Þjóðólfur - 30.06.1899, Blaðsíða 3
123
í fdtœkramálinu vildi íundurinn láta stjórn-
ina skipa milliþinganefnd til að endurskoða fá-
tækralöggjöfina, en annars hreyfa ekki við henni;
einnig vildi hann skylda sveitarsjóðina til að
leggja árlega einhverja litla npphæð í söfnunar-
sjóðinn. Fundurinn var móttallinn allri pjódjarða-
sölu, en vildi lata landsjóð sitja lyrir kaupum á
öllum fasteignum landsins. Vínsölubanni var
fundurinn hlynntur, vildi láta veita kvennaskól-
anum á Ytriey að minnsta kosti 2500 kr. og nægi-
legt fé til að fullgera Blönduósbryggjuna, vildi
láta fella alla ullartóvöru úr verðlagsskránum,
vildi lækka kaupgjald við vegavinnu landsjóðs
á vorin og haustin, og vildi eigi láta þingið út-
hluta í fjárlögum einstökum mönnum vissar fjár-
upphæðir að nauðsynjalausu.
> »
Utlendar fréttir.
Kaupmannahöfn, 18. júní.
Laugardaginn 3. þ. m. var dómur upp-
kveðinn í Dreyfusmálinu. Eins og spáð var
ónýtti hæstiréttur dóminn frá 1894 og vísaði
málinutil meðferðar við nýjan hermannarétt,
er halda skal í Rennes. Þessi staður er val-
inn, af því að það mundi eflaust valda ó-
spektum, ef rétturinn yrði haldinn í París.
Dómur hæstaréttar er eigi að eins samhijóða
tillögu framsögumanns, Ballot Beaupré dóm-
ara, heldur einnig óskum Dreyfus sjálfs og
fylgismanna hans. Dreyfus vill ekki láta sér
nægja, að sakadómurinn sé ónýttur, heldur
vill hann láta höfða mál gegn sér að nýju,
til þess að hann geti orðið sýknaður saka
af samskonar dómstól, sem þeim, er dæmdi
hann 1894. Og það getur varla leildð efi
á því, að hann verði sýknaður, því að það
er sannað fyrir hæstarétti, að það er ekki
Dreyius, hddur Esterhazy, sem hefur ritað
skjal það, er dómurinn frá 1894 var byggð-
ur á.
Þegar Dreyfus var dæmdur 1894, var
bann vitanlega líka dæmdur frá embætti í
hernum. Útrekstur hans úr hernum fór fram
á þann hátt , að einkenni á embættisbún-
ingi hans voru rifin af honum í viðurvist fiöl-
mennrar hersveitar og sverð hans brotið.
En nú, þegar hæstiréttur hefur ónýtt saka-
dóminn, er hann aptur orðinn kapteinn í
hernum og á nú að mæta í einkennisbúningi
fyrir nýja herréttinum. Dreyfus er nú á
heimleið með skipi því er Sfax heitir; skip-
ið lagði af stað að vestan 9. þ. m. og sigl-
ir beint til Brest á Frakklandi. Meðferðin
á honum er nú öll önnur en áður; hann er
ekki lengur glæpamaður og fangi, heldur
herforingi í gæzluvarðhaldi.
Sama daginn, sem hæstiréttur kvað upp
dóm í Dreyfusmálinu, birtu ensku blöðin
grein, undirritaða af E\terhazy, þar sem hann
afdráttarlaust játar, ac hann sjálfur liafi skrif-
að skjal það (hið svo nefnda bordereau),
sem Dreyfus var kennt cg hann dæmdur fyr-
ir 1894. Esterhazy þykist reyndar hafa gert
það að boði Sandherr’s ofursta, yfirboðara
síns, sem fyrir löngu er dauður.
Deginum áður, 2. júní, var du Paty de
Clam, ofursti, skæðasti fjandmaður Dreyfus,
og svo að segja pottur og panna í ógæfu
hans, tekinn fastur í París og situr nú í sama
fangelsisklefanum, sem Dreyfus forðum daga.
Við málareksturinn fyrir hæstarétti var var-
mennska hans komin fyllilega í ljós og hann
hafði ætlað sér að flýja úr landi, áður en
dómur félli.
Andstæðingur du Paty de Clam’s Picqu-
art ofursti, sem allra manna drengilegast hef-
ur barizt fyrir rétti Dreyfus og allt lagt í
sölurnar, slapp úr varðhaldi 9. þ. m. og 13.
s. m. hefur réttardeild sú, er hafði mál hans
til meðferðar, úrskurðað, að eptir úrslitum
Dreyfusmálsins fyrir hæstarétti væri ekki á-
stæða til að höfða mál á móti honum.
í veizlu, sem einn af vinum Picquarts
hélt honum í heiðursskyni hér á dögunum,
hittu þau kona og bróðir Dreyfus kapteins
hann í fyrsta skipti að máli; það varð held-
ur en ekki fagnaðarfundur, frú Dreyfus rak
honum rembingskoss og mágur hennar faðm-
aði hann að sér.
Rétt eptir að Dreyfus hafði frétt úrslit
máls síns fyrir hæstarétti, sendi hann konu
sinni hraðskeyti, þar sem hann lýsti tilfinn-
ingum sinum í orðatiltækjum, sem varla heyr-
ast á Islandi, nema í skálda-rósamáli! en það
er líka kaldara á íslandi en á Frakklandiog
á — Djöfulsey.
Skáldið Zola hvarf aptur heim, undir
eins og hæstiréttur hafði sagt álit sitt á
Dreyfusmálinu. Hann, sem sumum þótti
renna ragmannlega, þegar hann var kominn
í klípuna, þykist einmitt hafa sýnt kjark og
dug með flótta sínum og unnið máli Drey-
fusar með því mikið gagn, segir allt hafa
farið, eins og hann hafi spáð, og telur sér
meðal annars til gildis, að hann af ein-
hverri ósérplægni hafi lifað mánuðum saman
í andlegri útlegð (hann var í Englandi!) Gyð-
ingablöðunum* bæði hér og víðar þykir hon-
um hafa sagzt vel, telja hann jafnmikið karl-
menni sem skáld. Það hefur heyrzt, að yfir-
völdin frakknesku séu ekki sérlega sólgin ept-
ir að skilmast frekara við skáldið, og að
vonum því, ef til vill, muni verða gefnar upp
sakir.
Daginn eptir að Dreyfusmálið var dæmt
í hæstarétti, 4. þ. m., voru haldnar kapp-
reiðar á Auteuil (( nánd við París), og var
þar meðal annara Louhet ríkisforseti. Það
voru aðalsmenn, er stofnað höfðu til kapp-
'reiðanna og höfðu þeir boðið forseta ásamt
öðrum fleiri. En er á samkomustaðinn kom
töku þeir heiðursgestinum með ópum og ill-
mælum, og einn af þessum göfugmennum
brauzt upp á pall þann, þar sem forseti sat,
og sló hann með lurk í höfuðið. Aðalsmað-
urinn, sem heitir Christiani og er greifi, flúði
undir eins sem fætur toguðu, en var gripinn
og settur fastur ásamt mörgum öðrum af
þeim kumpánum og seinna dæmdur til 4 ára
fangelsisvistar. — Það var vitanlega Drey-
íusmálið, sem gaf ástæðu til þessa illvirkis.
Aðalsmenn eru sannir Dreyfusféndur og þykir
Loubet vera því máli of hlynntur.
11. þ. m. voru aptur haldnar kappreið-
ar á Longchamps, þar sem forseti var við-
staddur Stjórnin hafði nú búiö svo um
hnútana, að forseta yrði ekki grandað. Ó-
spektir urðu þar nokkrar, en lögregluliðið
þótti taka hart á óróaseggjum. Og eins og
siður er í París, var þetta mál þegar dregið
fram á þinginu og stjórnin krafin upplýsinga.
Svar Dupuy, ráðaneytisfórseta þótti ekki full-
nægjandi og þegar hann seinna heimtaði, að
þingið skyldi heita stjórninni fulltingi sínu,
greiddi meiri hluti þingmanna atkvæði á móti
því, svo að ráðaneytið þegar varð að segja
at sér völdum. Þetta gerðist 12. þ. m.; stð-
an hefur Loubet ríkisforseti verið að berjast
við að fá nýja stjórn, en hefur ekki tek-
izt það enn þá.Nú sem stendur þykir líklegt,
að Waideck-Rousseau, stjórnmálamaður al-
kunnur, muni verða ráðaneytisforseti. Það
er líka Dreyfusmálið, sem hér veldur vand-
ræðunum; það þykir ekki árennilegt að taka
stjórnartaumana, meðan þetta mál stendur
á dagskrá.
Það er fullhermt að ástæðan til þess, að
Dupuy var steypt frá völdum hafi hvergi
nærri verið sú, er tilgreind var opinberlega;
það voru samantekin ráð, að honum skyldi
velt; þingmönnum þótti hann tveggja handa
járn, Það voru því ekki aðeins „ nationalist-
ar“ (quasi-þjóðvinirf), heldur einnig sósialist-
ar og svæsnustu vinstri menn, andstæðingar
hinna, sem greiddu atkvæði á móti ráða-
neytinu. Það er enn þá Dreyfusmálið, sem
hér er ágreiningsefnið. Nationalistum þótti
Dupuy vera því of meðmæltur, hinum þótti
hann of deigur, einkum gagnvart herforingj-
um þeim, sem uppvísir hafa orðið að því að
hafa hallað rétti í málinu, t. d. Mercier hers-
höfðingja, sem var hermálaráðgjafi, þegar
Dreyfus var dæmdur 1894.
Það var talið víst, að Mercier mundi
verða ákærður fyrir frammistöðu sína í rrál-
*
inu; honum er meðal annars borið á brýn,
að hann á ólöglegan hátt hafi lagt fyrir dóm-
ara Dreyfus leynilegt skjal — sem reynst
hefur að vera falsað —, er verjandi hins á-
kærða og Dreyfus sjálfur ekki fékk að sjá
og að þetta skjal hafi rekið rembihnútinn á
sakadóminn. Stjórnin skaut því undir full-
trúaþingið, hvort hefja ætti rannsókn gegn
Mercier, en þingið úrskurðaði, að fresta
skyldi málinu, þar til er herrétturinn í Renn-
es hefur kveðið upp dóm í Dreyfusmálinu.
í lok fyrra mán. var dómur uppkveð-
inn í máli Paul Déroulede’s og félaga hans
Marcel Habert’s, og voru þeir sýknaðir. Þeim
var, eins og áður er sagt, gefið að sök, að
þeir höfðu brotizt inn í hermannagarð og
reynt að fá hermenn til að gera uppreisn.
Stjórnin varð þá svo hvumsa við þennan
dóm, að hún lét hlutaðeigandi embættismenn
sæta ábyrgð fyrir frammistöðu þeirra; ákær-
anda var vikið frá embætti.
Marchand herforingi, kunnur frá Fas-
hodamálinu, er fyrir nokkru kominn heim til
Parísar og var hvervetna fagnað sem sigur-
vegara.
(Niðurl næst).
„Bothnia" kom hingað frá útlöndum í
gærmorgun. Með henni kom frá Höfn dr. Þor-
valdur Thoroddsen, ennfremur ekkjufrú Elín
Eggertsdóttir og bróðurdóttir hennar frk. Ingi-
björg (Eirlksdóttir) Briem, er dvalið hafa á ann-
að ár erlendis, lengstum í Mentone suður við
Miðjarðarhaf á landamærum Frakklands og Ital-
íu. Frá Vesturheimi kom séra Tón Bjarnason frá
Winnipeg — með konu sinni og fósturbömum
tveimur, — og séra Friðrik Bergmann frá Görð-
um ( Dakota. — Utlendir ferðamenn komu eigi
margir með skipinu.
Fyrri hluta lagaprófs hefur Pdll
Vidalín (Bja>nason) tekið við háskólann með 1.
einkunn.
Prestastefna (synodus) var haldin hér í
bænum 28. og 29. þ. m. Flutti séra Þórhallur
Bjarnarson þar fyrirlestur um fríkirkjumálið, og
uiðu um það nokkrar umræður. Þá flutti séra
Jón Helgason fyrirlestur um kenningarfrelsi presta,
og var að því gerður góður rómur. Urðu einnig
nokkrar umræður um það mál. Slðast flutti séra
Ólafur í Arnarbæli fyrirlestur um afstöðu presta
til bindindismálsins.
PóstskipiO „Vesta" (kapt. Möller)kom
hingað í fyrra dag- Með henni komu alþingis-
mennirnir: séra Einar Jónsson, Guttormur Vig-
fússon, Jón Jónsson frá Múla, Klemens Tónsson
sýslumaður, Pétur Jónsson, séra Sigurður Gunn-
arsson, séra Sigurður Jensson, séra Sigurður Stef-
ánsson og Skúli Thjroddsen. Aðrir farþegar
hingað voru frk. Adeline Rittershaus frá Þýzka-
landi (heitmey Þorleifs Bjarnason’s adjunkts og
giptust þau s. d.), Jakob Havsteen konsúll á Ak-
ureyri með syni sínum, Jóhannes Sigfússon kenn-
ari í Flensborg, Lárus H. Bjarnason sýslum. í
Stykkishólmi, Oddur Gíslason málaflm. með konu
sinni, Stefán Stefánsson kennari á Möðruvöllum,
frú Karólína kona Guðm. læknis Hannessonar á
Akureyri, stúdentarnir Agúst Bjarnason, Einar
Hjörleifsson, Guðm. Finnbogason, Kristján Sig-
urðsson o. fl.
Prestvigðir voru 25. þ. m. prestaskóla-
kandídatarnir: Jón Stefdnsson prestur að Lund-
arbrekku, Þorvarður Þorvarðarson prestur til
Fjallaþinga og Pétur Þorstewsson aðstoðarprestur
til íöður síns séra Þorsteins Þórarinssonar í Hey-
dölum.
Embæítispróf á prestaskólanum hafa
tekið: Stefán Kristinsson með dgœtiseinkunn (99
st.) — hinn fyrsti, er þá einkunn fær frá presta-
') Bæði Zola og Dreyfus eru af Gyðingaætt.