Þjóðólfur - 02.05.1899, Síða 2

Þjóðólfur - 02.05.1899, Síða 2
82 34 laxveiðendur við Ölfusá og Hvítá fóru þess á leit við sýslunefndina, að hún breytti friðunar- tíma þeim, sem nú gildir viðvíkjandi laxveiði í Ölfusá og Hvltá þannig, að leggja mætti r. júní- og taka öll net upp 30. ág. i stað 15. júní, til 15. sept. Leyfi þetta var að nokkru veitt, gegn 48 klt. vikufriðan í stað 36. klt. í viku, sem nú gildir, en þar sem líklegt er, að laxveiðendur komi sér ekki saman um þetta atriði, nú að svo stöddu, mun þetta fallið að sinni. — Samþykkt var, að sýslan tæki 5000 kr. lán til brúargerðar á Soginu hjá Alviðru, gegn því að Grímsneslireppur leggi fram 2500 kr. hitt lands- sjóður og þetta sé komið í framkvæmd fyrir 1903. Farið fram á og samþykt, að öll vinna að hreppavegum og sýsluvegum verði framvegis unn- in með venjulegum vegabótaáhöldum og undir umsjón manns, sem verið hefði við vegagerð með ErJ. Zakaríassyni eða öðrum hans nótum. — Af vegafé sýslunnar, var lagt til vegaálmunn- ar að Stokkseyri 827 kr. 25 a. Hitt var bútað í smá búta milli ýmsra hreppa, og sleppi eg að minnast á það frekar. — Gjöld sýslusjóðs áætluð 4062 kr. 48 a. eptirstöðv- ar 162 kr. 48 a. niðurjöfnun 3,900 kr. Samþykkt var að biðja um, að vegurinn frá Svínahrauni að Lækjarbotnum yrði varðaður hið bráðasta, heJzt á næsta sumri. —- Beðið var um, að gufubáturinn „Reykjavík" kæmi hér við á höfnum, eins og í fyrra, og enn fremur samþykkt að fara þess á leit við þing- ið að fá gufuskipafél. ti! að taka hafnir hér, eink- um Þorlákshöfn inn í viðkomustaði strandferðabát- anna. — v Fundurinn skorar á þingmenn að flytja á næsta þingi frumv. um að laun yfirsetukvenna greiðist úr landsjóði — og eins var þeim falið að vera með vínsölubanni, ef það mál yrði tekið fyrir á þingi. - Miklar umræður urðu um fjársölumálið og um það hvemig úr því yrði bætt. 2 mena kosnir til að undirbúa það mál, og tíl þess kosnir séra St. Stephensen á Mosfelli og Agúst bóndi Helgason í Birtingaholti — þeim falið að semja helzt við 1 kaupm. í Reykjavík um kaup á fé, og hvenær það megi koma; eins var þeim falið að skrifa samskonar mönnum í nágrannasýslunum; á slátr- unarhús var talsvert minnzt, og álitið, að heppileg- ast mundi að koma þvf upp með hlutabréfum o. fl. Samiagsverzlun var álitin bráðnauðsynleg fvr- ir sýsluna, og hugsa menn fyrirkomulag allt lík- ast þvíogerhjá Reykvíkingum í kaupfélagi þeirra. Hver sýslunefndarm. gengist fyrir peningaloforð- um hver í sínum hreppi, sömuleiðis vörnpöntun- um og sendi þetta sfðan til Eggerts bónda Bene- diktssonar f Laugardælum, sem kosinn var til að standa fyrir þessu. Semur hann svo viðeinhvern kaupmanna, annaðhvort á Eyrarbakka eða í Reykja vík. Með þessu fyrirkomulagi er álitið, að varan geti orðið ódýrari, og er þetta fyrirkomulag nær að festa rætur, getur það tryggt betur félagsskap ög samheldni, en nú gerist. Borgun fyrir þennan starfa er: 2% og 1%, svo ferðakostnaður að nokkru leyti. -- Skýrslur um kynbætur hesta vantaði úr nokkr- um hreppum, en þaðan sem þær komu báru þær vott um góðan árangur. — Hundalækningaskýrslur komu úr öllum hrepp- um sýslunnar, en nokkuð þóttu þær sundurleitar og báru sumar þeirra með sér, að lint mun um eptirlit hjá stöku hreppsnefndum og var forseta falið að semja form fyrir skýrslur þessar og senda það hreppsnefndum á næsta vori. Þegar það mál var rætt, var í sambandi við það samþykkt að allir hundar í sýslunni skyldu frá næsta vori vera með hálsbandi, með árituðu bæjarnafni og brenni- marki eiganda, talið bezt að hafa málmspjaldá graf- ið, sem bundið væri um ólina. - Hverjum hundi, sem ekki hefði þetta merki eða annað, er sýndi heimili hans, skyldi tafarlaust lógað. Harðlega bannað að sveitamenn hafi hunda með sér í ver- sföðvar, og skulu þeir tafarlaust sendir heim á kostnað eiganda eða þá lógað. Þjóðminningardag ákveðið að halda f sumar helzt fyr en í fyrra og íyrirkornulag líkt að öðru leyti; í þá nefnd kosnir sömu menn og í fyrra að skyldi þessum ísafoldarstýrendum lærast að haga orðum sínum, eins og siðuðum mönnum sæmir? Svar: Aldrei. Ritstj. viðbættum séra Ólafi Sæmundssyni í Hraungerði og gerir nefnd sú allar ráðstafanir hátíðahaldinu viðvíkjandi og kemur því í framkvæmd. — Heiðursgjöf. Hinn 23. þ. m. var hr. dbrm. yóni Arnasym kaupm. í Þorldkshöfn færður silfurbúinn stafur og gull-úr með festi og konu hans húsfrú Jór- unni Sigurdardóttur, Biblíuljóóin og Davíðssálmar í mjög skrautlegu bandi, til minja um framúrskar- andi hjálp og góðar viðtökur, er þau hjón hafa svo ótal opt látið sjóhröktum mönnum úr Eyrar- bakka- Stokkseyrar- og Loptsstaða-veiðistöðum í té, er þeir hafa leitað nauðhafnar í Þorlákshöfn. Þeir, sem aðallega gengust fyrir samskotum meðal sjómanna í þessu skyni, voru þeir hr. prestur Ólafur Helgason á Stórahrauni, hr. verzl- unarstjóri P. Nielsen á Eyrarbakka, hr. hrepp- stjóri Guðm. Isleifsson á Eyrarbakka, hr. organ- isti Jón Pálsson á Eyrarbakka og hi. hreppstjóri Jón Jónasson á Stokkseyri og kusu formenn þessa alla, ásamt hr. Benedikt Benediktssyni hrepps- nefndarm. í Iragerði, til þess að velja munina og sjá um, að þeir væru í góðu lagi; en nefndin kaus aptur hr. Sigurð sýslum. Ólafsson í Kaldað- arnesi tll að vera viðstaddan, er hún afhenti mun- ina. Verzlunarstj. P. Nielsen gat, vegna lasleika, ekki verið viðstaddur, en hafði sent þeim hjón- um ámaðaróskir sínar og annara fjarv. vina þeirra á Eyrarbakka. Stafinn hafði gert hr. Ebenezer gullsm. Guð- mundsson á Eyrarbakka, eptir uppdrætti og fyr- irsögn hr. leturgrafara Odds Oddssonar frá Sáms- stöðum, er grafið hafði á annan enda handarhalds- ins: „Jón Arnason, dbrm." og „þökk fyrir við- tökur" á hinn. Stafurinn var prýðisfallegur og sniildarlega frá honum gengið, bæði að smfði og öðru. A bókunum stóð, auk annars gullskrauts, með gylltu letri: »Jórunn Sigurðardóttir« og „A sumardaginn fyrsta 1899.« Nefndin hafði beðið aldavin þeirra hjóna, hr. kaupm. Geir Zoéga í Reykjavík, að útvega úrið og bækurnar og geta því kunnugir farið nœr um vöndun alla og frágang á þeim. Ennfremur fœiði nefndin þeim hjónum ávarp í óbundnu máli, undirskrifað af nál. 50 for- mönnum, auk nefndarmanna og nokkurra fleiri manna, er beiddust þess, að mega taka þátt í gjöfinni. Loks fœrði og nefndin þeim eptirfylgjandi ávarp í ljóðum, eptir hr. prófast Valdemar Briem á Stóra-Núpi, er sungið hafði verið í samsoeti í Þorlákshöfn sama kvöldið og nefndin afhenti gjafirnar. — Það er alkunnugt, hve ágætum viðtökum sjó- menn á Eyrarbakka, Stokkseyri og Loptsstöðum og víðar að, hafa átt að mæta, er þeir hafa orð- ið að leita nauðhafnar í Þorlákshöfn, þegar sund- ín hafa annaðhvort verið lokuð af brimi eða þoka eða byljir hafa skollið svo skyndilegaá, að menn hafa ekki getað náð landi annarstaðar, að hr. Jón dbrm. Arnason hefur ekkert tækifæri látið ó- notað til þess, að hjálpa mönnum til að lenda, er þeir hafa komið til Þorlákshafnar, svo sem, með góðum árangri, að hella lýsi og olíu í var- irnar, til að lægja brimofsann, kveikja á ljósker- um til að lýsa mönnum, er þeir hafa orðið að lenda þar í náttmyrkn, sem opt hefur komið fyr- ir, og setja önnur nauðsynleg merki, til að stýra eptir, gegnum brimið í varirnar, að hann hefur — hvort sem menn hafa hrakizt þangað á nóttu eða degi, um sumar eða vetur, eitt skip eða svo tugum skipti, eins og átti sér stað 16. marz 1896, þegar skipin voru að sögn full 50 og hinir sjó- hröktu um 600 að tölu — ekkert til sparað þeim til hjálpar og þæginda, sem hann gat til náð, og ekki fengu mat eða húsaskjól annarstaðar, og I þeir voru þá eins og optar fjölda margir. Það I er því engin uppgerð eða undur, þótt sjómenn hafi lengi langað til að sýna þessum höfðings- hjónum einhvem vott virðingar og þakklátssemí sinnar, enda hafði hver einasti formaður, sem undirskrifaði, talið sér það bæði Ijúft og skylt að minnast þeirra nú, og orðið því fegnastur, að geta haft tækifæri til þess, og það má sannar- lega gleðja þá aptur á móti, að þau höfðu veitt gjöfunum viðtökur með innilegustu þakklátssemi og ánægju og óskað sjófarendum allrar gæfu og blessunar. 27/i 99 J. Ávarp frá sjómönnum á Eyrarbakka, Stokkseyri og Loptsstöðum til hjónanna dbrm. Jóns Árnasouar og húsfrú Jórunnar Sigurðardóttur í Þorlákshöfn fyrsta sunnudag í sumri 1899. Lag: Gnoð úr hafi skrautleg skreið. Sigldum vér um saltan mar, sjáfarrót og blindhríð var; enginn fékk um úfið gráð eigin lending sinni náð,- hlutum vér að hörfa frá, hrekjast út um kaldan sjá; eptir langa leið um dröfn loks vér náðum Þorlákshöfn. Enn ei hættan úti var, öldu-garður reis og þar. Nið’r að strondu þú komst þá þitt með l'ð er mest á lá; greiddir þú oss leið til lands, lægðir ofsa sjáfargrands; sfðan eptir öldurót oss sem faðir tókstu mót. Mikið sigur-verk þú vannst, verðlaun í þér sjálfum fannst. Sigurverk, sem örsmátt er, aptur nú vér færum þér. Sterkum arm oss studdir þú, Staf til minja þiggðu nú. F.ins og Móses yfir haf oss til hjálpar réttu staf! Húsfreyjan, sem heima var, höfðingssetri stýrði þar, eins með göfug höfðingshót hjartanlega’ oss tók á mót. Hér þó verði harla stutt hjartans þökk í kvæði flutt, ijóð um það, sem æðra er, eiga það að bæta þér! Meðan lífs þið siglið sjó sífelt verði leiði nóg; * æ við stýrið standi sá, stýrt er getur boðum frá; og er farin öll er leið ykkar verði lending greið; verðið þið of voða dröfn velkomin í lífsins höfn. V. B. Spítalalæknir á Akureyri. Eg hefi ekki lagt það í vana minn, að ónáða þing eða stjórn með bendingum eða áskorunum, en nú verð eg að gera það, með því að enginn annar tekur sig fram um það. Það er talið óhy.ggilegt, ef einhver eignast góðan grip, en fer svo illa eða óvarasamlega með hann, að hann endist helmingi skemur en hann átti að endast eða gat enzt. — En þá er og sú þjóð óhyggin, sem á afbragðsmann, en fer svo illa eða ónærgætnisl^a með hann, að kraptar hans bila fyrir tímaflp Vér Norðlendingar eigum sllkan afbragðs-

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.