Þjóðólfur - 10.02.1899, Blaðsíða 2
2Ó
máli, þeim Jóni rektor Þorkelssini og Pálma Páls-
sini. Jóii Ólafsson lísti lika ifir því á ftmdinum,
að Blaðamannafjelagið bæri enga ábirgð á, því,
sem sagt hefði verið um þetta stafsetningarmál
í blöðum Blaðamanna af einstökum fjelagsmönn-
um, og svo lít jeg á þetta »endurbætta« ágrip.
Eftir fundinn hef jeg kint mjer þetta »endur-
bætta« ágrip og sjeð, að afbrigði þess frá hinu
upphaflega ágripi eru miklu færri, enn J. Ó. ljet
í veðri vaka á fundinum, og þar að auki mjög
óveruleg og til lítilla bóta. Mjer mun ef til vill
síðar gefast kostur á að sína fram á þetta. Ann-
ars er það eitthvað skrítið af ikkur Blaðamönn-
um að vera altaf að tala um ágrip af því, sem
ekki er til. Það er nokkuð líkt og »lucus a
non lucendo«. Jeg veitekki til, að neinn hafi
enn sjeð það rit, sem þessi »ágrip« eru ágrip
af.
Það er svo að sjá, sem þú hafir haft frá-
sögn þfna um fundinn frá einhverjum þeirra,
sem þar urðu í minni hluta, þar sem þú segir
að þú hafirheirt, að þeir Jón Ólafsson og Pálmi
Pálsson hafi »tætt firirlesturinn í sundur ögn
firir ögn». Atkvæðagreiðslan síndi það Ijósast,
hvorum betur tókst að sannfæra áheirendurna,
þar sem einir 5 stóðu upp firir Blaðamannastaf-
setningunni, enn 21 á móti. Og af þessum
fimm hræðum, sem vóru í minni hlutanum, vóru
tveir meðlimir Blaðamannafélagsins og einn
annar af ráðanautum Blaðamannannanna um staf-
setningarnímæli þeirra. Þessi þijú atkvæði vóru
auðvitað firirtram bundin, og eru þar í,
talin atkvæði þeirra J. Ó. og P. P., sem bjeldu
uppi svörum firir Blaðamenn á fundinum. Þeir
J. Ó. og P. P. hafa þá að eins sannfært 2 af
þeim, sem á fundinum vóru, og hefur annarþess-
ara tveggja sagt mjer, að sitt atkvæði hefði líka
verið bundið, því að hann hafði látið til leiðast að
skrifa undir ritreglur Blaðamanna. I meiri
hlutanum vóru firir víst 7 allmerkir rithöfundar.
Annars ber þess að geta um Pálma Pálsson, að
hann gat ekki vel tætt sundur firirlestur minn,
því að hann kom ekki á fundinn fir enn um
það leiti, sem firirlesturinn var á enda. Hann
hreifði ekki heldur í sinni ræðu, svo jeg muni,
við neinu því, sem jeg hafði sagt, heldur tók
hann það skírt fram f upphafi máls sfns, að
hann væri samdóma mjer um meginatriði
þessa máls, eftir því sem jeg hafði skírt frá
skoðunum mfnum í firirlestri þeim, er jeg hjelt
í kennarafjelaginu firir 10 árum og prentaður
erí Tímariti um uppeldi og mentamál 2. árg., enn
abæg sörnu skoðanir Ijet jeg nú aftur í ljós í fir-
irlestrinum. Kvaðst hann hafa aðhilst Blaða-
mannastafsetninguna að eins í þeirri von, að
við hana kæmist eining á ritháttinn, sem hann
teldi mestu varða. Svona dauft er þá filgi
þessa manns við Blaðamannastafsetninguna, og
það er hann og dr. Jón Þorkelsson eldri, sem
þið eruð altaf að »flagga» með. Ur þessu get-
ið þið þó varla haft P. P. hærra en í hálfri
stör.g. Um J. Þ. er mjer ókunnugt, en kunnug-
ur maöur honum hefur sagt mjer, að hann filgdi
ikkur með hálfum huga, og varla mundi sá
ágætismaður hafa skrifað undir reglur ikkar, eins
og þær eru úr garði gerðar, rneðan hann var á
besta skeiði og í fullu andlegu fjöri.
Að ástæðum hef jeg leitað með logandi
ljósi í 4 dálka grein þinni. Enn þar finst engin.
Ekki gerir þú hina minstu tilraun til að sína
fram á ágæti Blaðamannastafsetningarinnar, að
hún sje spor í ijett^ átt og miði tif bóta.
Jú! það er satt! þið segið, að hún miði til að
koma einingu á ritháttinn, og þá sje þó mikið
unnið. Enn eruð þið vissir urn, að nímæli
ikkar nái því marki? Jeg er þvert á móti
sannfærður urn, að þau verða til þess að koma
enn meiri glundroða, enn'nú er, á íslenska staf-
setning. Reinslan mun sína, hvorir þar hafa rjettara
firir sjer.
Þú segir með firirlitningu um skólastafsetn-
inguna, að hún sje »ekki annað enn aflóa spjör
frá Konráði Glslasini». Tala þú með virðingu
um þann mann, því að hann hafði meira vit á
íslensku og íslenskri stafsetning í sínum litla
fingri enn þið Blaðamennirnir, þó að þið leggið allir
saman alt, sem þið hafið til. Annars ættuð þið
ekki að tala óvirðulega um skólastafsetninguna,
þar sem þið þó filgið henni í flestum greinum.
Pið verðið fegnir að skríða sjálfir í þessa spjör
Konráðs, enn því miður hafið þið lagt á hana
mislitar og saurugur bætar og haldið, að þið
sjeuð Qarska »finir» í karbættum lörfunum.
Þú segir, að jeg geti ekki með rjettu talað
um mína stafsetning. Jeg hef aldrei dregið
dul á það, að það er ekki jeg, sem firstur hef
viljað útríma y (ý) og z úr stafrofinu. Enn
enginn annar hefur fir enn jeg stungið upp á
þvf að útrlma þessum stöfum, ern halda sjer að
flestu öðru leiti við skólastafsetninguna. Þetta
eru hin einu rjettritunarnfmæli, sem mjer eru
nokkurt kappsmál, eins og jeg hef tekið fram
firir löngu, og af því að jeg hef firstur stungið
upp á þessu, þikist jeg hafa rjett til að tala um
það sem mína rjettritun. Hvað gerið þið,
Blaðamennirnir? Þið talið líka um ikkar staf-
setning. Og þó er ekkert ákvæði í þeirri staf-
setningu, sem þið eignið ikkur, frumlegt f þeim
skilningi, að þið hafið firstir komið fram
með það.
Þú virðist telja mig með »hinum mestu öfga-
mönnum« í stafsetningarmálum. Enn í raun og
veru er mfn rjettritun miklu vægari og minni
breiting frá skólastafsetningunni en stafsetning
ikkar Blaðamannanna, og þær fáu breitingar,
sem jeg vil taka upp, hafa þann kost, að þær
eru einfaldar og auðlærðar, og mundu gera ís-
lenska stafsetning alt að því helmingi auðveldari
firir námslíðinn og alþíðu manna. Það eruð þið,
enn ekki jeg, sem farið með öfgar í þessu máli.
Þjer þikir jeg hafa hugsað mig helst til lengi
um, áður enn jeg ljet til mín heira í þessu máli.
Til þess liggur það svar, að jeg hef haft, og hef
að vísu enn, annað að starfa enn að gefa mig
í ritdeilur um stafsetningarmál. Enn þegar á
mig var skorað að tala í Stúdentafjelaginu, þá
fann jeg enga ástæðu til að kveða nei við þeirri
beiðni. Annars mun jeg hvorki spirja þig nje
aðra um leifi til að tala eða'rita um það mál
eða.önnur, það sem jeg vil, og á þeimtfma, sem
jeg vil.
Hvor okkar hafi verið ófrískari eftir viður-
eignina út af forntungnanáminu í skólanum, skal
jeg láta ósagt. Enn hitt er víst, að hún hefur
haft verri áhrif á geð þitt enn mitt. Það sína
greinar okkar beggja um þetta mál.
Það er annars mikið mein, gamli vinur, að
það lítur svo út, sem þú .sjert altaf að verða því
geðstirðari, sem þú verður eldri. Jeg segi þjer
satt, að mjer sárnar þetta þfn vegna, því að jeg
ann þjer og virði þig firir dugnað þinn, trúlindi
og kjark. Enn jeg skil vel af hverju þessi geð-
vonska þín stafar. Að nokkru leiti kernur hún
eflaust af líkamlegri vanheilsu, enn þó eflaust
meira af hinu, að þú, sakir stöðu þinnar sem
blaðamaður, átt altaf í sífeldum deilum, og vana-
lega við menn, sem ekki þekkja þitt góðahjarta,
misskilja þig eða hata. Og af því leiðir, að þú
kannast ekki heldur við þeirra góðu kosti, mis-
skilur þá og hatar. Við þetta harðnar rimman
á báða bóga, og báðir málspartar vega hvor að
öðrum með vopnum, sem miður sæmir að beita,
og leita allrá bragða til að draga hvor annan
ofan í sorpið. Svo verður þetta að vana að
beita ósæmilegum og klúrum rithætti, hver sem
í hlut á. Allir bestu menn þjóðarinnar eru firir
löngu orðnir leiðir á þessum gauragangi blað-
anna, enn skríllinn hlær að honum og þikir
gaman að látunum.
I þetta skifti átt þú ritdeilu við góðan
og gamlan vin þinn, sem vill þjer ekki
annað en hið besta. Það má þá ekki minna
vera, enn að hann kenni þjer nokkur heilræði,
enn þú ræður, hvort þú heldur þau. Enn það
get jeg sagt þjer, að þar liggur við sæmd þín og
vinsældir hjá öllum góðum mönnum. Heilræðin
eru þessi:
Hafðu altaf, og ekki síst í ritdeilum, sann-
leikann firir augum.
Síndu öðrum mönnum kristilegt umburðar-
lindi, og heimtaðu ekki, að allir sjeu alltaf á
sama máli og þú.
Ætlaðu ekki mótstöðumönnum þínum ó-
hreinar hvatir að ástæðulausu.
Rangfærðu aldrei vísvitandi orð andstæðinga
þinna og reindu að skfra sem rjettast og sannast
frá málavöxtum 1 hverju máli.
Gerðu ekki saklausum mönnum getsakir ó-
firirsinju.
Reindu að stilla geð þitt og stjórna svo
penna þínum, að þú dragir ekki sjálfur blað þitt:
niður í sorpið.
Að endingu kveðjegþig, kæri vinur, með bestu
óskum um góða heilsu og batnandi geðsmuni
með vaxandi elli og vil altaf reinast
þinn sami gamli
Bj'órti M. Ólsen.
Um gufusltip til fiskveiða
hefur hr. Markús F. Bjarnason skólastjóri ritað í
»Isaíold« afarlanga grein í 4 þátturn (ef hún er
þá komin öll). Meginmergurinn í þessu langa
máli er að sýna fram á, að gufuskip til fiskveiða
séu eigi aðeins ofvaxin oss, kostnaðar vegna,
heldur að öllu óhentugri en seglskip og eigijafn
ábatavænleg. Hann telar því mjög ísjárvert fyrir
útgerðarmenn vora að ráðast 1 gufuskipakaup til
fiskiveiða, og vitnar því til sönnunar í reynslu
þá, er fengizt hafi við útgerð »Elínar« hjá
Wathne og »Muggs« hjá P. J. Thorsteinsson á
Bíldudal. En dæmi þessi sanna mjög lítið, fyrst
og fremst sakir þess, að það er alls óvíst, að
Wathne hafi hætt Elínarútgerðinni sakir þess að>
hún borgaði sig ekki — það er víst ekki full-
kunnugt, hversu mikið það tap var, eða hvort
það var yfir höfuð nokkuð að marki — og að því
er »Mugg« snertir vitum vér ekki til, að eigandi.
hans hafi látið neitt uppi um það, hvort hann
hafi tapað á þeirri útgerð eða ekki. Og þótt
svo væri, að þessar 2 gufufleytur hafi eigi borið-
sig, þá er ofsnemmt að fordæma fiskveiðar á
gufuskipum sakir þess, því að þessar tvær tilraun-
ir eru svo nýjar af nálinni, að um engaverulega
reynslu getur verið að tala í því efni til að byggja
á. Því er opt svo varið, að þeir sem verða fyrst-
ir til að brjóta ísinn í einhverjum mikilsverðum
framkvæmdum, verða fyrir skakkafalli fyrst í
stað, meðan næga reynslu og þekkingu skortir
á fyrirtæki því, sem um er að ræða. »011 byrj-
un er erfið« segir máltækið, og þess vegna á sá
maður eða þeir menn.miklar þakkir skyldar, sem
eigi leggja árar 1 bát eða láta hugfallast, þótt
allt gangi ekki að óskum, undireins og einhverju
nýju fyrirtæki er hleypt af stokkunum. Það er
vantrúin, þolleysið og kjarkleysið, sem drepur
allt hjá oss íslendingum. Ef tréð fellur ekkivið-
fyrsta högg, þá er öllum lokið. »Blessaðir reyn-
ið þið þetta ekki aptur«, er þá sagt, og hinir,
sem ekkert hafa aðhafzt verða smeikir, og var-
ast að leggja hönd á verkið. Piinkum er það’
óheppilegt, ef þeir, sem menn bera traust til að
hafi gott skyn á málinu og hafi ýmsa hæfileika
til að skilja það rétt, verða til þess í ræðu eða
riti að sporna gegn nauðsynlegum umbótum eða
draga kjark úr mönnum til að koma þeim á.
Vér erurn einnig sannfærðir um, að það hefur
heldur ekkki verið tilgangur hr. Markúsar
Bjarnasonar með þessum greinum sínum um
fiskveiðagufuskipin, þvl að hann er kunnur sem á-
hugamaður í fiskimálum vorum, og vill eflaust vinna
að þvf eptir megni, að fiskveiðar vorar nái sem
mestum vexti og viðgangi. En vér hyggjum, að
hann hafi ekki athugað nógu vandlega, að ein-
mitt þessar greinar hans geti orðið til að seinka.
fyrir umbótum á fiskiveiðum vorum, geti orðið