Þjóðólfur - 29.08.1899, Page 2
170
annaj og sú lcenning »Fjallkonunnar«, að því meira
sem eitt land flytji til útlanda af verðgildum vör-
um, fram yfir hinar aðfluttu vörur að verðlagi,
því meiri fjárhagsleg apturför eigi sér stað t því
landi. En það er hér um bil hið sama sem að
segja: Pví metti framleiðsla, pví meiri fátækt. —
— En ekki er von að vel fari.þar sem leiðtogar
þjóðarinnar kenna önnur eins hagfræðisleg
a.fglöp og þetta, sem heilagan sannleika.
Ef svo stæði á, að ómögulegt væri að gera
þá mjólk, sem afgangs er brúki »til daglegrar
fæðu«, að verðgildri verzlunarvöru — innan- eð-
ur utanlands, þá væri þessi staðhæfing S. í’. auð-
vitað rétt. Og standi þannig á, nú sem stendur,
að hið íslenzka smér sé yfirleitt ógild verzlunar-
vara, svo iað sú mjólk itsem a/gangs er daglegri
fœðwi sé því verðminm, sem meira er til af henni,
þá er það einmitt ný sönnun, og sláandi sönnun
fyrir því, hve afar nauðsynlegt það er að breyta
til með mjólkurmeðhöndlun og smérverkun almennt,
samkvæmt •mínum tiilögum, svo að smérið geti
örðið að arðberandi verzlunarvöru, boðlegn verzl-
unarvöru, utan sem innanlands, og verður þá sú
mjólk, sem brúkuð er til smérgerðar (eða ostagerðar)
einmittverðmeiri, en súmjólk, »sem brúkuð ertil dag-
legrar fæðu«. Því ekki þarf aðóttast,að heimsmark-
aðurinn fyllist svo voðalega fljótt af sméri og osti
frálslandi, að það falli fyrir of mikið framboð, svo
í verði, að miklu nemi, þótt ísl. bændurnir færu
að hagnýta þá mjólk, »sem afgangs er daglegri
fæðu« til smér- og ostagerðar, fyrir utanlands-sem
innanlandsverzlun. — Auk þessa, er og þess að
gæta, að tækifærið liggur opið fyrir til að full-
nægja eptirsókninni í landinu sjálfu, áður en þörf
er fyrir útlenda markaðinn, og spara sér með
því um 100,000 kr. útlát árlega, eða það fé, sem
landsmenn nú »spandéra« fyrir ost, smér ogsmér-
líki innflutt frá útlöndum.
Hr. S. Þ. heldur því fram, að kostnað-
urinn við að flytja mjólk til vmjólkurgerðarhúsa«
á Islandi, — sem sé smérgerðarhúsa — mundi
verða að minnsta kosti 2 aurar á hvern pott, og
ségir svo, að hann verði pess vegna 2 aurum
minna virði en eg haldi fram. Þetta er rang-
færsla eða hártogun, sprottin annað tveggja af
skilningsleysi á umtalsefninu, eða ósæmilegum hvöt-
um til að hrinda málstað mínum án ástæðna. Eg
sem sé hélt því ekki fram, að menn gætu feng-
ið 12 áura upp úr nýmjólkurpottinum, auk kostn-
aðar. En eg hélt því fram, að hægt vœri að gera
hvern mjólkurpott 12 aura virði, o. s. frv. yjir-
leitt. Ef sanngjamt hefði verið að halda því
fram, að eg hafi sagt, að hver mjólkurpottur
gæti orðið 12 aura virði, að flutnings kostnaði frá
dregnum t. a. m., þá hefði mátt með jafn-
góðum ástæðum bera mig fyrir því, að
eg hefði meint 12 aaira ágóða af pottinum, að
óllum kostnaði frá dregnum, svo sem vinnukostn-
aði öllum við kúabúið, smérgerðina, rentur af
höfuðstólnum, sem stóð í búinu m. m. Eða hvaða
ástæða er til áð draga flutningskostnað mjólkur-
innar, (þar sem hann er annars nokkur) fremuren
annan kostnað við smérgerðina frá, þegar um verð-
gildi mjólkurinnar (að frádregnum kostnaði) er
að ræða? — Því auðvitað er, að smérgerðin í
heild sinni með öllu, sem að henni lýtur, hlýtur
að borgast béinlínis, eða óbeinlínis af verði smérs-
ins, eða mjólkurinnar, eða af öðrum afurðum
"búsins, sem mjólkina framleiðir, hvort sem smér-
gerðin fer fram á heimilunum, eða á reglulegum
smérgerðarverkstæðum.
Þettá flutningskostnaðarspursmál hr. S. Þ.
er því sem annað í athugasemdumhans, vmdkegg
langt fyrir utan umtalsefnið, auk þess sem það
er tekið úr lausu lopti að þvl er upphæðina snert-
ir (2 aura á pottinn), sem auðvitað er,, með því
að ekkert ákveðið og áreiðanlegt er við að styðj-
ast í því efni, meðan reynsluna vantar.
Höfundur »aths«, efast um að vanhöld á
kúm séu minni en á sauðfé á Islandi. An þess
að nqþtmæla því, ætla eg að eptirláta bændum
á íslandi að dæ'ma þar á milli okkar. — Eg. n. 1.
álít það svo mikl* fjarstæðu, að engu tali taki.
Hr. S. Þ. heldur því fram, að reynsla ná-
grannaþjóðanna hafi sýnt, að sauðfé geti tekið
smiklu meiri umbótum með kynbótum, en kýrn-
ar«. Vill hann sýna sannanir fyrir þessari full-
yrðingu? Setjum svo að hann kynni að geta það
(sem ekkert liggur þó uærri). —- — £n hvernig
væri þá að skoða þá »sönnun« sem nokkurt
grundvallaratriði gegn því, sem sannað er um
mjólkurhæð kúa, eða verðgildi mjólkur til smér-
gerðar?
Eg hef nú hér að framan leitt bein rök að
þvf, að mótmæli hr. S. Þ. gegn grein minni í
Þjóðólfi.s. 1. vor, hafa ekkettvið að styðjast, að því
er snertir mögulegt verðgildi mjólkurinnar á Islandi
samkvæmt áætlun minni. En sfðar mun eg leiða
rök að því, hvað útheimtist til að smérgerðar-
verkstæði geti borgað sig á íslandi. Ogviljiherra
Sig. Þórólfsson gangast fyrir því, að eg sé feng-
inn til að koma heim (segjum á landsjóðskostnað)
var til þess að sanna framburð minn með áþreifan-
legri reynslu öðrum til fyrirmyndar, (eins og hr. S, Þ.
minnist á í aths. sínum, að sér hefði hugsast að
æskilegt væri), þá skal eg taka því með gleði, en
með því skilyrði þó, að eg fái til umráða nægilega
stórt bú, og góða jörð til ábúðar. Og skal egpá
sanna, svo að ekki verði móti mœlt, það sem eg hef
lagt til grundvallar fyrir útreikningi mínum í
þessu máli, sem áreiðanlegt, sem er það: að
hægt sé að gerá hvern nýmjólkurpott allt að 2
aur um nieira virði, en nú er hann—'meðöðrum
orðum: að hægt sé'að fá J/s til i/4meira afsméri
úr mjólkinni, en með almennu aðferðinni,
og jafnframt þvf betra, útgengilegra ög verðhærra
smér en áður. — Býður nokkur beturr
L>ög samþykkt af alþingi (auk 24, sem fyr
er getið).
25. Stofnun veðdeildar í landsbankanum.
(Agrip.) 1. gr. I landsbankanum í Reykja-
vík skal stofha veðdeild, til þess að veitt verði
lán um langt árabil og með vægum vaxta-
kjörum gegn veði í fasteignum.
2. gr. Tryggingarfé deildarinnar er 200,000
kr., sem landssjóður leggurtil, og skal það, ásamt
veðbréfum, sem veðdeildin fær hjá lánþegum
sínum og öllum öðrum eignum veðdeildarinnar,
vera til tryggingar því, að hún standi í skilum.
Fyrstu 5 árin, eptir að veðdeildin hefir stofn-
sett verið, veitist henni 5000 króna tillag á ári
úr landssjóði.
3. gr. Tryggingarfé deildarinnar skal vera í
ríkisskuldabréfum; cr það undir umsjón lands.
stjórnarinnar og vextir þess renna í landssjóð-
Má eigi ráðstafa tryggingarfénu, á annan hátt, nema
veðdeildin sé brott felld og hafi staðið í skilurn við
alla. Beri nauðsyn til að taka á tryggingarfénu,
til þess að veðdeildin geti staðið í skilum, skal
endurgjalda fé það, sem notað hefir verið, undir
eins og efnahagur deildarinnar leyfir.
4. gr. Leggja skal í varasjóð tekjuafgang
þann, sem kann að verða samkvæmt árlegum
reikningsskilum veðdeildarinnar. Sýni reiknings-
skil tekjuhalla deildinni á hendur, skal hann
gréiddur úr varasjóði.
5. gr. Veðdeildin má gefa út skuldabréf, sem
hljóða upp á handhafa (bankavaxtabréf), en sem
má nafnskrá í deildinni. Landsstjórnin ákveður
um lögun og útlit skuldabréfanna. Öll upphæð
þeirramá ekki fara fram úr sexfaldri upphæð trygg-
ingarfjárins og varasjóðs samtals; eigi mega held-
ur nokkru sinni vera í veltu bankavaxtabréf, er
nemi meiru en veðskuldabréf þau, er veðdeildiná.
6. gr. Upphæð bankavaxtabréfanna skal tal-
in í gjaldgengum peningum og skal landshöfð-
ingi og stjórn landsbankans rita undir þau. Fjár-
hæð þeirra skal ákveðin í reglugerð veðdeildar-
innar, svo og vextir og gjalddagi vaxtanna.
7. gr. Fé veðdeildarinnar má lána gegn veði
í jarðeignum, eða húseignum með lóð í kaupstöð-
um og verzlunarstöðum, en gegn veði í húseign-
um því að eins, að þær séu vátryggðar í vátrygg-
ingarstofnun, er bankastjórnin telur góða og gilda.
Eigi má lána, nema gegn fyrsta veðrétti. Láns-
upphæðin má ekki fara fram úr helmingi af virð-
ingarverði fasteignarinnar og skal verð húsa þeirra,
er á jörð eru, því að eins telja með, að þau séu
vátryggð, svo sem fyr er sagt. -- — — —---------
11. gr. Skuldunautar veðdeildarinnar skulu
greiða vexti, af borganir og tillög til að borga kostn-
að við deildina í einu lagi með jafngi upphæð sam-
tals á hverjum gjalddaga. Tillagið til varasjóðs er J/»
af hundraði á ári af upprunalegri upphæð lánsins,
og afborgunargjaldið má eigi nema minna en svo,
að lánum sé lokið á 40 árum, þegar veðið er jarð-
eing, og á 25 árum, þegar veðið er húseign.
Á hinum ákveðnu gjalddögum má hver lán-
takandi án undangenginnar uppsagnar greiða
aukaafborganir af skuld sinni, þó ekki minna en
100 kr, í einu, eða endurborga hana að öllu leyti.
Gjald þetta má hann greiða . með bankavaxta-
bréfum deildarinnar eptir ákvæðisverði þeirra.
12. gr. Afborgunum þeim og endurborgun-
um, er greiddar eru 1 pemngum á hverjum gjald-
daga, skal varið til að innleysa skuldabréf þau, er
veðdeildin hefur gefið út, eptir hlutkesti, sem not-
arius publicus hefir umsjón með og fram fer í
viðurvist tveggja manna; annan kveður landshöfð-
ingi til þess, hinn bankastjórnin. Þá er hlutkesti
hefir fram farið, skal auglýsa með 9 mánaða fyr-
irvara númerin á skuldabréfum þeim, er tipp hafá
komið til innlausnar, og á hverjum gjalddaga þau
verði útborguð. Nánarí ákvæði um auglýsingar
þessar skal setja í reglugerð veðdeildarinnar.
Veðdeildin má og á þann hátt og með þeim fyr-
irvara, er áður segir, innleysa bankavaxtabréf I
stærri stíl.
13. gr. Handhafar eða eigendur skuldabréfa
þeirra, er innleysa skal, geta gegn því að afhenda
þau með vaxtamiðum þeim, er þeim íylgja, feng-
ið útborgaðan höfuðstól þeirrn á ákveðnum gjald
daga, og greiðast engir vextir af höfuðstólnum
upp frá því.*--------------------——7 —
16. gr. Vaxtamiða og bankavaxtabréf, sem
komin eru 1 gjalddaga, skal borga út í lands-
bankanum íReykjavík; svo skulu og gjaldheimtu-
menn landssjóðs taka á mót þeint til borgunar á
sköttum og öðrum gjöldum til landsjóðs og inn-
leysa vaxtamiðana og skuldabréfin, eptir því sem
þeir hafa fyrir hendi fé, sem á að borgast í lands-
sjóð..
I reglugerð veðdeildarinnar skal ákveðið
hvar borga skuli út erlendis vaxtamiða og skulda-
bréf, sem komin eru í gjalddaga.'— — —,---------
19. gr. Veðdeildinm skal stjórnað af stjórn
landsbankans. Þegar veðdeildin er stofnuð, skal
þóknun sú, sem gæzlustjórar bankans fá árlega
hækka upp í 750 kr. til hvors. Fyrir endurskoð-
un á reikningum veðdeildarinnar og til skrifstofu-
halds má verja allt að 2500 kr. á ári, eptir því
sem nánar verður ákveðið í reglugerð veðdeild-
arinnar. Kostnað við að setja veðdeildina á fót
og hækkunina á launum gæzlustjóra greiðir lands-
bankinn. — —--------— — — — — — — — - -
26. Utn undirbútiing og stofnun klœðaverksmiðju.
1. gr. Stjórninni veitist heimildtil að verja allt að
5000 kr. úr landssjóði til þess að undirbúa stofn-
un _ klæðaverksmiðju á Islandi og láta gera nauð-
synlegar rannsóknir og áætlanir um allt, er lýtur
að kostnaði við stofnun og aðra tilhögun á slíkri
verksmiðju, svo og um árlegan tiikostnað og
væntanlegan arð af þessu fyrirtæki.
2. gr. Stjórninni veitist enn fremur heimild til að
styðja að því, ef það virðist heillavænlegt, að
stofnað verði á Islandi hlutafélag til þess að
koma á fót klæðaverksmiðju, og getur stjórnin
fyrir landsjóðsins hönd keypt allt að helmingi
hlutabréfa í félaginu, og má til þess verja allt að
75,000 krónum úr landsjóði, en þá skal hluta-
félagið háð því eptirliti at hálfu landstjórnarinn-
ar, er hún nánar ákveður með reglugerð, er ráð-
gjafinn fyrir ísland semur, og birta skal í A-
deild Stjómartíðindanna.
í 3. og 4. gr. eru tekin fram ýms ákvæði,
er réglugerð stofnunarinnar eigi að innihalda og
að stjórnin eigi að semja t einu lagi skýrslu um
rannsóknirnar, er sé prentuð bæði á dönsku og
íslenzku.
27. Um verzlun og veitingar áfengra drykkja.
Fyrstu 6 gr. frumv. eru svo látandi: