uppsögn skrijleg bundin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. okt. ár hvert. Gjalddagi um miðjan júlí. Með þessu tölublaði Þjóðólfs verð- ur skrautprentaða myndablaðið sent kaup- endum hans hér í bænum og nærsveitunum. Eins og tekið var skýrt fram í afmæljsblað- inu verða þeir kaupendur, sem ekki fá myndirnar, áminntir á þennan hátt um að greiða skuld sína við blaðið sem fyrst. Þeir fá myndirnar, jafnskjött sem þeír borga. Hér kemur ekkert til greina annað en þetta: Skuldar þessi fyrir Þjóðólf eða skuldar hann ekki, og eptir því eingöngu verður útsend- ingu myndablaðsins hagað, en eigi eptir neinu persónulegu mati á manngildi hlutað- eigenda að öðru leyti. Ekta anilinlitir Pl i ?; 1 fást hvergi eins góðir og ódýrir eins 1 h r+ | í = * p ! og í verzlun \g i —. S. 1 = STURLU JÓNSSONAR 1 g > 3 ( (Ö tí. i -5 ( Aðalstræti Nr. 14. , [tJ ‘ 1 ■uiifUB Til heimalitunar viljum vér sérstaklega ráða mönnum til að að nota vora pakkaliti, er hlotið hafa verð- laun, enda taka þeir öllum öðrum litum fram, bæði að gæðum og litarfegurð, Sérhver, sem notar vora liti, má ör.uggur treysta því, að vel muni gefast. í stað hellulits viljum vér ráða mönn- um til að nota heldur vort svonefnda „Castorsvart", því sá litur er miklu fegurri og haldbetri, en nokkur annar svartur litur. Leiðarvísir á íslenzku fylgir hverjum pakka. Litirnir fást hjá kaupmönnum alstaðar á. íslandi. Buchs Farvefabrik, Studiestræde 32, Kjöbenhavn K. Á síðastl. haustí var mér undirrituðum dregið hvítt geldings- lamb með eyrnamarki mínu: sneitt apt. h., biti fr. sneitt apt. v. biti fr., en sem eg á eigi. Réttur eigandi getur vitjað andvirðis lambs þessa að frádregnum kostnaði til undirritaðs. Norðurbæ, Eyrarbakka20/1—99 Sigurdur Sfurðsson. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. theol. Prentsmiðja Dagskrár. 6 »Nei, það er nú ekki alveg rétt«, sagði Arnaldur og hló, þér verðið að vísu að framleiða, en þér þurfið ekki að vinna fyrir því, því það verðum vér sjálfir að gera og það opt með mikilli fyrirhöfn, því að bændurnir vilja fá ríflega borgun fyrir vörur sínar«. „En þér vinnið víst ekki?“ »Hvers vegna heldur þú það?“. »1 lendurnar á yður eru svo hvítar og mjúkar". »Þá skal eg bráðum sýna þér, að eg get unnið«, sagði Arnaldur hlæjandi, »seztu þarna á flata steininn undir gamla yllirunnanum". „Hvað á það að þýða?“ »Seztu nú aðeins", kallaði ungi málarinn og tók upp pappír og ritblý. »En eg verð að fara heim“. »Eptir fimm mínútur er eg búinn. Eg verð að hafa með mér eitthvað til minningar um þig, þegar eg fer aptur og Hin- rik þinn mun jafnvel ekki geta haft neitt á móti því“, „Til minningar um mig! Eruð þér að gera gabb að mér?“ „Eg ætla að fara með myndina af þér með mér“. „Eruð þér þá málari?" ,,Já“. »Það er ágætt, þá getið þér málað upp gömlu kirkju- myndirnar, þær eru orðnar svo af sér gengnar, að þær líta mjög illa út«. „Hvað heitir þú?“ spurði Arnaldur, sem þegar var tekinn að teikna mynd af henni. »Geirþrúður«. „Og hvaða stöðu hefur faðir þinn?" 7 „Hann er skólakennari í þorpinu. En úr því að þér eruð málari, þá skuluð þer ekki fara á veitingahúsið heldur fylgja mér heim og borða þar miðdegisverð og eptir máltíðina getið þer talað við föður minn um allt" »Um kirkjumyndirnar?" spurði Arnaldur hlæjandi. »Já«, sagði stúlkan alvarlega, og þér verðið að vera lengi hjá oss, — þangað til dagur vor kemur aptur og myndirnar eru tilbúnar". »Það getum við ávallt talað um, Geirþrúður, en ætli vinur þinn verði ekki reiður, ef eg kem svo opt að tala við þig? „Hann Hinrik?, spurði stúlkan, hann kemur ekki“. „En hann kemur ef til vill á morgun?" »Nei, sagði hún mjög rólega, »fyrst hann ekki er kominn hing- að kl. 11, þákemur hann ekki, fyr en dagur vor einhvern tíma kemur aptur*. „ Yðar dagur", hvað meinar þú með því?“ Stúlkan horfði alvarlega, næstum forviða á hann, en svar- aði ekki og horfði upp í skýin. Hann dáðist að henni, því að hún var nærri svo fögur sem engill á. þessari stundu, og Arnaldur hugsaði varla um, hvað hún sagði, en teiknaði einungis mynd hennar. Hann hafði heldur ekki tíma til þess, því að allt í einu stökk hún á fætur. „Eg verð að fara heim, dagurinn er svo stuttur og það er beðið eptir mér heima". Arnaldur var nærri búinn með litlu myndina; hann flýtti sér því með það, sem eptir var og sagði síðan, um leið og hann sýndi henni myndina: »Sjáðu hana nú sjálf«. „Þetta er eg sjálfl" kallaði Geirþrúður upp yfir sig. »Já, hver skyldi það vera annars* sagði Arnaldur hlæjandi.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.