Þjóðólfur - 17.11.1899, Síða 1

Þjóðólfur - 17.11.1899, Síða 1
ÞJOÐOLFUR. 51, árg. Reykjavík, föstudaginn 17. nóvember 1899. Nr. 55. ar T H U LE "** er útbreiddasta lífsábyrgðarfélag á Norðurlöndum. Lág lðgjöld, hár bonus, enginn aukakostnaður, þýðingarmikil hlunnindi fyrir sjúklinga. THULE er stjórnað undir yfirumsjón sænsku ríkisstjórnar- innar. Upplýsingar um THULE fást ókeypis hjá umboðsmönnum félagsins og aðalumboðs- manninum. BERNHARÐ LAXDAL. Patreksfirði. Landsbankinn og hlutafélagsbankinn. Áður en vér skiljumst að fullu við hr. Ind- riða og bankann hans, er rætt hefur verið um í tveimur síðustu blöðum viljum vér fara nokkrum orðum um landsbankann og fyrirkomulag hans í sambandi við fyrirkomulag þessa »stóra banka«, því að það er nauðsynlegt, að menn geri sér ljóst, að hér þarf alls ekki að setja upp þetta danska hlutabankabákn, til þess að fullnægja öllum sanngjörnum lánskröfum landsmanna og að það er misskilningur einn að tala um þetta hlutabankafyrirkomulag, sem hið eina rétta og heilsusamlega til að kippa peningamálum vorum í gott horf. I þessu stóra bankamáli virðist oss, að ísland færist allmikið í fang með því að láta landsjóð- inn taka 2 milj. kr. lán til þess aðleggjaþað fé í þennan hlutafélagsbanka, því að jafnvel þótt fyrirtækið kunni að vera allarðvænlegt, vegna seðlaútgáfueinkaleyfisins, þá er hitt víst, eins og áður hefur verið tekið frarn, að öll yfirstjórn þessa samlagsbanka hlýtur að verða erlendis, þar sem fé hans verður mestmegnis 1 veltu, og áhrif al- þingis þessvegna að eins tómt nafn. Vér getum því ekki talið það heppilegt að »spekúlera« á þennan hátt með fé, er landsjóður tekur að láni og ber ábyrgð á að endurborgist. Landsjóður eða hagur hans yrði þá háður óviðkomandi út- lendu auðvaldi, valdi, sem einstakir fulltrúar í bankaráðinu gætu misbeitt til að hafa áhrif á fjár- mál landsins, á fjárveitmgar alþingis o. s. frv., eða með öðrum orðum: fjármálastjórn landsins gengi þá að meiru eða minna leyti úr höndum löggjaf- arvaldsins og þjóðarinnar í hendur þessa miljóna- banka, og þá er auðvelt að ímynda sér, hver á- hrif slíkt hefði á sjálfstæði vort, og hvar vér yrð- um þá staddir. Að vitna til þess, þótt 1 banka- lögunum stæði að eptir vissan árafjölda (t. d. 40 ár) eigi landssjóður kost á að eignast allan bank- ann, er blátt áfram barnalegt, því að annaðhvort yrðu ákvæði þessi að eins dauður bókstafur, er aldrei kæmi til framkvæmda, eða séð mundi verða um að fá því atriði breytt í lögunum síðar, þá er aðaleigendur hans sæju, að það gæti verið ó- notalegt að láta þetta standa þarna. Og það mundi ekki reynast svo ákafiega erfitt að fá þessu breytt á þinginu, ef gripið væri hentugt tækifæri, og þingmönnum talin trú um, að breytingin væri nauðsynleg til að losa öll höpt af þessari miklu stofnun. Það yrði heldur ekki talin nema lítils- háttar eptirlátssemi, þá er fyrirsjáanlegt væri, að landsjóður mundi aldrei hvort sem væri geta neytt þessarar heimildar, Þessi kaupheimild lands- sjóðs á bankanum síðarmeir, er þvl þýðingarlaus fleygur að eins til að blekkja landsmenn, og er undarlegt, að íslenzkir fulltrúar skuli hafa orðið svo skammsýnir að vilja koma þessu atriði inn í lögin, atriði, sem forkólfunum er enginn ami í að standi þar, heldur miklu fremur kærkomið, því að þeir vita að það er annaðhvort dauður bók- stafur, eða bókstafur, sem breyta má, en getur hins vegar verið bezta tálbeita í byrjuninni til að ginna þingið og þjóðina til að taka feginshendi á móti þessum miljónabanka, banka, sem síðar getur orðið alger eign landsins, samkvæmt lögun- um(!!). Það er ekki svo óglæsilegt. Og menn gína opt í hugsunarleysi yfir því sem minna er í varið en þetta. En töluvert tnikla einfeldni þarf samt til þess að geta látið sér koma til hugar, að útlendir auðmenn — aðaleigendur fyrirtækis- ins — muni ætla sér fyrst að hjálpa landssjóði til að græða í félagi með sér og svo afhenda hon- um allt sitt fé í bankanum ofan á allt saman(!!). Hér kemur því ekki til greina, hvort landsjóður getur þá keypt í sjálfu sér eða eklii, heldur það, hversu hugsunin 1 sjálfu sér er fjarstæð og öllu viti sneidd. Að því er ennfremur snertir hluttöku land- sjóðs í fyrirtæki þessu, þá getur oss ekki skilizt, að það sé bráðnauðsynlegtfyrir landsjóð aðganga í félag með þessum útlendu herrum til slfkra hluta. Yér höfum þá skoðun, að arðurinn af seðlaútgátu eigi óskertur að vera þjóðeign, renna 1 sjóð, er landið í heild sinni á, en eigi ekki að renna í vasa einstakra mahna, sem eru þeim mun betur efnum búnir en aðrir, að þeir hafa ráð á að leggja fé sitt í hlutafélagsbanka, er hef- ur einkaleyfi til að nota lánstraust allrar þjóðar- innar, græða á því, að þjóðin notar sem verð- miðil til viðskiptanna bankaseðil, sem í raun réttri er ekki annað en ávlsun, annaðhvort á pen- inga eða aðrar eignir bankans. Ennfremur er sá galli á hlutafélagsbanka, að hann hlýtur eptir eðli sínu að hafa það fyrir mark og mið að græðasjálfur sem mest, jafnvel þótt hann til þess noti sér neyð annara í ótilhlýðilegum mæli. En þjóðbanki aptur á móti (o. banki, sem landið í heild sinni á að öllu leyti) hefur aðallega * það hlutverk að hugsa um heill alls þjóðfélagsins, fremur en eigin gróða, og þar sem slíkir bank- ar standa undir yfirstjórn landstjórnar, er fulltrúa- þingið á að hafa gætur á, er jafnan í lófa lagið að taka þær ákvarðanir um stjórn bankans, eða gera þá breytingu á hfnni, sero alþjóðarheill kref- ur. Hlutafélagsbanki og reglulegur prívatbanki eiga báðir sammerkt í því, að þeir verða að hugsa um að græða sem mest, því að eptir því verða hlutabréfaeigendur ánægðari, og stjórn bankans og starfsmenn fá hærri og hærri laun, eptir tiltölu við gróða bankans. Það eru því eigin hagsmunahvatirnar, sem þar ráða mestu. En í reglulegum þjóðbanka munu launin optast vera nokkurn veginn föstum skorðum bundin, og það teljum vér miklu heppilegra eptir því sem til hagar hér hjá oss. At því að meðhaldsmenn »stóra bankans« eru ávallt að klifa á því, til að gylla fyrirtækið, að margir eða jafnvel flestir af seðlabönkum Norðurálfunnar, séu hlutafélagsbankar, þá höfum vér kynnt oss dálítið þessa hlið málsins sérstak- lega, og höfum orðið þess vísari, að þótt margir seðlabankar séu hlutafélagsbankar, þá er ekki rétt að ganga út frá því sem vísu, að einmitt þetta bankafyrirkomulag, sé hið heppilegasta, eða eigi sérstaklega vel við hjá oss. Menn verða að gæta þess, hvernig margir þessara banka hafa verið stofnaðir í fyrstu. Stríð og eyðslusemi ein- valdra konunga hefur einatt steypt ríkjunum í botnlausa skuldasúpu, svo að ríkin hafa afgjald- þrotum neyðst til að láta auðmennina hjálpa sér út úr vandræðunum með því að leggja fé sitt fram og eignast fyrir það hlut í þjóðbankanum. Að þjóðbankarnir eru víða hlutafélagsbankar er þess vegna fyrirkomulag, sem neyð ríkjanna hef- ur skapað. En þrátt fyrir þetta er þó optast stjórn slíkra banka 1 höndum landstjórnarinnar eða þinganna að mestu eða öllu leyti t. d. í Þýzkakvndi, Noregi, Svíþjóð eða að miklu leyti eins og í Danmörku, en hitt á sér hvergi stað, að útlent auðvald geti »vasazt og valsað« með stjórn slikra banka eptir geðþótta. Englands- banka stjórna fjármálaskörungar landsins sjálfs og framkvæmdarstjóri og vara-framkvæmdarstjóri bankans er skipaður af ráðaneytisforsetanum. í notum fyrir seðlaútgáfuréttinn hafa ríkin á- skilið sér ýmist að stjórna bönkunum að miklu eða öllu leyti eða láta þá greiða vissa peninga- upphæð til rikis þarfa t. d. eins og Frakklands- banki verður að gera. Á sama hátt hefur Nor- egur árlegar tekjur af seðlaútgáfurétti Noregs- banka og seðlaútgáfuréttur enska bankans bygg- ist á því, að ríkið skuldar honum um 14 milj. pd. sterl(þ.e. 250 milj. kr.) sem það borgar hon- um engan eyri í vexti af og með 4% máreikna þannskatt 10 milj. kr. á- ári. Þjóðbankinn danski fékk einkarrétt sinn um 90 ár til seðlaútgáfu til þess að hjálpa ríkinu út úr gjaldþroti, er ein- veldisstjórn og styrjaldir hföðu steypt því í, Einka- réttstími hans er útrunninn 1908, og vér get- um verið vissir um, að slíkur réttur verður ekki látinn honum í té aptur fyrir ekki neitt. Við nánari athugun höfum vér einnig komizt að raun um, að ýmsir fleiri bankar á Þýzkalandi Englandi og Svlþjóð hata seðlaútgáfurétt heldur en þjóðbankarnir. Á Þýzkalandi eru ástæðurnar til þess þær, að landinu er skipt í mörg smáríki, er hvert um sig áttu til seðlabanka, þá er ríkið sameinaðist. Það þótti því ekki hlýða, að svipta sllka banka þeim rétti í fljótu bragði, en þessum seðlabönkum er óðum að fækka, og engum nýj- um banka er slíkur réttur framar veittur. Nokk- uð svipað er með England, að því leyti sem þeir bankar, er höfðu seðlaútgáfurétt, fyrir 1844 fengu að halda þeim rétti, en síðan hefur þeim fækkað að mun og enginn nýr banki fær seðlaút- gáfurétt — í Svíþjóð hafa ýmsir prívatbankar seðlaútgáfurétt, en það mál er og hefur um hríð verið á dagskrá hjá Svíum að afnema þennan rétt, og láta rlkisbankann einan, sem allur er þjóðeign, hafa slíkan rétt og þá og þegar má búast við, að þetta verði leitt í lög hjá þeim. Af þessu, sem nú hefur verið sagt, er ljóst, að það er ekki stefna nútímans, að löndin og ríkin fleygi burt frá sér einkarrétti til seðlaút- gáfu í hendur hlutafélögum einstakra manna og að þau vita það og skilja, að þessi einkarréttur er margra peninga virði, er ríkið í heild sinni á að njóta góðs af. Fyrir oss íslendinga er seðlaútgáfurétturinn hér á landi tiltölulega eins rnikils virði, eins og seðlaútgáfuréttur annara landa fyrir þau. Vér

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.