Þjóðólfur - 21.04.1899, Page 1
»
ÞJÓÐÓLFUR
51. árg.
Reykjavík, föstudaginn 21. apríl 1899.
Nr. 19.
2g5jg§P~ Þeir sem vilja taka að sér umsjón
gistihússins „ Valhallar“ á Þingvöllum í sum-
ar og hafa þar á hendi veitingar handa
ferðamönnum, verða að semja við oss nndir-
ritaja fyrir 20. maí nœstk. Húsið verður
albúið til notkunat utn eða fyrir miðjanjúni.
Stjórn „Skálafélagsins", Rvík 20. apr. 1899.
Sigfús Eymundsson, Tryggvi Gunnarsson,
Hannes Þorsteinsson.
Um hreppshelgina og fátækraflutningir.n.
Eptir Jóhann Eyjólfsson.
Eg býst við, að sveitarstjórnarlögin verði
höí'ð til meðferðar á r>æstkomandi þingi, og er
það mikið hamingjuspursmál fyrir þjóðina, hvern-
ig hún fær þessi lög úr garði gerð frá full-
trúum sínum.
Það er séra Þorkell Bjarnason, sem mest og
bezt hefur beitt sér fyrir þessu máli, og er mjög
virðingarvert hvern áhuga hann hefur sýnt í því,
■en því miður get eg í sumum greinum ekki fellt
mig við skoðanir hans og fl., sem um það hafa
ritað.
Það er ekki frumvarpið frá 1897, eða lögin
i heild sinni, sem eg ætla að gera að umtalsefni;
það er að eins um tvö atriði, sem mig langaði
til að tala fáein orð, nefnil, um hreppshelgina og
fátækraflutninginn, en það er líka einmitt það
atriðið í sveitastjórnarlögunum nfl. við hvað
sveitfesti manns á að vera bundin, sem við sveita-
bændur gerum okkur að mestu áhugamáli, þó
nokkuð séu skiptar skoðanir um, hvað heppileg-
.ast sé.
Það eru aðeins þrjár aðferðir, sem eg man
•eptir, að hafi verið nefndar til að binda hrepps-
helgina við: í fyrsta lagi að hafa fæðingarhreppinn
fyrir framfærsluhrepp, í öðru lagi að maður geti
nnnið sér sveit á skemmri eða lengri tíma,
■og í þriðja lagi, að hver eigi þar sveit, sem hann
á heima eða sem næst því.
Maður gæti nú reyndar sagt, að það
Tæri í sjálfu sér alveg sarna, hvað af þessu
væri haft til að binda hreppshelgina við, og það
væri það líka, ef hver einstaklingurinn væri óháð-
ur áhrifum sveitastjórnanna viðvíkjandi því,
hvar hann hefur lögheimili sitt.
Eg get hjartanlega tekið undir með séra
Þorkeli, þar sem hann segir: »Þjóðfélagið í heild
^ að annast um þurfamenn sína, það er
ástæðulaust að metast um það, hvar þurfamað-
urinn er framfærður, það hefur jafnan verið svo,
að sveitaþyngslin hafa verið mismunandi í hin-
aim einstöku hreppum, og þau breytast sífelldlega
í hreppunum, sem fer eptir ýmsum þeim kring-
umstæðum, sem lög ekki geta haft áhrif á«.
Það er hér um bil áreiðanlegt, að hvað sem
af þessu þrennu væri haft til að binda hrepps-
helgina við, þá væru sveitaþyngslin hlutfallslega
þau sömu f hreppunum jafnt fyrir það; ekkert
sveitafélagi getur haft skaða á því, við hvað
sveitfestin er bundin, þegar sömu lög eru um
land allt; en það er einstökum mönnum, og ein-
stöku fátæku fjölskylduliði, sem getur riðið það á
miklu, svo lengi sem sveitastjórnirnar vilja hafa hönd
i bagga með þeim, og það munu þær til lengstra
laga gera, eptir því sem þærhafa vit og getu til og
nú þykir hver sá sveitastjóri helzt geta staðið í stöðu
sinni, og vera maður með mönnum, sem í skjóli
laganna beitir mestu ofríki við þessa einstakl-
inga, ef um einhverja hagsmuni hreppsins sýnist .
vera að tala, og það er útaf þessum vesalings
einstaklingum, sem sveitarstjórnirnar eigá opt
1 höggi og hörðu stímabraki hverjar við aðra og
það fer stundum í nokkuð hart á milli þeirra,
já, svo hart að vinir verða að óvinum, og frænd-
ur að fjandmönnum. Hréppapólitikin hefur ver-
ið, og er ennþá sá blettur á þjóðinni, sem full-
komin þörf væri að fara að skola af henni.
Séra Þorkell Bjarnason o. fl. álíta, að ekki
sé óeðlilegra að binda hreppshelgina við neitt
enfæðingaihreppinn, og ekkert sé smánarlegra en
fátækraflutningurinn. Það er sérstaklega þetta
tvennt, sem þeir eru að berjast fyrir að útiloka.
Mér þykir þetta mjög leiðinlegt, af því það
er einmitt fæðingarhreppurinn, sem eg vil láta
binda hreppshelgina við, það er að segja: eg
vil, að hver maður eigi þar sveit eptir 16 ára
aldur, og úr því á meðan hann lifir, þar sem
móðir hans átti lögheimili, þegar hann fæddist,
þvl þá er girt fyrir að öllu leyti, að konur séu
fluttar í aðra hreppa til að ala þar börnin, sem
svo margir hafa haft fyrir grýlu, því slfkt væri
þýðingarlaust, þar sem hreppshelgin er bundin
við lögheimili móðurinnar, en ekki við fæðingu
barnsins. Og ef kvennmaður, sem elur barn, á
ekkert lögheimili þá ætti barnið að eiga þar
sveit, sem móðirin er sveitlæg, en það mun mjög
fátítt hér á landi, að kvennfólk eigi ekki lögheim-
ili, enda optast að konur ala þar bömin, sem
þær eiga heima, svo hreppshelgin væri því í
sjálfu sér bundin við fæðingarhreppinn.
Margir eru orðnir óánægðir með það fyrir-
komulag, sem nú er, að hver eigi þar sveit, sem
hánn hefur dvalið full 10 ár eptir 16 ára aldur,
án þess að þiggja af sveit. Það sem sérstaklega
gerir þetta fyrirkomulag slæmt, er það að sveita-
stjórnirnar gera allt sem í þeirra valdi stendur
til að reka þá menn í burtu úr hreppnum á ní-
unda dvalarárinu, sem þær eru nokkuð hræddar
við, að geti orðið sveitunum til byrði, eða þá
þær neyða eða narra þá, eða fá þá á einhvern
hátt til að taka sveitarlán eða sveitarstyrk, og
úr þessu verður opt misklíð, og stundum mála-
rekstur á milli hreppanna. Og einstakir menn
verða opt fyrir megnasta órétti og skaða með
þessu.
Það er altltt, að fátækur maður bjargast
lengi við lítil efni, og lélegar ástæður, ef hann
fær að vera kyr og óáreittur á sama stað, en svo
sýnist sveitarstjórninni vissara að láta hann fara
1 burtu úr hreppnum, áður en hann verður sveit-
lægur, og fyrjr dugnað hennar og hyggindt verð-
ur manninum svo komið í burtu, en maðurinn,
sem hefur orðið fyrir þessari meðferð, að vera
flæmdur frá ábýli sínu með fjölskyldulið sitt,
bfður opt við það stórtjón, sem hann fær aldrei
bætur á og fer kannske undir eins á sveitina,
einmitt fyrir þessa meðferð, og þar að auki er
hægt að geta þess til, að tilfinningar hans og
konu hans séu tilfinnanlega særðar með þessarí
aðferð.
Þá er að minnast á það fyrirkomulagið, sem
sumir virðast nú helzt hafa augastað á, það er að
hafa dvalarhreppinn fyrir framfærsluhrepp: að
hver eigi þar sveit, sem hann á heima, eða þar
sem hann er búinn að eiga heima eitt ár.
Þetta fyrirkomulag álít eg verst og hættu-
legast at öllu því, sem mönnum hefur dottið
í hug að hafa til að binda hreppshelgina við.
I staðinn fyrir að eptir núgildandi lögum er
reynt að standa á móti þvf að bláfátækir menn
séu svo lengi í sveitinni í einu, að þeir verði
sveitlægir, þá væri, ef þetta fyrirkomulag yrði
að lögum, lítt mögulegt fyrir nokkurn mann, sem
væri mjög fátækur eða á einhvern hátt fatlaður
að eignast heimili nema á sinni sveit; þá mundi
sveitastjórnunum fyrst fyrir alvöru gefast kostur
á að leggja fram dugnað sinn og hyggindi, og
í samtökum við jarðeigendur og jarðaumráðend-
ur og aðra sveitabændur mundu þær af öllum
kröptum standa á móti því, að fátækir búentíur
fengjuheimilisfestuíhreppnum, einnig allt farlama
fólkoggamaltfólkogyfirleitt allt það fólk, semein-
hverjar ástæður værutilaðhaldaað gætu orðiðósjálf-
bjarga þegar minnst vonum varði. Þaðersama um
hvaða stöðu er að tala, hvort heldur það er
búendastaða, húsmennska, lausamennska eða vinnu-
mennska; það mundi þykja mesti ódrengskapur,
og ganga landráðum næst, að hleypa slíku fólki
inn í sveitina, eða á heimili sitt, og sá sem það
gerði yrði talinn óalandi og óferjandi og allt
þetta fólk, sem er nokkuð margt, hlyti því undir
flestum kringumstæðum að vera þar kyrt alla sína
æfi, sem það hefur einu sinni lent, hvort sem því
er það geðfellt eða ógeðfellt, haganlegt eða óhag-
anlegt. Af þessu leiddi því óbeinlfnis eitthvert
hið megnasta atvinnu-ófrelsi, sem maður getur
hugsað sér.
Það er ekki til neins að vera að tala um
það, að þetta mundi ekki almennt eiga sér stað,
og að allir betri mennirnir séu hafnir yfir þess-
háttar skrílmennsku, nei! það er ekki til neins að
vera að tala um það á meðan við sjáum, að
hreppapólitfkin hreykir sér eins hátt í sessinum
og hún gerir, og allir færari og betri mennirnir,
nota sfna hæfileika til að ýta af sér ómegð
og álögum með öllu leyfilegu móti yfirá nágranna-
hreppana.
Og svo er annað, sem eg er hræddur um
að mundi verða brúkað, ef þetta yrði að lögum.
Það á sér opt stað, að eitt hreppsfélag á jörð,
sem liggur í annari sveit t. a. m, Tunguhrepp-
ur á jörð, sem heitir Móakot og liggur í Strandar-
hreppi. Þá er það innanhandar fyrir sveitastjórn-
ina í Tunguhreppi að byggja einhverjum bláfá-
tækum manni jörðina Móakot, manni sem hefur
verið á hrakólum hjá þeim innan um hreppinn,
og er rétt kominn á sveitina. Þessum manni
byggja þeir svo Móakot til eins eða tveggja ára,
eða réttara sagt, láta hann vera þar þangað til
hann er kominn á sveitina. Þá byggja þeir
honum út og segja, að nú geti Strandhreppingar
• annast hann, en senda svo aptur annan bónda
að Móakoti, sem er af líku tagi og hinn fyrri.
Og það er Ifka hægt að koma svona hreppa-
pólitík við, þó hreppsfélagið eigi enga jörð, sem
liggur í annari sveit; það þarf ekki annað en að
einstakir menn eigi hana. T. d. hreppstjórinn,
oddvitinn eða einhver úr Strandarhreppi, á jörð,
sem liggur í Tunguhreppi, og þessi jarðareigandi
annaðhvort gerir það fyrir hreppsfélag sitt eða
hann hugsar sér það sjálfur, að hann skuli nú
launa Tunguhreppingum fyrir bygginguna á Móa-