Þjóðólfur - 02.06.1899, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 02.06.1899, Blaðsíða 3
103 G. M. T. Ballong kl. 10,55 e- m- ^en 11 Juli /<?97 pa cirka 82P lat och. 250 long E. for Grw. Vi sváfva pá 600 Mtr. H'oid. All well Andrée. Strmdberg. Frcenkel. Snúin á ísl. er orðsending þessi: Þessu... flothylki er varpað út úr loptfari Andrées kl. IO-55 siðdegis eptir Greenwich miðtíma //. júli 1897 d hér um bil 82. stigi norðurbreiddar og 25. stigi austut lemgdar frd Greenwich. Vér svfum 600 metra hátt í lopti. Allt í góðu gengi. Hylki þessu var lokað með kúptu loki (úr lát- úni), en umhverfis rönd þess að neðanverðu var letrað:,, Andrées Nordpolsexpedition i896“,enþað ár var það, sem Andrée bjó sig til fararinnar og sneri aptur frá Spitzbergen, Skeytið var ritað með blýant og hafði eitthvað lítið eitt skemmzt á leiðinni, eða þá er það var tekið úr hylkinu, svo að eitt orð í því að minnsta kosti var ólæsilegt, þar sem deplar eru settir í það hér að ofan. Nokkru eptir að bylkið fannst var það sent til Borðeyrar, en R. P. Riis kaupmaður þar sendi mann gagngert með það hingað suður til lands- höíðingja, og kom hann 28. f. m., en daginn ept- ir sendi landshöfðingi skeytið sjálft áleiðis til út landa til íslenzka ráðherrans, en lok hylkisins verður eigi sent fyr en síðar. Af því að áreiðanlegt er, að skeyti þetta er frá Andrée og þeim félögum, mun þykja allmik- ið til þess koma, en gallinn er sá, að það er svo gamalt, þvl að það er ftd sama deginurn, sem peir Atidrée l'ógðu af stað frá Danaey við Spitzbergen fyrir hartnær 2 árum, nfl. n. júlí 1897. Er þetta ■annað skeytið, sem frá Andrée hefur komið, svo vissa sé fyrir. Hitt var dúfuskeyti, er norskt sel- veiðaskip náði 1 júlímánuði 1897 af skotinni dúíu- ■og sást af því, að Andrée var kominn norður yf- ir 82. mælistig, er hann sendi það, og hefur það verið um sama leyti eða litlu síðar, en hann varp- aði þessu korkhylki út. En dútuskeytið var ó- dagsett, svo að þetta er að því leyti merkara, að menn geta vitað með hve miklum hraða loptfar- ið hefur svifið n orður eptir fyrsta daginn, og svo stetnu þess. Hefur það um kl. 11 um kveldið verið komið fullum 2 breiddarstigum norðar eða um 35 mllur danskar, en 14 lengdarstigum austar en Danaey, sem liggur hér umbil á 79,50 n. br. og 11 stigum austur frá Greenwich. Um það leyti hefur það því verið norður af landnorðurskaga Spitzbergen og borizt því töluvert til austurs,eins og menn þegar þóttust sjá af stefnu þeirri, er loptfarið tók, þá er Andrée lagði af stað. Fundur þessa flothylkis í Kollafirðinum get- ur og gefið bendingar, er eigi munu ómerkar þykja, um stefnu og hraða straumanna hér í norð- urhöfum. Það hefur verið býsna lengi á leiðinni, 21 mánuð og 5 daga, enda er vegurinn langur, líklega hátt á 3. hundrað danskar mílur á að gizka. Að því er Melrakkasléttuskeytið snertir, þá mun fullsannað, að það sé ekki frá Andrée, held- ur frá sænska háskólakennaranum Nathorst, er var á rannsóknarferð hér 1 norðurhöfum í fyrra sumar og varpaði þá út flöskum mörgum (um 1000), en skrifaði utan á bréfin til „kapt. Ernst Andrée í Göteborg«, og á þvi hafa menn villzt. Það skeyti er því einskis vert, eins og margir hugðu í fyrstu. Brennivíns-soöíO í ísafold. Enn er Björn Isafoldar að sletta úr forinni sinni og ausa brigslyrðum yfir stjórn »Skálafélagsins« fyrir pað, að hún hafi ætlað að gera Þingvöll að arg- asta og auvirðilegasta brennivínsbæli(l), af því að hún sótti um leyfi til vínveitinga í veitingaskálan- um »Valhöll«, einsog sjálfsagt var, einkumvegna útlendinga. Þetta kallar Isaf.-B. »ósvinnu(l) og fleirum illum nöfnum. Hann er eins og fleiri Good-templarar með því marki brenndur að ein- blína aðeins á brennivínsflöskuna, og sjá ekki nema eina hlið í hverju máli, takandi ekki tillit til neins annars. Það er mjög bjánalegur og hættt.legur einstrengingsskapur, sem spillt hef- ur stórum fyrir þessum félagsskap og getur leitt á hina verstu glapstigu. Stjórn »Skálafélagsins« þarf ekki að taka sér slíka heimsku nærri, þvl að hún hefur ekki gert annað en skylda hennar var að gera og hver stjórn mundi hafa gert í hennar sporum að sækja um veitingaleyfið, eink- um þá er hreppsbúar (Þingvallasveitarmenn) voru því meðmæltir. Hún vill aðeins skjóta því að Isafoldarmanninum, hvort honum virðist ekki sæmra að sópa fyrst hreint fyrir slnum dyrum, og hreinsa sig af ám ælinu um bindindisbrot, sem eitt blað hér í bænum hefur opinberlega borið á hann, án þess hann gæti að neinu leyti hrundið því — áð- ur en hann fer að gerast siðameistari óviðkom- andi manna og tala digurt um »ósvinnu« og »brennivínsbæli«, aðeins til að sleikja sig upp við bindindismenn og reyna að sverta aðra, þótt klaufa- lega sé að farið, eins og vant er, og allir heil- vita menn sjái, hve ástæðulaus og heimskulegur þvættingurinn er. Dauflega fremur er úr hlaði riðið með Valtýskuna hjá Borgfirðingum. Þingmaður þeirra, Þórhallur Bjamarson, hélt þingmálafund á Akra- nesi 22. f. m. og mun hafa hugsað sér til hreyf- ings, að fundurinn þar yrði valtýskur fyrirmynd- arfundur, og þess vegna haldið hann svona snemma. Það var einnig ýmsum kunnugt, að meginstöð Valtýskunnar í Borgarfjarðarsýslu væri á Akranesi og þess vegna gat það verið mein- praktískt fyrir valtýskan þingmann að bera þar fyrst niður. En svo slælega tókst til — þótt fund- urinn vaeri vel sóttur — að samþykkt var með 12 atkvseðum að eins meðmæling með Valtýsk- unni, og gat það naumast minna verið í svo fjöl- mennu b.yggðarlagi. Það lítur því ekkij út fyrir, að áhugi Akurnesinga að ná 1 þessar stórkostlegu (!) endurbætur Valtýs, sé svo ákaflega brennandi, enda ber „Isafold" þess ljósast vitni, að fundur- mn hefur orðið vonbrigði fyrir hana, því að hún auglýsir hann hvorki með gleiðletri né löngum formála, heldur getur að eins um hann í 10 lín- um með lúsaletri. Þingmanninum hefði þó víst ekki verið óljúft að láta blaðtetrið fá volduga fundarskýrslu, eðá því verið mjög óljúft að veita henrii rúm. En það hefur líklega ekki þótt til- vinnandi fyrir málstaðinn að flagga mikið með þessum 12 Akurnesingum. ,Ceres‘, strandterðaskipið nýja frá samein- aða gufuskipafélaginu kom hingað í fyrsta skipti í fyrri nótt norðan og vestan um land frá út- löndum. Með því kom: Jón Vídalín konsúll og stórkaupmaður með frú sinni frá Höfn; ennfrem- ur Friðbjörn Steinsson bóksali og Jón Stefánsson timburmeistari frá Akureyri, séra Ami Björnsson frá Sauðárkrók, Jón Laxdaþ verzlunarstj. og Stefán Runólfsson prentari af Isafirði, séra Krist- inn Daníelsson á Söndum, s%ra Jósep Hjörleifs- son áBreiðabólstað o. fl. — Utlendar fréttir í næsta blaði, er kemur út á þriðjudaginn. Látinn er í Kaupmannahöfn 30. apríl síðastl. landi vor Eiríkur Jónssoti varapröfastur á Garði (Regensen), 77 ára gamall. Verður nánar getið í næsta blaði. Bankaþj ófurinn, Stefán Valdason, er strauk úr Mýrasýslu f vetur, er dauður. Hann lézt úr lungnabólgu á Gelti 1 Súgandafirði 19. f. m. Nefndi sig þar Jón Jónsson, og hafði um tíma verið háseti á þilskipinu »Gunnar« einu af fiskiskipum A. Asgeirssonar verzlunar. Síðasta daginn sem hann lifði lét hann skrifa fyrir sig 2 bréf, annað til konu sinnar og hitt til sóknar- prests síns í Mýrasýslu, og nefndi sig þar hinu réttu nafni. Lagði hann fyrir að ' senda ekki bréfin burtu fyr en að sér látnum, því að hann bjóst við dauða sínum. Skömmu áður hafði sýslumaðurinn heyrt eitthvert kvis um, að þessi Jón Jónsson mundi eigaeitthvað skylt við banka- þjófinn, og lagði fyrir hreppstjórann í Súganda- firði (Jóhannes Hannesson í Botni) að grennsl- ast eptir því, og bar þá lýsinguna á fatnaði og útliti sjúklingsins alveg heim við lýsingu sýslu- mannsins í Mýrasýslu á strokumanni þessum, sem nú er undan mannahöndum kominn eptir lang- an hraknmg og einkennilegan. jM.MHUiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinnniiim____ lil 7777:*^#^:7—/7'777'y'/'^ REYKVIKÍNGAR OG SVEITAMENN, Takið nú vel eptir Undlrritaður selur fyrir óvanalega lágt verð, allskonar reiðtygi: HNAKKA. SÖÐLA PÚÐA. TÖSKUR HÖFUÐLEDUR. TAUMA ÓLAR. Og annað sem að reiðskap lýtur. Aðgerðir eru teknar og leysast fljótt og vel af hendi. Efni og verk hið vandaðasta. Borgunarskilmálar sérlega aðgengilegir, Ennfremur hefur undirritaður — frá 30. júní næstk. — 6—10 góða reiðhesta, með reiðtygjum eða klifsöðium — til leigu handa ferðamönnum, um tveggja mánaða tíma. Þeir sem vilja sinna því tilboði, komi og semji við mig fyrir miðjan júní n. k. Munið eptir að hús mitt er Nr. 31 við Laugaveg. Það tefur ykkur ekki að koma við hjá mér, þegar þið komið til bæjarins — og þið munuð komast að raun um, að það borgar sig. Reykjavík, 29. apríl 1899. Jón Ásmundsson söðlasmiður. :\z N i li l|! É! p k * M 1 jl I íi i|f m pi H ■!>iriiiiiiitnjnnniin-»nr»niii«iii«i»i«nnniiiiniiiinniiuui _ ' / / / /./ / / / /: • '•l■lll■tfeTlll■lli<llVl■lllll•l•i(|j,■l■|«t■«it■l■i■l 111,«, III ,MH«.Mi|.lS m :« S)sf liuum'»4L»’|j»L*jiaj:»íai*l* 1»luijiíi »»»1 l». «lh h » • • ■m i ■ ■ ji*mi i i -LLl' >://///!////// /3#o5 e-i.» u sai ■ ■ ■ ■ ■.■ ■ ri/ MTi;iii • ■ ■ • ■;ri i ■ ,r,ii• ■ ■ • » ■:«,■.■,■TmTr-^'A’^

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.