Þjóðólfur - 07.07.1899, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 07.07.1899, Blaðsíða 3
um kenningum um skerðing landsréttindaíslands með stöðulögunum 1871 skorar fundurinn á al- J)ingi að aðhyllast hverjar þær umbætur á stjórn- arskránni, sem í aðalatriðunum eru samkvæmar frumvarpi neðri deildar 1897. Fundttrinn varhlynntur vínsölubanni, viidi láta Jæknaskipunarfrumvarpið bíða, breyta horfellislög- unum, friða eigi hvali frekar en er, var mótfall- inn afnámi ábúðar- og lausafjárskatts og útflutn- ingsgjalds af fiski og lýsi, en vildi tolla innflutt smjör, smjörlíki og kjöt, var mótfallinn frumvarpi efri deildar 1897 í fátækramáiinu, og samþ. að eigi skyldi ráða sveitfestimálinu til lykta, fyr en almenningi hefði gefizt kostur á að ræða og at- huga það betur. I Suðurmúlasýslu hélt alþingism. Guttorm- ur Vigfússon fundi á fjórum stöðum, til undir- búnings undir alþingi, nfl. á Eskifirði, Fáskrúðs- firði, Eydölum í Breiðdal og Miðhúsum í Eiða- þinghá. — A fundum þessum mættu alls 84 kjós- endur og auk þess margir menn, sem ekki höfðu kosningarrétt til alþ/ Hér fer á eptir ágrip af því, sem gerðist á fundum þessum: 1. Stjórnarskrdrmdlid. I því máli komu fram eptirfylgjandi tillögur: a. Eskifirdi. »Fundurinn lætur i ljósi óánægju yfir því horfi, sem stjórnarskrármálið er nú kom- ið í, og sérstaklega er íundurinn mótfallinn frumvarpi því er dr. Valtýr Guðmss. flutti á seinasta þingi. — Að öðru leyti ekki hreyfa málinu á þessu þingi samþ. í einu hljóði. — b. Fdskrúðsfirði. »Fundurinn skorar á þing- menn sína að styðja að því að frumv. dr. Val- týrsGuðm.sonar frá fyrra þingi, verði fellt á þessu þingi, ef það verður boiið upp, enaðöðru leyti ekki hreyfa málinu á þinginu í suniar, c. Bretðdal. »Fundurinn skorar fastlega á al- þingi að fella frumv. dr. Valt. Guðmundssonar, ef það kemur fram í sama, eða líku formi sem á síðasta þingi, en að öðru leyti ekki hreyfa málinu á þessu þingi. — •d. Miðhúsmn. Tvær tillögur. a. Fundurinn skorar á þingið að samþ. frumv dr. Valtýs í Öllum aðalatriðum, með þeim að. gengdegum breytingum, sem kunna að verða á því af stjórnarinnar hálfu. Till. felld með meiri hluta atkv. gegn þrem- ur. — b. , Fundurinn skorar á þingmenn sína, að vinna að því að stjórnarskrármálið verði leitt tillykta á viðunanlegan hátt, —- þó með þeim takmörk- unum, að því einu tilboði sé tekið, sem ekki á neinn hátt skerði þjóðréttindi íslands forn eða ný. — Samþ. i einu hljóði. — 2. Fréttaþráðat mdl: A öllurn fundunum var skorað fastlega á þingið að veita svo mikið fé til lagningar frétta- þráðar til Islands og yfir landið, sem það sér framast fært. 3. Samgöngumál: Fundurinn skorar á alþingi, að veita nægi- legt fé til akbrautar yfir Fagradal, og sömuleið- ts er skorað á þingmenn kjördæmisins að stuðla að því, að viti með þokulúðri verði sem allra fyrst settur í Seley á Reyðarfirði. — Þessi till. var samþ. á öllum fundunum. — 4• Fátœkramdh Fundirnir voru allir algerlega mótfallnir fá- tækralagafrumvarpi því, er samþ. var í efri deild 1897. 5. Styrkur til bindindisfél. Eskifjarðarfundurinn skorar á alþingi, að veita sameinuðum bindindisfélögum styrk til efl- ingar bindindi að tiltölu við styrk þann er Good- Templarareglan hetur fengið síðustu ár. 6. fijóðjarðasala. Fundirnir voru allir með því að halda áfram sölu þjóðjarða. 7. Lœknaskipunarmdl: Fundurinn á Fáskrúðsfirði skorar fastlega á K5i þingmenn kjördæmisins að stuðla að því að veitt verði fé á fjárJögunum handa aukalækni á Fáskrúðsfirði. 8. Fundurinn að Miðhúsum skorar á al- þingi að taka á ný til meðferðar ogsamþ. frum- varp efrideildar frá síðasta þingi um réttindi ut- anþjóðkirkjumanna. — 9. I búnaðarmálum komu fram ýmsar til- lögur: þar á meðal samþ. tillaga um að skora á stjórnina að útvega byggingarfróðan mann til þess að ferðast um landið og leiðbeina í húsa- gerð. — Almennur búfræðingafundur var haldinn hér í bænum 29. og 30. f. m. Þann fund sóttu þessir 12. búfræðingar. 1. Bepjamln Benjamínsson úr Eyjafjarðarsýslu, 2. Björn Björns- son frá Gröf í Mosfellssvet, 3. Eggert Finnsson, Meðalfelli í Kjós, 4. Geir Egilsson frá Múla í Biskupstungum, 5. Gísli Þorbjarnarson, Reykjavík, 6. Guðmundur Bergsson frá Stóra-Fjarðarhorni í Strandasýslu, 7. Guttormur Vigfússon alþm., 8. Jpn Jónatansson úr Isafjarðarsýslu, 9. Sigurður Þórólfsson Reykjavík, 10. Sæmundur Einarsson frá Stóru Mörkundir Eyjatjöllum, 11. Vigfús Guð- mundsson frá Haga í Arnessýslu, 12. Þorkell Þor- kelsson (frá Reynivöllum) Reykjavík. Ennfrem- ur mætti á fundinum alþm. Pétur Jónsson frá Gautlöndum samkvæmt umboði frá héraði sínu. Fundarstjóri var valinn Björn Björnsson ogskrif- ari Jón Jónatansson. Voru þar tekin til umræðu þessi mál: 1. Fyrii komulag búnaðarfélagsskapar d Islandi og fjdrveitingar til eflingar landbúnaði. Fundurinn ræddi þetta mál alllengi og ítar- lega. Loks samdi hann og samþykkti tillögur, sem aðallega stefna að því takmarki að koma föstu skipulagi á landbúnaðarfélagsskap og land- búnaðarmálefni vor. I sambandi við það var farið fram á, að þingið veitti 70,000 kr. á tveim næstu fjárhagstímabilum, sem í sameiningu við búnaðar- félagssjóð Suðuramtsins, sem er um 30,000 kr. yrði stofnfé fyrir sjóð, er heiti »Ræktunarsj óður Islands«. Aðaltilgangurinn með stofnun þessa sjóðs er sá að knýja bændur til að auka ræktað land með því að gefa þeim kost á að fá fé lán- að úr honum til þess, gegn tryggu veði, en væg- um afborgunarskilmálum. En þar að auki var farið fram a, að þingið veitti auk þessa fjár um 15,000 kr. árlega sem styrk til eflingar knd- búnaðar í öðrum greinum. Yfirstjórn búnaðar- félaganna á að hafa umráð yfir Ræktunarsjóði ís- lands og öllu því fé, sem veitt er til eflingar land- búnaði. 2. Búnaðarfrteðsla, Eptir að fundurinn hafði rætt það mál lengi komst hann að þeirri niðurstöðu í þvf, að æski- legt rnyndi, að fyrirkomulagi búnaðarskólanna væri breytt þannig að kennslan við þá yrði aðallega verkleg, en að jafnframt því verði komið á fót kennslustofnun í bókl. búfræði í Reykjavík, sem sett væri í samband við efnarannsóknastofnun — sem fundurinn óskaði að alþingi hlutaðist til um að komið yrði á fót sem allra fyrst. Styrkveiting til búnaðarritsins stakk fundur- inn upp á að yrði hér eptir bundin þeim skilyrð- um, að formi og stefnu ritsins sé breytt þannig: Ritið skal koma út í 6 heptum árl., sem hvert sé eigi minna en 4 arkir í 8yo og ekki dýrara en 50 aura, heptin komi ut á 2 mánaða fresti. Ritið skal flytja að niiklu leyti hagfræðisleg- ar ritgj. og skýrslur, sem séu sérlega vandaðar og áreiðanlegar. Fundurinn gerði ráð fyrir, að allsherjarbúnaðarfélag landsins taki að sér út- ' gáfu ritsins, þegar það er komið á stofn, en þangað til veiti alþingi útg. þess nægil. styrk til þess að halda því úti í áöurnefndu formi. j. Kjötverzluti. Eptir nokkrar umræður var samþykkt til- laga í þá átt, að alþingi veiti ríflegt lán með vægum kjörum til að koma upp slátrunarhúsi í Rvík ásamt útbúnaði til að sjóða niður kjöt og reykja. 4. Verzlunarerindreki. Fundurinn mælti eindregið með því, að al- þingi hlutaðist til um að Island fái sérstakan verzlunarerindreka erlendis, til þess að útvega sem beztan markað fyrir verzlunarvöru landsins, og yfirleitt að þingið gerði allt sem 1 þess valdi stæði til að greiða fram úr verzlunarvandræð- unum. 5. Reglubundinn vínnuttmi. Fundurinn óskaði eptir að alþingi gerði ráð- stöfun í þá átt að leitað yrði álits alþýðu til samkomulags um, hvort ekki myndi heppilegt að hafa hjá oss fastákveðinn vinnutíma um land allt. 6. Afndm lausafjártiundat. Fundurinn var því emdregið meðmæltur, að lögin um lausafjártlund yrðu numin úr gildi, með því hann áleit, að tíund þessi væri eitt af því sem að miklum mun heptir hjá oss sannar búnaðarframfarir. 7. Tollmdl. Fundurinn áleit æskilegt að lagðnr yrði hár tollur á innflutt jarðepli og smjörlíki. Um framanritað mál samdi fundurinn og samþykkti allítarlegar tillögur, er sendast skyldu alþingi til athugunar. Auk þessa mála voru ýms fleiri rædd á fundinum svo sem: verkafólkseklan, notkun plógs og herfis við jarðyrkju, samvinna og féJ- agsskapur meðal búfræðinga. o. fl. Einnig ályktaði fundurinn, að búfræðingar úr öllum fjórðungum landsins skyldu hér eptir halda með sér fund annaðhvort ár. Lauk svo fundinum með þvf að minnst var með þakklæti þeirra sýslufélaga, er sinnt höfðu fundarboðinu, en þó sérstaklega Árnessýslu, er veitti ferðastyrk og sendi fnlltrúa. Allsherjap búnaðarfélag fyrir land allt var samþykkt að stofna á fúndi búnaðarfélags Suðuramtsins f fyrra kveld með 35 atkv. gegn 6. Mál þetta hefur legið lengi á döfinni, því að 6 ár eru síðan þvl var fyrst hreyft af stjórn búnaðarfélagsins. Enn er þó Vestur- amtið eigi lögformlega gengið 1 félagsskap þenn- an, en talið vlst, að svo verði. Búnaðarfélag suðuramtsins leggur mestallan sjóðsinn (eða 23,000 kr.) til þessa sameiginlega félags, og á því strand- aði samkomulagið lengi, að tillagið frá ömtunum þótti lágt í samanburði við þetta. En nú er stofn- un þessa allsherjarfélags samþykkt og er von- andi, að það afreki eitthvað verulegt landbúnað- inum til nota hér á landi. Félaginu stiórna 12 fulltrúar: 4 kosnir á aðalfundi og 2 af hverju amti. Þeir rnynda búnaðarþing, er kemur saman annaðhvort ár í Reykjavík, þá er alþing er hald- ið. Á þessum fyrsta stofnunarfundi voru kosnir í búnaðarþingið: H. Kr. Friðriksson, Eiríkur Bri- em, Þórh. Bjarnarson og Sigurður Sigurðsson búfræðingur tneð hlutkesti millum hans og Ein- ars Helgasonar garðyrkjufræðings. Úr Fióanum er Þjóðólfi skrifað 30. ntaí. Rétt 1 þessu barst mér 25. nr. Þjóðólfs 26. þ. m. með greinmni „Breyting á verzluninni". I grein þessari er sagt, að önnur verzlunin, sem

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.