Þjóðólfur - 21.03.1899, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 21.03.1899, Blaðsíða 2
um til þess að hrista af sér syndimar! Það getur orðið æði erfitt, því að Þjóðverjar eru margir og nauða syndugir. Þess skal getið, að stjórnarblaðið, sem flutti ræðu þessa, hafði slegið stryki yfir syndirnar, en lét keisara segja, að hann heíði ásett sér að styrkja samkomulagið meðal þegna sinna eða því um líkt. í stað William Harcourt’s er Henry Campbell-Bannermann orðinn foringi vinstri manna á þingi Englendinga. Hann er 63 ára gamall og hefur verið hermálaráðgjafi í ráða- neytum Gladstone’s og Rosebery’s. Hann kvað vera miðlunarmaður, standa mitt á milli »imp- erialista« (þeirra, sem auka vilja nýlendueignir Englands) og andstæðinga þeirra, vinstrimanna- flokksins gamla. — Gæzluskip Dana við Færeyjar klófesti nýlega ekki minna efi 23 botnverpinga fra Grimsby og lét dæma þá í vanalegar sektir. Þingmaðnr Grimsby-inga dró málið óðara fram í parlamentinu og skoraði á stjómina að senda herskip til Færeyja til varnar botnverpingum og gat þess, að varnarskip Englendinga við Island hctði gert mikið gagn. Stjórnin svaraði, að fyr- irspurn væri þegar send til dönsku stjórnarinnar, en annars gæti hún ekki tekið málstað botn- verpinga, þegar þeir træðu lög annara landa undir fótum. — Apturhefur bólað á ágreiningi milli Frakka og Englendinga, sem þó ef til vill þegar er að jafnast. Frakkar vildu kaupa land í Muskat af soldáninum 1 Oman til þess að hafa þar kola- stöð; en Bretar sem alstaðar hafa í seli, mót- mæltu og soldán þorði því ekki. Eptir seinustu fregnum lítur þó út fyrir, að Frakkar muni fá leyfi til að reisa þar kolabúðir, ef þeir hætta við landkaupin. Jámbrautarslys afarmikið varð 18. f. m. við stöð þá, er Forest heitir, í nánd við Bryssel. Um 30 manns drápust við samrekstur lestanna, 50 stórsködduðust og yfir 100 manns meiddust meir eða minna. Slysið orsakaðist á sama hátt sem við Gentofte hér í landi 1897; önnur lestin stóð kyr á áfangastaðnum, hin kom hvæsandi með fleygiferð og muldi öptustu vagnana; hafði vélstýri ekki séð stöðvunarmerkið fyrir þoku. Drottningin í Belgíu kvað liggja hættulega sjúk. I janúarmánuði voru j arðskjálftar miklir i Grikklandi og gerðu talsverðan skaða, sama fréttist og um þær mundir frá Mexiko. Kona Ferdinands fursta í Búlgarlu, Mar- ía Lovísa andaðist í janúarm. síðastl. að eins 29 ára gömul. Hún var dóttir Roberts hertoga af Parma (af ættinni Bourbon). Héðan úr Danmörku er fátt að frétta. Af mannalátum má nefna: professor Studsgaard, yfirlækni við »Kommunehospitalet« og líflækni Kristjáns konungs. Háskólaprófessor í sögu Edv. Holm hefur fer.gið lausn frá embætti, og er bókavörður, dr. phil. J. A. Fridericia skipaður í hans stað. Margir landar munu kannast við prof. Holm sem einn af þeim allra viðfeldnustukennurumvið háskólann. Auðmaðurinn og ölbruggarinn Carl Jac- obsen hefur gefið landi sínu stórt safn aflista- verkum (det gamle Glyptothek), sem er metið á 10 miljónir króna, að eins með því skilyrði, að byggt verði hæfilegt hús handa sa^inu. Boðinu 50 hefur verið tekið fegins hendi. Húsið, sem á að gizka mun kosta */2 miljón kr., verður líklega reist í nánd við hið svo nefnda Ny Carlsberg Glyptothek, sem hann áður hefur gefið landinu. Læknir Sven Aage Rasmussen kvað vera skipaður læknir við kaþólska spítalann á Fá- skrúðsfirði. Kaupmannahafnarbær hefur, eins og kunn- ugt er, lengi verið stærsti bær á Norðurlöndum og þó einkum vaxið á seinni árum; en nú er í ráði að færa takmörk bæjarins út yfir Brönds- höjhrepp og vex flatarmál hans allt að helm- ingi við það, íbúatala þar á móti ekki að því skapi. Þess hefur áður verið getið, að kapteinn Daniel Bruun ætli að fara í Andréeleit til Græn- lands; en nú er þó talið tvísýnt, hvort nokkuð verður úr þvf. Prófessor Nathorst í Svíþjóð kvað líka búast í Grænlandsferð í sama tilgangi og þar eð Svíar þykjast næstir til að leita að landa sínum, halda menn, að B. muni láta N. hata æruna af ferðinni! Annars hefur nú geis- að ný flugufregn um Andrée, sem þó hefur reynzt eins ósönn og allar hinar. Fregnin kom frá Krasnojarsk, höfuðstaðnum í fylkinu Jeniseisk í Síberíu. Óskar Svíakonungur varð sjötugur að aldri 21. jan. þ. á., hann var sjúkur 'um þær mundir, en nú á góðum batavegi. Á Ungverjalandi eru þau tíðindi orðin, að ráðaneytið Banffy er vikið trá völdum og nýtt ráðaneyti myndað af Koloman Szell. Ráðgjafa- forsetinn, sem er 55 ára gl. kvað vera æfður og vel metinn »politíkus« og af frjálslynda flokkin- um. Það lítur út fyrir, að allir flokkar uni ráð- gjafaskiptunum vel og að nú loksins komi hlé á óróann og sundurlyndið bæði meðal Ungverja innbyrðis og í samningaviðskiptum þeirra við Austurrlki. Öðruvlsi stendur á 1 Finnlandi. Undir eins og Bobrikow varð landstjóri, bólaði á því að eitthvað nýtt væri í vændum í þá átt að skerða stjórnarréttindi landsins, eins og áður mun áminnst, og við auglýsingu 15. f. m. frá Rússakeisara má sérstaða Finnlands 1 ríkinu heita horfin, svo að það nú er eins og hvert annað rússneskt fylki. Þegar auglýsingin var birt, fóru málsmetandi menn af Finnum á fund Rússakeisara til þess að leiða honum fyrir sjónir, að auglýsingin gæti ekki samrýmzt gildandi lög- um Finnlands, en keisarinn vildi ekki einusinni sjá þá og fannst mikið til um bíræfni þeirra. Annars ganga ýmsar sögur af keisaranum. Það hefur meðal annars heyrzt, að hann væri sjúkur, ef til vill geðveikur og að stjórnartaum- arnir væru í raun réttri í höndum Michaels stór- fursta, föðurbróður keisara. Þessar sögusagnir hafa vitanlega verið lýstar ósannar í stjórnar- blöðunum. Aðrar sögur segja, að keisarinn sé heill heilsu, en ráði engu fyrir uppivöðslusemi rússneskra aðalsmanna. Leo páfi liggur veikur um þessar mundir, ofreyndi sig fyrst á þvl að taka á móti heilla- óskum frá þeim mörgu, sem fögnuðu því að hann 2. þ. m. varð 89 ára ! Svo hafa læknarn- ir orðið að skera af honum æxli eða þvl um líkt, sem lengi hefur verið honum til ama. Lækn- amir láta eins og karlinn sé að skríða saman, en sum blöð segja hann dauðvona. Hvernig sem því er nú varið, þá er það víst að menn eru fyrir alvöru farnir að leita að eptirmanni hans. Það kvað verða að vera Itali. Styrjöldin milli Bandamanna ogFilippsey- inga heldur áfram. í orustum þeim, sem þeir hafa háð , hafa B. reyndar optast borið sigur úr býtum, en eyjarskeggjar virðast jafnseigir. Höf- uðstaðurinn Manila, sem þeir hafa barizt um, er enn 1 höndum B., en eptir seinustu fréttum eru F. famir að verða agalegir, og ekki örvænt um. að þeir taki borgina, ef B. ekki bráðlega tá liðstyrk að heiman. Að síðustu skal þess getið í fréttaskyni, að öll hin einstöku fylki í Ástralíu, semáðurhafa verið hvert öðru óháð, hafa hópað 'sig saman í eitt stórt bandamannafélag. Viðauki. Eptir enskum blöðum frá 8. og 9. þ. m. er fáu markverðu við að bæta. Eins og minnst var á í síðasta blaði hafa ítalir krafizt að fá skika af Kína til umráða, en fengið af- svar. En Italir eru ekki afbaki dottnir, og ætla að halda kröfum sínum til streitu, og senda her- skip austur þangað. Þykjast þeir hafa Þýzkaland að bakhjalli. Af eigin ramleik geta þeir auð- vitáð engu áorkað, þótt þeir láti mannalega. Nú hafa Belgir einnig farið þess á leit að fá fasta stöð í Hankow í Kína. Fyrsta samkoma sameiginlega réttarins nýja í Dreyfusmálinu átti að haldast 10. þ. m. Rétt- urinn hefur látið dómarann í Cayenne leggja spurningar fyrir Dreyfus vestur á Djöflaey, en hann hefur neitað að svara, og segir: »Eg rita ekkert og skrifa ekki undir neitt«. Hann er sagður mjög lasinn til heilsu.— Einhver pati hefur komið upp um Dreyfus-samsæri alb'íðtækt, er hafi umboðsmenn í Brússel, í Genf og á Italíu, og muni það helzt stefna að því, að ná Dreyfus burt af Djöflaey. Þykjast frakk- nesk blöð vita, hverjir forgöngumenn þess eru, og yfirvöldin hafi þegar nægar sannanir í hönd- um til að draga þá fyrir lög og dóm, en verið getur, að þetta sé aðeins grýla ein, til að spilla fyrir málstað Dreyfus. Friðarfundurinn enn eigi byrjaður. Haldið, að hann eigi að verða í Haag, en ekki í Péturs- borg. Það er nú borið til baka, að enska stjórn- in hafi gert nokkurt tilboð um minnkun brezka flotans.—Látinn er 5. þ. m. John Cook aðalfor- stöðumaður hins alkunna ferðafélags, er Tómas Cook faðir hans stofnaði, og kennt er við þá feðga. Er það kunnugt orðið um heim allan og hefur skrifstofur í flestum höfuðborgum. En starfs- semi þess er meðal annars einkum fólgin í því að veita ferðamönnum ýmiskonar létti í ferða- kostnaði, með ódýrara fargjaldi á skipum og járnbrautum, auk annara þæginda og leiðbein- inga, er stofnun þessi veitir viðskiptamönnum sínúm. Þetta stórkostlega fyrirtæki efldist mjög um daga Johns Cooks og var það honum mest og bezt að þakka. Flestir stórhöíðingjar Norð- urálfunnar hafa tekið sér farseðla hjá hon- um, er þeir hafa farið í einhverja langferð og nú síðast Vilhjálmur keisari, er hann fór til Jór- sala. Var Cook sjálfur þar í fylgd hans til að sjá um, að allt gengi sem bezt, en sú för leiddi hann til bana, því að hann þoldi ekki hitann í landinu helga, og kom veikur heim í nóvem- bermánuði síðastl. og rétti ekki við upp frá því. Hann lézt á búgarði sínum nálægt Lundúnum, og telja ensk blöð hann með stórmennum sinn- ar tíðar. í »Weekly Scotsman« 11. þ. m. er skýrt frá því, að frakkneskur prestur nokkur mótmælenda- trúar, Vienot að nafni, hafi talað við Faure for- seta nokkrum mánuðum fyrir dauða hans, og hafi hann þá sagt, að hann væri sannfærður um, að Dreyfus væri saklaus. Prestur varð mjög hissa 1

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.