Þjóðólfur - 05.05.1899, Síða 1

Þjóðólfur - 05.05.1899, Síða 1
M ÞJOÐOLFUR i 51. árg. Reykjavík, föstudaginn 5. maí 1899. Nr. 22. Ráðgjafinn á þingi - Eimreiðin - ísafold. Eptir a-\-b. I. sKatekismus Valtýinga« virðist mér pési sá rnætti beita, sem nýskeð hefur birzt frá ísafold- .arprentsmiðju, en nefndur er: »Ráðgjafinn á þingi — Stjórnartilboðið frá 1897«. Þessu pólitiska lærdómskveri er nauðalíkt niðurskipað og »Kristi- legum barnalærdómi«, er lektorÞórh. Bjarnarson hefur íslenzkað, og Sigfús Eymundarson gefið út í vetur. Þetta er enganveginn sagt pésa-grey- inu til ámælis, hann getur verið góður og gild- ur fyrir það, en hitt er ljóst af framsetningu og niðurskipan pésans — með þessum dómadags spurningum og svörum — hve skoplega hátið- legur höfundurinn (eða höfundarnir?) er yfir vís- dómi dr. Valtýs og sínum eigin. Ætlunin er ekki að fara. að svara pésanum orði til orðs, enda sé eg ekki, að þar komi tram nein ný atriði í málinu, ekkert, sem eigi er bú- ið að ræða talsvert um áður af báðum aðal- málspörtunum, Valtýingum og endurskoðendum, Eeldur er þar safnað saman flestu því, sem Val- týingar hafa þegar sagt urn stjórnarskármálið í -eitt pólitiskt lærdómslcver til upplýsingar fyrir »fólkið«, með tilbærilegum fullyrðingum um vit- urleik og þjóðrækni dr. Valtýs, og pólitiskan þroska og djúpsæi fylgismanna hans, jafnframt og mótstöðuflokkunum ergefinn hæfilegur (!) vitn- isburður fyrir heimsku og s. frv. En þó eg ekki svari nándarnærri öllu, sem pésinn gefur tilefni til að ræða um errn á ný, með þvi að til þess þyrfti að rita álíka langan pésa, en til þess hef ■eg hvorki tíma né fé, þá vil eg þó líta á fátt -eitt, um leið og eg drep á ritgerð dr. Valtýs í Eimr. V. ár. 1. h. þ. á., og síðustu tölublöð ísa- foldar. — Á bls. 3. (»í ráðgjafinn á þingi«) stendur þessi spurning, hin 6. í röðinni: »Hvernig var tilraun dr. Valtýs Guðmundssonar?« (,o: að fá stjórnina, til að sinna áskorun alþingis 1895 í stjórnarskrár- málinu.) Svar: »Hann fór sjálfur á fund stjórnarinnar og lagði allt kapp á að koma henni :í skilning um, að stjórnar-ástand það, sem vér eigum við að búa, standi þjóðinni mjög fyrir framförum og sé óþolandi, og fá hana til að breyta stefnu sinni í stjórnarmáli voru«. Það er nú svo. Jú, doktorinn hefur fengið ráðgjafann til að samsinna, að hann (o: ráðgj.) mætti mæta á alþingi, sem sérstakur ráðgjafi fyrir ísland, og skyldi bera ábyrgðáallri stjórn- arathöfninni, og skal það játað, að þetta, og þetta eitt, út af fyrirsig skoðað, er hið eina, sem valtýskunni má til gildis telja. En nú er það ljóst, á hverjum grundvelli tilraunir doktors- ins hafa byggðar verið, og hverju verði átti að kaupa hið svokallaða stjórnartilboð. (sbr. Eimr.) Nú virðist það ljóst, sem áður var raunar grun- ■samt, að doktorinn hefur hlotið að koma sér saman við íslands ráðgjafa um þann skilning á stöðulögunum frá 1871, að þau hafi gersamlega breytt réttarástandi voru; áður höfum vér verið frjáls 'Sambandsþjóð við Dani með óskertum sérstökum Jandsréttindum, en nú sé sú saga búin, nú séum yéb býst .eg við, blátt .áfram nýlendingar Dana, Svo virðist og doktorinn hafa komið sér saman við ráðgjafann um það, að þar sem eyður séu í núgildandi stjórnarskrá vorri — en þær eru margar — þar beri að nota grundvallarlög Dana til að bæta upp eyðurnar. Þessa kenningu hefur doktorinn með rólegri óskammfeilni borið á borð fyrir íslenzka alþýðu, fyrstur þeirra manna, er í síðari tíð hafa með meiri eða minni rétti þótzt vera forkólfar fyrir sjáltstjórnarmáli Islendinga. Mér koma ekki á óvart orð »Lögfræðings« í 23. tölubl. Isafoldar þ. á., er hann telur vfst, að þessi kenning doktorsins vekji sgremjuog jafn- vel hugarangur í brjósti mörgum Is- lendingi«, og þykir mér þó liklegt, að þessi höfundur, sem hrekur kenningu doktorsins með svo ljósum rökum, sé Valtýsliði. En hinu get eg ekki samsinnt með hinumheiðraða sLögfræð- ingi«, að kenning doktorsins komi« ekki lifandi vitund við þeirri spurningu, sem nú liggur fyrir þjóð vorri«. Skyldi ekki verða lítið úr þessari happasælu samvinnu milli frjálslyndari hluta þingsins og stjórnarinnar, þessu makalausa þ'ng- ræði, þessari traustu. allsherjar-ábyrgð, sem Val- týingar vonast eptir, þegar ráðgjafi með þeim grundvallarskoðunum á réttarástandi Islands, sem doktorinn hefur lýst svo vel í Eimreiðargrein sinni, kemur á þingið, og fær þar öruggt fylgi doktorsins og fylgismanna hans, það er að segja, allra þeirra þingmanna, er ltta kunna á málið, eins og þessi þroskaði þjóðrækni forkólfur þeirra. Menn geta vel gert sér £ hugarlund, hversu slík- ur ráðgjafi mundi beita valdi sínu gagnvart þingi og þjóð, hversu hann mundi beita stjórnarskránni og grundvallarlögum Dana, þar sem hún nær eigi til, án þess að þurfa að óttast, að ábyrgðin yrði honum svo afarþttng. Allir vita, að hingað til hefur það komið fyrir, að ráðgjafinn hefur ekki beitt stjórnarskránni mjög frjálslega, en ekki mun batna um, er nýjum stjórnarákvæðum (o: Valtýskunni) hefur verið hrófað upp, með hliðsjón af þeim skilningi á réttarsambandi Is- lands og Danmerkur, að Island sé ekki í raun réttri annað eða meira en nýlenda frá Dan- mörku, því að, úr því farið væri eitt sinn að byggja stjórnarskrárbreytingu á .sllkum grundvelli undirskildum, mundi oss Islendingum, sem aðra skoðun höfum á réttarstöðu Islands, duga lítt móti að mæla. — Valtýingar kunna nú að svara því, að ráðgjafinn verði efalaust Islendingur. —- Valtýr doktor er, okkar á milli sagt, líka íslendingur! — og svo verði hann kosinn af frjálslynda flokknum, kosinn meðal þein-a Islendinga, er álíta, að stöðu- lögin séu ekki isleynzk lög, heldur dönsk, og að grundvallarlögin gildi að minnsta kosti ekki í sérmálum vorum. En, hvar er trygging fyrir því? Eða, er það einu sinni líklegt, eða jafnvel hugs- anlegt? Eg, að minnsta kosti, þori ekki að gera mér þær vonir, að íslandsráðgjafi verði skipaður með hliðsjón af öðrum skoðunum á réttarsambandi Islands og Danmerkur, en þeim, sem vitanlega ráða hjá meiri hluta stjórnmála- manna Dana, og nú hefur verið hikíaust og rögg- samlega haldið fram af doktor Valtý, íslend- i n g i, sem um skeið hefur daglega gengið út og inn um dyr- stjórnarinnar. —- Hefði doktor Val- týr jafnan gengið út og inn um þær dyr, til að reyna að fá ráðgjafann til að fallast á fullan pólitiskan íétt vorn, svo sem Jón Sigurðsson gerði svo drengilega gagnvart stjórnmálamönn- um Dana, þá hefði eg sagt: »Blessuð séu öll þau spor hans«, en eþtir alla frammistöðu hans nú, neyðist eg til að segja »Skollinn hafi hans ráðgjafarölt og Eimreiðaramstur*. Það er rneir en von (!) að ísafoldarmenn færi doktornum með tilhlýðilegri .andakt beztu þakkir »fyrir framtaks- semina, er borið hefur» að þeirra sögn, »meiri árangur hjá stjórninni, en öll stjórnarbótar- barátta löggjafarþingsins og afskipti landshöfð- ingja, frá því er málið fyrst var hafið«. Það skal játað, að landshöfðingja vorum hefur áunn- izt lítt í stjórnarbótarmálinu, en hins er og skylt að geta, að aldrei hefur hann flutt þá uppgjaf- arkenningu fyrir stjórn og þjóð, sem hinn fram- t a k s s a m i doktor hefur nú gert. Þegar það er þannig komið upp úr kafinu skýrt og greinilega, að valtýskunni er haldið að íslenzku þjóðinni með þeim skilningi á réttar- sambandi voru viö Dani á bak við eyrað, sem nú hefur verið minnzt á, þá trúi eg ekki öðru, en ýmsir þeirra, er hingað til hafa máske hugsað gott til stjórnarbótar Valtýs, fari að líta í kring- um sig, eins og jafnvel Isafoldarmenn og »I,ög- fræðingur« virðast vera farnir að gera, því að auðsjáanlega er þeim nú nóg boðið, þótt ekki vilji þeir enn kannast við, að uppgjafarkenning dokt- orsins »komi lifandi vitund við þeirri spurningu, sem nú liggur fyrir þjóðinni«. Að minnsta kosti vona eg, með Isafoldarmönnum, að þjóðin hugsi »málið með gætni og stillingu fram að þing- málafundum í vor«. Útlendar fréttir. Kaupmannahöfn, 24. apríl. Það lítur út fyrir, að Filippseyingar séu harðari í horn að taka en Bandamenn bjuggust við. Það fréttist fyrir nokkrum tíma eptir Otis hershöfðingja, að eyjaskeggjar væru að gefast upp og að Aquinaldo vœri horfinn. En nú er komið annað hljóð í strokkinn; eyjamenn eru farnir að sækja sig; 17. þ. m. fréttist,' að Lawton herforingi, sem af Otis var sendur á móti uppreistarmönnum, hefði orðið að hörfa undan til Manila og að eyjaskeggjar hefðu tekið aptur allt það landflæmi, þar á meðal 8 bæi. sem Lawton áður hafði lagt undir sig; svo höfðu þeir og tekið höndum og náð á sitt vald 160 mönnum af sveit hans. Jafnframt er þess getið, að þeir Otis og Lawton þkyjist of liðfáir og álíti, að þeir þurfi 100,000 hermenn til þess að »friða« eyjarnar. En það verður Bandamönnum örðugt að auka herinn á Filippseyjum, eins og sakirnar standa nú. Hermenn þeirra þar eru farnir að vera óþolin- móðir og una illa lengri útivist, og málsmetandi menn heima í Ameríku eru farnir að taka taum þeirra og telja ólöglegt að halda þeim lengur undir vopnum. Óánægjan bitnar vitanlega á Mac Kinley, og þykir ekki óltklegt, að hann fái að finna það við næstu forsetakosning. Rétt í þessu fréttist frá New-York, að or- usta mikil hafi staðið milli Bandamanna og eyja- búa við Guingua og að Bandamenn hafi biðið algeran ósigur og misst margt manna. Ná- kvæmari skýrslu vantar. Við bæinn Ka.ulung (í nánd við Hong- kong), réðust. ktnverskir hermenn nýlega á enskr an herflokk , sem var þar á sveimi. Orustan endaði vitanlega með, að þeir leirljósu lögðu á flótta. Englendingar haía, eins og lant er, not- að tæki færið til þess að heimta ýms ný hlunnindi af Kínverjum. Til þess að sefa F i n n a hefur rússneska

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.