Þjóðólfur - 17.11.1899, Side 3
219
bragði. En hversu óskiljanlegt sera þetta er, þá er
öllum Jjóst, að hann hefur gert sig sekan í rang-
færslu, hvort sem ástæðan til þess hefur fremur ver-
ið athugaleysi eða illgirni.
í kjörfundarskýrslu Þjóðólfs stendur, að eg hafi
sagt: að sá gjaldmáti, sem væri, væri bæði bænd-
um og prestum betri en annar; og því að eins liíðu *
prestar margir hverjir sómasamlegu lífi á c. iooo
kr. tekjum, af því að þær væru eigi fólgnar í pen-
ingum, og væri því eigi hægt að „spandera" þeim
jafnóðum, þar sem aptur a móti menn með 2000
eða 3000 króna peningalaunum lifðu eigi eins góðu
lífi“. En hinn ónefndi stéttarbróðir minn segir, að
eg hafi sagt á þingmálafundi— blandar saman kjör-
fundi við þingroálafund — „að prestar lifðu sóma-
samlegu lífi í efnalegu tilliti með 1000 kr. launum.
NB. í skjaldaskriflum og baugabrotum, og þeirværu
eigi betur komnir með 2000—3000 kr. launum úr
landsjóði". Eins og hver maður getur séð, er hér
allmikill munur á framsetningu. — Að vísu er það
svo, að fá orð eru svo framsett í ræðu eða riti — og
allra sízt í tali — að illgjörn hugsun geti eigi snú-
ið út úr þeim, en óþarfi var það fyrir hinn heiðr-
aða, ór.efnda höfund, að vinda orðum mínum við og
fá það út, að eg áliti 670 kr. í peningum betri en
2500 kr. í peningum. Ef orð mín eru skilin, eins
og þau eru töluð og beinast liggur við, þá gefa þau
að eins til kynna, að eg álíti hinn nú lagalega gjald-
máta prestum yfir höfuð að tala notadrýgri og af-
farasælli heldur en að hinni sömu upphæð — sem
að jafnaði er lítil — væri breytt ( peninga, sem væru
greiddir úr landsjóði í einu eða mörgu lagi. Skjalda-
skrifli og baugabrot liggja fyrir utan umtalsefnið hjá
:mér. Og mér vitanlega er það eigi hinum
gildandi lögum samkvæmt, að tekjur prestanna
séu þannig greiddar. Þvert á móti er svo ákveð-
ið, að þær skuli greiðast í góðutn og gildum land-
aurum, ef þær eigi eru borgaðar í peningum.
Ef gjaldendur borga gjöld sín í peningum, þá
kemur í sama staðinn niður fyrir viðtakanda, en ef
þeir borga í góðum og gildum landaurum, þá er
reynsla mín sú, og eg er viss um annara fleiri, að
þessum góðu og gildu landaurum má optast koma
í hærra peningaverð heldur en ákvæðisverð þeirra
er samkvæmt lögunum, þegar þeir eru goldnir, ef
útsjón og ráðdeild er beitt til þess. En auk þess,
þegar tekjurnar eru litlar — og það játum við báð- *
ir, að prestatekjurnar séu hér á landi — þá er það I
víst og satt, að freistnin og mögulegleikinn til að
eyða þessum litlu tekjum til óþarfa er minni, ef þær
eru fólgnar í landaurum, heldur en ef þær eru pen-
ingar. Því séu peningar til, þá er hverjum einum
hætt við, að grípa til þeirra, þó urn óþarfa sé að
ræða og hinn sanni hagur mannsins í raun og veru
ekki leyfi honum það. Enda virðist hinn heiðraði
höfundur undir niðri og í raun og veru viðurkenna
þessa skoðun, þótt hann sé að reyna til að hafa á
móti og snúa út úr orðum mínum. Hann álítur eigi
fremur en eg prestastéttinni borgið í launalegu til-
liti með því einu, að hinum núverandi tekjum sé
breytt í peninga, heldur álítur hann, að þá yrði líka
jafnframt að hækka laun þeirra, jafnvel tvöfalda eða
meir til þess að staðan yrði aðgengileg fyrir em-
bættismannaefni landsins, og sýnir það, að hann er
hræddur ura, að peningarnir, miðaðir við hina nú-
gildandi tekjuupphseð, mundu verða uppgangssamir
hjá prestunum eigi síður en öðrum.
Hinn heiðraði höfundur segir það, að margir
af hinum verzl, embættismönnum hafi með 3000—
5000 kr. peningalaunum á seinni árum orðið gjald-
þrota hver um annan þveran. Og sé nú þetta sann-
reynd — sem eg skal ekki neita, — þá getur mér
ekki betur virzt, en að orsökin til þess hljóti með
fram að vera sú að laun þeirra eru peningalaun.
Alyktun hötundarins um það, að hinir verzlegu em-
bættismenn séu svoddan oráðsseggir, hlýtur hver að
sjá, að er úr lausu lopti tekin. Þeir eru að sjálf
sögðu menn, upp og niður eins og aðrir, sumir ráð-
deildarsamir, en sumir ekki. En á meðan þeir
höfðu laun sín goldin í landaurum, og urðu margir
hverjir að svara peningum af embætti sínu, þávoru
þeir jafnan auðugastir menn hver í sínu héraði.
En þegar launum þeirra ' er breytt í peninga úr
landsjóði — og það enda þótt þau séu hækkuð að
mun, — þá verður reynslan þessi, að ‘þeir gera eigi
hetur en komast af, Og margir eins og höfundurinn
segir, verða gjaldþrota hver um annan þveran. Þessi
reynsla virðist mér eigi geta gert það svo glæsilegt
í augum vor prestanna, að fá vorum litlu launum
breytt í peninga. Eg skal játa það, að taka laun
sín úr landsjóði yrði fyrir prestinn umstangs- og
fyrirhafnarminna, enda opt og einatt ánægjulegra en
að gangast eptir því hjá sóknarbörnum sínum, en
þar fyrir er ekki gefið og sjálfsagt, að það yrði hon-
um afifarasælla og notadrýgra. Ef landsjóðslaun
hinna verzlegu embættismanna, jafn liá og þau eru,
hafa reynzt létt í vösum þeirra, þá er hætt við, að
c. 1000 kr., sem eru nú meðalprestslaun hjá oss,
goldnar í peningum úr landsjóði, yrðu léttar í vös-
um vor prestanna. og að fljótlega vildi á þær ganga,
er vér færum að borga af þeim það, sem hugur vor
girntist í þann og þann svipinn. Því vér prestarn
ir erum líka menn, sem eigi ætíð og alstaðar mund-
um gæta þess, að brúka þessa peninga, sem vér
hefðum á reiðum höndum, að eins til hinna nauð-
synlegustu útgjalda vorra. En til annars en allra
na,uðsynlegustu útgjalda geta ekki meiri laun en þetta
dugað. Þar erum við þó sammála. Og efþvíþess
um litlu launum væri breytt í peninga, þá sýriist
mér að hætt væri við, að fyrir oss prestunum mundi
fara sömu leiðina og öðrum peningatekjumönnum—
og eigi síður fyrir það, að laun vor væru helmingi
minni — að vér yrðum margir hverjir gjaldþrota
hver um annan þveran, þar sem aptur á hina hlið-
ina er varla hægt að benda á nokkurn prest, sem
gjaldþrota hefurorðið með þeim gjaldmáta, sem nú
er gildandi. En að styðja að því, að sem flest gjald-
þrot eigi sér stað, og það á meðal embættismanna
landsins, finnst mér eigi vel viðeigai di og er eigi
ljóst, að það geti leitt til góðs fyrir þjóð'na í heild
sinni. (Niðurl, næst).
Húnavatnssýslu (Ásum) 4. nóv.
Það hefur verið nóg minnst á heyskap og
tíðarfar hér í sýslu, svo eg sleppi því. Haustverzl-
un hefur gengið allvel og eru menn almennt á-
nægðir með fjárverð á Blönduósi í haust. Fyrir
kjöt hefur verið gefið 12—18 aura, gærur 22 aura,
mör 18 aura. Sömuleiðis hafa kaupmenn þar
gefið allvel fyrir fé á fæti.
Kauptíðin stóð yfir frá 23. sept. til október-
loka, á skemmri tíma gátu menn ekki áttað sig
hverju farga skyldi í kaupstaðinn.
Það er ákaffega lítið minnst á Blönduós í
blöðunum, en það er þó eitt af hinum smærri
kauptúnum, sem er í ákaflegum uppgangi, sem
mest er að þakka hinurn alþekkta dugnaði og
hagsýni hr. kaupmanns J. G. Möller’s, sem byrj-
aði þar verzlun fyrir 22 árum. Blönduós er nú
orðið allstórt þorp, og flytja þangað árlega þurrabúð-
armenn, þvf þar er gott um vinnu. Þar er líka
sýslumannssetur og læknissetur.
Síðastliðið sumar var fiskiafli þar ágætur, en
var stundaður ver en skyldi, sem stafar af því
að aflinn er mestur um heyannatímann, og sök-
um mannfæðar er ekki hægt að láta ganga nema
2—3 skip að staðaldri þá, svo það dregur svo
rnikið úr aflanum.
I fyrra var í fyrsta skipti fluttur út saltfiskur
frá Blönduósi 10—12 skp., en í ár var flutt út á
2. hundrað skp. Ishús Vnikið lét kaupmaður J. G.
Möller reisa í sumar og haust, en hér er afar-
mikið um síld á sumrin, svo ekki þarf að óttas-
beituleysi framvegis.
Mjög erum við Húnvetningar gramir yfirpóst-
áætlun landpóstanna yfirleitt, hversu hún kemur
opt í bága við ferðir gufuskipanna til útlanda,
en þó tekur út yfir allt með nóvemberferðina,
sem hljóðar þannig: frá Akureyri 1. nóv. sá póst-
ur kemur til Rvíkur 13. nóv., en „Laura“ (póst-
skipið) fer ,frá Rvík. 4. desbr.; þar af flýtur, að
bréf, sem skrifað er hér 4—5 nóvember fær að
hvfla sig 3 vikur í Reykjavík undir Hafnarferðina.
Þetta fyrirkomulag á póstferðunum er lítt þolandi
og er vonandi, að hinn nýi póstmeistari ráði bót
á þessu hið bráðasta. Æskilegast væri, að fá auka-
póst frá Akureyri til Reykjavfkur, sem færi frá
Akureyri 18.—20. nóv., sem næði í síðasta póstskip
í Reykjavík snemma í desetnber.
Afii ágætur hefur verið á Stokkseyri í haust,
allt ýsa. Hefur einn formaður þar (Jón Sturlaugs-
son frá Starkarhúsum) fengið á 10. hundrað 1 hlut
sfðan um réttir, enda er það langhæst þar. Á
Eyrarbakka er afli minni (um 3—400). Hata all-
margir þaðan að austan sótt hingað síld til beitu
í íshús Geirs Zoéga kaupmanns og borið hana
á bakinu alla leið austur, þá er hestum hefur
ekki orðið komið við, og geta menn kallað það
að bera sig eptir björginni. —
FerSamenn, sem komið hafa hingað þessa
dagana Hellisheiðarveginn frá Selfossi, kvarta
mjög undan þeim stórgalla á veginum, að tvær
ár í Ölfusinu (Gljúfurholtsá og Bakkarholtsá) skuli
enn vera ‘óbrúaðar, því að þær séu nær ó-
færar gangandi mönnum, þá er haustar að og
frost og snjóar koma og illfærar með hesta.Telja
þeir hina brýnustu nauðsyn á að brúa ár þessar,
að minnsta kosti fyrir gangandi menn, og þyrfti
það ekki að kosta mikið. Virðist það og hafa
verið töluverð yfirsjón, þá er vegurinn var lagður
í fyrstu, að leggja hann ekki þar sem ár þessar
verða brúaðar, því að brúkleg brúarstæði munu
þó vera á ársprænum þessum, eigi langt úr leið.
En meðan ár þessar eru óbrúaðar kemur vegur-
inn ekki að fullum notum sem akvegur nemaura
hásumartlmann, og getur verið fullillt þá í rign-
ingum og vatnavöxtum, að svamla með hlaðna
vagna yfir þær. Ætti landstjórnin að ráða bót
á þessum farartálma sem allra fyrst.
Skipströnd. Aðfaranóttina 15. þ. m.
strandaði í Grindavík gufuskipið „Rapid“ hlaðið
salti og steinolíu til kaupmannanna Th. Thor-
steinsson og G. Zoéga hér í bænum. Átti það að
taka hér aptur saltfisksfarm fiá þessum kaup-
mönnum.
Sömu nóttina strandaði á Brunnastaðatöngum
seglskipið „Mdlfríður“ hlaðið vörum til O. Olavsen
kaupmanns í Keflavík.
Frikirkjuhreyflngin hér í bænum, er
áður hefur verið minnst á, hefur nú eflzt svo, að
söfnuður er þegar myndaður. og á að stofna hann
lögformlega (samþykkja lög hans, kjósa safnaðar-
fulltrúa o. s. frv.) á sunnudaginn kemur 19. þ. m.
Er séra Lárus Halldórsson ráðinn prestur þessa
nýja fríkirkjusafnaðar, sem kvað vera allfjölmenn-
ur, einkum af iðnaðarmanna- og sjómannastéttinni.
Gullbriiðkaup Halldórs Kr. Friðriksson-
ar fyrv. yfirkennara og konu hans, frú Leópoldinu,
var haldið hátíðlegt hér í bænum 13. þ. m., með
því að ailmargir bæjarbúar efndu til samsætis í
Iðnaðarmannahúsinu, og buðu þangað þeim hjón-
um og börnum þeirra, sem hér eru stödd, þar á
meðal Júlíus lækni í Klömbrum, er komið hafði
snöggva ferð hingað suður til fundar við foreldra
sína á þessum fágæta afrnælisdegi. — Biskupinn
hélt ræðu fyrir þeim hjónum. Aður um daginn
kl. 12 á hádegi gengu þau í kirkju ásamt skyld-
fólki sínu, og hélt dómkirkjupresturinn þar ræðu
yfir þeim. H. Kr. Friðriksson er nú áttræður að
aldri en þó hinn ernasti og eins þau hjón bæði.
Mannaláf Hinn 19. sept. síðastl. and-
aðist Gnðrún Ólafsdóttir á Fjarðarhorni í Hrúta-
firði 79 ára að aldri, ekkja séra Ólafs prófasts Páls-
sonar fyrrum dómkirkjuprests í Reykjavík, en síð-
ast prests að Melstað. Hún var dótttr Ólafs Step-
hensens selcretera í Viðey. Meðal barna hennar eru
séra Páll prófastur á Prestsbakka, séra Ólafur pró-
fastur á Staðarhóli, og Ólafía kona séra Lárusar
Benediktssonar í Selárdal. — Frú Guðrún var sögð
tápmikil merkiskona.
Sama daginn (19. sept.) lézt Sveinbiörn Magn-
ússon í Hvylft ! Önundarfirði, fyr bóndi í Skáleyj-
um 78 ára að aldri, merkismaður í sinni stétt. Son-
ur hans er Jóhann Lúter prófastur á Hólmum í
Reyðarfirði.
Hinn 8. {>. m. andaðist að Hjarðarholti í Döl-
um Solveig Porláksdóttir (fædd í Króki á Kjalarnesi
1. febr. 1830) kom til lijónanna séra Jóns Gutt
ormssonar og frú Guðlaugar M. Jónsdóttur að Mó-
um 1865 og fluttist með þeim að Hjarðarholti 1867
og dvaldi hjá þeim síðan. Hún var mikill atgervis-
kvennmaður til sálar og líkama, trúmennskan frábær,
mjög umhyggjusöm og ástúðleg við börn húsbænda
sinna, trvgg í lund og guðrækin. Þótti öllum sem
henni kynntust mjög vænt urn hana, því að hún
vildi hvervetna láta gott af sér leiða.
. O)
'j BÓKBANDSVERKSTOFA j
i
j Arinbj. Sveinbj arnarsonar [
er flutt í ,
Þingholtsstræti 3.