Þjóðólfur - 07.07.1899, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 07.07.1899, Blaðsíða 2
130 unura, réttan, alveg á sama hátt eins og and- stæðingar Valtýs hafa jafnan haldið fram, enda liggur það f augum uppi, að stjórnin vill ein- mitt fá oss til þess. Það er þessi lögformlega samþykkt á þessari viðurkenningu, sem hana vantar enn frá vorri hálfu, og þessvegna fær efri deild ákúrur fyrir að hún gekk ekki nógu langt, svo langt sem stjórnin vildi í stilslökuninni gagnvart skilningi stjórnarinnar«, (sbr. ráðgjbr.) þá er hún felldi það ákvæði burt úr neðri deild- ar frumv., að sérmál Islands skyldu ekki borin upp í ríkisráðinu. En stjórnin gefur góðar von- ir um, að hún muni styðja málið »ef meiri hluti alþingis yrði unninn til að æskja samkomulags við stjórnina á grund- vélli hins prívata frumvarps«. Hún er nfl? ekki alveg úrkula vonar um, að Valtý takist að nudda meiri hluta þingsins til að að- hyllast skoðanir stjómarinnar og Eimreiðarinnar, og þá er björninn unninn. Og það er ekkert undarlegt, þótt stjórnin ímyndi sér þetta, þrí að Valtýr er líklega sjálfur fulltrúa um að það tak- ist. Að minnsta kosti var hann ekki svo lítið drýldinn yfir því í Isafold í vor, þá er hann hafði gert heyrum kunna spekina sína í Eimr. Hann sagSi að það íélli ekki tré við fyrsta högg; hann hefði reynslu fyrir því frá þingbyrjun 1897 (nfl. hve illa frumv. hans var tekið í fyrstu, og hversu margir þó negldust á því síðar) Sama hyggur hann líklega að verði nú, þá er hann hefur kastað kápunni, og gengur berskjaldaður á hólm fyrir stjórnina og hennar skoðanir. Eptir birtingu þessa ráðgjafabréfs og eptir unairtektirnar, er þetta »prívata frumvarp« ráð- gjafabréfsins hefur íengið á þingmálafundum út um allt land, er það furðumikil biræfni af flokks- mönnum hans, að demba nú frumv. efri deildar 1897 inn í þingið, gangandi hér um bil að því vísu, að Jitlar eða alls engar líkur eru til, að það komist lifandi úr þinginu, þótt það ef til vill merjist gegnum etri deildina. Það má sann- arlega kallast að eyða kröptum ogtíma þingsins til verra en einskis. Og það mun reynast al- sendis rangur útreikningur, að þeir Valtýsliðarn- ir muni standa betur að vígi við næstu kosning- ar fyrir svo þýðingarlausan skollaleik. Það á að fella slíkt og þvílikt þegar frá umræðu, án þess að tala eitt einasta orð um það, og það ætti neðri deild hreint og beint að gera, ef það verð- ur lagt undir átkvæði hennar. Ef Valtýsliðum er það alvara að fá samþykki stjórnarinnar, þá ættu þeir að bíða þangað til þjóðin og þingið vill taka þetta upprunalega frumv. Valtýs 1897 óbréytt og skilyrðislaust. Þá er stjórnin til, fyr ekki. Hversvegna vilja þeir nú vera að burðast með frumv, er slær stryki yfir mikilsverðar og réttmætar kröfur þjóðar vorrar, frumv. sem stjórn in þar að auki núhefur lýstyfir .að húnvilji ekki samþykkja, af þvi að það gangi ekki nógu langt í viðurkenningu stjórnarsannleikans, írétt- inda afsalinu? Þá er þó eitthvað dálítið við- kunnanlegra og sæmilegra, að berjast fyrir full- um kröfum, fullum réttindum, gagnvart neitun stjórnarinnar. Stjórnarfrumvörpin eru 16 talsins, en flest smáleg. í fjárlagafrumvarpinu fyrir árin 1900 og 1901 eru þetta helztu nýmælin frá stjórninni: að hækka endurgjald fyrir skrifstofukostnað handa amtmann- inum í suður og vesturamtinu úr 1400 kr. upp 1 2000 kr. á ári, og skipa fastan aðstoðarmann handa hinum umboðslega endurskoðanda (Indr. Einars- syni) með 1000 kr. árslaunum. Ennfremur stung- ið upp á 2000 kr. veitingu fyrra árið til að byggja vita við skipaleiðina inn í Hafnarfjörð, og 5000 kr. fyrir árið til nýrra þríhyrninga - og strandmælinga á suðvesturhlið Reykjaness, hækka laun póstmeistarans í Reykjavík úr 2400 kr. upp í 3000 kr., bæta við tveim póstafgr.m. * í Rvík með 1500 kr, og 1000 kr. árslaunum, hækka laun pósíafgreiðslumanna utan Reykja- víkur úr 6,700 kr. upp í 8,100 kr. og laun bréf- hirðingamannanna upp í 6000 kr. á ári m. fl. smærri breytingum í þarfir póststjórnarinnar. Til fréttaþráðar milli Islands og útlanda er áætlað 35,000 kr. síðara árið (1901) sem fyrsta ársborg- un af 20 ára tillagi, en stjórnin má ákveða, að þráðurinn sé lagður í land á Austurlandi, ef sá er leyfið fær til lagningarinnar veitir 300,000 kr. tillag til lagningar á fréttaþræði yfir land, milli þess staðar sem hann verður lagður í land og Reykjavíkur. Auk þess er stungið upp á að veita stjórninni heimild til að verja á fjárhagstíma- bilinu allt að 75,000 kr. til að undirbúa Jand- þráðarlagninguna o. s. frv, — Til lærða skólans er stungið upp á nýrri fjárveitingu til steingirð- ingar um lóð skólans, til steinsteypugólfs í bóka- safn hans, til byggingar á timburskúr við leik- fimishúsið o. s. frv., alls rúm 4000 kr., ennfrem- ur 150 kr. á ári til prófdómenda við burtfarar- próf og 4. bekkjar próf. Þá er ennfremur stung- ið upp á 500 kr. veitingu til að koma land- skjalasafninu fyrir á hentugum stað og áætluð 1200 kr. árslaun handa skjalaverði við það safn. Til jurtafræðisrannsókna er stungið upp á 2000 kr. styrk hvort árið til cand mag. Helga Jóns- sonar. Bogi Melsteð á að halda styrk sínum (600 kr.) til að semja sögu íslands. Styrkveit- ingunni á síðustu fjárlögum til Bjarna Sæmunds- sonar, Páls Ólafssonar, Einars Jónssonar frá Galtaholti og Þórarins B. Þorlákssonar er og haldið, ásamt fleiri veitingum, er staðið hafa í fjárlögunum langa hríð. Loks er stjórninni veitt heimild til að veita dr. Þorv. Thoroddsen lausn frá kennaraembaitti við lærða skólann með eptir- launum, enda þótt hin almennu skilyrði fyrir þeirri lausn séu eigi fyrir hendi. í fljótu bragði virðast flestar fjárveitingartillög- urnar í frumvarpi þessu á góðum rökum byggð- ar, t. d. hin auknu útgjöld til póststjórnarinnar, er eigi verður hjá komizt, eptir því sem störfin í hennar þarfir hafa aukizt á síðari árum. Sömu- leiðis er uppástungan um landsskjalasafnið (þ. e. sameining hinna einstöku handritasafna), mjög þarfleg og skipun sérstaks manns þar til umsjón- ar nauðsynleg, ef þessi skjalasöfn eiga að koma að nokkrum notum. Óþörf virðist aptur á móti skrifstofúfjárhækkunin við amtmannsembættið, og sama er að segja um laun aðstoðarmanns við endurskoðun landsreikninganna. Að öðru leyti verður síðar minnst frekar á aðrar fjárveitingar, Auk fjárlaganna má telja merkasta stjórnar- frumvarpið um stofnun veðdeildar í landsbankan- um í Reykjavík, og er það að miklu leyti byggt á frumvarpi, er Páll Briem amtmaður bafði sam- ið. A veðdeild þessi að veitá lán um langt ára- bil og með vægum vaxtakjörum gegn veði í fast- eignum. Leggur landsjóður stofnuninni til 200,000 kr. tryggingarfé í rlkisskuldabréfum og auk þess 5000 kr. árstillag fyrstu xo árin. Lána má aðeins gegn 1. veðrétti í jarðeignum eða vátryggðum hús- eignum með lóð í kauptúnum allt að helmingi virðíngarverðs í jörðum og 2/s í húsum. Veðdeild- inni skal stjórnað af stjórn landsbankans, en þókn- un gæzlustjóra hækki upp 1 750 kr. handa hvor- um og allt að 2500 kr. má verja til endurskoðun- ar á reikningum veðdeildarinnar og til skrifstofu- halds. — í mál þetta sett nefnd 1 efri deild Hallgrímur Sveinsson, Kristján Jónsson og Þorl. Jónsson. Þá er frumv. um verzlun og veitingar áfengra drykkja. Er þar farið fram á, að enginn fái leyfi til að verzla með áfenga drykki, nema hann greiði 500 kr. árgjald í landssjóð fyrir hvern sölu- I stað og greiðist það gjald fyrirfram. Auk þess kostar leyfisbréf til áfengisverzlunar 500 kr. í landssjóð og gildir aðeins 5 ár. Veitir amtmað- ur leyfið samkvæmt tillögu hreppsnefndar eða bæjarstjórnar. Ýms fleiri ákvæði eru í frumv. þessu, er á að koma í stað laga 10. febr. 1888, en óþarft er að geta þess frekar nú, þar eð þing- ið mun gera verulegar breytingar á því, ef það fellst á það. Um fjármál hjóna nefnist fyrirferðarmikið lagafrumvarp í 32 greinum, er Nellemann og dr. J. H. Deuntzer háskólakennari í lögum við háskól- ann hafa samið. Ejórða stjórnarfrumvarpið, er nokkuð kveður að, er breyting á fjárkláðalögunum, og er það að nokkru leyti í samræmi við frumv. síðasta þings. — Læknaskipunarfrumvarpið leggur og stjórnin fyrir, að slepptu eptirlaunaákvæðinu, er varð því til falls hjá stjórninni. — Önnur stjórnarfrumvörp eru lítilsháttar og lítt að telja. Þingniannafrumv'órp eru þegar komin nokk- ur. Hið umfangsmesta þeirra er frá Bened. Sveinssyni urn stofnun hlutafélagsbanka á ísl. (að veitt sé auðmannafélagi í Kaupmh. einkaleyfi um 90 ár til að gefa út seðla, er greiðist handhafa með gullmynt, þegar krafizt er. Sé helmingur hluta- bréfanna innlendur, hinn útlendur og nemi hluta- upphæðin fyrst um sinn 6 miljónum króna. Bank- inn á að taka að sér eignir og skuldir landsbank- ans,) Guðl. Guðmundsson og Ólafur Briem vilja afnema framtal á lausafé til tíundar og breyta gjöldum þeim, sem bundin eru við lausafjártí- und. (Nefnd í n. d. Guðh, Ól. Br., Kl. Jónss., Guðj. Guðlaugss., Sighv. Árnason). Fátækramálafrumv. frá síðasta þingi bera þeir fram: Kristján Jónsson og Þorkell Bjarnason. Þá hafa og verið borin upp ýms mál til umræðu t. d. landbúnað- armálið, hvalveiðar við strendur Islands. uppeld- is- og menntamál, fátækralöggjöfin, tollmál o. fl.. Fjárlaganefndin i neðri deild kosin 4. þ. m. Valtýingar heimtuðu hlutfallskosningar til þess að geta komizt í nefndina. Kosningu hlutu: Skúli Thoroddsen, Jón Jónsson þm. Eyf., Sigurður Gunn- arsson, Jón Jensson, Tryggvi Gunnarsson, Guð- jón Guðlaugsson og Jón Jónsson þm. Austur- Skaptf. Eru Valtýingar þar í minni hluta (3: 4) Formaður nefndarinnar er Tryggvi Gunnarsson,, en skrifari Jón Jónsson þm. Eyf. Ýmsar fjárbeiðnir eru nú þegar komnar til nefndarinnar, þar á meðal ein frá Guðm. Friðjónssyni á Sandi um 600 kr. styrk á ári til skáldsagnagerða og ljóða. Lœknaskipunarmálid var sett í nefnd við 2. umr. í n. d. í gær. Kosnir voru Guðl. Guð- mundss., Þórður Thoroddsen, ÓlafurBriem, Björn Sigfússon og Sighv. Árnason. Við 1. og 2. umr.. urðu nokkur orðskipti í máli þessu milli lands- höfðingja og Guðl. Guðmundssonar, er var and- vígur frumvárpinu og vildi láta fella það þegáf frá 2. umræðu. Mál þetta er einnig svo stórkost- legt, og hefur svo feikimikil útgjöld í för með sér bæðitillaunaogeptirlauna, aðþingið verður aðhugsa sig vandlegaum, áður en það dembir þeim kostn- aði á þjóðina, jafnvel þótt flestir viðurkenni, að málið sé þýðingarmikið. Að minnsta kosti md þingið ekki slaka til við stjórnina, að því er ept- irlaunaatriðið snertir, jafnmikið áhugamál, sem það er hjá þjóðinni. Þingið getur og lagað lækna- skipunina á annan hátt en með þessum lögurn (t. d. með aukinni veitingu til aukalækna á fjár- lögunum o. fl.) Þingmálafundir. Á þingmálafundi á Kollafjarðarnesi í Stranda- sýslu er alþm. Guðjón Guðlaugsson hélt 24. f. m. var frumvarpi efri deildar í stjórnarskrármál- inu 1897 hafnað með 14 atkv. gegn 5, en apt- ur samþykkt með 14 atkv. gegn 5 svolátandi til- laga: »Jatnframt því að fundurinn hafnar öll-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.