Þjóðólfur - 10.02.1899, Síða 3
27
til þess að leggja læðing á framtakssemi einhverra
manna, er annars hefðu ráðizt í að ryðja nýjar
“brautir útveg vorum, og það einmitt sakir þess,
að orð hans í þessu efni eru að sjálfsögðu meira
metin en margra annara. En hafi greinar hans
þessi áhrif, þá hefðu þær verið betur óritaðar,
eins og allt, sem miðar til þess að aptra fólki
frá nýjum tilraunum, nýjum framkvæmdum. Það
hefði hvort sem var ekki verið svo sérlega hætt
TÍð því, að margir hefðu >>sett sig á höfuðið« við
xitgerð fiskiveiða-gufuskipa svona fyrst um sinn.
Erá því sjónarmiði, sjónarmiði hr. M. F., sem
virðist svo smeikur við þessa útgerð, var þvíöllu
óhætt. íslendingar eru ekki vanir að hlaupa
upp til handa og fóta, þá er um jafn^tór fyrir-
tæki er að ræða.
Oss kemur alls ekki til hugar að neita því,
að margt í ritgerð hr. M. F. um samanburð
gufuskipa og seglskipa er á góðum og gildum
rökum byggt, og vér ætlum oss ekki þá dul að
•deila við hann um siglingafræði og sjómennsku,
því fer fjarri. En hins vegar dylst oss ekki, að
:sum atriði i ritgerð hans, sem eigi snerta hið
sérfræðilega efni, eru eigi allskostar rétt hermd t. d.
eíns og það, að talað sé um að vér eigum að
»keppa við Englendinga« i gufuskipafiskveiðum.
Það telur hann auðvitað fjarstæðu, sem eðlilegt
er. En vér minnumst ekki, að nokkur hafi tal-
að um slíka »samkeppni.« Að minnsta kosti befur
það ekki verið gert í Þjóðólfi, sem einna fyrstur
vakti máls á þessu gufuskipamáli, og jafnan mun
verða því hlynntur. En að því mun hafa verið
verið vikið, að vér þótt fátækir værum, fáir og
smáir ættum að taka oss Englendinga til fyrir-
myndar í veiðiskap og reyna að klófesta eitt-
hvað ofurlitið af þeim auð, er þeir jysu upp við
strendur landsins. Það er allt annað en »sam-
keppni«, því að það dettur víst engum i hug, að
hún geti komið til greina af hálfu vor Tslendinga,
.gagnvart jafn auðugri og voldugri þjóð sem
Englendingum. Hvaða öfgar, sem aðrir kunna
að hafa flutt um þetta mál, varðar oss ekkert
um og skrifum það ekki á vorn reikning. Hug-
mynd vor, síðan þessu máli var hreyft, hefur
jafnan verið sú, að vér gætum óhætt byggt á
margra ára reynslu Englendinga í þessum veiði-
skap, því að hún gæti ekki verið einskisvirði
fyrir oss, þótt stórauðug félög ættu þar hlut að
máli, félög, sem gætu staðizt mikinn halla í svip
•en mundu alls eigi halda slíku áfram til lengdar,
ef það borgaði sig ekki vel. Og þótt veiðiskap-
ur þeirra sé í stórum stýl, svo margfalt, marg-
falt stærri, en vér nokkru sinni getum haft, þá
retti samt félagsskapur hjá oss í smáum stýl
auðvitað fyrst um sinn, tiltölulega að geta borið
sig jafnvel sem hinn, ef ytri skilyrði væru nokk-
urn veginn jöfn. Það er í félagsskap en ekki einstakra
manna tilraunum, sem vér sjáum hina réttu leys-
ingu þessa máls, hversu langt sem þess verður
að bíða. Það þarf allmikinn krapt til að koma
slíkuá fót, svo nokkur mynd séá. Það þarf bæði mikið
fé, duglega yfirstjórn, og duglegan og samvizkusam-
•an erindreka t. d. í Englandi til að sjá um hags-
muni félagsins að því er markað snertir o. fl.
I’etta er oss fullkomlega ljóst. En það er fram
kvæmanlegt, ef margir legðust á eitt, og þjóð og
þing væri samtaka. Þetta er engin loptkastala-
bygging, eða sérlega mikið áhættuspil. Hr. M.
F. er einnig. samdóma því, að félagsskapur sé
nauðsynlegur til eflingar fiskiútveg vorum, og er
það auðvitað rétt athugað. Vér þorum að full-
yrða, að þeir séu harla fáir, jafnvel ekki útgerð-
armenn sjálfir, sem hafa mikla trú á framtíð
sjávarútvegs vors, eins og hann er nú rekinn, og
að hann þurfi að einhverju leyti verulega að
breytast í betra horf, ef hann á að standast. Og
liversvegna þá ekki einmitt í það horf, sem flest-
ar þjóðir hafa verið að breyta honum nú á síðustu
tímum: að taka upp gufuskip til fiskveiða sam-
hliða seglskipunum fyrst um.sinn, og síðan ein-
göngu, þá er næg reynsla er fengin fyrir því, að
seglskipin geti ekki staðizt samkeppnina við gufu-
skipin. En það getur verið, að sú reynsla sé
ekki fengin alstaðar enn, en allvíða mun það
þó vera. (Niðurl.).
Mannalát. Hinn 27. f. m. andaðist úr
lungnabólgu að heimili sínu Bæ í Hrútafirði,
Sigurður E’ríkssonSverrisen sýslumaður á 68. aldurs-
ári. Hann var fæddur 13. marz 1831 að Hamri á
Mýrum. Foreldrar hans voru: Einkur Sverrisson
þá sýslumaður í Mýrasýslu, síðan í Rangárvalla-
sýslu (d-1843) ogsíðari kona hans Kristín (fl-1876)
Ingvarsdóttir frá: Skarði á Landi Magnússonar.
Sigurður varútskrifaðurúrlærða skólanum i853með
2. einkunn, sigldi árið eptir til háskólans og tók
þar próf í heimspeki 1855, en embættispróf í.lögum
1862 með2. einkunn í báðumprófum, var s. á. settur
sýslumaður í Suður—Múlasýslu, en fékk veitingu
fyrir Strandasýslu 1863 og þjónaði henni til dauða-
dags. Hann var kvæntur Ragnhildi Jónsdóttur prests
á Felli 1 Mýrdal Torfasonar, og voru þau hjón
systrabörn. Börn þeirra eru Eiríkurstúdent í Bæ og
Oddný bæði gipt. Sigurður sýslumaður var mjögvel
látinn maðtir, bæði af sýslubúum stnum og öðrum, er
honum kynntust,þvlaðhann varhiðmestaljúfmenni
oglipurmenni og stillti hvervetna til friðar. Var orð
á því gert, hve vel honum tókst að miðla málum
manna og skirrastöll vandræoi og vafningsþrætur.
Heimili þeirra hjóna t Bæ var fyrirmynd að rausn
og reglusemi,og gerði lconan þar eigi síður garðinn
frægan.
Hinn 5. f. m. andaðist á spítalanum á Isafirði
Carl Ernst Alexander Fensmark, fyrrum sýslumaður
Isfnðinga og bæjarfógetiáísafirði (1879—84) á 64.
aldursári, fæddur í Kaupmannahötn 21. nóv. 1835,
kandídat í lögum 1864 með 2. einkunn. Embættis-
ferill hans sem sýslumanns var hvorki langur né
glæsilegur og eptir að honum var vikið frá
embætti lifði hann við mjög þröngan hag á
Isafirði, og dó örfátækur. Hatin var af góðum
ættum, en hamingjumaður enginn í lífinu.
Um miðjan f. m. andaðist Daníd Sigfússon
Thorlacius bóndi í Núpufelli í Eyjafirði, bróðir
Jóhannesar skólakennara í Flensborg, valinkunn-
ur maður á bezta aldri.
Póstskipið »Laura» kom hingað af Vestfjörð-
um að kveldi 7. þ. m. Með því komu frá Isa-
firði Hannes Hafsteinn bæjarfógeti með frú sinni,
og ætla þau f skemmtiferð til útlanda. Ennfiemur
kom Skúli Thoroddsen ritstjóii, P. J. Thorsteins-
son kaupm. frá Bíldudal, og Björn Sigurðsson
kaupm. frá Flatey, allir á leið til útlanda.
Bólusótt(!) segir „Stefnir" (14. jan.) að gangi
á Höfðaströnd (í Skagafirði), og hafi þar verið fyr-
irskipað samgöngubann. En líklegt er, að þetta sé
ekki hin reglulega bóluveiki, heldur einhver ann-
ar hættuminni sjúkdómur.
Stokkseyrarfélagíð héit aðaitund sinn að
Halaí Ásahreppi 14. og 15. des. f. á.; hafði það
mjög mikið minnkað verzlunarmagn sitt síðastl.
ár-.um 20,000 kr. í staðinn fyrir 60— 100,000 2
síðustu ár þar á undan. Félagið hafði komizt
í talsverða skuld við umboðsmenn sína þá
Zöllner og Vídalín út af fjárflutningsbanninu, en
nú í ár hefur það borgað alla sína skuld^við þá
og átti til góða rúma hálfa aðra þúsund krónur
sem það fékk útborgað í peningum. Félagið
lét á fjórða hundrað hross, sem öll seldust vel,
lítið af ull og fiski og 700 sauði, sem seldust
fyrir mjög lágt verð kr. 9,50 nettó í útlandinu,
en þrátt fyrir þetta lága verð gildir það á móti
rúmum 12 kr., ef sauðir þessir hefðu verið seld-
ir hér innanlands fyrir vörur með kaupmanna-
verði, því verð á vörum félagsins var langt
undir vöruverði kaupmanna t. d. 200 'TC
bankabygg tæpar 18 kr., hrísgrjón (heilgrjón)
21 kr. 90 aura, hveiti 9 aura kaffi prima °/5°,
sykur 20—22, rjól °/99, rulla 1,43, þakjárn
rifl. 3 áln 1,38 o. frv. Verð þetta er með
20% kostnaði álögðum.
Félagið heldur áfram með talsvert meiri
krapti en næstl. ár. Akveðið var á fundinum að
gera tilraun með að senda smjör til Englands
og biðja Zöllner að selja það, og verða pöntuð
upp ílát undir það með fyrsta fél. skipi. Væri
betur, að þessi tilraun heppnaðist, svo sveitamenn
gætu fengið betri markað fyrir smjör sitt, en nú
gerist hér á landi og að smjörlíkis étendur mættu
brúka það í næði fyrir íslenzka smjörinu, og væri
þá mmni ástæða að eyða tíma til að ræða um
smjörlíkistollinn, enda ætti þetta að geta
lánast, ef vel er meðfarið, þegar litið er til verðs
þess, sem Þingeyingar fengu fyrir sitt útflutta
smjör í sumar, því á Stokkseyrarfél. svæðinu
eru langmest kúabú hér á landi og skilvindum
fjölgar stórkostlega árlega. Formaður fél. var
kosinn sami og hefur verið næstliðin ár: Þórður
alþm. Guðmundsson í Hala og varaformaður og
afhendingarmaður 01. Arnason kaupm. á Stokks-
eyri. Þ. G.
„Sannleikurinn er sagna beztur1'
Það er svosem engin nýung, þótt sómablaðið „ísa-
fold“jráðist með hralcy:ðum og hrokaþvættingi áfólk,
sem er á annari skoðun, en þetta virðulega mál-
gagn. Menn eru orðnir svo vanir við þetta, að
menn taka ekkert til þess, hversu lubbalegur rit-
háttur blaðsins er, og hversu naglalega því tekst
að verja málstað sinn í ritdeilum. Það. er aðeins
endrum og sinnum, sem augu manna opnast fyrir
því, hverskonar blað „ísafold" í raun og veru er.
Jafnvel þeim, sem áður hafa viljað halda uppi höfð-
inu á henni, færði hún heim sanninn um það, næstl.
laugardag, þá er ritstjóri hennar (B. J.) óð upp á
dr. B. Ólsen rektor o. fl. með þessu alkunna smekk-
lega orðbragði sínu, sem honum er svo tamt, auk
þess sem hann greip til þess óyndisúrræðis að
skekkja og skæla sér í vil flest það sem gerðist á
síðasta' stúdentafélagsfundi, eins og dr. Ólsen hefur
sýnt svo Ijóslega fram á í hinni hógværu og á-
gætlega rituðu grein sinni hér að framan. En ærsl-
in í Isafold stöfuðu af því, að dr. Ólsen hafði í
fyrirlestri sínum einmitt „hitt naglann á höfuðið"
þar sem hann tætti sundur réttritunarreglur blaða-,
mannafélagsins og rak stampinn á Jón Ólafsson í
| umræðunum. En svo er það auðvitað lamið fram
í ísafold, — eins og lög gera ráð fyrir —, að Jón
hafi tætt allt í sundur, sem dr. Ólsen sagði, þvert
ofan í það, sem allir fundarmenn heyrðu og könn-
uðust við (að Jóni sjálfum og ef til vill 1—2 fylgi-
fiskum hanns undanskildum), að vörn Jóns varð þar
sem reykur og rugl gagnvart rektor, enda er jafn-
vel svo að sjá, sem Jón hafi síðar blygðazt s!n fyrir
alla frammistöðuna, þv! að ! hinni athugaverðu yfir-
lýsingu sinni í síðustu ísafold, vill hann bersýni-
lega smeygja sér út úr þvi, að hann sé aðaltals-
maður þessarar blaðamannaréttritunar, og leitast við
að draga sig ! skuggann að baki dr. Jóns Þorkels-
sonar eldra, enda þótt öllum sé ljóst, að það er
Jón Ólafsson og enginn annar, sem einmitt er pott-
ur og panna, bæði ! stofnun þessa svonefnda Blaða-
mannafélags og í réttritunarbraski þess. Honum er
alveg þýðingarlaust, að neita því, þótt hann fylli
ísafold með yfirlýsingum í gagnstæða átt. Hann
hefur aðeins fengið ritstjóra ísafoldar til að gína
yfir þessari flugu og öðrum, og ýtt honum á undan
sér, til að berja þetta blákalt fram, þá er í óefni
er komið. Hver annar en Jón Ólafsson skyldi einn-
ig eiga að semja réttritunarorðabókina nýju, sem
talin hefur verið svo mikil þörf á?
Þá er það dáiítið öfugt í ísafold, að það hafi
verið af slysni (!) sem félagið samþykkti, að prenta
ágrip af umræðunum, auk fyrirlesturs rektors. —
Ónei. Það var engin slysni. Félagið taldi sjálfsagt,
að báðar hliðar málsins birtust almenningi, svo að
engin hlutdrægni gæti komið til greina. En ísa-
fold er auðsjáanlega meinilla við þessa óhlutdrægni
félagsins, því að það hefði getað verið vatn á henn-
ar mylnu, hefði hún getað brígzlað félaginu um, að
það hefði útilokað öll andmæli gegn rektor og birt
að eins aðra hlið málsins. En nú er það ekki unnt.
Hún fær nú bráðum að sjá, hversu meistaralega
Jóni Ólafssyni hefir tekizt að tæta sundur (!) fyrir-
lestur rektors, og hlýtur það að verða mikil ánægja
fyrir hana.
Að því er Þjóðólf sérstaklega snertir, þá er