Þjóðólfur - 07.07.1899, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 07.07.1899, Blaðsíða 4
132 tekið hafi upp þá verzlunaraðferð að kaupa ísl. vörur fyrir peninga sé verzlun þeirra Coplands& Berrie á Stokkseyri, er kaupmaður Asgeir Sig- urðsson í Rvk. veitir forstöðu. Þetta er ekki rétt, því nefnd verzlun hefur ekki keypt eina ein- ustu vörutegund af ísl. vörum fyrir peninga að undanteknu litlu einu af hálfverkuðum saltþorski (þ, e. þorski upp úr salti) og hingað til hefur það ekki verið talinn búhnykkur að selja fiskinn upp úr saltinu óverkaðan, enda skilja sjávarbændur hér þetta mjög vel; þeir láta fæstir fisk sinn til kaupmanna fyr en hann er alverkaður; það sýn- ist og vera nokkuð fljótræði af mönnum, að fleygja nú út fiskinum til þessarar verzlunar gegn þessu fastákveðna verði, sem í boði er, þegar þeim býðst sama verð hjá hinum verzlununum með uppbót, ef fiskurinn verði hærri á sumar- kauptíð, sem líkur eru til. Það virðist þvt borið nokkurt oflof á nefnda verzlun, sem áður hefur ekki haft hvað bezt orð á sér í vöruskiptaverzl- uninni t. d. með tilliti til dagprísa o. s. frv. Að menn hafi verið í sjöunda himni yfir þessari breyt- ingu er víst töluvert orðum aukið, því mér vitan- lega (og er eg þó talsvert kunnugur) hafa fáir aðrir selt þorsk upp úr salti til nefndrar verzlun- ar, en þeir er nauðsynlega þurftu á peningum að halda til opinberra gjalda og það að eins til sinna bráðustu þarfa, því neyð er enginn kaup- maður. Eg vona, að þér hr. ritstjóri veitir leið- rétting þessari viðtöku í blað yðar, og að það sannist ekki á greinum garnla Þjóðólfs, að marg- ur fái af litlu lof o. s. frv. Virðingarfyllst. Ii. U >1« ik í>' í: #■ « * m An þess að þrátta við höf. þessarar athuga. semdar um það, hve víðtæk og mikilsháttar fisk- kaup Coplandsverzlunarinnar á Stokkseyri hafi verið — því að það má hann sjálfsagt betur vita — skulum vér samt geta þess, að ýmsir þar eystra létu vel yfir þessari peningaverzlun. En hvernig sem því hefur verið varið, þá er oss þó kunnugt um, og þykir vert að geta, að sama verzlunin (verzlun hr. Asg. Sigurðssonar) hér í bænum, hef- ur nú í vor flutt hingað um 100,000 krónur í peningum, sem eingöngu munu ætlaðir til að kaupa saltfisk fyrir, og hlýtur það að verða ein- hverjum til hagnaðar, því aðalatriðið er, að pen- ingar komi inn í landið, og að menn geti selt vöru sína fyrir peninga, þótt eigi sé enn nema tim saltfisk að ræða. Hinar vörutegundirnar koma vonandi á eptir. Ritst/. Ðáin er hér í bænum 3. þ. m. Hildur Jósef- ína Jónsdóttir (prests á Rafnseyri Benediktsson- ar) móðir Asgeirs kaupmanns Sigurðssonar 62 ára ’götnul, góð kona og skynsöm. Maður henn- ar Sigurður Andrésson (prests f Flatey Hjalta- sonar) bróðir Jóns Hjaltallns skólastjóra á Möðru- völlum, er enn á lífi í Ameríku. Auk Ásgeirs kaupmanns eru 3 börn þeirra hjóna lifandi: 2 synir í Ameriku og 1 dóttir ógipt í Rvík. Hinn 21. f. m. lézt Erlendur Hannesson bóndi á Melnum hér við Reykjavík 70 ára gamall (f. 28. apríl 1820). Faðir hans Hannes skósmiður á Meln- nm var son Erlendar prests Hannessonar í Gufu- dal og Jarþrúðar Olafsdóttur prests á Áiptamýri, er var föðurbróðir Guðmundar Schevings sýslu- manns. Erlendur heit. var vel greindur maður, spak- látur og vel þokkaður af þeim. er kynntust honum. Nýdáin er húsfrú Margrét Sigurðardóttir fpró- fasts á Hallormsstað Gunnarasonar)) kona Jóns prófasts Jónssonar alþm., á Stafafelli eptir 3 daga legu í lungnabólgu, góð kona og merk. Þau hjón áttu einn son á lífi. Strandferðabáturinn »Hólar« kom austan um land í fyrra dag. Með honum kom Skapti Jósepsson ritstj., séra Magnús Björnsson á Prestbakka og kona hans, Bjarni prófastur Ein- arsson á Mýrum, Björn Ólafsson augnalækniro.fl. >Alveg eins og við var að búast(IT) segir Isafold nú, að ráðgjafabréfið sé, hún sem á- vallt hefur verið að stagast á „stjórnartilboðinu" og nefnt ávallt efri deildarfrumv. því nafni, stagast á því, að stjórnin byði oss þetta og þess vegna væri óráðlegt að þiggja það ekki. En hvað seg- ir stjórnin? Htín kannast ekki við neitt stjórnar- tilboð, gefur að eins i skyn, að hún niundi styðja þetta „prívata“-frumvarp (Valtýs), ef það væri sam- þykkt. En nú var það drepið 1 neðri deild 1897, og engir nema 1—2 þingmenn hafa verið þvl hlynntir. Það er steindautt fyrir löngu, steindautt á öllum þingmálafundum (nema í Vestm.eyjum?) Fyrir hvaða „stjórnartilboði(!)“ er þá Isafold nú að berjast? Um hvað er hún þá að bulla? Og svo þykir henni ráðgjafabréfið „alveg eins og við var að búast“(!!) Eru ekki mótsagnirnar og lokleys- urnar í allri þessari baráttu blaðsins hverjum manni auðsæjar. Þao er bara tómt fálra út í loptið, athugalaust og undirstöðulaust, tómt mál- æði og gaspur um ekki neitt, hugsanaflækjur og hringsnúningur. Manni detta í hug hvolparnir, þegar þeir eru að gelta að tunglinu, eða að snú- ast í hring til að ná í skottið á sjálfum sér. Um þingmálafund Árnesinga, hefur bréfritari sá, er minnst var í síðasta blaði, beoið um þá athugasemd, að það hafi verið misminni hjá sér, að Tryggvi Gunnarsson alþm. hafi lesið upp á fundinum mótsagnimar í ísafold frá 1885, er getið var um, heldur hafi það verið hinn þing- maðurinn, Þorlákur Guðmundsson f Fífuhvammi, og þykir rétt, að láta þess getið. Stjórnarskipunarbreyting Valtý- inga verður nú borin upp í efri deild, og kerour líklega á dagskrá á morgun. Frurnvarpið, sem er samhljóða frumv. efri deildar 1897 flytja þeir Sig- urður Stefánsson og Þorleifur Jónsson. Þeir hafa ekki viljað hætta því undir hnífinn i neðri deild, ætlast víst til, að það verði sett með mestu virkt- um í nefnd hjá lávörðunum, og að tírni vinnist við það til að gera úr því einhvern „bræðing" og reyna að fá einhvern úr mótstöðuflokknum í neðri deild til að renna honum niður. En það er engin von til, að sú bræðsla takist. Þessi svo- nefnda „Valtýska" er bersýnilega dauðadæmd nú og síðar, hverskonar brögðum og æsingum, sem beitt verður til að halda líftórunni í henni. Náttúrufræðisfél. Ársfundur félagsins verð- ur haldinn í hinu nýja hús- næði náttúrusafnsins (í gamla sjómannaskólanum við„Dokt- orshúsið“) laugardaginn hinn 8. júlí um miðaptan (kl. 6). Reikningur félagsins fyrir 18 98 verður lagður fram; embættismenn kosnir o. s. frv. STJÓRNIN. Fy r irlestuR um mjólkurbú erlendis og skilyröin fyrir betri smjörverkun hór á landi heldur SIGURÐUR SIGURÐSSON bú- fræðingur í kveld kl. 8J/2 í leikhúsi W. Ó. Breiðfjörðs kaupmanns. ♦ Til leigu ♦ í húsi mínu Aðalstræti 7 hér í bænum, eru 3 herbergi til leigu frá 1. október næstk. stúlkna- herbergi, eldhús og geymslupláss getur fylgt, ef um semur B H. Bjarnason. Tapazt hefur á Svínaskarðsvegi á leið til Reykjavíkur 19. júní, kvennsessa með dökku yfir- borði og grænu ísaumi. Hinn ráðvandi finnandi skili henni til Jóns Guðmundssonar austanpósts Lækjarbakka. Tapazt hefur á leiðinni úr Reykjavík og upp undir Hólm 22. júní, skinnsokkar með ýmsu f t. a. m. sjalklút gráleitum, kvennpeysu og svuntu, auk fl. Finnandi skili til Jóns Guðmundssonar austanpósts. LjósmyndiR tek eg undirskrifaður, núna fyrst um sinn á Stokkseyri frá kl. 11 f. hád. til kl. 4 e. h. Verkið fljótt og vel af hendi leyst. Sömuleiðis tek eg rnyndir, ef óskað er eptir, á þjóðminningardag Arnesinga á Ár- mótsbökkum af fólki, hestum, o. fl. Stokkseyri 2. júlí 1899. INGIH. EYJÓLFSSON, Til heimalitunar viljum vér sérstaklega ráða mönnum til að að nota vora pakkaliti, er hlotið hafa verð- laun, enda taka þeir öllum öðrum litum fram bæði að gæðum og litarfegurð, Sérhver, sem notar vora liti, má öruggur treysta því, að vel muni gefast. í stað hellulitar viljum vér ráða mönn- um til að nota heldur vort svonefnda „Castorsvart", því sá litur er miklu fegurri og haldbetri,; en nokkur annar svartur, litur. Leiðarvísir á íslenzku fylgir hverjum pakka. Litirnir fást hjá kaupmönnum alstaðar á Islandi. Buchs Farvefabrik, Studiestrœde j2 Kóbenhavn. Umboðsmenn á íslandi fyrlr lifsábyrgðarfélagið Thule: Hr. Einar Gunnarsson, cand. phil., Reykjavík » Otto Tulinius, kaupm., Hornafirði » Gustav Iversen, verzlunarm., Djúpavog » Guðni Jónsson hreppstjóri, Eskifirði » Stefán Steiánsson, kaupm, Seyðisfirði » Ólafur Metúsalemsson, verzlunarm., Vopnafirði Séra Páll Jónsson, Svalbarði í Þistilfirði Hr. Jón Einarsson, kaupm., Raufarhöln » Bjarni Benediktsson, verzlunarm., Húsavík. Séra Árni Jóhannesson Grenivfk. Hr. Baldvin Jónsson, verzlunarm., Akureyri » Guðmundur S. Th. Guðmundsson kaupm. Siglufirði » Jóhannes St. Stefánsson kaupm. Sauðárkrólc » Halldór Árnason, sýsluskrifari Blönduósi. » Búi Ásgeirsson, póstafgr.m. Stað í Plrútafirði » Jón Finnsson, verzlunarstjóri Stein- grímsfirði » Björn Pálsson, myndasm. ísafirði » Jóhannes Ólafsson, póstafgr.m. Dýrafirði Séra Jósep Hjörleifsson Breiðabólstað, Skóg- arströnd. Aðalumboðsmaður fyrir „T H U L E“. Bernharð Laxdal. Patreksfirði. Tapazt hefur frá Bústöðum rauður hestur 5 vetra gamall, mark sýlt hægra, biti fr. vinstra, vetraraf- fextur og járnaður með skaflaskeifum undir framfót- um, en flatjárnum undir apturfótum. Finnandi er beðinn að skila honum annaðhvort að Bústöðum eða til Jóns Ásmundssonar á Stóru- Borg í Grímsnesi. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. thcol, Glasgow-prentsmiðjan.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.