Þjóðólfur - 03.02.1899, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 03.02.1899, Blaðsíða 3
23 Eggert Hannesson hyggur hagastur dóm að laga. Eptir barnamissi, sem Eggert hafði hent, féll hon- um enn þyngra mótlæti til 1579. Strákur nokkur hafði verið í vist hjá honum, þóttist þar illa hald- inn og strauk til útlendra. Það ár kom hann aptur með öðrum reyfurum á skipi. Þeir komu landveg utan úr vikum að Bæ, náðu honum þar hálfnöktum, þegar hann hafði hlaupið af rúminu ■og bundu hann út á hlaðgarði, en ræntu öllu, •sem þeir eiga vildu á staðnum, fluttu það á hest- um hans yfir að Hvalskeri, hvar skip þeirra var lagzt. Þar brutu þeir npp timburhús, sem Eggert átti og héldu sig þar hálfan mánuð og Eggert hjá sér með vondri meðferð, fluttu hann síðan með sér norður á Isafjarðardjúp. Þá bjó Magn- ús dótturmaður hans í Ögri og er almenn sögn, að hann hafi samið við þá að leysa Eggert út með hálftunnu fullri af smíðuðu silfri og er ræn- ingjum þótti hún eigi nógu full kastaði Ragn- heiður Eggertsdóttir þar ofan á gullfesti, og þó varð Eggert að gefa þeim bréf til Magistraten í Stade að leggja út 400 rd,, en vegna Eggerts bað kongur að halda þeim peningum ' inni, þegar Rggert kærði mál sitt fyrir honum síðan. Nokkru áður en þetta var giptist Eggert Steinunni Jóns- dóttur, systur Magnúsar dótturmanns síns og hún meina eg að lifað hafi, þegar Eggert sigldi héðan síðast1). Á þessu ári gerði Eggert sitt testament og ítrekaði það árið eptir. Þar gefur hann dótt- ur sinni í hendur VII hndr. hundraða og XXX hndr. betur fyrir utan sínar löggjafir til Ólafs sonarsonar síns, sem áður er um getið og garð- inn Saurbæ á Rauðasandi dóttursyni sínutn Birni Magnússyni, sem heitinn var eptir syni hans, — og segist hann þá vilja ábyrgjast, að Jón sonur sinn í Hamborg fái þar fulla peninga í sinn bróðurhlut móti því, sem Ragnheiður fékk nú. — Árið 1580 sigldi Eggert alfarinn héðan frá Islandi •og sama ár flutti Magnús sig frá Ögri að Bæ á Rauðasandi og bjó þar til þess hann deyði. — Björn var elztur barna Magnúsar, en flest munu þau fædd í Ögri við Isafjörð, því Ragnheiður var 15 vetra, þegar húnjgiptist, en er að merkja að hún hafi verið orðin roskin kona, þegar hún kom að [Bæ]. .... Það illmæli, sem Birni [Magnús- syni] var eignað mun hafa risið af dulkofralegum umgangi Sesseiju systur hans, sem lét vinnukonu hans leggjast á sæng fyrir sig, þegar hún ól barn það, sem séra Sigurður prestur þar átti við henni, sem allt komst upp sfðan. En þeir dönsku höf- uðsmenn höfðu grun á Birni sjálfum. Varö hann því að sverja tylftareið fyrir systur sína og tvílar enginn, að honum hafi verið sá eiður vel fær, en séra Sigurður strauk strax úr landi. — Árið eptir að Eggert sigldi sendi hann bréf inn og gefur Saurbæjarkirkju frelsi til húsgerðar og teinærings- naustgerðar á Hvalskeri við Patriks[fjörð] til við- halds tveimur hvíldarstöðum náunga sinna, Katrín- ar systur sinnar og Björns sonar síns, sem bæði liggja grafin framan til við kirkju í Saurbæ. — Katrín hafði áður testamenterað alla eign sína börnum Eggerts. Þessu húsi og nausti var við- haldið á Skeri allan aldur til þess Guð" rún Eggertsdóttir deyði og í húsinu var geymd -öll skreið og þungavara frá Vatneyrarkaupstað, -en flutt eptir hentugleikum að Bæ yfir heiðina á vetrum---------- Rósirnar hefðu orðið þyrnar. Það var hásumar. Sólin skeir. 1 heiði og rsendi brennheita geisla sína yfir láð og lög. Eg •átti heima hátt uppi í fjallshlíðinni, undir hamra- belti miklu. Utsýni var þaðan hið fegursta yfir héraðið. Eg bað um, að styðja mig út á túnið, út í blessaða birtuna. Eg vildi sjá sólina enn einu- sinni, áður en eg kveddi heiminn. Eg lagðist niður í grasið. Það angaði úr því ilrnurinn, og loptið var svo blíttt og hressandi. Eg fann nýtt fjör færast í líkama minn. Inndælt er lífið hugsaði eg og ógjarnan vil eg nú deyja. Endurminningar frá æskudög- 1) Það er rétt. Þau Eggert skildu samvistir og fór hún að Snóksdal til Guðrúnar Ólafsdóttur ■dóbur sinnar. um mínum svifu í hug mér. Eg minntist þess, að eg hafði verið léttur á fæti og leikfullur, og hafði notið lífsins, eins og fjörmikill unglingur getur notið þess. En nú fannst mér, sem eg hefði aldrei lifað. Mér virtist að sælustundirnar hefðu verið svo undurfáar, en sorgarstundirnar margar. Og eg hallaði mér aptur á bak og starði upp í himininn, eins og eg vildi fá þar leystar ráðgátur llfs míns. En eg fékk ekkert svar. Og það seig einhver svo undarlega blýþungur hryggðarhöfgi yfir mig, svö að mér lá við að tárfella í grasið. Og eg fann það glöggt, að táralind mín var ekki þornuð, þótt eg hefði aldrei grátið í 50 ar, eða síðan egsá hana í síðasta sinni, er f mínum augum var fegurst og fullkomnust allra kvenna, hana, sem eg unni svo heitt, að eg hefði viljað ofurselja sálu mína valdi myrkranna fyrir hennar sakir. Og eg endurtók nafn hennar aptur og aptur í huga mínum. En fékk ekkert svar. Hún var horfin, horfin mér fyrtr löngu. Og eg minntist orða Heine: »Hún var yndisleg og hann elskaði hana, en hann var ekki yndislegur, og hún elskaði hann ekki«. Þar er mín saga. Eg minntist þess einnig, er eg var staddur ásamt henni á dansleik. Hún dansaði við alla nema mig. Eg sat hnugginn út í horni. Gleðin skein á andliti allra. Eg einn var dapur, enn daprari, af því að aliir skemmtu sér svovel. Þá bölvaði eg gleðinni, og taldi mér trú um, að hún væri blekking ein. Síðan hef eg verið allri gleði firrtur. Hún veik frá mér á því kveldi, og hefur aldrei aptur kornið. Þá var eg tvítugur að aldri, en nú er eg orðinn gamall og grár fyrir hærum. Eg finn að eg á skammtept- ir ólifað. Og eg hef lifað til lítils. Og lífið hefur verið mér þung byrði. En sarnt vil eg ekki deyja, að minnsta kosti ekki í þessu fagra veðri. Eg vil deyja um vetur í margra stiga kulda, þegar snjórinn hylur gaddfrosna jörðina, því að svo hefur líf mitt verið. Það hefur verið sífelldur vetur í sálu minni, og helkuldi í hjarta mér síðan kveldið á dansleiknum. Þá frusu í hel mínar heitustu og beztu tilfinningar, og þær hafa ekki lilnað síðan. Það hefur að eins ofurlítið þiðnað íshjúpurinn um hjarta mitt, þá er sólin hef- ur skinið skærast á sumrin og náttúran hefur í- klæðzt sinu fegursta sumarskrauti. Það var sum- ardýrðin, er jafnan snart hina viðkvæmustu strengi hjarta míns. En sannrar ánægju hef eg aldrei notið. Og þá er eg lá þarna i grasinu og horfði upp í himininn, krafði eg þann, sem á að ríkja þar uppi í hæðunum, til reikningsskapar fyrir líf mitt. En eg fékk ekkert svar Eg hélt samt á- fram að mögla gegn forsjóninni út af því, hvers- vegna hún hefði gert mig afskiptan æztu gæðum lífsins, hversvegna hún hefði svipt mig gleðinni og allri rósemi sálarinnar, hversvegna hún hefði pínt mig öll þessi ár, bæði á sálu og líkama. Þá var eins og hvíslað væri í eyra mér: »Það fær þú að vita hinum megin«. Ofseint, ofseint, hugsaðieg. Verði tilveran hinum megin, fyrir handan gröf og dauða, ekki fagnaðarríkari, en þessi jarðneska tilvera hefur verið, þá bið eg að hafa mig afsakaðan. Og hver ábyrgist, að mér verði bætt það, er eg hef farið á mis við hérna-megin ? Og eg lokaði augunum og einhver þreytu- dofi færðist um mig allan. Hvað stoðaði allt þetta mögl, allar þessar kvartanir? Eg hafðifyr- ir löngu gert upp reikning minn við lífið og mér fannst það skulda mér allt, allt nema fáein augnablik, er eg var á léttasta skeiði og lifði í voninni um hana, er eg unni svo heitt, og hafði kjörið í huga mér til að strá rósum á lífsleið mlna. En þá var eins og hvíslað væri aptur að mér: »Allt er blekking. Rósirnar hefðu orðið þyrnar. Enginn er sæll, nema sá, er sættir sig við hlutskipti sitt, og möglar ekki«. • Þá sveif mér í hug, að fáir mundu vera sælir. Og mér létti svo við þá hugsun, að eg reis upp, staulað- ist heim óstuddur og lagðist upp í rúmið mitt. Það var komin einhver kyrrð og ró í hugaminn og eg möglaði ekki framar yfir hlutskipti mínu. Eg fann að það sveif á mig svefnhöfgi og eg óskaði, að vakna ekki aptur, þótt hásum- ar væri og sólin skini skært. Eg var orð- inn nokkurnvegmn sáttur við sjálfan migoglífið, og hafði fengið mikinn hluta af skuld lífsins við mig greiddan með þéim orðum, er hljómuðu í eyrum mér, er eg var að sofna: »Allter blekk- ing. Rósirnar héfðu orðið þyrnar«. En var sú hugfró ekki einnig blekking? Hver ræð- ur þá gátu ? Hreidar. ,Plógur‘ er eitt hið bezta og vænlegasta, sem eg hef lengi séð í þá átt, sem vér þörfnumst helzt, þ. e. að efla von almennings og traust til þess að land- búnaður vor geti þrifizt. — Ritið er að sönnu lítið, en þeim mun ódýrara er það líka, og það er að öllu leyti ágætlega samið að minni hyggju það, sem komið er. Vonandi er, að bændur sjái ekki eptir aðkaupa þessar handhægu og hentugu bendingar útgefand- ans, því það borgar sig margfaldlega að fá eina góða ráðlegging í búnaði fyrir svolítið verð, hvað þá svo margar ágætar upplýsingar, sem Plógur væntanlega mun gefa um ýmislegt. Vér bændur megum elcki horfa í það, að láta nokkra aura af hendi gegn því, að menn leggi sig fram um, að fræða okkur og ráðleggja. Þá væri nær fyrir okk- ur að minnka við okkur kaup á einhverju þarfleys- isblaðinu eða meiningailausum ritum, sem nú eru gefin út, að því er sýnist, einungis til að auðga þá er verzla með pappír og bleksvertu. Fyrsta tölublaðið er einkanlega um áburð og notkun hans. Eru þar margar mjög góðar vísbend- ingar[í, enda er áburðarmeðferðin eitt meginatriðið í búnaðinum og aldrei nógsamlega brýntfyrir mönnum að hirða hann, drýgja og hagnýta sér sem bezt. Áburðurinn er fóður jarðarinnar, eins og grasið er fóður skepnunnar — og til sannindamerkis um það hversu mjög áburður er metinn hjá þeim, semkunna að búa eptir réttum reglum mætti minna á söguna um norskabóndann, sem lagði hlandforina sína alla í botn og veggi með silfurspesíum til þess að sýna að hann áliti forina sanna gullnámu og grundvöll undir búi sínu, og þó þetta megi virðast í fljótu bragði óþarfa eyðsla, þá er það þó ekki, þegar betur er aðgætt. Slíkt bragð sem þetta, getur vakið athygli og áhuga ýmsra, sem ekki virtu mikils áður það sem Norðmaður þessi hafði orðið auðugur af. — Við skulum kaupa „Plóg“, piltar. Hann er þess verður og gefinn út í hollu og góðu skyni. Nærsveitamadur. Með , LA U RA‘ kom til verzlunar Stlirlu JÓnSSOnar: Kaffibrauð, margar teg. Brjóstsykur, margar teg. Ostur. Allskonar matvara. Þorskalýsi Bronse. . Bronsetinktúra. Hri 1/ \[ PQ\/OrQ helbredes aldeles og L/I IKKtfbygtf sikkert med Ph. Wencks Aretieoholthó. Helbredelse kan fuldbyrdes uden Patientens Vidende; </2 Pk. 6 Kr. l/i Pk. 10 Kr. franco mod Belöbet förud. Gen. Agentfor Island söges. Aug. Davlds Gothersgade 103. Köbenhavn

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.