Þjóðólfur - 31.01.1899, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 31.01.1899, Blaðsíða 3
19 og geri þeim allt tíl óþægðar, lifi í sukki og alls konar óhófi, þá er vel láti í ári, en þá er miður ári, sjúgi þeir hramminn og skammi Dan- mörk frekar en ella. Einkum brigzlar höf. Is- lendingum um, að þeir hafi leynisamtök við ■eniku botnverplana, vísi þeim á fiskimið o. s. frv., og er auðvitað mikið hæft í því, en ósann- indin eru fólgin í því, að allir landsmenn séu J)essum ósóma hlynntir, og bæði yfirvöld, dóm- stólar og blöð hylji svívirðinguna, svo að »Heim- dal« sé ómögulegt að gegna skyldu sinni. Til dæmis um fjandskap Isl. við Dani er tekið, að við vígslu gistihúss á Þingvöllum hafi verið dregn- iruppeingöngu íslenzkirfánar(l) endanskijfáninnhafi þar ekki séát, og hafi þá einn Dani, er þar var staddur (nfl. D. Bruun kapt.) undir eins farið þaðan. Einnig er þar minnst á, að »Þjóðólfur« hafi getið um lát Danadrottningar í örfáum lín- um meðal útlendra frétta, — og drottningin hafi þó jafnframt verið drottning íslendinga, — en aptur á móti hafi verið heill dálkur(!) í sama blaðinu um morð Elizabetar Austurrlkis- drottningar. (Mikil vandræði!) Ogþó segirhöf., að »Þjóðólfur« sé einna skástur í garð Dana, (»det mindst dansktjendtlige Blad«). En vér teljum það hreinasta oflof hjá höf., og svo mun fleirum þykja. Dr. Valtýr Guðmundsson, sem ritað hefur í »Berlingi« gegn greinum þessum, tekur »ísafold« eina til dæmis, sem Danavin meðal íslenzkra blaða og mun það sönnu nær. Tilgargurinn með þessum skammagreinum 1 »Köbenhavn« mun vera sá, að spilla fyrir veit- ingu ríkisþingsins til strandgæzluskipsins, en eigi er líklegt, að það takist Greinarnar bera auðsæjan vott um allmikla fáfræði höt. á íslenzkum högum, en hann fyllir upp í eyður þekkingarinn- ar með illgirnislegum áburði á landsmenn yfir- leitt, og þekking hans í málinu er t. d. ekki meiri en svo, að »kotþjóð«, er hann kallar »Kattjod« verður »Frakkefolk(!) þ. e. frakkaþjóð, þjóð, sem .gengur á frakka, og ætti það ekki að vera neitt skammaryrði um Dani. Höf. hefur ætlað, að »kot« í »kotþjóð« ætti skylt við kvennmanns- treyju (»kot« í þeirri merkingu). Það er vara- samt að snúa íslenzku á dönsku fyrir þá, sem ekki eru betur að sér í íslenzkunni, en þessi ná- ungi sýnist hafa verið. Nýjar bækur sendar Þjóðólfi. 1. Finnur Jónsson: Den old?wrske og oldis- lanske LitcratursHistorie II. B. 3.hepti(bls. 379— 594). Hepti þessu fylgir hinn litli uppdráttur Is- lands, er Morten Hansen skólastjóri hefur gera látið. Bókmenntasaga þessi verður stórvirk um það er lýkur, og hvernig sem á skoðanir höf. verður litið í einstökum atriðum, þá blandast engum hugur um, að hún er rituð af miklurn lærdómi. Að skrifa ritdóm 1 blaði um sro umfangsmikla og þýðingarmikla bók, getur eigi verið að tala, svo að nokkru gagni sé. En þá er hún er öll komin út, mun einhver hæfur maður verða til þess að semja ítarlega ritgerð um hana. 2. Arkiv f 'ór nordisk filologi 15. B. Ny följd 11. B. 2. h. I þessu hepti er ritgerð eptir Gustav Storm um Ynglingatal, hver sé höfundur þess, og hvenær það sé ritað, Þar erogritgerð eptir séra Jón prófast Jónsson á Stafafelli um Knút fundna og hvað viðurnefni hans Lothk-Knut þýði. Einn- ig eru þar smáritgerðir eptir Sofus Bugge, Vil- helm Thomsen, dr. Aug. Gebhardt og dr. Finn Jónsson. 3. Ornitholígischcr Berichtyonlsland. (Skýrsla um íslenzka fugla) árin 1887—88. Eptir Bene- dikt Gröndal. Skýrsla þessi, sem höf. hefur rit- að á mjög góðri þýzku, er sérprentun úr nafn- kenndu frakknesku tímariti, er »Ornis«(fugl) nefn- ist,- og er útgáfa þess hin vandaðasta. Er það eins konar allsherjar tímarit í fuglafræði með myndum og uppdráttum. Eru fjögur 5 arka hepti í hverju bindi, og kostar bindið 10 franka. 4. Almanak fyrir árið 1899 3. ár. Útgef- andi Ólafur S. Thorgeirsson í Winnipeg, fróð- legt rit og snoturlega úr garði gert. En lang- merkasta ritgerðin í þessum árgangi er um land- nám íslendinga í Nýja-íslandi, eptir Guðlaug Magnússon á Gimli, vel og skipulega skrifuð. Á hún að vera upphaf á safni til landnámssögu Is- lendinga í Vesturheimi, og er það fyrirtæki hið nauðsynlegasta og mikilla þakka vert, að ráðizt hefur verið í það, áður en það var orðið um seinan. Meðal annarar nýbreytni, er almanak þetta flytur, og almanök vor ættu að taka upp er sú, að setja dánardaga eða fæðingardaga merkra manna íslenzkra (og útlendra), eða merk- isdaga ýmsra stórviðburða í sögunni við hina ýmsu mánaðardaga ársins í stað þessara óþekktu katólsku nafna, sem fæstir þekkja og hnýtt er aptan við hvern dag í árinu. Það væri breyting til mikilla bóta. T. d. við daginn í dag (31. jan.) stendur í þessu almanaki, að þá hafi Guð- brandur Vigfússon látizt 1889 (þ. e. einmitt fyrir 10 árum). En hvað varðar oss um þennan »Vi- gilius«, við 31. jan. í almanakinu okkar? — I þessu Winnipeg almanaki er og einskonar árbók Vestur-íslendinga, eða skýrsla um helztu við- burði og mannalát þar vestra á árinu, og skýrt frá, hvaðan þeir menn séu á Islandi, sem látizt hafa, og er ágætt að hafa þar slíkt yfirlit í einu lagi. Vér minnumst ekki að hafa séð þetta al- manak fyr hér heima. En útgefandi þess ætti eptirleiðis að senda það hingað til sölu. 5. Stjarnan. Lítið ársrit til fróðleiks og leiðbeiningar um verkleg málefni 2. ár. Útgef- andi Stefán B. Jónsson. Winnipeg. I ritkorni þessu er ýmiskonar fróðleikssmælki og stuttar ritgerðir um búnaðarmál, sniðnar eptir högum Vestur-íslendinga. — Útgefandi þessa rits er sami maðurinn. sem ritaði greinarnar í Þjóðólfi næstl. vor um nautgriparækt og allmikla eptir- tekt vöktu hér héima. tsfélacrið við Faxaflóa hélt ársfund sinn 26. þ. m. Formaður (Tr. Gunnarsson) lagði fram ársreikninginn 1898, er féhirðir félagsins C. Zimsen konsúll hafði samið, og var snilldar- lega frá honum gengið sem fyr. Höfuðstóll fé- lagsins hafði á árinu vérið aukinn um 37 hluta- bréf eða 1850 kr., og var því varið til að auka húseign félagsins hér í bænum, sem nú er metin 12,000 kr., en íshús á Vatnsleysuströnd 1400 kr. Tala hlutabréfanna er nú 150, er jafngildir 8 »En ætlið þér sjálfur að eiga myndina og fara með hana með yður?« spurði hún hálfsmeik. »Já, það ætla ég að gerac, sagði ungi ma'larinn, „og þeg- ar eg er kominn langt í burtu frá þér, þá ætla eg að hugsa mikið um þig«. „En honum föður mínum geðjast víst ekki vel að því“. „Að eg hugsi um þig; hann getur þó ómögulega bannað það". »Nei, — en að þér farið með myndina með yður«. „Það getur hann heldur ekki bannað, heillin mín —en erþér sjálfn ekki um, að eg fari með hana?“ Mín vegna gerir það ekkert til, — en — en það — það ■«r alveg nauðsynlegt, að eg spyrji föður minn um það«. »En hvað þú ert skopleg, jafnvel prinsessa hefur ekkert Á móti því, að málari máli mynd af henni og þú hefur heldur ekki neitt illt af því. En hlauptu nú ekki svona frá mér eða ætlar þú ekki að gefa mér miðdegisverð og ertu búin að gleyma kirkjumyndunum ?“ »Já, myndirnar«, sagði ^túlkan og stóð dálitla stund kyr til þess að bíða eptir honum, en Arnaldur tók saman plögg sín í flýti og síðan flýttu þau sér niður í þorpið. Það var miklu nær heidur en Arnaldur hugði í fyrstu og brátt komu í ljós nokkur aldintré, umkringd af hrísgerði og hinum megin við þau gamla þorpið með hinum lága, strenda kirkjuturni og húsin, sem voru svört af reyk, en allt íkring var víðáttumikil flatneskja. Misturþokan, sem Arnaldur haffi séð álengd- ar, grúfði nú rétt yfir bænum og braut sólargeislana, svo að að- eins lagði gulbleikan bjarma á hin mosavöxnu gömlu þök. En Arnaldur hugsaði lítið um það, því að hann hélt nú um hina hlýju hönd Geirþrúðar og þannig leiddust þau inn í þorpið. 5 »Þarna niðri í dalnum. Heyrðu, nú er hringt til guðsþjón- ustu; heyrið þér ekki klukknahljóminn?*. Arnaldur hlustaði og heyrði greinilega klukkuslátt ekki langt þaðan í burtu, en hann var ekki hreimfagur heldur, dálítið sker- andi og ósamhljóða, en þegar hann horfði yfir héraðið sá hann að eins mistur yfir þeim hluta dalsins. »Kirkjuklukkan yðar hljómar ekki vel, það er víst rifa á henni?« sagði hann. »Já, eg veit það«, sagði stúlkan kæruleysislega. „Húnhljóm- ar ekki fagurt, það hefur átt að steypa hana upp aptur, en það vantar tíma og peninga og enginn klukkusmiður er hér nálægt; vér þekkjum nú orðið hljóðið og vitum til hvers hringt er, svo að brotna klukkan er alveg nægileg*. »Hvað heitir þorpið, sem þú býr í? » Germelshausen«. »Hvað langur vegur er þaðan til Wichalheusen? »Maður getur hæglega komizt þangað á hálfri klukkustund, ef farið er eptir veginum*. »Þá fer eg í gegnum þorpið og ef þar er gott veitinga- hús, þá borða eg þar miðdegisverð«. „Veitingahúsið er allt of gott", sagði' stúlkan og andvarp- aði og horfði enn einu sinni eptir veginum til þess að gæta að, hvort sá, sem hún beið eptir, kæmi ekki. „Hvernig getur nokkurt veitingahús verið of gott?" „Þegar bændurnir vanrækja vinnu sína til þess að fara þangað", sagði stúlkan alvarlega. »En eg vanræki ekkert með því að fara þangað í dag«. »Já, það er nú allt öðru máli að gegna með heldri menn- ina úr bænum, þeir vinna ekki og vanrækja þess vegna heldur ekki neitt. Það erum við hin, sem verðum að vinna þeim brauð«.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.