Þjóðólfur - 02.06.1899, Blaðsíða 2
102
þér s k y 1 d i r að veita honum fyrir langa og dygga
þjónustu í yðar þarfir. Hitt væri vítavert van-
þakklæti. Og þér megið búast við því, að Val-
týsliðarnir leggjast nú á árarnar, eptir því sem
unnt er, og að þeir spara ekkert til að safna sér
liði. Þess vegna má enginn ykkar Sighvats liða
heima sitja.
Jórturveikin í ísafold.
Vinnumanna-samanburður.
Það er mjög sjaldgæft, að menn jórtri, eins
skepnur. Þó eru þess dæmi. Fyrir nokkrum
árum var vinnumannsrola á bæ einum hér nær-
lendis, mjög pervisalegur á vöxt, ræfilslegur 1
sjón og reynd, og mjög skynsemdarlítill. Hann
jórtraði á^allt að lokinni máltíð, ældi upp í
munninn því sem hann hafði étið, tuggði það
að nýju og renndi því svo niður aptur. Ekkivar
laust við, að menn brostu að þessu, en mann-
tetrinu var þetta ósjálfrátt, og gat ekki að þvl
gert. Hann gat ekki annað en jórtrað, eins og
sauðkind.
Þessijórtrandi vinnumannsræfill dettur manni á-
vallt ósjálfrátt 1 hug, þáermaðursérþennan »hlægi-
lega« stéttarbróðurhans,»vinnumanninn« viðAustur-
völl, síjórtrandi sömu tugguna, sem Valtýr stakk
upp í hann fyrir 2 árum. Og því er alveg eins
varið með hann og hinn ræfilinn, að hann getur
ekki að þessum ósköpum gert. Þetta er orðinn
viðvarandi (»króniskur«) sjúkdómur á manninum,
er kalla mætti jórturveiki. Og hún hefur auð-
sjáanlega slegið sér ískyggilega á heila »vinnu-
mannsins« í seinni tíð. Hann lætur sér ekki
nægja, að tyggja sitt eigið jórtur í Isafold, þótt
allir séu orðnir fyrir löngu hundleiðir á þessari
þvættituggu hans, og alla klýi við henni nema
sjálfan hann og húsbónda. hans Hann hyggur
í skoplegri einfeldni sinni, að fólkið gleypi við
þessu pólítiska þvogli hans, sem hann hefur ver-
ið að grauta með næstliðin 2 ár í fullkomnu
skilningsleysi á flestum aðalatriðum málsins,
blandað ýmiskonar hégómlegri skáldskaparvellu
og veimiltítulegu skætingsbulli um allt og alla,
sem gert hafa gys að jórtrinu hans og öllum
hinum skoplegu tilburðum þessa pólitiska nagla,
sem þykist vera útvalinn af Valtý til að negla
þessa svokölluðu stjórnafskóbót hans álslenzku þjóð-
ina. Og þess vegna rembist hann í líf og blóð við
japla á skóbótinni og teygja hana sundur
fyrir almenningi, til að sýna, hvað hún geti orð-
ið stór. Hann þykist hafa einskonar einkarétt
til að japla á henni, og verður því fokvondur,
ef einhver ætlar að rífa sundur roðið fyrir hon-
um. Einkum hefur »vinnumaðurinn« illskazt við
Þjóðólf, af því hann hefur nokkrum sinnum sýnt
almenningi fram á, hversu »lystileg« jórturtugga
mannsins væri, og hvaða skollaleik Isafold væri
að leika gagnvart þjóðinni, með þessari óþrot-
legu þvættituggu sinni. Nú síðast var það skýr
og merkur maður norður í Húnavatnssýslu, er
ritaði mjög hóglega og skynsamlega um málið í
Þjóðólfi. En af því að »ísafold« var nefnd eitt-
hvað óþægilega í því sambandi, þaut vörður henn-
ar og vinnumaður á fætur og fór að glepsa í
manninn mjög álappalega fyrir það: 1, að hann
skyldi efast um, að ráðgjafaábyrgðin væri góð
og gild, — það hefði engjnn lifandi maður ef-
azt um það, (!!) 2. að hann skyldi ímynda sér,
að ráðgjafinn hetði miður. holl áhrif á þingmenn,
éða gæti leitt þingið á glapstigu — það værí
svívirðileg hugsun, og 3. að höf. skyldi ímynda
sér, að ráðgjafinn yrði ekki Islendingur (!!)-
hann hlyti að verða íslendingur, íslands-
ráðgjafi hefði lýst því beinlínis yfir (!!). Veit
þá þessi pólitiski jórtrari það ekki, að íslands-
ráðgjafinn getur ekki lofað slfku, getur ekki efnt
það? Það er hreinasta lokleysa, af þvl að það
væri brot á þeim rétti, sem danskir menn hafa
lögum samkvæmt til embætta hér á landi, eins
ráðgjafaembættis sem annara, svo framarlega sem
þeir fullnægja þeim skilyrðum, sem heimtuð eru,
taka t. d. próf (að nafninu) í íslenzku, sem eigi
mundi verða svo sérlega erfitt, þá er feitt embætti
væri í vændum. Þetta veit hinn pólitiskiskilnings-
leyslngi auðvitað ekki. Það er allt á eina bók-
ina lært fyrir honum. Hann kann bara að jórtra
í hugsunarleysi, það sem honum er skipað að
tyggja og tönnlast á, þvl að hann hefur ávallt
verið 'núsbóndahollur og hlýðinn við matgjafa
sína. Það má hann eiga. Og hvað Isafold
snertir, þá vitaallir, að húnerfyrir löngu, »dæmd«
1 almenningsálitinu, og þeim dómi verður ekki
hrundið. Að hún er ekki enn sokkin niður í
það djúp gleymskunnar og fyrirlitningarinnar, sem
hún hefði átt að steypast í fyrir löngu, er því
að kenna, að hún hefur legið og liggur á brjóst-
um stjómarinnar og stjórnarvaldanna, og sýgur
þaðan þrótt og þor. En hvenær sem hún slepp-
ur af þeim spena —og það getur orðið, þá er
minnst varir — þá verður tvísýni á lffi hennar,
og mun þá óhætt að hringja til útfarar og ausa
hana moldu. Þá verður unnt að fullnægja dómn-
um, sem almenningur hefur kveðið upp yfir henni,
en fyr ekki, þvf að meðan hún getur lafað á
spenanum, skákar hún í því skjólinu og skröltir
á fótum. En allt bíður síns tíma. Refsi-
nomirnar láta ekki að sér hæða.
Þingmálafundur Vestur-ísfirðinga.
Valtýskan i valnum—Kurrí,Þjóðviljanum‘.
Þjóðólfi hefur verið send svolátandi fundar-
skýrsla:
Árið 1899 hinn 13. maí var haldinn að
Framnesi í Dýrafirði fundur til að ræða lands-
og héraðsmál fyrir forgöngu prestsins Þórðar Ó-
lafssonar að Gerðhömrum og hrepp6tjóranna
Friðriks Bjarnasonar á Mýrum og Jóhannesar
Ólafssonar á Þingeyri.
Á fundinum voru mættir 16 kjósendur úr
Vestur-ísafjarðarsýslu!
Hreppstjóri Jóhannes Ólafsson setti fundinn
og gekkst fyrir kosningu fundarstjóra og var
hann kosinn til þess, en Kristinn Daníelsson
prestur að Söndum fyrir skrifara.
Á fundinum voru rædd eptirfarandi mál:
I. Stjói narskrdrmáhð. Um það urðu alllang-
ar, en stillilegar umræður og tóku þátt í
þeim sérstaklega Jóhanpes Ólafsson, séra
Þórður Ólafsson, Friðrik Bjamason, Bene-
dikt Oddsson, séra Kristinn Daníelsson og
Sigurður læknir Magnússon. Töluðuræðu-
menn yfir höfuð móti svo nefndri Valtýsku
að undanteknum séra Kr. Daníelssyni, er
mælti henni að áliti sínu margt til bóta,
án þess að telja sig fullfæran til að leggja
óhrekjandi dóm á það. Sigurður læknir hélt
því fram, að láta stjórnarskrármálið óhreyft
um sinn. Að loknum umræðum var borin
upp tillaga séra Þórðar til svohljóðandi
fundarályktunar:
1. Fundurinn skomr á alpingi, að fella
frumvarp pað, er dr. Valtýr bar fram á
síðasta pingi, ef pað skyldi koma fyrir ping-
ið í sumar.
Tillagan sampykkt með flest'óllum atkvœðum
og engu á móti.
2. Fundurinn skorat á alpmgi, að halda
fram frnmvarpi í líka stefnu og frumvarf
pingsins frá 1893—94.
Samp. með 14 atkvœðum gegn 2.
II. Lœknaskipunarmálið. Eptir ítarlegar um-
ræðu var samþykkt svo látandi fundará-
lyktun:
Fundurinn skorar á alþingi, að hækka
styrkinn til aukalæknaupp í 15—1800 kr.
III. Tollur á kynjameðulum. Samþykkt að skora
á alþingi að leggja háan toll á öll kynja-
meðul og allt, sem þar undir verður talið,
þau, er nú em seld í verzlunum og ept-
irleiðis kunna að verða seld.
IV. Skipting Isafjarðarsýslu í 2 kjördcemi-. Fund-
urinn skorar á alþingi, að semja lög um
að skipta Isafjarðarsýslu í 2 kjördæmi, með
sörnu takmörkum, sem nú eru á sýslufélög-
unum.
V. Hvalveiðamálið. Fundurinn ræddi uppþot
það, er komið hefur upp í Eyjafirði í vet-
ur til að fyrirbyggja hvalveiðar hér við
land. Lýstu allir þeir, er þátt tóku í um-
ræðunum yfir þeirri sannfæringu, að eng-
in hætta stafi af hvalveiðunum og sam-
þykkti fundurinn í einu hljóði, að skora
fastlega á þingið, að samþykkja engin lög;
er hepti hvalveiðar, né íþyngi hvalveiða-
mönnum með nýjum álögum.
VI. Lánsstofnun. Fundurinn skorar á alþingi,
að semja lög um stofhun lánsstofnunar,
sem bæti úr hinni knýjandi peningaþröng
landsmanna.
VII. Vínsölubann. Fundurinn skorar á alþingi,
að semja lög um að banna áfengissölu
alla í landi og landhelgi við Island, en
bæta tekjuhalla þann, sem landsjóður bíður
við þetta, með því sérstaklega að leggja
margfalt meiri toll á vínföng en nú er.
VIII. Lán til jarðabóta. Fundurinn skorar á al-
þingi, að veita samskonar lán til jarðabóta,
gegn tryggingu sveitafélaga, eins og á síð-
asta þingi og eigi minna fé.
Fundi slitið.
yóhannes Ólafsson. Kristinn Daníelsson.
* * * *
# # * * *
Eins og nærri má geta, er »Þjóðviljinn«
heldur önugur yfir fundi þessum, enda er það
hálfleiðinlegt fyrir ísfirzku þingmennina, þessa
máttarstólpa Valtýskunnar, að geta ekki haft
meira tangarhald en þetta á kjósendum í sínu
eigin kjördæmi. En þetta sýnir, að ísfirðingar
eru sjálfstæðir menn, er eigi láta flekast af há-
vaða einum og stóryrðum, og ætti »Þjóðviljinn«
að láta sér þessa áminningu frá Vestur-ísfirðing-
um að varnaði verða og stryka dálltið yfir stóru
orðin, þvi að þá er þau hrífa ekki einu sinni
gagnvart eigin kjósendum þingmannanna þar
vestra, munu þau naumast hafa meiri áhrif ann-
arstaðar lengra í burtu. Og það stoðar lítt, þótt
»ísafold« og »Þjóðviljinn« séu jafnan að staglast
á lhalds-klíku« og apturhaldsflokki, gagnvart mót-
stöðumönnum sínum, því að málgögn þessi hafa
ómótmælanlega sýnt og sannað, að stefna þeirra
í pólitíkinni er ekki framsóknar eða frelsisstefna,
heldur ískyggileg uppgjafar—og viðrinisstefna, er
vér fáum að súpa seyðið af síðarmeir í ókominni
frelsisbaráttu vorri, svo framarlega sem fylgifisk-
um þessarar stefnu tekst nu að fá rúman helm-
ing löggjafarþings þjóðarinnar til að gína við
henni og nægilegt hrafl af kjósendum með henní
við næstu kosningar, er eigi skal spáð neinu
um að svo stöddu.
Ritstj.
Skeyti frá Andrée.
Fyrir landareign jarðarinnar Hlíðar vestan
vert við Kollafjörð 1 Strandasýslu fannst rekið at
sjó 14. f. m. korkhylki með bréfi 1 frá Aridrée
sænska heimskautsfaranum og félögum hans, og
er skeyti þetta svolátandi:
Flytböj No. 7.
Dtnna.,. Flytb'ój er utkastad frdn Andrées-