Þjóðólfur


Þjóðólfur - 29.08.1899, Qupperneq 3

Þjóðólfur - 29.08.1899, Qupperneq 3
I7I 1. gr. Hver sá, er rekur verzlun með áfenga drykki — sbr. þó 3. gr. — borgar í landssjóð 500 króna árlegt gjald fyrir hvern sölustað, og skal það greitt fyrirfram fyrir eitt ár í senn, en lögreglustjóri innheimtir. Alstaðar þar sem áfengir drykkir eru nefnd- ir í lögum þessum er með þeim talið staðjast öl. 2. gr. Þeir menn og verzlunarfélög, að und- anskildum kaupfélögum og pöntunarfélögum, sem hafa rétt til að reka verzlun með áfenga drykki er lög þessi öðlast gildi, halda þessum réttigegn því að borga gjald það, er segir í fyrstu grein. Hlutafélög, samlög og aðrar stofnanir, er eigi verða eigendaskipti að, halda þessum rétti, þó eigi lengur en um næstu 15 ár. Þeir menn, sem vilja öðlast rétt til áfengis- verzlunar, þurfa sérstakt leyfisbréf, sem að eins gildir fyrir einn sölustað, er í því sé nefndur. Leyfisbréfið gefur amtmaður út, og gildir það að eins 5 ár, og verður að fá nýtt leyfisbréf að þeim tíma liðnum. Fyrir hvert leyfisbréf greiðist 500 króna gjald, er rennur 1 landssjóð. Amtmaður úrskurðar, hvort veita skuli leyf- isbréf, að fengnu áliti hreppsnefndar eða bæjar- stjórnar. A stöðum, þar sem önnur verzlunmeð áfengi er fyrir, ber að veita það að jafnaði, ef hreppsnefnd eða bæjarstjórn er því meðmælt. Á stöðum, þar sem engin þess háttar verzlun er, má ekki veita það, nema hreppsnefnd og sýslu- nefnd eða bæjarstjórn sé því meðmælt. 3. gr. Til þess að mega verzla með áfenga drykki á skipi á löggiltum verzlunarstöðum þarf sérstakt leyfisbréf og greiðist fyrir það 600 króna gjald til landssjóðs, en gjald fyrir notkun á því skal eigi greiða. Leyfisbréfið gefur amtmaður út og gildir það að eins 1 eina verzlunarferð, oger á verzlunarstað er komið, skal sýna það lög- reglustjóra, áður en verzlað er með vínföng á þeim stað. Leyfisbréfið má eingöngu nota á höfnum þeim, þar sem heimilt er að verzla með drykki þessa á sjálfum verzlunarstaðnum. 4. gr. Eigi má selja átenga drykki í smærri skömmtum en hér segir: a.) af vtni á flöskum með lakki eður innsigli fyr- ir, sömuleiðis af brennivíni, ronnni, konjakki, púnsextrakti eða þvílíkum drykkjum, ekki minna en s/4 úr potti; b) af öli á tré-ílátum ekki minna en “/4 úr tunnu; c) at öli á flöskum ekki minna en 2 þriggjapela- flöskur eða 4 hálfflöskur (i1/* pelaflöskur). 5. gr. Hver sá maður, þar með taldir verzl- unarmenn og forstjórar og starfsmenn kaupfélaga og pöntunarfélaga, sem ekki hefur sjálfur leyfi til að verzla með áfenga drykki, en' pantar þá handa öðrum eða annast um sendingu á þeim til annara frá kaupmönnum á íslandi, er leyfi þetta hafa, eða frá stöðum fyrir utan ísland, gerir sig sekan í ólöglegri verzlun. 6. gr, Hver sá, er rétt hefur til veitingar áfengra drykkja, skal borga í landssjóð 300 kr., ef veitingahúsið er í kaupstað, en 200 krónur utan kaupstaðar í árlegt afgjald, og greiðist það á sama hátt og afgjaldið af verzlun með áfenga drykki. 28. Um horfelli d skepnum 0. fi. (ný lög, sem fella úr gildi lögin 26. febr. f. á.) 2q. Um verðlaun fyrir útflutt smj'ör (að hver maður eða félag, er flytur út í einu lagi til sölu erlendis 300 pund eða meira af tslenzku smjöri eigi rétt til verðlauna úr landsjóði, ef hann selur þar fyrir verð, er nemi meiru en 75 aurum fyrir danskt pund). 30. Um mcðgjöf með óskilgetnum bötnum. 31. Um friöun fugla og hreindýra. 32. Breyting d lögum 8. maí 1894 um bœjar- stjórn d Seyöisfitdi (að laun bæjarfógetans í Seyð- isfjarðarkaupstað skuli vera 500 krónur). 33. Um brot á veiöirétti í dm og vötnum. 34. Breyting d lögum 11. febr. 1876 og til- skip. 26. febr. 1872. (að tollur af öllum bitterteg- undum (bitter- essents, bitter-likör, elixír o. fl.) skuli vera 1. kr. af hveijum pela eða minni flát- um. Hlutur úr pela talinn sem heill peli.) 35. Heimild til aö selja lóö af Arnarhólsiúni. 36. Heimild til vegalagningar um Arnarhóls- tún fyrir bcejarstjórn Reykjavíkur. 37. Um burðareyri innanlands undir íslenzk blöð og tímai it í krossbandi. 1. gr. Burðareyrir innanlands undir íslenzk blöð og tímarit í krossbandi skal vera 20 a. undir hvert pund eða minni þunga, jafnt á öllum tímum árs og hvort heldurflutt er á sjó eða landi, enda séu þau afhent til flutnings á pósthúsið á útkomu- staðnum, áður en 30 dagar eru liðnir frá því er þau komu út. 2. gr Allt það, sem í einu er afhent til flutn- ings, skal póstmaður vega í einu lagi, og greiðir sendandi burðargjald í peningum eptir saman- lagðri pundatölu gegn skriflegri kvittun. 3. gr. Póstmaður á útkomustað hefur heim- ild til að láta póstsendingar þær, sem um er rætt 1 1. gr., blða á pósthúsinu eptir skipsferð, þó landpóstur gangi áður, ef biðin nemur eigi meir en 8 dögum. 4. gr. Póstmaður á útkomustaðnum skal tvisvar á ári, 30. júní og 30 desbr, afgreiða til póstmeistarans f Reykjavlk skýrslu um allar slík- ar sendingar fyrirfarandi missiri, og tilgreina þunga hvers tölublaðs eða heptis af hverju riti, en póst- meistari skal semja skrá um öll blöð og tímarit, sem send eru þannig með póstum, og fá hana birta í Stjórnart., B-deild, undir eins og hann hef- ur fengið skýrslu frá öllum póststöðvum í síðasta lagi fyrir 31. marz og 15. septbr. 5. gr. Utan á umbúðum hverrar sendingar skal standa nafn blaðsins, eða tímaritsins og hvaða árgangur eða bindi og tölubl. eða hepti sé í sendingunni. 6. gr. Auk skýrslu þeirrar, sem nefnd er í 4. gr., skal póstmaður halda skrá um öll blöð og tímarit, sem afhent eru samkvæmt þessum lögum á póststöð hans, og skal hún bera með sér, hve mikill þungi sé sendur með hverri póstferð, og skal hann láta þessa skrá fylgja póstreikningnum. 7. gr. Um öll blöð og tímarit, sem á ann- an hátt eru send en fyrir er mælt í þessum lög- um, gilda fyrirmæli eldri laga. 8. gr. Til þess að rit geti öðlazt rétt til að vera sent samkvæmt þessum lögum, verður: 1., að skýra Iandshöfðingja frá útgefanda eða þeim, er ábyrgð skal bera gagnvart póst- lögum, enda taki landshöfðingi hann gildan. 2., ritið að koma út samkvæmt fyrirfram auglýstri áætlun; bregði út af því, missir það rétt sinn eptir þessum lögum, nema því sé veittur hann af nýju. 3., ritið að vera selt ákveðnu verði, en sé eigi ókeypis auglýsingarit útgefanda, eða selt nafnverði einu, ef það er aðallega auglýsingarit fyrir atvinnu útgefanda eða útgefenda. 9. gr. Verði ágreiningur um, hvort blað eða tímarit fullnægi skilyrðum laga þessara, sker lands- höfðingi úr þvl til fullnaðar. 10. gr. Lög þessi öðlast gildi 1. jan. 1900. 38. Um viðauka viö lóg nr. 8, 6. apríl i8q8, 11 m bann gegn botnvórpuveiöum. Hérlendur maður, er leiðbeinir útlendum eða innlendum botnverpingi við veiðar í landhelgi, vísar á mið eða liðsinnir honum á annan hátt við slíkar veiðar eða hjálpar honum til að kom- ast undan hegning fyrir brot á lögum um botn- vörpuveiðar í landhelgi, skal sæta sektum 50— 1000 kr. Sömu hegningu skal hver sá maður hérlendur sæta, er utan löggiltra hafna hefur nokkur verzlunarmök við útlenda botnverpinga eða dvelur að nauðsynjalausu á skipum þeirra. Sektir eptir lögum þessum renna í sjóðþess hrepps, er hinn brotlegi er heimilisfastur í. Bankamálið. (hlutafélagsbankinn) komst það áleiðis á þinginu, að báðar deildir sendu áskor- un til stjórnarinnar um að leggja eptir nauðsyn- legan undirbúning líkt frumv. fyrir alþingi, svo framarlega sem hún eptir nákvæmari athugun geti fallizt á, að frumv. þetta sé eptir stefnu þess og meginákvæðum vel til þess faltið að verða leitt í lög, með þeim viðauka frá efri deild, að þetta yrði lagt fyrir þingið »svo fljótt sem kost- ur er á«, en þann viðauka felldi þó neðri deild burtu. — Nú á Valtýskan að fljóta á þessu bankamáli, er Valtýr hefur þvf gripið tveim höndum sem lífakkeri. Nú á að róa í stjórnina svo, að konungur kveðji til aukaþings t. d. að vori, áður en kjörtími þessara núverandi þing- manna er útrunninn. Gera Valtýingar sér þá eflaust vonir um, að »bræðingurinn« heppnist betur en nú, enda mun verða að því róið með jafngóðum og göfugmannlegum meðulum, eins og Valtýingar hafa beitt hingað til. En það er allhætt við, að aukaþingsvonirnar bregðist þeim jafn hraparlega, eins og þær brugðust 1897. Rembihnúturlnn á þessu síðasta þingi aldarinnar varsá, að í sameinuðu þingi 26. þ. m. rétt á undan þingslitum var kosinn endurskoðari landsbankans, samkvæmt seðlaútgáfulögunum nýju, er þingið hefur afgreitt. Hlaut þar kosningu Jón Jakobsson alþm. í Landakoti, mágur Vída- líns með yfirgnæfandi atkvæðafjölda (21 atkv.) Árni Thorsteinsson landfógeti fékk 8 atkv., varð ekki nærri hálfdrættingur við Jón, sem þingið telur sjálfsagt meiri »fínanzfræðing» og reikn- ingsglöggari en landfógetann, þótt fáum hafi það kunnugt verið hingað til. Arslaun endurskoðanda eiga að vera 500 kr. En það er nú lakast, ef stjórn- in gerir þinginu þann grikk að samþykkja ekki lögin, en úr þvl er auðið að bæta með því að demba Jóni þá í stjómarnefnd stóra bankans nýja. Annars er það nokkuð kynlegt og mælist miður vel fyrir, að flestum bitlingum, er þingið ræður yfir með sérstökum kosningum er ávallt laumað að einhverjum á þingmannabekkjunum, án tillits til þess, hvort hann er hæfur til starfsins eða ekki. En þetta þing hefur bæði í Arnar- hólsmálinu og þessum kosningum sýnt, að það er ekki feimið gagnvart almenningsálitinu, og lætur sig litlu skipta, hvernig um það er dæmt út í frá. Þar er hver silkihúfan upp af annari. Er það mikill kostur að hafa svo einbeitta og óvílsama þjóðfulltrúa. í sambandi við þetta virðist rétt að geta þess, að ábyrgðarmaður stjórnarblaðsins, óþjóð- legasta málgagnsins hér á landi, er rausnaðist við hér á dögunum að stofna til þýðingarlauss borgarafundar út af batterísölunni og lét þá sem digurmannlegast, varð að sméri eptir á og þorði hvorki að æmta né skræmta, þegar þingið gaf engan gaumað ályktunum þessa borgarafund- ar. Honum hefur sjálfsagt þótt ráðlegra að fara ekki lengra út í þá sálma, því að alstaðar þar sem styðjendur hans verða ekki alveg á sömu skoðun sem hann, hefur hann hvorki þrek né kjark til að segja meiningu slna, þvf að hann veit, að hann verður að vera eins hár og lágur, eins og þeim þóknast, og að án þeirra stuðnings er hann ekkert. Þessvegna þegir hann eins og þorskur, þegar hann sér, að þeir eru ekki með. En að vera þjónn flokksmanna sinna á þann hátt er óneitanlega hálf vesaldarlegt. Menn eiga

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.