Þjóðólfur - 12.05.1899, Page 1

Þjóðólfur - 12.05.1899, Page 1
V ÞJÓÐÓLFUR 51. árg. Reykjavík, föstudaginn 12. maí 1899. Nr. 23. Sumarmál 1899 Kennarinn kemur! Kastið nú spilunum allir saman! Horfið við karli; nú hjálpar ei gaman; harðvígan gaddinn með fótum hann lernur Rykkir upp hurðum og horfir oss á, Harðneskjan glottir hans reiðisvip frá Kennarinn kemur, Sem þulið hefur í þúsund ár. Hvað þjóðin vor aldrei nemur. Þekkið hann ekki? — Þið þekkið hann vel. Og þarna — þarna er eitthvað á seiði Lítið undir hönd hans: í þokunni þarna! Þekkið ekki svipinn hans elztu barna: Aldamóta-skrímslin hins undanfarna! Kennarinn kemur, — Kemur á þrepskjöldinn; starir og þegir, ose finnst vér séum feigir, og flestir hljóðandi ákalla Drottinn. £n kennarinn hatast yið hræsnisþvottinn Hvarmar hans brenna sem logandi eldur . . . Nú hýrnar hann heldur! Hlýðum og þegjum og skrifum hvað hann segir. Tíminn: Hlýðið og þegið! Einn á eg orðið. Enginn má kvika né skrfða undir borðið. Enginn má ætla hann einn muni sleppta, Ef hann er sekur, með tómum hótum. Og komast hjá iðran og yfirbótum og eigi að verðleikum gjöld sín hreppa. Þekkið þið /s og Hungur og Jld? Hálfan minn aga ég þessum fel, Öld eptir öld, unz allir læra Eilífu lögin í nyt sér að færa. En hart er að kenna þér, heimskan forna! — Horfið á svip ykkar refsinorna! Þúsund ár hafa þær þjóð ykkar svelt, Þúsund hörmungar spor þeirra elt, Þúsundir hafa þær hordauða selt. Þó eru hollari þær en þið haldið, Þúsundum blessana hafa þær valdið. Hverjum sem lögmálið læra fýsir Lfta þær út eins og heilladfsir, Skapandi hreystinnar harðfengu dáð, Hyggindi, samtök og framsýnis ráð. Ykkur finnst eg sé ramlyndur forneskju gestur. Ykkur finnst eg sé grimmur og hatísnum beztur; En vitið, eg ætla ekki að ala hér slóða, Sem ekkert þola, sé tiðin ei hlý Og einmitt sofnuðu sængunum í Ef sviki þá aldregi tidin hin góða. Eg boða ekkert örkvisa evangelium, Eg ansa ekki skælum né tepruskap nýjum; Eg vil þig aga þú vandræða þjóð, Eg vil ei að deyi þitt hreystiblóð; Eg vil að þú verðir — og viljann herðir — Vitur og samhuga, framsýn og fróð, Og fær um að þola þinn fs og glóð! I þúsund ár fyrir munninn minn manaði Guð fyrir almátt sinn Og skipaði ykkur í vök að verjast, Og við þetta geigvæna land að berjast. En þið hafið setið við sögur og spil, Syndgað upp á náð, þá sem hvergi var til, Varnað ekki felli, en fargað úr hor Fénaði og hamingju vor eptir vor, Skuldinni varpað á skaparans stjórn, Og skyldunam snúið í sjálfskapar fórn I Ó vesæla þjóð, hvenær veiztu það sjálf, Að vit þitt og dáð er forsjónin hálf?— íslands þjóð, er ei aldamót? Upp og fram til að gera bót! Ut og niður í Ginnungagap Með gamlar syndir og yfirdrepsskap! Tak nýja kristni, tak nýja trú; Nú er tíminn að skírist þú! Brott, á brott með þín brek og lygð; Byrjaðu nýja þjóðlífs dyggð. Drepirðu niður dýrri reynd, Dauðinn er vís í bráð og lengd. Berðu nú rétt þinn breyzka fót, Og byrjaðu á þinni hjartarót. Hræðst ekki tímans hret og köf, Hel eins og líf er Drottins gjöf. Heyri þig Guð í hinmasal, Heyrirðu hann fyrst í reynsludal. Himinn og jörð er herrans mál; Haltu því fast í lifandi sál! Og sigraðu glaðvær sorg og kross; Sjáðu og trúðu: Guð er í oss. Matth. yochw/isson. Valtýsliðinn ,vestheimski‘. _____ Það er misskilningur, að hinir löngu lof- dálkar um »Valtýskuna« í Isafold séu eins dauð- ans leiðinlegir, eins og almennt er talið. Það verður ekki annað sagt, en þeim »vestheimska« fari einatt fram með »findnina á sjálfs síns kostn- að«, enda hefir hann lengi stundað hana kost- gæfilega og einatt lærist honum betur og betur að útþynna sínar sljófu hugmyndir og gera þær sem hlægilegastar. Það verður hverj- um að list, sem hann leikur. Þessi alúð og kostgæfni stafar mest af því að einatt kreppir að »tökubarninu« — og eitt- hvað verður maðurinn að láta til sín heyra, þótt röksemdir skorti, enda vex hann mikið 1 eigin augum við hverja útþynningu og hyggur sér alla vegu færa. Já, það er sannarlega farið að borga sig að lesa það, sem »hann segir, »ísafoldar-maðurinn« (!!) og geta engir varizt brosi, þegar hann lætur til sln heyra um landsmál — nema helztu með- haldsmenn hans, sem setur hljóða, og flýta sér að koma blöðunum á afvikna staði, til þess að firra vininn athlátri í þeirra húsum — og ganga út, ef á »leiðarana« hans er minnst undir þaki. Engum verður skotaskuld úr því að te!ja fram allan misskilning höf. í stúfum hans um stjómarskrármálið, því að þar. er, í stuttu máli, ekki að finna annað en einn samanhang- andi stórmisskilning, enda hafa menn og ekki búizt við öðrum skilningi af höfundinum. Ef »meðritstj.« hefði ekki kært sig um að hafa blaðið hlægilegt, þá hefði hann getað látið þennan meðskapaða misskilning liggja sem sinn bezta fjársjóð á vöxtum innan um óseld skáld- gullkorn f sínum eigin hugarfylgsnum. — Það er sú aðferðin, sem vinir þess hlægilega óska að hann hetði valið; en þeir leiða það meir hjá sér, þótt hann rangfæri orð þeirra, sem eru mótstöðumennn húsbænda hans — og sumir þeirra, ætla jafnvel, að hann geti slegið sér upp á rangfærslunum, ef þær séu findnar og skáld- legar, og kunni þannig að bæta upp eitthvað af misskilningnum. Meðritstjórinn hefir heldur ekki legið á þessari goðagáfu sinni. Hann spreytir sig á því í hverju blaðinu af öðru að rangfæra eitthvert aukaatriði fyrir andstæðinginum og ham- ast svo með öllu sínu þróttleysi á setningum þeim, sem hann heflr lagt honum í munn. Báðir þessir dýrmætu eiginleikar »leiðtogans« birtast í almætti sínu í hkium »bíræfnu« árásar- greinum, sem stílaðar hafa verið gegn Ben. Sveinssyni alþm. og ritlingi hans um Valtýskuna. Það er ekki lítið um hann, þennan fyrvers andi leiguliða Ottawastjórnarinnar og núveranda »vinnumann« við Austurvöll, þegar hann fer að benda á »þekkingarskort« Ben. Sveinssonar« í allra einföldustu atriðum stjórnarskrármálsins (!!) — Það vantar ekki, hann vill vera stórorður og snjall, enda er hann farinn að gefa í skyn, að hann sé orðinn foringinn fyrir pólitiskri fram- sókn íslendinga (!!). Ekki á hkr.n þar við dr. Valtý, því að hann hefir verið látinn »forkasta« grundvallarsetningum Valtýs fyrir innlimunar- stefnunni (»Valtýskunni«). — Dr. Valtýr byggír sína óþjóðlegu smíð á óþjóðlegum grundvelli, en »meðr.« vill ekkert með grundvöllinn hafa, en segir, að það sé skaðvænlegasta flónska að ætla, að »byggingin« sé ekki eins góð fyrir því — í lausu lopti (!!).. »Foringi» þessir geisar fram á vígvöllinn og sannarlega hefir hann ekki trafala af hvössum vopnum og traustum verjum, því að það vantar hann alveg hvorttveggja. — Enga hugmynd hefir hann um það, hverjum forlögum flestöll frum- vörp alþingis hafa sætt í ríkisráðinu, þau sem miðað hafa að sérstaklega þjóðlegum framförum og framsókn Islendinga. Hann man ekki einu- sinni eptir háskólamálinu og höfðu þó hin aug- ljósu sannindi og knýjandi nauðsyn lagað svo rit- gáfu höf., að hann hlaut að skrifa rétt og sæmi- lega um það mál. Enga hugmynd hefir hann um það, að ríkisráðið rígbindur alla lagasetningu vora við fyrirmynd danskra laga og við danska hagsmuni — og engan skilning hefir hann heldur á því, að ráðgjafinn úr ríkisráðinu myndi hafa betra tangarhald á þingmönnum, ef hann mætti á þingi (við annan mann) en meðan hann situr í fjarlægð — og hafði þó leiðarstjarnan, dr. Val- týr, tekið fram (sem kost stefnu sinnar) að ráð- gjafinn mundi vinna sér mikinn flokk meðal þing- manna til málafylgis. (Eimr.) Ekki hefir hann heldur trénast upp á því að tala um ábyrgð(!!) þessa ráðgjafa fyrir alþingi — og lýsir það meiri staðfestu og sjálfsafneitun, en við mætti búast að vera enn að halda slíku fram, þegar jafnvel »ísafold« sjálf hefir þó flutt skýr rök írá »lög- fræðingi« um ómöguleika þessarar ábyrgðar, al- veg í sömu átt og mótstöðumenn »Valtýskunnar& hafa opt gert áður. Það er ekki óeðlilegt, þótt hann fái ekki skilið, að það stafi af öðru en röksemdaskorti mótstöðumanna hans, að þeir hafa ekki hirt um að andæfa ýmsum hinum sjálffelldu blaðagrein- um hans. Hann hyggur að »eintal« hans »í hálft annað ár« — eins og hann kemst að orði — hafi sannfært alla um ágæti innlimunarinnar og talar því drjúgt um »undanhald« og »segl

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.