Þjóðólfur - 10.02.1899, Page 1
Þ J OÐ
OLFUR.
51. árg. Reykjavík, föstudaginn 10. febrúar 1899. jj Nr. 7.
Um notkun skóga
eptir Helga Jónsson.
(Frh.)
Eldiviðíir. Til eldiviðar hefur skógurinn
mjög verið notaður allt fram á þennan dag. Fyrst
hjuggu menn skóg þann, er næst var bæjunum,
■og ávalt færðust rjóðrin lengra út á við. Vlða
hefur slcógurinn þannig verið gereyddur. Víða
sér maður nú á landinu, þar sem skógur er með
öllu horfinn, eina og eina hríslu á stangli í klett-
urn og gljúfrum, þar sem menn ekki hafa komizt
að til áð höggva, það eru einu leifarnar, sem
eptir eru af öllum skógi, sem áður hefur ver-
ið á þeim svæðum. En það eru líka önnur merki,
er .minna hina núlifandi kynslóð á s)mdir forfeðr-
anna. Eg á hér ekki við lurkana, sem finnast í
mónum. Eg.á við holtin og melana. A þeim
var áður jarðvegur, mestmegnis leir, 1 þessum
jarðvegi óx skógurinn. Að skógur hafi vaxið á
þessum stöðum, sést glöggfiafathugunum á gróðrar-
fari landsins og sögulegum skilríkjum. Þessa skóga
hafa forfeður vorir eytt. Ef holtin og melarnir
væru metin til verðs, eins og þau eru nú, ber og
nakin, og eins og þau voru áður, skógi klædd,
og þeim tveim upphæðum jafnað saman, þá mundu
menn skilja, hve mjög gildi jarðanna heíur
rýrnað við eyðingu skógarins, Þau dæmi, er eg
nú hef bent á, ættu að kenna hinni núlifandi
kynslóð ekki einungis að láta vera að skemma
þær litlu skógarleifar, sem eptir eru, heldur að
styðja að því eptir mætti, að landið verði aptur
skógi vaxið.
Nú mun skógur einna mest vera högginn til
■eldiviðar. Eg hef þegar drepið á afleiðingar
skógarhöggsins og ætla nú að snúa mér að eldi-
viðnum. Þá er fyrst að geta þess, að smáhrls
er lélegur eldiviður, og um annað en smáhrís
er ekki að tala, því stórskógarnir eru eyddir.
Menn vinna landinu stórtjón til að útvega sér
lélegan eldivið. Mótak er svo víða, að það ætti
með öllu að vera óþarft að brenna hrtsi. Jafn-
vel þótt menn þyrftu að kaupa kol og flytja þau
langarleiðir, verðaþau, 'billegri’ eldiviður en hrísið,
þegar miðað er við þá þýðingu, sem skógurinn
hefur fyrir landið. — Menn verða að leggja nið-
ur þann hugsunarhátt að hugsa einungis um sjálfa
;sig, um stundarhagnaðinn og augnabliksþörfina.
.Menn eiga að hugsa lengra fram í tímann. Menn
•eiga að hugsa urn að leggja sem tryggastan og
beztan grundvöll fyrir framförum þjóðarinnar um
komandi aldir, bæði í efnalegu og andlegu tilliti.
Ef sá hugsunarháttur væri almennur, er engin
hætta á að rnenn stingju skógarleifunum undir
pottinn, og þá myndi maður aldrei fá þetta ein-
hennilega svar: »Það endist um mína daga«.
Fjárbeit. Eins og kunnugt er hafa skógar
allt fram á þennan dag verið beittir. Mun eg hér
að eins tala um fjárbeitina, að því leyti sem hún
er skaðleg fýrir skógana og er þá sérstaklega að
ræða um vetrarbeitina. Meðan féð geíur náð í
grasið, sem vex í skógnum, er skaðlítið að beita
1 hann. Venjulega bítur fé ekki birki, fyr en
það nær ekki í annað. Þegar jarðbann er kom-
ið, er fyrst hætta á ferðum. Þd er ekki á ann-
að að beita en hinar ungu birkigreinar, er standa
upp úr sköflunum. Féð tekur rösklega til matar'
síns og bítur efstu knappana af hverri greininni
eptir aðra, Greinarnar fúna 1 sárið. Afleiðingin
af beitinni er, að skógurinn verður lágvaxinn,
kræklóttur og fúnar.
Þess eru dæmi, að fé hefur verið beitt á stór-
an skóg í jarðbönnum; þar er ekkert annað á
að beita en börk trjánna, því venjulega eru snjó-
þyngslin ekki svo mikil, að stofnana feli og féð
þannig geti náð í limið. Veslings skepnurnar
naga börkinn af stofnunum, afleiðing þess er
dauði- trjánna. Fjárbeitin á skógana hefur því,
eins og hefur verið tekið fram, þær afleiðingar,
að skógarnir smækka og verða kræklóttir. Séu
skógarnir beittir óvægilega, þegar jarðlaust er,
eru afleiðingarnar miklu verri, því það eyðir skóg-
inn opt á mjög stuttum ttma.
Þegar nú þess er .gætt, hvert gildi skóg-
urinn hefur fyrir landið, þá er það bersýnilegt,
að þessi vetrarbeit verður afardýr; þar við
bætist, að fóðurgildi hrísgreinánna er tiltölulega
mjög lítið. Mestur hluti þeirra er kork og
tré og vil eg engum ráða til að hafa það til
fóðurs. Aðalnæringin, sem féð fær, eru knapp-
arnin Það er því lítil fæða, sem féð fær úr
hrísinu, en hún er afardýr. Menn ættu því ekki
að beita á skógana að vetrinum, þegar jarðbann
er. Með fyrirhyggju og atorkusemi geta menn
líka auðveldlega lconiizt hjá því. Óskandi væri
að skepnuhirðingin, áður en langt liði, kæmist i
það horf, að rnenn hættu að beita fénu á skaflana
og birkigreinarnar, sem upp úr þeim standa.
(Niðurl. næst.)
Opið brjef
til míns gamla bernskuvinar, bekkjarbróður
og sessunauts á skólaárunum, ritstjóra
Björns Jónssonar frá Birni M. Ólsen
Kæri bróðir að fornu og níju!
I firirlestri þeim, sem jeg hjelt firir skömmu
í Stúdentafjelaginu, sagði jeg, að mjer kæmi ekki
á óvart, þó að þið blaðamenn heltuð ifir mig
ofstæki ikkar eins og ifir H. Kr. Friðriksson, fir-
ir það, að jeg gæti ekki verið ikkur samdóma
í stafsetningarmálinu. Spá mín hefur ekki átt
sjer langan aldur. Nú hefur þú, gamli vinur,
steipt ifir mig 4 Isafoldardálkum af fúkirðum og
getsökum í blaði þínu. Annaðhvort hefur þú ver-
ið mjög reiður, eða þjer hefur þótt mikils við
þurfa til að fegra málstað ikkar Blaðamanna,
þar sem grein þín er ekki annað en persónuleg
ónot. Mjer væri hægðarleikur að borga þjer í
sömu mint. Jeg treysti mjer jafnvel til að setja
saman um þig kringilegri og findnari köpurirði
enn þú hefur nú ausið ifir mig, því að þar er hægt
við að jafnast. Enn jeg vil það ékki. Jeg þikist
sjálfur vera of góður til þess, og met þig og okk-
ar gömlu vináttu meira • en svo, að mjer detti
slíkt í hug. Jeg firirgef þjer þetta alt saman,
og ef þú slær mig á mína hægri kinn, þá —
klappa j„‘g þjer á þína vinstri.
Enn jeg verð að leiðrjetta ímislegt af þvl,
sem þú mishermir í grein þinni, og skíra betur
a/stöðu mína við stafsetningarkák Blaðamanna-
fjelagsins, því að um það atriði hefur þú hall-
að mjög rjettu máli.
F"irst og fremst er það ekki annað enn heila-
spuni þinn, að ifirkennari Halldór Friðriksson sje
»faðir að króanum«, eða firirlestri mínum, sem
þú kallar svo. Á þeim 9 mánuðum, sem liðnir
eru, síðan Blaðamanna ritreglunum var hleipt af
stokkunum, höfum við ifirkennarinn engin mök
haft hvor við annan, ekki talað okkur neitt sam-
an um neinar aðfarir á hendur Blaðamannastaf-
setningunni. Jeg ber einn ábyrgð á »króanum«,
og hafi jeg átt hann með nokkrum, þá er það
með Blaðamannafjelaginu, sem firir 9 mánuðum
gaf tilefni til þess, að fyrirlesturinn var haldinn.
Jeg get útvegað vottorð, hvenær sem þú vilt,
frá formanni Stúdentafjelagsins um það, að hann
kom til mín upp úr þurru einn dag og bað mig
hefja máls á umræðum í Stúdentafjelaginu um
stafsetning, og að jeg f>á pegar lofaði að gera
það, án þess að H. Kr. Friðriksson kæmi þar
nærri. Jeg vissi ekki einusinni neitt um, að ifir-
kennarinn mundi koma á fundinn, fir en jeg sá
fundarboð Stúdentafjelagsins, og hef ekki talað
eitt orð við hann um þetta mál fir en á fundin-
um. Þú sjer því ofsjónir um hábjartan dag,
þegar þú talar um »bandalag« milli okkar Hall-
dórs Friðrikssonar. Hitt er ekkert undarlegt. þó
að jeg geti verið honurn samdóma um mart, þar
á meðal um það, að Blaðamannastafsetningin sje
óhafandi. I*ú hefur líka sjálfur oft verið samdóma
okkar gamla kennara um mart, þar á meðal um
stafsetningarmál, því að flest atriði í stafsetningu
1 ikkar Blaðamanna eru þó beinlínis tekin efdr
skólarjettrituninni. Enn þó að nú bandalag kæmist
á rnilli mín og ifirkennarans, þó að við irðum
alúðarvinir, þá skil jeg ekki í öðru, enn að það
hliti að verða þjer sem sannkristnum rnanni hið
mesta gleðiefni, eins og rnjer er sönn ánægja að
sjá þig í faðmlögum við Valdimar Ásmundsson,
eða Jón Ólafsson við Einar Hjörleifsson.
Það er og mishermt hjá þjer, að jeg hafi
skomið fram með þjósti« í firirlestrinum. Jeg
ræddi rnálið stillilega og gerði mjer far um að
líta á það alveg hlutdrægnislaust, tók eins fram
það, sem jeg taldi til bóta í stafsetningu ikkar
Blaðamannanna, eins og hitt, sem jeg taldi miðrn-
fara. Ekki veittist jeg heldur persónulega að nein-
um manni með »klúryrðum« eða »ónotum«, enn
satt er það, að jeg skopaðist í meinleysi að sumu
í rangritun ikkar, Blaðamanna, og megið þið
ikkur sjálfum um kenna, því að það eruð þið,
enn ekki jeg, sem hafið sett saman þessar skop-
legu rangritunar-óreglur. Ekki gerði jeg heldur
neitt »frumhlaup« á hendur Blaðamannafjelag-
inu, þó að jeg legði ritreglur þess á meta-
skálarnar og fundust þær Ijettar. Firirlesturinn
mun bráðum liggja firir prentaður, og getur þá
almenningur dærnt um, hvor okkar segir réttara
frá honum í þessum atriðum, enda munu óvilhallir
menn, sem við vóru, geta borið um það.
Það er satt, að jeg lagði til grundvallar á-
grip það af stafsetningarreglum, sem blaðamenn
sendu mjer og öðrum í fyrra. Jeg vissi ekki til,
að neitt annað væri hjer eftir að fara. Mjer hef-
ur ekki verið sent neitt annað enn þetta til að
fara eftir frá Blaðamannafjelaginu, og engum öðr-
um, svo jeg viti. Jón Ólafsson hreifði því á
fundinum, að það ætti að fara eftir breittu og
endurbættu ágripi, sem hefði verið prentað ein-
hversstaðar í Nfju Öldinni. Mjer er ekki kunn-
ugt um að þetta »endurbætta« ágrip hafi verið
sent nokkrum manni, nje að Blaðamannafjelag-
ið í heild sinni hafi nókkurn tíma knjesett það,
þó að það hafi verið eignað því í N. Ö., nje að
það hafi legið firir þeirn mönnum, sem Blaða-
menn segjast hafa haft firir ráðanauta í þessu