Þjóðólfur - 02.05.1899, Page 1
Þ JOÐOLFU R.
51. árg
Reykjavík, þriðjudaginn 2. maí
1899.
Nr. 21.
Um hreppshelgina og fátækraflutninginn.
Eptir Jóhann Eyjólfsson.
(Niðuil.).
Eptir því sem hagar til hér á landi, þá þyk-
íst eg ekki vera 1 neinum vafa um, að það sé lang
hj-ggilegast að binda hreppshelgina við fæðingar-
hreppinn, það bæði eykur atvinnufrelsi og eyðir
hreppapólitlkinni; þá hverfur að mestu leyti það
;sem mér þykir gera hið núverandi fyrirkomulag
svo vont og óhafandi og með því hverfur líka
það sem mér sýnist gera það svo hættulegt og
óhafandi, að binda hreppshelgina við dvalarhrepp-
inn. Þá væri ekki nein brýn nauðsyn fyrir Tungu-
hrepp að eiga neitt Móakot í Strandarhreppi, og
þá færi engin sveitarstjórn að skipta sér af því,
þó hann Jón á Hóli tæki hann Sigurð gamla'
halta svo sem eitt ár, það er verst fyrir hann
— Jón — sjálfan, ef karlinn getur ekki almenni-
lega unnið fyrir sér. Og þá dytti engri sveitar-
stjórn í hug að fara að flæma annað eins al-
mennilegheita skinn, og hann Gvend í Hjáleig-
unni í burtu úr sveitinni með konuna og krakk-
ana sína, sem allt eru efnilegustu börn, þó hann
sé búinn að vera þar í g ár, og það væri heldur
engum þægð í því, að hann færi að taka sveit-
.arlán, og þá færi heldur enginn að skipta sér af
því, þó hann Björn á Barði lofaði henni Guð-
rúnu kerlingunni að vera svo lengi sem hann
vildi. Allur þessi ósómi hyrfi og yrði ekki brúk-
aður, ekki af því að sveitarstjórnirnar hugsuðu
ekki eins og áður um hagsmuni hreppsins, held
ur af því að það væri svo ávinningslítið.
Hverjum manni yrði þá með fæðingunni
ákvarðaður sinn framfærsluhreppur, svo það er
sama, hvert hann færi, og hvar hann væri um
fleiri eða færri ár, hann á altaf sinn sama fram-
færsluhrepp, ef hann verður þurfamaður, svo það
er engin ástæða fyrir neina sveitastjórn að skipta
sér at því, þó einhverflytji i hreppinn, og sé þar
kyr, eins lengi og hann vill, þó hann sé mjög fá-
tækur, ef hann að öðru leyti er heiðarfegur mað-
ur.
Eg skil ekki í því, hvernig á því stendur, að
það sé svo óeðlilegt að flytja þurfamenn á sinn
fæðingarhrepp. Það er sannarlega eins óeðli-
legt, að hver eigi þar rétt til framfærslu, sem
hann er staddur, ef hann að eins er búinn að
■eignast þar löglegt heimili. Það er í sjálfu sér
alltaf leiðinlegt og óeðlilegt að vera upp á aðra
kominn, og það er lika leiðinlegt og óeðlilegt
að vera skyldugur til að annast vandalaust fólk,
sem af einhverjum ástæðum ekki getur bjargað
sér sjálft. En úr því þetta verður nú svona að
vera, þá er mjög nauðsynlegt, að fyrirkomulagið
sé svoleiðis lagað, að hver hafi sem mest og ó-
takmarkaðast atvinnufrelsi, svo hann því fremur
geti varið sig frá sveitinni, og að sem allra minnst
hætta sé á því, að sveitastjórnirnar eigi í argi og
illdeilum út af þurfamönnum.
Eg sé ekki að það sé neitt sem mæli á
móti því, að það sé heppilegast að binda hrepps-
helgina við fæðingarhreppinn, nema það að það
■eru líkur til að þá yrði þurfamannaflutningurinn
heldur meiri.
Það er satt, að þurfamannaflutningurinn er
nokkuð óvinsæll með því fyrirkomulagi, sem hann
er nú, en það er hyorttveggja að eg held að
menn geri hann að allt of mikilli grýdu, enda held
cg, að það mætti hafa það fyrirkomulag betra
en það er.
Eg hef nú nokkur undanfarin ár annaztum
þurfamannaflutning um einhvern hinn fjölfarn-
asta þjóðveg á landinu, og hefur hann öll árin
verið mjög lítill, og sum árin ekki neitt.
Allt það þurfafólk, sem til mín hefur komið
hefur verið vel útbúið, og ekki kvartað neitt um
slæma meðferð, heldur þvert á móti, það eina
sem það hefur kvartað um, er það, hvað leiðin
sé krókótt, og ferðalagið gangi því seint.
Það liggur ekki við, að þurfamannaflutning-
urinn sé svo ljótur og lýtum hlaðinn, þó hann
yrði með sama fyrirkomulagi og hann hefur ver-
ið, að það komist í nokkurn samjöfnuð við all-
an þann ófögnuð, sem við losnum við, meðþví'
að hafa fæðingarhreppinn fyrir framfærsluhrepp,
og af tvennu iflu skal taka það skárra.
Eg állt líka, að þjóðfélagið hafi ekki einung-
is meiri lagalegan rétt, heldur og líka langtum
meiri siðferðislegan rétt, til að skipta sér af, og ráð-
stafa þeim manni, — eptir því sem bezt á við-
sem er búinn að segja sig til sveitar, og er að
biðja um hjálp og ráðstöfun, heldur en þeim
manni, sem er að berjast fyrir lífinu, berjast við
að vera laus við hjálp og ráðstöfun.
I frumvarpi efrideildar 1897 er gert ráð
fyrir talsverðum breytingum á þurfamannaflutn-
ingslögunum, og líkar mér sumt af því mjög vel.
Hugmyndin um að láta framfærsluhreppinn og
dvalarhreppinn annast og kosta fátækraflutning-
inn í félagi er ágæt og hefur séra Þorkell i 47.
tölublaði Þjóðólfs f. á. mjög réttilega lýst tilgangi
þessa fyrirkomulags, og þarf eg því ekki að vera
fjölorður um það hér; eg vildi mei'ra að segja
leggja það til, að dvalarhreppurinn og framfærslu-
hreppurinn ættu að annast og kosta þurfamanna-
flutning að jöfnum hluta hver. Þótt dvalarhrepp-
urinn yrði stundum nokkuð hafðara úti fyrir það
gerir ekki svo rnikið til, því það verður þá þeim
mun léttara á framfærsluhreppnum, og fá-
tækraflutningskostnaðurinn yrði hlutfallslega sá
sami í hreppunum fyrir, það þegar öllu er á botn-
inn hvolft. En það er fullkomin ástæða til að
halda, að hrepparnir kæmu sér þá fremur saman
um að styrkja þurfamanninn í sínum dvalar-
hreppi, þar sem það væri svo jafn og sameigin-
legur hagur fyrir báða hreppana, að flutningur-
inn væri ekki hafinn. Það gæti opt orðið til
þess, að það yrði ekkert úr þurfamannaflutningn-
um, og sérstaklega er þetta fyrirkomulag mjög
nauðsynlegt, ef hreppshelgin yrði bundin við fæð-
ingarhreppinn.
Að flutningurinn gangi á milli hreppstjóra,
eins og verið heíur, ætti að leggjast niður. Flutn-
ingurinn ætti að ganga beinustu leið frá dvalar-
hreppnum til framfærsluhreppsins; þurfamaðurinn
þyrft' því að vera fluttur beina leið úr dvalar-
hreppnum á sína sveit, eða sóttur úr framfærslu-
hreppnum þangað sem hann er, eða þá að flutn-
ingnum væri skipt, og að sá sem flytur úr dvalar-
hreppnum og sá sem sækir • úr framfærsluhreppn-
um mættust á miðri leið, eins og póstar, t. a. m.
fjölskylda, sem á að flytjast landveg sunnan úr
Mosfellssveit og upp 1 Norðurárdal, ætti þá að
vera flutt úr Mosfellssveitinni upp að Saurbæ a
Hvalfjarðarströnd, og Norðdælingar að sækja
hana þangað tiltekinn dag. Þetta þyrfti hvor-
ugri sveitinni að verða tilfinnanlega kostnaðar-
samt. Eg er annars viss um, að sveitarstjórnirn-
irnar hefðu opt lag á að koma þurfamönnum á
milli sín með litlum kostnaði.
Eg býst við, að lesendir.i Þjóðólfs þyki eg
nú vera orðinn nógu langorður, en eg hef þó
ekki skrifað annað en það, sem er innilegasta
sannfæring mfn, og eg áleit skyldu mína að
birta opinberlega.
#
Mál það, sem hér um ræðir, verður þingið
í sumar að taka til alvarlegrar íhugunar, en
hrapa ekki að breytingum, er ef til vill yrðu
eigi til neinna bóta á núverandi ástandi. Astæð-
ur þessa greinarhöfundar fyrir því, að varhuga-
vert sé að binda sveitfestina við eins árs dvöl,
virðast oss á góðum rökum byggðar og mætti
þó fleiri telja. Það sem mun hafa vakað fyrir
séra Þorkeli og öðrum, er fallizt hafa á
breytingartillögur hans, mun hafa verið afnám
eða að minnstakosti mikil takmörkun fátækraflutn-
ingsins, sem er og heiur verið þjóðinni í heild
sinni til vansa, eptir því sem honum hefur verið
hagað hingað til. Það er því sjálfsagt að lcoma
honum hið allrafyrsta í gott og viðunanlegt horf.
Málefni þetta verður að koma til umræðu á
þingmálafundunum í vor, einkum að þvl er snertir
sveitfestina og tilhögun fátækraflutningsins, og
ættu menn því að kynna sér þessa glöggu og
skynsamlega rituðu grein hér í blaðinu, áður en
teknar eru ályktanir í málinu, því að það skipt-
ír miklu, að þær gangi í rétta átt, svo að síðari
villan verði ekki argari hinni fy-rri.
Rits'tj.
Sýsiufundur Árnesinga.
Um fund þennan er Þjóðólfi skrifað 20. f. m.
Sýslunefnd Árnesinga hélt aðalfund sinn á Eyr-
arbakka 12. apríl. Stóð hann yfir 4 daga. Til
umræðu komu 67 málefni og verður hér mmnst
á það helzta. —
Vigfús bóndi Guðmundsson frá Haga í Eystri-
hrepp kosinn að mæta á búfræðingafundi í Reykja-
vík, til vara Bjarni Eggertsson í Vaðnesi. —
Mælt var með, að amtssjóður styrkti að viðun-
anlegt gistihús verði byggt á Lækjarbotnum, því
megn kvörtun kom fram um húsið þar, og annan
atbúnaðog var amtsráðsmanni falið að mæla með
þvl. —
Guðni Þoxbergsson bóndi á Kolviðarhól sótti
um 50 kr. launahækkun og mælti nefndin með
með þeirri viðbót og kvað hann hennar vel mak-
legan. —
Lögð var fram beiðni frá „Skálafél." í Reykja-
vík um vínsöluleyfi á Þingvöllum. Um það urðu
talsverðar umræður, en svo lauk, að leyfisbeiðnin
hafði ekki nægan atkvæðatjölda — Utanfundarmaður,
sem nokkurn hluta af fundinum dvaldi þar, mælti
svo kröptuglega á móti beiðninni og bar það að-
allega fyrir, að þessi „gnæpa“ yrði aðallega fyrir
Reykvíkinga, og væri þess vegna í alla staði ó-
þörf. Utlendingar gætu reitt sitt áfengi þangað
sjálfir. o. fl. —*)
1) „ísafold" er mjög hleinagleið yfir þessari
synjun sýslunefndarinnar, og þakkar henni inni-
lega fyrir vikið, jafnframt því, sem hún brigzlar
Þingvallaskýlisnefndinni unx, að hún hafi ætlað að
gera Þingvöllað „axgasta brennivínsbæli“(!) Hvenær