Þjóðólfur - 21.03.1899, Blaðsíða 3
5i
við þetta og lét í ljósi undrun sína yfir þvl, að
forsetinn hefði aldrei skorizt í leikinn Dreyfus til
hjálpar. »Það mundi verða erfitt nú« svaraði for-
setinn »að losa Dreyfus úrDjöflaey. Lausn hans
mundi hafa í för með sér tortímingu svo margra
mikilsháttar manna «. — I sama blaðinu — hinu nýj-
asta, er hingað hefur borizt í þetta skipti frá útlönd-
um — eru tekin upp ummæli Drumonts í Parísar-
blaðinu »Libre Parole« (»Málfrelsinu«) 8: þ. m.
en þar kemst hann svo að orði. »Það getur
alls enginn vafi leikið á því, að Felix
Faure hefur verið drepinn á eitri«. Þessi
ummæli voru hraðrituð frá París sama daginn, sem
blaðið kom út. Og »Weekly Scotsman« bætir
því, við að þau þurfi engrar skýringar við, er
mun vera svo að skilja, að Dreyfusféndur séu
sakaðir um dauða Faures, þótt það sé líklega
gripið úr lausu lopti. En í sambandi við þetta
minnir blaðið þó á, að tilraun hafi verið gerð
til að drepa Picquart í varðhaldinu, meðal ann-
ars með því að dreifa glerbrotum í eggjaköku,
er honum var ætluð til snæðings, en Picquart
gætti sín, veitti þessu eptirtekt og hótaði að ljósta
því upp, ef eigi væri skipt um matreiðslumenn,
og fangelsisstjórnin þorði ekki annað.
Próf 1 lseknisfrseði við háskólann hefur
tekið Aage Schierbeck(sonur fyrv. landlæknis
Schierbeck) með 2. betri einkunn. En fyrri
hluta lagaprófs hefur Magnús Arnbjarnarson
tekið með 1. einkunn.
Læknisembsettið í Vestur- Skapta-
fellssýslu (17. læknishérað) er veitt Friðjóni Jens-
syni aukalækni á Mýrunum.
Lausn frá embætti með eptirlaunum
hefur Tómas læknir Helgason á Patreksfirði feng-
ið frá 30. april þ. á.
Veitt prestakall. Þórodddsstaður í
Köldukinn er veittur n. þ. m. séra Sigtryggi
Guðlaugssyni settum presti að Svalbarði sam-
kvæmt kosningu safnaðanna.
Dáinn er í Ameríku 29. jan. Þórður
Gudmundsen fyrv. héraðslæknir á Suðurnesj-
um, sonur Þórðar Guðmundssonar kammeráðs,
erlengst varsýslumaðurí Arnessýslu(f 1892)0^ konu
hars Jóhönnu Lárusdóttur f. Knudsen. Hann var
fæddur í Reykjavík 14. marz 1848, útskrifaður
úr skóla 1867, tók próf á læknaskólanum 1872,
setturlæknir á Suðurnesjum 1874 og fékk veitingu
fyrir embættinu 1876, sleppti því 1883, og fór
til Vesturheims 1885, settist þar að hjá bróð-
ur sínum Arna í Detroit Harbor á Washington-
eynni í Wisconsinríkinu, og dvaldi þár til
dauðadags. Lagði hann þar stund á lækningar
og þótti takast vel, enda var hann hinn heppn-
asti læknir og stakt góðmenni. Hann var ó-
kvæntur alla æfi.
Póstskipið ,Laura‘ kom hingað snemma
morguns 18. þ. m. Með henni komu frá Kaupm-
höfn kaupmennirnir B. H. Bjarnason og Ben. S.
Þórarinsson, Einar Helgason garðyrkjufræðingur,
Jón Jónsson sagnfræðingur (frá Mýrarhúsum) Jón
Þorkelsson stud. jur. (frá Reynivöllum, hr. Páll
Torfason frá Flateyri, Magnús Magnússon stýrimað-
ur, W. Baldt; frá Englandi: Oddur Sigurðsson
vélafræðingur, Ólafur Haukur Benediktsson, mr.
Ward fiskikaupmaður, og einn Islendingur frá
Ameriku; ennfremur komu kapteinarnir af gufu-
bátunum »Oddi« og »Reykjavikinni« hinn síðar-
nefndi (Vaardahl) aðeins snöggva ferð. — Frá
Vestmannaeyjum kom Magnús Jónsson sýslu-
maður.
Strand. Fyrir skömmu (um 8. þ. m.) strand-
aði á Meðallandssfjörum fiskiskip enskt (botn-
verpill) frá Hull, á leið hingað frá Englandi, en
menn björguðust allir. Skipverjar voru 11 að
tölu og hinn 12. Arnbjörn Ólafsson fyrv. bakari
í Keflavík, en nú upp á síðkastið trúnaðarmaður
og fylgifiskur botnvörpuveiðaranna, er optar en
einusinni hefur verið kærður fyrir óleyfileg mök
við þessa útlendu yfirgangsseggi. Lá nú við sjálft
að hann kynni ekki optar frá tlðindum að segja.
Skipbrotsmenn þessir komu hingað til bæjarins
18. þ. m.
Botnvörpuskip eitt eða tvö, kvað fiski-
kaupmaðurinn enski mr. Ward ætla að gera út,
og hafa stöð sína í Hafnarfirði, að því er mælt
er. Mun hann að mestu leyti ætla sér að hafa
íslenzka háseta á þessum skipum og taka sér
sjálfur bólfestu hér að minnsta kosti að nafninu
til, svo að hann sem botnvörpuútgerðarmaður
geti orðið aðnjótandi þeirra hlunninda/sem lög-
in frá síðasta þingi heimila íslenzkum botnvörpu-
skipum. Hann mun og ætla sér að hirða allan
afla, er á skipin fæst, og kaupir þá sjálfsagt einn-
ig þorsk af öðrum skipum, svo að hlunnindi
landsmanna af viðskiptum við ensku botnverpl-
ana geta rýrnað eptirleiðis, svo framarlega sem
nokkuð verður úr þessu fyrirtæki mr. Wards,
sem ætla má, því maðurinn kváð vera efnaður
vel og útsjónarsamur.
Húsbruni varð á Sauðárkrók aðfaranóttina
2.þ. m. Brann þar íbúðarhús prestsins séra Ama
Björnssonar, allstórt og vandað ásamt búð í öðr-
um enda, er Jóhannes borgari Stefánsson háfði
leigt. Litlu eða engu varð bjargað úr húsinu,
og brann það til kaldra kola. Bæði hús og
vörur var vátryggt. Annað hús þar í nánd (pönt-
unarfélagshúsið) skemmdist til muna af eldinum.
Slys. Yinnumaður í Skógarkoti í Þing-
vallasveit, Vigfús Þórarinsson að nafni, skaut sig
óviljandi til bana á rjúpnaveiðum snemma í þ. m.
Hafði skotið farið gegnum höfuðið.
Hinn einasti
umboðsmaður
fyrir ísland á hinum heitnsfrægu
skrifvélum frá Hammond-félaginu í
New-York cr
SIGFÚS EYMUNDSSON
Reykjavfk.
NB. Nánari auglýsing síðar.
16
»Eg sé heldur ekki neina svölu hérna, — eru þær þegar
farnar í burtu?.
»Já, fyrir löngu í Germelshausen byggir engin
svala framar hreiður sitt, því að þær geta ekki þolað mistur-
þokuna».
»En hún er víst ekki hérna ávallt».
»Jú, ávallt».
»Þá er hún víst orsök þess, að trén hérna bera ekki
ávöxt í ár. í Marisfield voru menn þegar farnir að setja
stoðir undir trjágreinirnar, svo góðan ávöxt báru trén».
Geirþrúður svaraði ekki einu orði, en gekk þegjandi í
gegnum þorpið með honum þangað til þau voru kornin í yztu
hluta þess. Við og við yrti hún á vinstúlkur sínar viðvíkjandi
dansleiknum um kveldið. Hinar ungu stúlkur litu meðaumkvun-
araugum á A rnald og honum varð hálfvegis heitt um hjarta-
ræturnar af því, en hann kunni ekki við að spyrja Geirþrúði
um orsökina til þessa.
Loks voru þau komin að yztu húsunum og jafn fjörlegt
og verið hafði inni í bænum jafn þögult og eyðilegt var þarna.
Garðarnir voru líkastir því sem enginn maður hefði stígið
fæti sínum í þá í mörg ár.
Þau mættu mönnum, sem komu inn í bæinn og Arnaldur
þekkti strax, að það var líkfylgdin, sem var að snúa aptur.
Menn gengu hljóðlega fram hjá og aptur inn í þorpið og ó-
sjálfrátt stefndu þau til kirkjugarðsins.
Arnaldur reyndi að kæta stúlkuna, sem með honum og
honum virtist svo alvarleg, með því að segja henni frá öllum
þeim stöðum, þar sem hann hafði verið, og hvernig liti út í
heiminum umhverfis. Hún hafði aldrei séð járnbraut, aldrei
heyrt talað um fréttaþráð eða uppfundningar nýrri tíma og Am-
13
Arnaldur sjálfur hlaut einnig að verða þess var, að vínið
hafði einnig haft áhrifáhann. An þess að hann eiginlega vissi,
hvemig á því stóð, sá hann að skólakennarinn hafði tekið að
leika á fiðlu, en Geirþrúður og hann þeytiust dansandi um gólfið.
Þau felldu rokkinn og stólana og ráku sig á þjónustustúlkuna,
sem ætlaði að bera í burtu glösin og hlógu bæði og flissuðu.
Allt í einu varð allt kytrt í stofunni og þegar Arnaldur
litaðist hissa um benti skólakennaranum honum út um gluggann,
þar sem líkfylgd fór fram hjá.
Sex menn 1 hvítum skyrtum báru líkkistuna á öxlunum
og á eptir þeim gekk gamall maður og leiddi litla stúlku.
Barnið, sem varla var fjögra ára gamalt, hló og skimaði í allar
áttir án þess að renna hinn minnsta grun í, hvert þaðvar að
fara eða hvað það hefði misst.
Þögnin var aðeins á meðan líkfylgdin fór fram hjá; síðan
gekk Geirþrúður til unga málarans, lagði hendurnar á herðar
honum og sagði:
„Nú megið þér ekki dansa meira, því að annars svífur
vínið enn meira á yður; takið þér hattinn yðar og gangið dálít-
inn spöl með mér en ekki of langt, því að eg vil koma aptur á
réttum tíma, af þvf að það er danzleikur í veitingahúsinu
í kveld".
»Danzleikur? það er ágætt, þá hefi eg komið hingað á
réttum tíma» kallaði Arnaldur upp yfir sig af gleði, „þú dansar
ef til vill fyrsta dansinn við mig, Geirþrúður?"
„Já, gjarnan fyrst þér viljið það“.
Arnaldur tók síðan hatt sinn og teiknibókina.
„Hvað ætlið þér að gera við þessa bók?“ spurði skóla-
kennarinn.
„Hann teiknar, faðir minn, hann hefur þegar teiknað